Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 40
y 40 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Framandi í tilgangslaus- um heimi Frelsið er tekið af'Mersol þegar þjóðfé- lagiðfer að skipta sér afhonum, aðrir menn byrja að freista þess að móta hann. Það gerir hann óhamingjusam- an, en viss huggun er í þvífólgin að allir menn verða að lokum dœmdir, dómararnir einnig. Utlendingurinn eftir Albert Camus er raeðal þeirra skáld- sagna sem orðið hafa sígildar, kannski vegna þess hve nútíma- leg hún er. L'Étranger kom fyrst út 1942 og í íslenskri þýð- ingu Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi 1961. Nú hefur þýðing Bjarna verið endurútgefm (ís- lenski kiljuklúbburinn, 1997). Eins og Bjarni bendir sjálfur á þýðir franski titillinn í raun Hinn framandi: „Mersol er ekki úr öðru landi, VIÐHORF Eftir Jóhann Hjálmarsson heldur stendur hann framandi gagnvart kröfu þjóðfélagsins um sorg og tár og iðrun, kröfu þess um sýnd og sjónarspil. Hefur hann rétt til að sitja ógrátinn við kistu móður sinn- ar? Albert Camus segir já; hann er allur á bandi Mersols - og lesandinn sömuleiðis." Söguhetjan Mersol er fram- andi vegna þess að hann er af- skiptalaus, lætur sig ekki nema að litlu leyti skipta það sem snertir aðra menn djúpt. Láti móður sinnar tekur hann fá- lega, ásta nýtur hann án veru- legrar ástríðu, hann lætur af- skiptalaust þegar kona er barin fyrir framan augun á honum og hann verður manni að bana fyr- ir einskæra tilviljun. Þegar hann á þess kost að verja sjálf- an sig til þess að lenda ekki undir fallöxinni sýnir hann furðulegt tómlæti. Eftir að hafa tekið af skarið í eitt skipti og látið fangaprest- inn sem kominn er til að biðja fyrir honum heyra það líður honum betur en nokkru sinni. Hann hugleiðir lífið og gleði þess og frelsið og opnar hug sinn fyrir „vingjarnlegu kæru- leysi heimsins". Hann skynjar að hann hafi þrátt fyrir allt ver- ið hamingjusamur: „Til þess að allt sé fullkomnað, til þess að ég kenni miður til einsemdar minnar er þess eins að óska að margir komi til að horfa á af- töku mína og heilsi mér með hatursópum." Menn hafa túlkað Útlending- inn með ýmsum hætti og ekki verið sammála eins og þýðand- inn segir. Að mínu viti deyr Mersol ekki glaður heldur ímyndar sér að hann sé glaður. Það er í sam- ræmi við anda Camus að maður verði að finna sér tilgang þrátt fyrir allt í heimi fáránleikans, vera, lifa. Hann hugsar sér Sís- yfos hamingjusaman í bókinni um hann, Sísyfosar-goðsögn- inni. Mersol er því án þess að vita það eins konar Sísyfos sem stritar við að lifa af því að engin önnur leið er til. Frelsið er tekið af Mersol þegar þjóðfélagið fer að skipta sér af honum, aðrir menn byrja að freista þess að móta hann. Það gerir hann óhamingjusam- an, en viss huggun er í því fólg- in að allir menn verða að lokum dæmdir, dómararnir einnig. Verk Camus eru talin falla undir hatt existensíalisma og gera það vissulega flest þótt hann mótmælti því. En eftir því sem leið á stutta ævi hans varð hugsunin um Guð ágengari, guðleysi existensíalista hætti að nægja honum. I skáldsögunni Fallinu (1956) er getum að þvi leitt muni ég rétt að eftirmáli um