Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Gravediggaz með tónleika i kvöld w. Ekki með Franken- stein í kjallaranum RAPPSVEITIN Gravediggaz kom til landsins í gær og verður með tón- leika í Fylkishöllinni í kvöld. Sub- terranian og Nod Ya Head Crew sjá um upphitunina. Meðlimir Gravediggaz eru Too Poetie, Shabazz, Omen og Diomond J. Áætlað var að Frukwan kæmi til landsins í nótt og bættist í hópinn. „Hann komst ekki fyrr vegna þess að hann týndi passanum sínum," segir Svana Gísladóttir hjá Lotion Promotion. „Samt er áreiðanlegt að hann kemur því þeir eru mjög áhugasamir um þessa tónleika. Til dæmis lagði Shabazz á sig sólar- hringsferð til Connecticut til þess að ná í sinn passa." Trúði enginn að Gravediggaz væri að koma til landsins Hún segir að miðasala fyrir tón- leikana hafi farið hægt af stað, en glæðst þegar ljóst var að Gravedigg- az væri komin tn landsins. „Fólk átti bágt með að trúa þvi að þeir væru að koma," segir hún. „Þrjú þúsund manns keyptu miða á OPDirty Bast- ard. Hann kom aldrei og við erum að líða fyrir það. Miðarnir eru hins veg- ar farnir að renna hratt út núna og vonandi verður uppselt." „Það er mjög spennandi fyrir okk- ur að vera komnir til íslands," sagði rapparinn Too Poetic í samtali við blaðamann í gær. ,AIdrei hefði mig órað fyrir því að ég ætti eftir að koma hingað. Við förum á snjóbretti fyrir tónleikana á morgun, rennum okkur afturábak niður brekkurnar, og svo langar okkur einnig til að kynnast Islendingum." Hann sagði að munurinn á síðustu geislaplötu Gravediggaz sem kom út í fyrra „The Pick, The Sicle and the Shovel" og hinni fyrri „Niggamortiz" væri sá að meðlimir sveitarinnar hefðu þroskast og hefðu kröftugra yfirbragð. Einnig væri tónlistin núna jákvæðari og meira uppbyggjandi. Munurinn kæmi vel fram í umslög- um geislaplatnanna. Fyrra umslagið hefði verið svarthvítt og skuggalegt en hið síðara gyllt og bjartara. Undir sömu sök seldir og fram- haldsþættir í sjónvarpi Meðlimir Gravediggaz hafa mörg járn í eldinum. RZA úr Wu Tan Clan, sem var áberandi á síðustu plötu, fer til dæmis ekki í tónleikaferðir með sveitinni, Prince Paul, sem kom ekki heldur, og Frukwan gera það gott með Stetsasonic og Too Poetie á eigið útgáfufyrirtæki sem nefnist Plazma Records og er með ýmsa listamenn á sínum snærum. Hann segir engu að síður að með- limir Gravediggaz hafi metnað fyrir því sem rappsveitin er að gera og hafi nýverið skrifað undir samning um að gefa út nýja plötu. ,JÚ\ir vilja byggja eitthvað upp á eigin spýtur til hliðar við Gravediggaz en á meðan sveitin nýtur vinsælda og menn hafa áhuga á því sem þeir eru að gera verður hún við lýði. Við erum undir sömu lögmál seldir hvað það varðar og framhalds- þættir í sjónvarpi, - eins og Sein- iteld," bætir hann við og brosir. Að lokum var Too Poetic spurður hvort hann hefði gaman að hryllings- myndum, en á fyrstu plötu sveitar- innar „Niggamortiz", sem nú gengur undir nafninu „6 Feet Deep", var oft skírskotað tfl hryllingsmynda. - Og þá hvaða mynd væri í uppáhaldi hjá honum. „Ætli ég haldi ekki mest upp á Scream," svarar hann. „En annars hef ég meira gaman af karatemynd- um. Við brydduðum nú aðallega upp á þessu vegna skemmtanagildisins. Þetta var leið til þess að bregða nýju ljósi á þann boðskap sem við höfum fram að færa. Tónlist má ekki vera of alvarleg. En við erum ekki með neinn Frankenstein í kjallaranum hjá okkur." Tónleikarnir hefjast klukkan 19 í kvöld og verður byrjað að hleypa inn klukkan 18.30. #- S.