Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 72
u/""** *Y0ttn(!ðfeft ÞREFALDUR T.VINNINGUR MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Frumvörp um skatta Frestun , færslu söluhagn- aðar leyfð HLUTAFÉLÖGUM verður gert kleift að fresta tekjufærslu hagnað- ar af sölu hlutabréfa um tvenn ára- mót frá söludegi skv. frumvarpi um breytingar á tekju- og eignar- skattslögunum sem ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna, að tillögu fjármálaráðherra. Skv. -frumvarpinu verður fyrirtækjum ísem fá arð greiddan frá öðrum hlutafélögum heimilt að draga mót- tekinn arð frá skattskyldum tekjum í stað núgildandi reglu, sem heimil- ar að útborgaður arður sé dreginn frá tekjum þess fyrirtækis sem greiðir arðinn. Einnig er lagt til í frumvarpinu að skatthlutfóll hlutafélaga lækki úr 33% í 30% og sameignarfélaga úr 41% í 38%, er það gert svo fram- angreind breyting leiði ekki til skattahækkunar. Geta óskað eftir bindandi áliti . ríkisskattstjóra Ríkisstjórnin samþykkti einnig að leggja fram annað frumvarp frá fjármálaráðherra sem felur í sér að tekin verði upp bindandi álit í skattamálum eða svokallaðir forúr- skurðir í skattkerfinu. Skv. þessum breytingum er skattborgurunum í tilteknum tilvikum gefinn kostur á að óska eftir bindandi áliti ríkis- skattstjóra um skattalegar afleið- 'ingar ráðstafana sem þeir ætla að ráðast í. ¦ Skatthlutfall/12 Æfing í sigi Á VEGUM Slysavarnaskóla sjó- manna var verið að æfa sig úr TF-Líf, þyrlu Landhelgisgæsl- unnar niður í eitt af björgunar- skipum Slysavarnafélags íslands en slfkar æfingar fara fram í hverri viku. Morgunblaöið/Baldur Sveinsson Ríkisstjórnin setur Landsbanka Islands hf. á markað Selur 10% hlutafjár RIKISSTJORNIN hefur ákveðið að selja 10% af hlutafé sínu í Lands- banka íslands hf. til þess meðal annars að fá markaðsverð á hluta- bréfin. Starfsfólki bankans gefst kostur á að kaupa hluta af þessum bréfum á verði sem samsvarar verðmæti eigin fjár fyrirtækisins. /¦>"« Allt situr fast í kjaradeilu sjómanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna Sjómenn neita að gefa upp afstöðu til frumvarpa SATTAFUNDUR sem haldinn var í kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna hjá ríkissáttasemjara í gær var með öllu árangurslaus. Engar efnisleg- -<_^ ,>ar viðræður fóru fram og var stuttum sáttafundi slitið síðdegis. Fulltrúar sjómanna vilja ekki greina frá afstöðu sinni til frumvarpa fískverðs- nefndar sjávarútvegsráðherra eða svara hvort þeir verða við skilyrði ráðherra um að aflýsa verkfalli. Fulltrúar útvegsmanna kröfðu sjómenn um afstöðu til frumvarpanna í gær og segja þýð- ingarlaust að halda viðræðum um kjaramálin áfram fyrr en svör fáist. Sáttasemjari ákvað að boða deiluaðila til nýs fundar á morgun kl. 14. „Þeir eru ekki tilbúnir til viðræðna frekari en fyrri daginn um okkar kröfur," sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins. Hann sagði að allt sæti fast í viðræðunum. „Stað- an er alveg sú sama í dag og þegar við frestuðum ¦¦•, verkfalli 10. febrúar," sagði Sævar. „Ráðherra setti okkur engin tímamörk" Sævar sagði að sjómenn myndu ekki gefa upp afstöðu sína tiltillagna fiskverðsnefndar við þess- ar aðstæður. „I ljósi þess sem Kristján Ragnars- son hefur sagt í fjölmiðlum, að þær þóknist hon- ^um ekki, get ég sagt að það er ekkert