Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HVERNI6 ER ÞAÐ Leikur að eldi Gott hugvit, góð hönnun er alls staðar í umhverfinu og stundum eru hlutirnir svo einstakir að við veltum því fyrir okkur hvert sé leyndarmálið á bak við þá. Sús- anna Svavarsdóttir hreifst svo af logandi krossinum í Hamlet, að hún leitaði til leik- sviðsstjórans, Reinhardts Reinhardtsson- ar, til að spyrja hvernig hann færi að því að kveikja allan þennan eld án þess að brenna húsið til grunna. jh-:^^^R3KR J^ ¦¦* * ÞAÐ GETUR oft verið erfítt að skilgreina orð eins og „hugvit" og „hönn- un" og enn erfiðara að út- skýra hvað er gott hugvit og góð hönnun. Það er enginn vandi að fá góðar hugmyndir en svo er spurn- ing hvernig hægt sé að útfæra þær. Við höfum hönnun alls staðar fyrir augunum. Oft á tíðum hefur hún notagildi, auk þess sem hún heillar augað. Stundum hefur hún bara notagildi. Stundum heillar hún bara augað. Tilgangurinn get- ur verið margvíslegur. Eitt af þvf sem gerir leikhúsið heillandi er að þar er hægt að segja og gera hluti sem ekki er hægt að segja og gera í raunveru- lega heiminum. Þar er hægt að fá „fríkaðar" hugmyndir sem menn myndu allajafna segja að væri ekki hægt að framkvæma - en leikhúsið er heimur þar sem allt er í raun- inni hægt. Og eins og hún amma mín sagði alltaf, þá er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Sýning Þjóðleikhússins á Ham- let er einstaklega spennandi sýnis- horn af því hvers heimur leikhúss- tns er megnugur. Fyrir utan góðan leik sem aðrir hafa fjallað skilmerkilega um hér á síðum blaðsins, hefur sýn- ingin að geyma margar spennandl sviðslausnir á flókn- um hugmyndum. Þegar sýningin hefst liggur stór og mikill logandi kross yfir sviðinu. Þetta er lifandi eldur sem logar ískyggilega nærri tjöldunum - og maður spyr sig hvernig þetta megi vera. Hvað um neistaflug? Hvað um glóðina? Hvernig í heiminum fara þeir að þessu, án þess að kveikja í tjöídunum og brenna húsið til grunna? Það er leikmynda- hönnuðurinn sem fékk þessa áhrifa- ríku og fallegu hug- mynd - en það er Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Kristinn KROSSINN í Hamlet: „Það var auðvitað ðgrandi og skemmtilegt að leysa þetta atriði með eldinn..." REINHARDT Reinhardts- son í rammgeru virkinu sem hýsir logandi krossinn. ákaflega Iétt í vasa að fá góðar hugmyndir, skella þeim upp í hendurnar á öðrum og segja: Leysið þetta! Sá sem fékk hugmyndina til lausnar var Reinhardt Reinhardts- son Ieiksviðsstjóri og hans flokkur. Þegar hann er spurður hvernig hann fari að því að brenna húsið ekki til grunna, segir hann: „Upp- skriftin er leyndarmál." Já, en... „Við erum með ramma sem við notum í sýningunni. Hann liggur lóðréttur fyrir ofan sviðið þegar hann er í geymslu en láréttur í sýn- ingunni. Ofan á þessum ramma er kross, eða réttara sagt fjórar brautir sem liggja í kross. Þær eru skel utan um aðrar brautir sem eld- urinn logar í. Það voru eiginlega fimm þættir sem við urðum að hafa í huga þeg- ar þetta var í þróun. Það var full- yrt í upphafi að þetta yrði ekki hægt nema með gasi og útkoman var sú sem hún er." Hvaða fimm þættir voru það? „f fyrsta lagi, varð eldurinn að loga jafnt. I öðru lagi, varð að kvikna mjög hratt í krossinum. I þriðja lagi, varð eldurinn að loga í ákveðinn tíma - ekki of lengi, ekki of stutt. I fjórða lagi, sem var sam- kvæmt kröfu eldvarnaeftirlitsins, mátti kveikiþráðurinn ekki skilja eftir í sér glóð þegar ramminn er hífður upp eftir að eldurinn er slokknaður. í fimmta lagi urðum við að einangra þetta þannig að hita leiddi ekki niður í plexíglerið sem er í rammanum. Kveikilögurinn er tvfþættur. Annars vegar, eldfimur lögur sem logar mjög hratt og kveikir í hin- um vökvanum sem logar hægar og þarf meiri hita. Uppskriftin er að sjálfsögðu leyndarmál. Síðan þarf kveikurinn að geta drukkið í sig vökvann og hann skil- ur ekki eftir í sér neina glóð. Eld- urinn bara deyr út - og efnið er að sjálfsögðu leyndarmál. Tjöldin fyr- ir ofan eru eldvarin og neistaflug úr þessum þræði á sér ekki stað." AUtþettafikt Hafið þið í leiksviðsdeildinni þurft að leysa svona verkefni áður? „Nei, ekki það ég viti. En það er einmitt þetta sem gerir starfið svona skemmtilegt. Allt þetta fikt; að fá að prófa sig áfram með hlut- ina. Og því fióknari, því skemmti- legri. Leikmyndahönnuður kemur með hugmyndir sem sviðsstjórar og annað tæknilið verða að leysa. Sjáifur veit hann sjaldnast hvernig á að leysa þær." Þú sagðir að tjöldin uppi í rjáfr- inu