*/* -' 1101 Morgunblaðið/Ásdís OMEN, Shabazz, Too Poetic og Diamond J. skipa Grave- diggaz. Aætlað var að Frukw- an bættist í hópinn í nótt. ÞAÐ MYNDAÐIST örtröð þegar liðsmenn Gravediggaz gáfu eiginhandaráritanir í verslun Japis á Laugavegin- um í gær. „HVAÐ heitir þú vinur?" gæti Too Poetic verið að segja við ungan aðdáanda. Beinar útsendingar 7. MARS TIL 14. MARS. > Einvígi Ronaldos og Turam Laugardagur 7. mars 14.25 Sjónvarpið Karlsruher gegn Gladbach Bæði lið eru í neðri hluta þýsku 1. deildarinnar og Gladbach reyndar í neðsta sætinu. Því er leikurinn gríð- arlega mikilvægur, svo mjög að þjálf- ari síðarnefnda liðsins, Norbert Mai- er, hefur þegar tilkynnt að tapi hans mann í dag segi hann af sér. Þegar landsliðsmaðurinn Steffan Effenberg er í ham hjá Gladbach virðist liðið geta gert hverjum sem er skráveifu, en er að sama skapi slakt nái hann sér ekki á strik. Gömlu kempurnar Thomas Hássler og Guido Buchwald Pakistanskar vörur Rýmingarsala v/flutnings Allt að 50%afsláttur Háholti 14, Mosfellsbæ (annar eigandi, áöur Karatchi, Armúla) Síðir leðurfrakkar st. S-XXXL, jakkar, koparstyttur, kínasilki, ullarteppi frá Kasmír, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl. 13-18 Opið laugardag frá kl. 13-16 Verið velkomin. Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). - fyrrum félagi Ásgeirs Sigurvins- sonar hjá Stuttgart - eru þekktustu leikmenn Karlsruher. 14.45 Stöð 2 Leeds - Wolves Margoft hefur sýnt sig að allt get- ur gerst í bikarleikjum. Þessi viður- eign er í átta-liða úrslitum ensku bik- arkeppninnar og þó svo Leeds sé of- arlega í úrvalsdefldinni en Úlfarnir í 1. deild getur fyrrnefnda langt frá því bókað sigur. Heimamenn verða þó að teljast sigurstranglegri því þeir hafa leikið af festu í vetur undir stjórn George Grahams. Þeir töpuðu reyndar á heimavelli fyrir Sout- hampton í deildinni um síðustu helgi og var markið að miklu leyti skrifað á reikning hins annars snjalla mark- varðar Nigels Martyn. 16.20Sjdnvarpid ísland gegn Israel Alþjóðlegt handknattleiksmót hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi með leikjum Egyptalands og ísraels annars vegar og Islands og Portúgal hins vegar. Því yerður haldið áfram í dag og ættu íslendingar að sigra ísraelsmenn. 19.25 Stöð 2 Barcelona gegn Real Madrid Þessi tvö stórlið spænskrar knatt- spyrnu eru sem fyrr í toppbaráttu deildarinnar; Barcelona er efst með 52 stig að loknum 26 leikjum og Real með 50 stig eftir 27 leiki. Þrátt fyrir þetta hafa bæði verið gagnrýnd nokkuð harkalega í vetur fyrir að bjóða ekki upp á nógu skemmtilega knattspyrnu. Þjálfurunum - sem báðir komu til starfa fyrir þetta keppnistímabil - er því mikið í mun að sigra í þessum stórleik í kvöld. Louis Van Gaal, sem gerði Ajax í Hollandi að sannkölluðu stórveldi áð- ur en hann kom til Barcelona hefur ekki þótt leggja nægilega áherslu á sóknarknattspyrnu og sömu segja er að segja af Jupp Heynckes hjá Real. Stórkostlegir knattspyrnumenn eru þó innan vébanda beggja fylkinga, og reikna má með augnakonfekti af þeirra hálfu í kvöld. Nægir þar að nefna Raúl, Mijatovic, Suker og Ro- berto Carlos í liði Real og hjá heima- mönnum er m.a. að finna skemmti- kraftana Rivaldo, Sonny Anderson og Louis Enrique. Sunnudagur 8. mars 14.00 Stöð 2 Parma gegn Inter Inter er í öðru sæti ítölsku 1. deild- arinnar og Parma í sjötta sæti. Bæði lið hafa frábærum leikmönnum á að skipa og bíða eflaust margir spenntir eftir einvígi brasilíska framherjans frábæra Ronaldo, sem að margra mati er besti knattspyrnumaður heims nú um stundir og franska varnarmannsins Lilian Thuram hjá Parma, sem sumir fyllyrða að sé besti varnarmaður heimsins í dag. Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu lék í fyrsta sinn með Inter um síð- ustu helgi síðan hann fór í hjartaað- gerð í fyrra og má reikna með að hann verði aftur með á morgun. 14.55 Sýn Arsenal gegn WestHam Þessi lið mættust sl. mánudag í ensku úrvalsdeildinni en viðureignin á morgun er liður í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Deildarleikurinn á heimavelli West Ham þótti heldur til- þrifalítill, en líklegt má teljast að hvorugur aðilinn hafi vfljað taka mikla áhættu svo skömmu fyrir „stóra" leikinn. Ómögulegt er að spá um úrslit þótt Arsenal verði að teljast sigurstranglegra. John Hartson, framherji West Ham, gæti þó sýnt fyrrum samherjum sínum í tvo heim- ana. Reikna má með að Frakkinn Bernard Lama verði á milli stang- anna hjá West Ham, en fyrsti leikur hans með félaginu var einmitt nefnd- ur leikur gegn Arsenal um síðustu helgi. Hollendingurinn Dennis Berg- kamp, framherji og helsta voþn Ar- senalmanna, var ekki með á mánudag vegna slæmsku í baki en skv. síðustu fregnum verður hann með á morgun. 16.00 Stöð 2 Grindavík gegn Tindastóli Grindvíkingar hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitílinn í körfu- knattleik í vetur og sömuleiðis er liðið orðið bikarmeistari. Engum blöðum er um það að fletta að Grindvíkingar hafa átt besta lið landsins í vetur, þar sem lykilmenn hafa verið Helgi Jónas Guðfinnsson, Tstartaris hinn gríski og Bandaríkjamaðurinn Darryll Wil- son. Þeim síðastnefnda hefur reyndar verið sagt upp störfum og í fyrsta leik eftir brotthvarf hans steinlá Grinda- víkurliðið fyrir KR á fimmtudaginn. 16.50 Sýn Newcastle gegn Barnsley Lið Newcastle hefur valdið miklum vonbrigðum í vetur eftir gott gengi á síðasta keppnistímabili. Liðið er fyrir neðan miðja úrvalsdeildina og því litl- ar líkur á að það komist í Evrópu- keppnina næsta vetur með því að verða ofarlega á þeim vettvangi. Sig- ur í bikarkeppninni er því það sem stefnt er að og leikurinn gegn Barns- ley er í átta liða úrslitum hennar. Barnsley, sem er í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, gerði sér lítið fyr- ir og sló Englandsmeistara Manchester United út úr bikar- keppninni í síðustu umferð. 19.25 Sýn Lazio gegn Roma Liðin tvö frá Rómarborg hafa marga hildi háð. Lazio er sterkara um þessar mundir, þykir reyndar sjaldan eða aldrei hafa leikið jafn skemmtilega knattspyrnu og í vetur, og er i þriðja sæti á eftir Juventus og Inter. Roma er reyndar ekki langt undan, er í fimmta sæti og ljóst að bæði lið geta leikið sérstaklega skemmtilega knattspyrnu. 20.00 Bylgjan DHL-deiIdin (timm leikir) ÍA-ÍR, SkaUagrímur-Keflavík, Þór Ak.-KR, Njarðvík-KFÍ og Valur- Haukar. 2.40 Sjónvarpið Formúla 1 Fyrsti kappakstur ársins sem fram fer í Astralíu. Þjóðverjinn Michael Schumacher á Ferrari-bíl náði best- um æfingatíma í brautinni fyrir helgi, annar varð Finninn Mika Hakkinen á McLaren og þriðji heimsmeistarinn Jacques Villeneuve frá Kanada á Williams-bfl. Vegna byltingar- kenndra breytinga á keppnisbflnum er búist við því að keppni verði jafn- ari og skemmtilegri fyrir áhorfendur en áður, Miðvikudagur 11. mars 19.40 Sýn Lazio gegn Juventus Toppslagur í ítölsku 1. deildinni. Valinn maður er í hverju rúmi hjá báðum liðum og framherjar beggja hafa einmitt verið í miklum ham síð- ustu vikur þannig að búast má við fjörugum leik. Inzaghi og Del Piero þykja eitt besta framherjapar í sögu Juventus og er þá sannarlega mikið sagt, en framherjarnir Mancini, Boksic og Casiraghi hjá Lazio eru heldir engir aukvisar. Fimmtudagur 12. mars 20.00 Bylgjan DHL-deildin (sex leikir) KFÍ-Valur, Keflavík-ÍA, Tinda- stóll-Þór Ak., ÍR-UMFN, KR- Skallagrímur og Haukar-Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.