Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tryggingaráð hefur samþykkt gerða samninga við faghópa sérfræðilækna Almennur vilji til sam- flots á fundi lækna TRYGGINGARÁÐ samþykkti á fundi í gær- morgun gerða samninga við ellefu hópa sérfræði- lækna. Á fundi, sem haldinn var hjá Læknafélagi Reykjavíkur um samningamálin, kom fram al- mennur vilji til að standa þannig að staðfestingu gerðra samninga, að sögn Sigurðar Björnssonar, formanns Sérfræðifélags íslenskra lækna. Samn- ingafundur í deilu skurðlækna verður haldinn í dag. ÞÁ samþykkti Tryggingaráð í gær samning- inn við gigtlækna, sem gerður var í fyrradag, og samninga við augnlækna og kvensjúkdóma- lækna, sem tókust á fundi í fyrrakvöld. Tæknileg mál óleyst Sigurður telur að fyrst og fremst sé ósamið um tæknileg mál. Talsverð vinna sé eftir. Hann sagði tímafrekt að sinna málum þessara hópa. Hann kvaðst þó bjartsýnn á að samningar takist innan tveggja vikna. Sigurður sagði að nú ætti eftir að koma í ljóst hvort sérfræðingar staðfesta samningana á eigin félagsfundi næstu daga eða hvort þeir bíða eftir því að samningar takist við alla hópa þannig að um heildarsamaflot verði að ræða. Sigurður sagði að mjög almennur vilji til heildarsamflots hefði komið fram á fundi lækna í fyrrakvöld. Allt á viðræðugrundvelli Samninganefndir Tryggingastofnunar ríkisins og skurðlækna hittast aftur á fundi fyrir hádegi í dag. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar, deildar- stjóra sjúkratryggingadeildar Tryggingastofn- unar, nálguðust sjónarmið aðilanna heldur á fundi, sem haldinn var í fyrradag, þar sem samn- inganefndum var skipt í hópa og farið yfir út- reikninga. Kristján sagði að málið væri „allt á viðræðugrundvelli". I Morgunblaðinu í gær var haft eftir Kristjáni Guðjónssyni, að handsalaður samningur við skurðlækna frá því fyrir tveimur vikum hefði ekki náð fram að ganga vegna óútkljáðra mála skurðlækna og svæfingarlækna um skiptingu rekstrarkostnaðar vegna skurðstofa. Kristján sagði í gær að nú hefðu þau mál skýrst og lagt væri upp með að skurðlæknar og svæfingar- læknar skipti með sér rekstrarkostnaði eins og verið hefur. Gengið verði út frá því í nýjum út- reikningum. Stóð ekki til að skurðlæknar semdu við svæfingarlækna Um þessi ummæli Kristjáns sagði Stefán Matthíasson, samningamaður skurðlækna, í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þegar þetta samkomulag var handsalað var alveg ljóst að meiningin var sú að flytja meginhluta rekstrar- kostnaðar skurðstofa yfir á skurðlækna. Eftir sat rekstrarkostnaður varðandi svæfingarhlut- ann. Það stóð aldrei til og var með fullri vitund samninganefndar Tryggingastofnunar að þannig yrði gengið frá hlutunum. Það stóð aldrei til að ég semdi fyrir Tryggingastofnun við kollega mína, svæfingarlæknana, enda ekki í mínum verkahring. Það gætir furðu að hann lýsi yfir, að það hafi verið inni í samkomulaginu að ég mundi semja fyrir þá við svæfingarlæknana." Ársskýrsla Stígamóta kynnt Viðvarandi ástand FÉLAGIÐ Stígamót kynnti í gær ársskýrslu samtakanna í tilefni þess að átta ár eru liðin frá stofnun at- hvarfsins. Frá upphafi hafa 2.420 einstaklingar leitað aðstoðar hjá Stígamótum og í fyrra leitaði 431 einstaklingur til samtakanna, þar af 215 í fyrsta skipti. Fjöldi þeirra sem leita til Stígamóta er svipaður frá ári til árs, en milli 91% og 96% eru konur. Þolendur kynferðisafbrota eru í sérstökum áhættuhópi hvað varðar sjálfsvíg og höfðu 13% þeirra 215 sem leituðu aðstoðar Stígamóta í fyrra reynt að fremja sjálfsvíg. I skýrslunni kemur fram að á undan- fórnum tveimur árum hafi vaxandi fjöldi þeirra kvenna sem leitað hafa til Stígamóta sagt frá að þær hafi stundað vændi tímabundið á ung- lings- og fullorðinsaldri og að vænd- ið hafi verið tengt mikilli áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Svipað á einnig við um örfáa karla sem leitað hafa til samtakanna. Tæpur þriðjungur segir frá 80% þolenda kynferðisofbeldis eru 16 ára og yngri en rúm 53% hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á milli fímm og tíu ára aldurs. Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, segir að þolendúr kynferðisöfbeldis séu lengi að leita sér aðstoðar. Hún benti á að einungis rúm 31% segðu frá þegar ofbeldið ætti sér stað en algengast væri að sifjaspell stæðu yfir í eitt til fimm ár. Hún segir enn- fremur að hlutfall þeirra sem væri trúað þegar þeir segðu frá færi hækkandi með ári hverju í kjölfar aukinnar umræðu um þessi mál. 99% ofbeldismanna karlmenn Ársskýrslan sýnir að 3.848 of- beldismenn hafa beitt þá 2.420 þolendur sem leitað hafa til samtak- anna kynferðisofbeldi. Rúm 99% of- beldismanna eru karlmenn, þeir eru á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Tæp 44% þeirra eru giftir og rúmlega helmingur þeirra á börn. 17% ofbeldismannanna hafa einnig beitt aðra ofbeldi að því að þolandinn vissi til. Einungis 10% of- beldismanna eru ókunnugir menn en algengast er að þeir séu vinir, fjölskylduvinir eða feður þolandans. Stígamót halda, í tilefni átta ára afmælis síns, fjöldagöngu mánudag- inn 9. mars þar sem gengið verður frá Hlemmi að Austurvelli þar sem dómsmálaráðherra verða afhentar kröfur til úrbóta. " NYJA ÍSÍAND Þríéja jifentön kombi „[Guðjón] hcfur drcgíð sainan mikinn fróðleik... og segir söguna á einföldu og skjra ináli ... Ijósmyndir eru skipulega notaðar til að auka við efni (extans... uppsetning öll og umbrot er til fyrinnyndar. Það er óhœtt að mæla eindregið með þessari bók." Gtémundur Heihr Frímamuton, Morgunbladid ÚÁá w Jiiíví' »Ql? Astæður þess að leitað er til Stígamóta árið 1997 Sifjaspell og afleiðingar þeirra Nauðganir og afleiðingar þeirra Kynferðisleg áreitni 59,9% 32,7% 5,4% Grunur um sifjaspell 1,0% Grunur um nauðgun 0,3% Annað 0,7% Andlát GUÐRUN JÓNS- DÓTTIR BJÖRNS- SON GUÐRÚN Jónsdóttir Björnsson, ekkja Valdimars Björnssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum, lést á heimili sínu í Minneapolis í gær. Guðrún var fædd á ísafirði 18. október 1915 og var því 82 ára. Guðrún lærði sjúkraþjálfun í Danmörku og starfaði við hana bæði hérlendis og eftir að hún fluttist til Bandarfkjanna. Hún giftist árið 1946 Valdimar Björns- syni, fjármálaráðherra í Minnesota-fylki, sem starfaði hér á stríðsárunum. Þau bjuggu alla sína hjúskapartíð í Minnesota. Valdi- mar starfaði þar fyrst sem blaða- maður og fréttaskýrandi og varð síðar um langt árabil fjármálaráð- herra Minnesotafylkis. Hann lést árið 1987. Guðrún og Valdimar eignuðust fimm börn sem öll eru uppkomin og búsett í Bandaríkjunum. Söngurinn í fyrirrúmi LEIKLIST Leikfélag Akureyrar í samvinnu við Sinfónfu- hljömsveit Norðurlands SÖNGVASEIÐUR Höfundar leikhandrits: Howard Lindsay og Russel Crouse. Höfundur söngtexta: Oscar Hammerstein. Höfundur tdnlistar: Richard Rodgers. Þýðing: Flosi Ólafsson. títsetningar: Hákon Leifsson. Leikstjórn: Auður Bjarnaddttir. Ttínlistar- og lujóm- sveitarsljtírn: Guðmundur Oli Gunn- arsson. Leikmyndir og búningar: Messíana Tdmasddttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikarar og söngv- arar: Aðalsteinn Bergdal, Audrey Freyja Clarke, Guðbjörg Thorodd- sen, Helga Margrét Clarke, HUdur Þdra Franklín, Hildur Tryggvadtíttir, Hinrik Ólafsson, Hjalti Valþtírsson, Hrönn Hafliðadtíttir, Ingimar Davíðs- son, Jtína Fanney Svavarsdtíttir, Jdn Júliiisson, Jtínsteinn Aðalsteinsson, Manfred Lemke, Marintí Þorsteins- son, Rtísa Kristín Baldursddttir, Signin Arngrímsdtíttir, Unnur Helga