nútíma- manninn verði eitthvað á þessa leið: „Hann las dagblöð og drýgði hór." Nú gæti þetta kannski hljóð- að svona: „Hann las dagblöð, horfði á sjónvarp og flakkaði um á alnetinu." Það verður að telja athyglis- vert og ef til vill mótsagnakennt að Albert Camus gat skrifað allt að því „reyfaralega" um háal- varleg efni með heimspekilegum niðurstöðum. Útlendingurinn minnir um margt á spennusögu og sama er að segja um Fallið. Báðar eru þessar bækur mjög læsilegar og meðal best skrif- uðu skáldsagna seinni tíma. Mersol verður kannski ekki minnst sem skáldsagnapersónu heldur fyrir það hvað hver og einn lesandi finnur af sjálfum sér í honum. Einnig mætti segja: af hugsuðinum og rithöf- undinum Albert Camus í hon- um. Utlendingurinn er heimspeki- leg skáldsaga. I upphafi Goðsagnarinnar um Sísyfos stendur: „Það er aðeins til eitt raunverulegt heimspeki- legt vandamál: sjálfsmorðið." Bókinni lýkur á fyrrnefndum orðum: „Maður verður að hugsa sér Sísyfos hamingjusaman." Sísyfos er sífellt upptekinn við að velta steini upp á bjargbrún. Þegar hann er að ná takmarki sínu rennur steinninn niður og þá er að byrja aftur að velta honum upp. Albert Camus lenti í útistöð- um við Jean-Paul Sartre, m.a. vegna þess hve Camus gagn- rýndi Sovétríkin snemma. Sar- tre hefur verið talinn meiri ex- istensíalisti en Camus sem var fæddur og uppalinn í Alsír, dæmigerður Miðjarðarhafsmað- ur að margra áliti, haldinn óslökkvandi lífsþorsta en um leið sligaður af hugsuninni um dauðann. Camus var af spænsk- um ættum og er sagður hafa kunnað sérstaklega vel við sig á Spáni þar sem hann er dýrkað- ur fyrir bækur sínar og afstöðu til Kfsins. Hrossa- innflúensa NU ER svo komið að okkar hrausti hrossastofn hefur sýkst af áður óþekkt- um vírus hér á landi. Ekki hefur enn tekist að greina hvaða vírus hér er á ferðinni en lík- legt er talið að hann hafi borist til landsins frá Svíþjóð. Lengi vel voru sögusagnir einu fréttirnar sem fólk fékk af þessari inflú- ensu, en nú hafa fréttastofur tekið við sér og birta reglulega fréttir af útbreiðslu flensunnar. Þann 3.3. birti hestasíða Mbl. nokkuð ítar- legar greinar um hvernig flensan breiddist út í upphafi. Þar kemur fram að hestar hafi verið sýktir hinn 8. febrúar í Hestamiðstöðinni Dal og þá hafi Sigurborg Daða- dóttir dýralæknir komið og greint hestana með fóðureitrun (Hvann- eyrarveiki), enda sýndu hrossin sömu einkenni og hross með fóður- eitrun. Síðan gerir viðkomandi dýralæknir tvenn afdrifarík mis- tök. I fyrsta lagi ber hann með sér veikina til Hafnarfjarðar, þar sem hann er með hesthús. I öðru lagi mælist hann til þess að hross frá sama bæ og rúllurnar komu, sem hestarnir í Dal voru fóðraðir á, sé sent til síns heima og annað hross fengið í staðinn. Þetta gerði hann að sögn til að kanna hvort hrossin á þessum bæ hefðu í sér mótefni gegn fóðureitruninni sem dýra- læknirinn hélt að hrossin hefðu verið með. Arangurinn varð sá að veiran breiddist út í hross í Olfus- inu þaðan sem rúllurnar voru. Vel að merkja: það var ekki vitað með vissu að um fóðureitrun væri að ræða. Að mínu viti hefði verið mun skynsamlegra að senda sýni af heyinu til rannsóknar. Með því móti