væru eldvarin. Eru eldvarnir mikilvægur þáttur í leikhúsi - þá er ég að tala um leikhús þar sem ekki er verið að leika sér að eldi. ,AUt tau sem er í leikhúsi - hlið- arveggir, bakteppi, leiktjöld, loft- borðar, dúkar á gólfi - er eldvarið og það er samkvæmt reglugerð. Eldvarnaeftirlitið fer yfir allar leikmyndir áður en þeim er hleypt af stokkunum. Það er svo margt sem við verðum að gera eftir eigin brjóstviti. Það er allt heimasmíðað hjá okkur, vegna þess að við erum ekkert með fólk sem hefur farið og Iært allt í meðferð efna sem nota þarf í leiksýningum." Reinhardt hefur áratuga reynslu sem leiksviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu og hefur því sett mark sitt á vel- flestar ráðgátur sem þurft hefur að Skáldadraumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frimanns MARGA dreymir um að verða skáld, að sænga hjá Gunnlöðu gyðju skáld- skapar og fá að launum að dreypa á skáldskaparmiðinum góða, blóði Kvasis. Ekki er öllum þeim sömu sú náð gefin að sofa sig til skálds en þó eru alltaf nokkrir sem hafa það lag og þann sið að nálgast konuna í sér, ímynd Gunnlaðar og í svefni geta með henni skapfest lund Óðins, drukkið hvítabjargarbikarinn í botn og vaknað í skáldi. Þessa eiginleika býður svefninn þeim mönnum sem rækta vakandi manninn í sér, en í sölum svefnsins konuna. Hinir kvenlegu eiginleikar hvers karls sem C.G. Jung nefndi Animu (sál) og birtast yfirleitt í líki konu í draumum karla, eru þeir eigin- leikar sem laða fram skáldið í mann- inum. í draumsvefhi opnar hún þær rásir í hverjum manni sem gefa hon- um Hugin til skáldskapar og Munin til skrifa. Þessa eiginleika sem oft sofa djúpum svefni og nefna sig; inn- sæi, næmi, víðsýni og mannleg reisn getur konan ein laðað fram í mannin- um og kallað til orrustu, penna við blað. Ég skal vaka og vera góð vininum minum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpan sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Einsog hún gaf þér íslenskt blóð, úngi draumsnillíngur, megi loks hin litla þjóð leggja á hvarm þér fingur, - á meðan Harpa hórpuljóð á hörpulaufið sýngur. Halldór Kujan Laxnes Tveir draumar „Möggu" 1. Eg var úti að ganga með ömmu minni og í draumnum var hún á líku reki og ég. Eg dáðist að því hve vel hún leit út og hversu vel klædd hún var. Við gengum niður smábrekku og mættum þrem börnum sem voru börnin hennar, pabbi minn og systk- ini hans. Amma biður mig að ganga með sér aðeins lengra og sýnir mér gröf. Hún segir að þar hvfli fjórða barn sitt sem hún hafi eignast en misst j[en í raun voru börn hennar 3). 2. Eg kom inn á veitingastað, þar var fátt fólk en mikið af borðum og stólum svo þröngt var um að ganga. Eg sé mann sem ég kannast við en hann heilsar ekM, heldur horfir á eftir mér. I einu horninu situr móðurbróðir minn, hann heilsar og býður mér sæti. Við spjöllum og hann nefnir ferðalag foreldra minna til systur mömmu en eitthvað kom upp á í ferðinni og hann sagði að þau hefðu aldrei átt að fara. Hann sagðist hafa hitt ömmu og hún hefði verið grátandi út af þessu. Þá finn ég hring koma milli fingra mér, ég skoða hringinn sem er stór gifting- arhringur, of stór á mig svo ég ætla að hann sé hringur mannsins míns en gái ekki í hann því til staðfestingar. Ráðning 1. Draumurinn bendir til að amma þín hafi komið til þín í svefni að segja þér af glötuðum hæfileikum sem hafi búið með hennar ætt og þú getir vak- Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson I draumi skáldsins vaknar rödd. ið aftur ef þú viljir. 2. Seinni draum- urinn er um afleiðingar þess fyrri, að þú getir átt von á væringum í fjöl- skyldunni vegna afskipta þinna af liðnum gjörðum sem tengjast fyrri draum en hitt ber að athuga að ávextir (gullhringurinn) afskiptanna eru meira virði en hratið (grátur ömmu), svo þitt er að veha. Draumur „SF" Eg gekk um í hverfinu mínu að kvöldlagi þegar dimmt var orðið. Allt í einu birtist svertingi, mér bregður en held svo að allt sé i lagi. Þá ræðst svertinginn á mig og fjórir aðrir (dökkir yfirlitum) birtast og horfa á, meðan hann lemur mig. Svo skellir hann mér í götuna og sparkar í mig, ég reyndi að berjast á móti og loks hætti hann og sagði: „Við kom- um örugglega aftur" og mér fannst eins og þeir ætluðu að hertaka land- ið. í sama mund varð stríðsástand, fólk að fela sig og þeir komu og leit- uðu um allt, við vorum varnarlaus gagnvart þeim. Ég faldi mig undir sæng á æskuheimili mínu en þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.