að finna í ^rþessari skýrslu úr kröfum Sjómannasambandins. Morgunblaðið/Golii KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ^ og Guðjón A. Krisljáiisson, formaður FFSÍ. Það er hvergi komið inn á markaðstengingu eða afurðaverðstengingu eins og við gerðum kröfu um. Við báðum hvorki um kvótaþing né verðlags- stofu eða breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða," sagði Sævar. Aðspurður hvaða tíma sjómenn teldu sig hafa til að gefa svör um afstöðu þeirra til tillagna nefndar- innar og skilyrði sjávarútvegsráðherra um að sjó- menn aflýstu yfirvofandi verkfalli, sagði Sævar, að sjómenn hefðu allan þann tíma sem þeir þyrftu, þar til verkfallið ætti að skella á, því ráðherra hefði ekki sett þeim nein tímamörk. Sævar gagnrýndi sjávarútvegsráðherra fyrir að setja sjómönnum þetta skilyrði og sagði að það hefði skemmt verulega fyrir framgangi máls- ins. „Sjáum enga ástæðu til að ræða önnur mál" Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, sagði nauðsynlegt að fá fram afstöðu sjómanna til til- lagna fiskverðsnefndar áður en lengra yrði hald- ið. ,Á meðan þeir geta ekki tjáð afstöðu sína sjá- um við enga ástæðu til að ræða um önnur mál, með hliðsjón af því hvaða áherslu þeir hafa lagt á að þetta séu grundvallaratriði og meginmál þess- arar deilu," sagði Kristján. Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, sagði að deilan væri í biðstöðu. Hann sagði óhjákvæmi- legt að hefja efnislegar umræður um kjaramálin áður en sjómenn gæfu upp afstöðu til tillagna verðmyndunarnefndarinnar, svo hægt yrði að leggja mat á þessi mál í samhengi. „Við lentum í því að Kristján Ragnarsson tók hér að sér hlutverk Þorsteins Pálssonar og vildi fá svör við skýrslunni. Við teljum ekki að við eig- um að svara honum strax. Við tökum okkur þann tíma í umfjöllun og skoðun sem við teljum okkur þurfa," sagði hann. Síðasti ársfundur Landsbanka ís- lands var í gær og með honum lauk 111 ára sögu ríkisviðskiptabankans. Að honum loknum var fyrsti aðal- fundur Landsbanka íslands hf. sem tók við eignum og skuldbindingum Landsbankans um áramót. Á aðalfundi hlutafélagsins sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra að fram færi vinna við mörk- un stefnu um næstu skref í banka- málunum. Markmið þeirra yrðu að draga úr kostnaði við bankakerfið, að tryggja áfram samkeppni og að sjá til þess að ríkið fengi sem mest fyrir þau verðmæti sem þjóðin ætti í bönkunum. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að bjóða út 10% af heildar- hlutafé Landsbanka íslands hf. í þeim tilgangi að fá skráningu hluta- bréfa bankans á hlutabréfamarkaði og fá markaðsverð á hlutaféð. ¦ Akveðið að selja/18 -----------?-?-?-------- Hlutabréf í Eimskipum hækka um 5,3% HLUTABRÉF Eimskipafélagsins hækkuðu í verði um 5,3% í gær, í kjölfar frétta um afkomu félagsins á síðastliðnu ári. Markaðsávöxtun húsbréfa hélt áfram að lækka og lækkuðu helstu markflokkar þeirra um einn punkt. Þá lækkaði mark- aðsávöxtun óverðtryggðra ríkis- bréfa um 9 punkta í gær. Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 2.041 milljón króna í gær. Mest viðskipti urðu með peningamark- aðsbréf eða fyrir 637 milljónir króna samtals. Þá urðu nokkur við- skipti með húsbréf, 545 milljónir, og spariskírteini, 486 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.