hefði verið hægt að útiloka að um fóðureitrun væri að ræða. Einnig átti að taka blóðsýni úr hrossunum og senda til rannsókn- ar. Með þessu móti hefði gríðar- legum hagsmunum verið bjargað. Fyrir þremur árum kom upp grunur um að smitandi inflúensa hefði stungið sér niður í hesthúsi í Gunnar Már Gunnarsson Víðidal. Dýralæknir- inn sem annaðist hrossin brást hárrétt við og voru hrossin strax sett í sóttkví og þess vandlega gætt að enginn hefði samneyti við viðkomandi hross. Þessu var mjög vel fylgt eftir af þáver- andi yfirdýralækni, Brynjólfi Sandholt. Réttum upplýsingum var strax komið til réttra aðila og allir lögðust á eitt til að flensan breiddist ekki út. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að nú virðist yfir- dýralæknir gjörsamlega hafa brugðist hlutverki sínu. Flensan breiðist út sem aldrei fyrr, þó svo að yfirdýralæknir hafi gefið út þá undarlegu yfirlýsingu að tekist hafi Þegar smitsjúkdómur sem þessi kemur upp, segir Gunnar Már Gunnarsson, verður að taka skjótt á hætt að fara milli húsa við vinnu sína. Einnig hefur verslun með hestavörur dregist mikið saman á suðvesturhorninu eftir að flensan gaus upp. En áhrifanna á eftir að gæta miklu víðar. Utflutningur hrossa, sem hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár, hefur nú verið stöðvaður. Öllum samkomum hestamanna hefur verið frestað um sinn. En hver verða áhrifin til lengri tíma litið? Á sumri komanda er fyr- irhugað að halda landsmót hesta- manna á Melgerðismelum í Eyja- firði. Eins og flestir hestamenn vita er þetta uppskeruhátíð hesta- manna sem dregur að sér gríðar- legan fjölda áhorfenda, innlendra sem erlendra. Haldi svo fram sem horfir með útbreiðslu flensunnar er hætt við að flauta verði landsmótið af. Slíkt hefði í för með sér mikið tekjutap fyrir alla þá sem málið varðar, svo sem mótshaldara, flug- félög og ferðaskrifstofur, svo og alla þá sem vinna við ferðaþjón- ustu. Þá ber einnig að hugsa til þeirra fjölmörgu sem bjóða upp á hesta- ferðir um hálendið og víðar. Þeir sem sækja slíkar ferðir eru einkum ferðamenn, og hefur þeim fjölgað með hverju árinu sem hafa farið í slíkar ferðir. Enda hefur gríðar- legri vinnu og fjármunum verið varið í að kynna þessar ferðir er- lendis. Einnig ber þess að geta að fái stóðhestur þessa veirusýkingu getur hann orðið ófrjór næstu tvo mánuði á eftir, þetta gæti því haft slæmar afleiðingar fyrir ræktend- ur. Eflaust eru fleiri sem gætu beðið skaða af ef flensan heldur áfram að málum Og ákveðið. grassera. að stöðva útbreiðslu hennar, eins og Ríkisútvarpið greindi frá fyrir skömmu. Hvaða vissu hafði yfir- dýralæknir fyrir því að vírusinn hefði hætt að breiðast út? Ná- kvæmlega enga. Slík yfirlýsing þjónar engum tilgangi og er miklu verri en engin, því að hún gerir menn aðeins værukæra í umgengni sinni við sýkt hross. Enda hefur komið á daginn að. flensan er nú komin norður yfir neiðar til Akur- eyrar fyrir utan öll þau tilfelli sem greinst hafa hér á suðvesturhorn- inu. Hvað er í húfí? Smitsjúkdómur sem þessi getur haft gríðarlega mikil áhrif og mjög víða. Nú þegar hafa fiutningar með hross algerlega lagst niður svo og hafa járninga- og tamningamenn