Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 23 ERLENT t-**^ ?~y STUTT Vilja þátt- töku Tyrkja FULLTRÚAR Evrópusam- bandsins hvöttu Tyrki á Kýpur í gær til þess að taka þátt í að- ildarviðræðum eyjarinnar að sambandinu. Þær hefjast síðar í þessum mánuði og segja full- trúar ESB að boðið standi áfram, hafni Tyrkir boðinu. Stjórn gríska meirihlutans á Kýpur lagði inn aðildarum- sóknina. Breski fáninn á höllina BRESKA konungsfjölskyldan hefur ákveðið að taka breska fánann í notkun á Bucking- hamhöll, og blakti hann við hún á höllinni í fyrsta sinn í gær. Hann hefur einu sinni verið dreginn í hálfa stöng, vegna andláts Díönu prinsessu á síðasta ári. Konungsfjöl- skyldan hefur hingað til notað konungsfána en með því að flagga þjóðfánanum vonast hún til þess að styrkja tengslin við bresku þjóðina. Leitað að fé* gyðinga FRANSKIR embættismenn hófust í gær handa við að hafa upp á bankareikningum sem talið er að geymi fé sem tekið var af gyðingum í heimsstyrj- öldinni síðari. Hefur verið skipuð nefnd til að leita að reikningunum og hafa henni ekki verið sett nein tímamörk til að ljúka starfi sínu. Hryðjuverka- manna leitað BELGÍSKA lögreglan hélt í gær áfram leit að mönnum sem grunaðir eru um aðild að GIA, alsirskum hryðjuverka- samtökum. Tveir voru hand- teknir en í fyrradag réðst lög- reglan inn í hús í Brussel og handtók átta menn sem taldir eru félagar í samtökunum. 300 myrtir í Kongó MANNRÉTTINDASAMTÖK í Lýðveldinu Kongó, sem áður hét Zaire, sögðu í gær að hersveitir Laurent Ka- bila forseta hefðu myrt um 300 manns í síð- asta mánuði. Sögðu sam- tökin að framin hefðu verið fjöldamorð í bæ í austurhluta landsins og að fórnarlömbin hefðu verið óbreyttir borgarar. Lífvörður Kabila vitnar TREVOR Rees-Jones lífvörð- ur, sem lifði af bílslysið er varð Díönu prinsessu að bana, bar vitni fyrir frönskum dómara í gær vegna slyssins. Er það í annað sinn sem dómarinn yfir- heyrir lífvörðinn, sem segist nú muna eitthvað frá slysinu. Er dómarinn sagður öskureið- ur vegna viðtala sem lífvörður- inn veitti eftir að hann fékk minnið. Hvelfing yfir þing í Berlín UNDIR hvelfingu fyrrverandi og verðandi þinghúss Þýzkalands í Beiiín, Reichstag, er göngubraut og í gær voru margir að virða fyrir sér útsýnið. Endurbyggingu hússins á að ljúka næsta vor þegar áætlað er að srjórnarsetrið verði flutt frá Bonn til Berlínar. Flutningur þingsins og ráðuneyta þýzku srjórnarinnar til Berlínar var ákveðinn haustið 1990 og hefur frá þeim túna verið ráðizt í að byggja heilt hverfi srjórnarbygginga í kring um þinghúsið gamla rétt hjá Brandenborgarhliðinu í miðri höf- uðborginni. Innri skipan þinghúss- ins var gerbreytt og þessari iniklu glerhvelfingu bætt ofan á það. Helmut Kohl reiður vegna „liðhlaups" FDP-þingmanna Sambandsráðið innsigl- ar ósigur stjórnarinnar onn. Reuters. EFRI deild þýzka þingsins, Sam- bandsráðið, samþykkti í gær breyt- ingar á nýjum lögum sem veita lög- reglu auknar heimildir til að beita hlerunum við rannsókn sakamála, en í fyrradag beið samsteypustjórn Helmuts Kohls kanzlara ósigur í at- kvæðagreiðslu um breytingarfrum- varpið í neðri deildinni, Sambands- þinginu. Með samþykkt efri deildarinnar, sem fulltrúar þýzku sambandsland- anna 16 eiga sæti í, eru hin nýju lög Reuters formlega afgreidd og ganga í gildi um leið og Roman Herzog forseti undirritar þau. Kohl og aðrir frammámenn í rík- isstjórn hans voru í