Möller, Vilhjálmur Bergmann Braga- son, Þdra Einarsddttir, Þráinn Karls- son og Þuríður Vilhjálmsddttir. ffljtíðfæraleikarar tír Siiifdníiihljdni- sveit Norðurlands: Anna Podhajska, Anton Fournier, Björn Leifsson, Gréta Baldursddttir, Helga Bryndls Magnúsddttir, Jacqueline F. FitzGibbon, Jtín Halldtír Finnsson, Jtín Rafnsson, Karl Petersen, Laszltí Czenek, Michael Jdn Clarke, Pál Barna Szabd, Richard Simm, Sveinn Sigurbjörnsson og Stefán Örn Arnarson. Föstudagur 6. mars. Mál og monning Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Siðumúla 7 • Stmi 510 2500 LEIKFELAG Akureyrar í sam- vinnu við Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur er valinn er söngleikurinn Söngvaseiður til flutnings. Uppsetningin einkennist af miklum metnaði og söngurinn er í fyrirrúmi, þ.e. frekar veljast í hlut- verkin lærðir söngvarar en leikarar. Söngvaseiður, á frummálinu „Sound of Music", er sennilega þekktasta verk Rodgers og Hammersteins. Kvikmynd sem gerð var eftir honum, nefnd Tónaflóð í ís- lenskri þýðingu, þótti stórkostleg upplifun á sínum tíma. Verkið er barn síns tíma og er skemmtilega væmið og yndislega hallærislegt. Þýðing Flosa Ólafssonar eykur á þessi hughrif frekar en hitt. Leikurinn er sýndur á nýupp- gerðu sviði Samkomuhússins. Svið- ið hefur verið dýpkað, hljómsveitar- gryfja útbúin og salurinn gerður upp og honum breytt. Þetta mynd- ar glæsilega umgjörð um einstak- lega skemmtilegt útlit sýningarinn- ar, sem hannað er af Messíönu Tómasdóttur. Messíana sækir í æv- intýraminnið í verkinu, söguna um fátæku stúlkuna sem hlýtur prins- inn vegna hreinleika hjarta síns. Búningarnir eru því afar litríkir og stflhreinir. Sviðsmyndin einkennist af hugvitsamlegri notkun á örfáum leikmunum (t.d. löngum, mjóum flekum sem er snúið og skeytt sam- an á ýmsa vegu) og ljósum sem varpa einfóldum skuggamyndum á baktjald og veggi. Ljósin eru bein- skeytt og úthugsuð og þetta allt veldur því að hinar fjölmörgu skipt- ingar taka aðeins örskotsstund. Auður Bjarnadóttir stýrir hópat- riðum fagmannlega og augljóst er að dansþjálfun hennar kemur að góðum notum. Enginn sýnir stór- leik enda gefur viðfangsefnið kannski ekki tilefni til þess. En eins og fyrr segir er tónlistin og söngurinn aðalatriðið og greini- legt er að Guðmundur Óli Gunnars- son hefur lagt sig allan fram til að ná sem bestum árangri. Tónlistin er skemmtilega útsett af Hákoni Leifssyni fyrir litla hljómsveit. Söngurinn kemur sífellt á óvart. Söngur nunnanna er sérstaklega vandaður með volduga rödd Hrannar Hafliðadóttur sem undir- stöðu. Þóra Einarsdóttir er stór- kostleg sem María og hefur ein- staka fyllingu í röddinni. Hún túlk- ar Maríu sem stelpuskvettu sem er bros, tvö stór augu og hárvöndull og töfrar alla uppúr skónum. Hin- rik Ólafsson syngur mjög vel hlut- verk kapteinsins. Jóna Fanney Svavarsdóttir er sindrandi Lísa og Hjalti Valþórsson er bangsalegur í hlutverki kærastans. Rósa Kristín Baldursdóttir og Aðalsteinn Berg- dal skapa bæði mjög eftirminnileg- ar persónur og skila vel söngnum. Börnin koma þó mest á óvart. Ingi- mar Davíðsson leikur Friðrik af miklu öryggi og skilar vönduðum söng. Hildur Þóra Franklfn er hin sannsögla Birgitta og skýr fram- sögn einkennir leik hennar. Syst- urnar Helga Margrét Clarke og Audrey Freyja Clarke eru ótrúlega öruggar í leik og söng og sama má segja um Vilhjálm Bergmann Bragason. Börnin eru punkturinn yfír i-ið í sérstaklega líflegri og vandaðri sýningu sem mun án efa verða lengi í minnum höfð. Verður útlit sýningarinnar, samspil lita, ljóss og skugga minnisstætt og auð- vitað söngurinn sem yljar um hjartarætur þegar gengið er út í fimbulkuldann að lokinni sýningu. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.