I upphafi skyldi endinn skoða Þegar smitsjúkdómur sem þessi kemur upp verður að taka á málum skjótt og ákveðið. Það á að af- marka sýkta svæðið strax og grun- ur um smit kemur fram. Og það á að uppfræða alla þá er málið varð- ar jafnt og þétt með öllum þeim upplýsingum sem að gagni geta komið. Með slíku er hægt að koma í veg fyrir að alls konar gróusögur fari á kreik. Þegar fjölmiðlar eiga jafngreiða leið að öllum sem málið varða er sjálfsagt að yfirdýralækn- ir komi sjálfur fram í fjölmiðlum strax og veiran finnst og uppfræði menn um hvað um er að ræða og jafnframt hvernig menn eigi að bregðast við. Höfundur er meðlimur íFélagi tamaingamantta. Túlkun Orra og Illuga SAMTOK iðnaðarins fengu Robert Rowt- horn, prófessor í hag- fræði við Cambridge- háskóla, til að skoða hvað hafi markað þró- un greinarinnar á und- angengnum áratugum og hvernig mætti tryggja að greinin fengi vaxið hér og dafn- að í framtíðinni. I starfi sínu miðlaði Robert af áratuga reynslu sinn í fræðimennsku og fag- legri ráðgjöf sem hann hefur m.a. veitt alþjóð- legum stofnunum, rík- isstjórnum og samtökum iðnrek- enda víðsvegar um heim. Þetta gerðu samtökin í þeirri viðleitni að auka málefnalega umræðu um upp- byggingu iðnaðar hér á landi. Niðurstöður og tillögur Roberts liggja fyrir í ítarlegri skýrslu um málið og kynnti hann þær á Iðn- þingi 20. febrúar síðastliðinn. Fjöl- miðlar hafa gert málflutningi Ro- berts góð skil. Morgunblaðið er Ingólfur Bender þeirra á meðal og hef- ur blaðið bæði birt við- tal viðfRobert á mið- opnu og tekið tillögur hans til umfjöllunar í leiðara. Af því tilefni hafa Orri Hauksson og Illugi Gunnarsson skrifað saman tvær greinar í blaðið. Ekki tel ég þess virði að fara um þær mörgum orð- um og læt því nægja að taka eitt lýsandi dæmi. Orri og Illugi mistúlka og klippa úr samhengi eftirfarandi setningarbút: ,hafa nei- k\'æð áhrif á útgerðarfyrirtæki og tiltekna útgerðarbæi". Robert er að lýsa því hvaða áhrif það hefði ef rík- issjóður tæki veiðiheimildir af nú- verandi handhöfum án tillits til þess hvort og að hve miklu leyti þeim væri bættur skaðinn eða hver ráð- stöfun ríkissjóðs yrði á tekjum af leigu þessara veiðiheimilda. Robert er ekki að lýsa heildaráhrifum veiði- gjaldsins. Hann er einungis að lýsa Orri og Illugi mistúlka og klippa úr samhengi, segir Ingólfur Bender, eftirfarandi setningar- bút: „hafa neikvæð áhrif á útgerðarfyrir- tæki og tiltekna út- gerðarbæi". því hvað verður ef tekjur núverandi handhafa dragast saman. Robert er ekki að fjalla um áhrif þess ef skatt- ar á einstaklinga eða fyrirtæki yrðu lækkaðir á móti eða tekjum af gjaldtökunni varið á annan hátt. Orri og Illugi gera honum það hins vegar upp og segja að hann hafi sennilega komist að niðurstöðu sinni á grundvelli þess að sjómenn, fískverkafólk og aðrir beri ,skað- ann" og að skattfé sé í mestum mæli varið á suðvesturhorninu. Þetta er röng túlkun hjá þeim félögum. Ég hvet þá'Sem hafa áhuga á við- fangsefninu til að verða sér úti um skýrslu Roberts og kynna sér hvað hann segir, en láta ekki nægja að treysta á túlkun Orra og Illuga. Höfundur er hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.