gær bálreiðir yfir þessum ósigri, sem er sá fyrsti sem stjórnin hefur orðið fyrir við af- greiðslu lagafrumvarps frá því hún tók við völdum 1982. Kohl beindi hvössum aðvörunarorðum til FDP í gær og hét því að þeir kæmust ekki upp með að skorast aftur undan merkjum. Nokkrir þingmenn Frjálsa demókrataflokksins, FDP, sem er í stjórnarsamstarfi með flokki Kohls kanzlara, Kristilegum demókrötum (CDU), greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni og tryggðu þar með breytingartillögum hennar við „hlerunarfrumvarp" stjórnarinnar brautargengi. Meðal „liðhlaupa" FDP voru heiðursformennirnir Hans-Dietrich Genscher og Otto Lambsdorff greifi og nokkrir aðrir fyrrverandi ráðherrar flokksins. Breytingartillögurnar fólust fyrst og fremst í að fjölga þeim starfs- stéttum sem bannað verði að beita hlerunum nema í sérstökum undan- tekningatilvikum. Pannig verða ekki aðeins prestar, þingmenn og verjendur sakamanna undanþegnir hlerunarheimildinni, eins og gert KOHL leyndi ekki vonbrigðum sínitm þegar srjórnarþingmenn svikust undan merkjum. hafði vérið ráð fyrir í frumvarpinu, heldur alls um 20 starfsstéttir, þar á meðal blaðamenn, læknar, endur- skoðendur og almennir lögmenn. Meðlimir þessara starfsstétta eiga allar sameiginlegt að vera bundnir trúnaðarskyldu. Austurríkismenn áhyggjufullir vegna austurstækkunar Evrópusambandsins EVRÓPA^. Búdapest. Reuters. AUSTURRÍSK stjórnvöld eru þeirrar skoðunar að Evrópusam- bandið muni sennilega þurfa að fresta um hríð gildistöku frjáls flæðis fólks frá hinum væntanlegu nýju aðildarríkjum í Mið- og Aust- ur-Evrópu um sambandið eftir að þessi ríki fá aðild að því en slíkt ferðafrelsi er ein stoð „fjórfrelsis- ins" svokallaða á innri markaði ESB. „Nauðsynlegt kann að reynast að setja vissar tímabundnar takmark- Vilja tímabundn- ar takmarkanir á „fjórfrelsinu" anir, svo sem á sviði frjáls flæðis einstaklinga og þjónustu," sagði Peter Wittmann, ráðuneytisstjóri austurríska kanzlaraembættisins á ráðstefnu í Búdapest á fimmtudag. ESB hyggst hefja aðildarviðræð- ur við Ungverjaland, Tékkland, Pól- land, Slóveníu og Eistland, auk Kýpur, í lok þessa mánaðar. Reikn- að er með að þessi sex væntanlegu ESB-ríki fái inngöngu upp úr árinu 2002. Wittmann benti í erindi sínu á ráðstefnunni á að Austurríki, sem hefur 1.200 km löng landamæri sem Uggja að þremur hinna umræddu væntanlegu ESB-aðildarríkja, ætti hvað mestra hagsmuna að gæta varðandi stækkun sambandsins til austurs, þar sem landið væri ber- skjaldaðra en önnur núverandi að- ildarríki fyrir þeim áhættum sem fælust í stækkunarferlinu. Hann sagði að þá áhættu sem tengdist inngöngu þessara ríkja í sambandið yrði að ræða umbúða- laust til þess að lágmarka hugsan- lega spennu í samskiptum núver- andi og verðandi aðildarríkja. Sem dæmi um slíka áhættu nefndi Wittmann hættu á auknu atvinnu- leysi vegna innstreymis nýs vinnu- afls á innri markaðinn. Annað dæmi væri að fyrirsjáanlegt væri að aðlög- un nýju aðildarríkjanna að sam- keppnisreglum ESB gætí reynzt þeim þrautin þyngri. Ennfremur sagði hann landbúnaðinn í núverandi ESB-löndum áhyggjufullan með til- liti til aukinnar samkeppni vegna ódýrrar landbúnaðarframleiðslu frá nýju aðildarlöndunum. Ekki bara blómabúð - ct# Skeitunni 11d • 108 Reykjavik - viö hliðina á Griffli Simi: 581 1185 - Fax: S811175 Opið mán. - lau. trá 13.00 - 18.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.