Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 47 MINNINGAR látist þegar við vorum á heimleið úr stuttu fríi. Hann hafði lengi átt við erfiðan lungnasjúkdóm að stríða og lést 25. febrúar sl. eftir að hann fékk inflúensu. Mig langar til að minnast þessa góða drengs og vinar með örfáum kveðjuorðum. Æskuár Mumma voru honum og fjölskyldu hans þungbær. Hann átti dugmikla foreldra, Ingibjörgu P. Guðmundsdóttur og Gísla M. Sig- urðsson. Þau eignuðust jörðina Miðhús í Garði skömmu eftir að Mummi fæddist. Þegar hann var á ellefta ári skall ógæfan yfir. Móðir hans lést og um svipað leyti upp- götvaðist að faðir hans hafði smit- ast af illvígum berklum. Sjálfur fékk hann alvarlega brjósthimnu- bólgu sem hafði varanlegan lungnaskaða í för með sér. Foreldr- ar hans eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra létust. Þessi stóri systk- inahópur tvístraðist í kjölfar þess- ara áfalla. Mummi dvaldist um tíma með föður sínum, sem var þá vist- maður á Vífilsstöðum, en þegar hann var um fimmtán ára að aldri réðst hann sem vinnumaður til sr. Eiríks Brynjólfssonar að Útskálum í Garði. Þar kynntist hann síðar konu sinni, Guðfinnu Jónsdóttur, sem við í fjölskyldunni köllum jafn- an Finný. Þau Finný og Mummi gengu í hjónaband um jól 1950 og settust að í kjallara sem þau höfðu innrétt- að í gamla húsinu á Meiðastöðum í Garði. Þar með hófu þau að byggja sér og börnum sínum einstakt heimili. Börnin urðu fimm og Mummi og Finný studdu þau til mennta eftir því sem hugur þeirra stóð til. Þau byggðu sér árið 1958 vandað einbýlishús í landi Meiða- staða, sem þau nefndu Velli. Allur bragur á smekklegu heimili þeirra einkenndist af ástúð, samhug og hjálpsemi. Þar var öllum sem litu inn eða leituðu skjóls tekið tveimur höndum. Til marks um það má nefna að systkdnin á Meiðastöðum, kona mín Rúna, Hulda og Eiríkur, eignuðust annað heimili hjá þeim eftir að móðir þeirra, Marta, dó skömmu áður en Finný og Mummi gengu í hjónaband. Verkamaður, Þorleifur Érlendsson, sem vann í fiski hjá Guðlaugi, frænda Finnýj- ar, kom þangað oft í kaffi og spjall. Þessi hjartahlýi erfiðismaður, Stóri Leifi eins og hann var oft kallaður, fann sér þar öruggt athvarf og varð eins og einn af fjölskyldunni, þótt óskyldur væri. Eitt barna Mumma og Finnýjar var skírt nafni hans og tvö börn þeirra minntust hans með því að gefa börnum sínum nafn hans. Þau Mummi og Finný voru sam- hent svo að af bar og þessi afrek unnu þau með þrotlausri elju, reglusemi og vinnu. Fyrstu árin stundaði Mummi sjó og vann í fiski. Jafnframt hófu þau að nytja Meiða- staðajörðina til fóðuröflunar fyrir kýr, sem þau höfðu. Mjólkin kom í góðar þarfir, einkum þegar börnin voru yngri. Síðar stundaði Mummi um langt árabil almenna verka- mannavinnu hjá íslenskum aðal- verktökum á Keflavíkurfiugvelli. Þeim Mumma og Finný féll aldrei verk úr hendi. Það er til marks um vinnusemina að oft fór Mummi í að- gerð á vertíðum fram á nótt eftir langan vinnudag á Vellinum og sumarfrí þeirra beggja fór um langt árabil oftast í að heyja fyrir kýrnar. Mummi var afar hlýr persónu- leiki og barngóður svo af bar, en einn sterkasti þátturinn í viðhorfi hans til lífsins var umhyggja fyrir fjölskyldu og heimili. Æskuheimili hans hafði sundrast og hann vildi standa vörð um að slfkt henti ekki börnin hans, ef hann gæti við það ráðið. Þessi hugsjón hans rættist og ég er þess fullviss að hann var innilega þakklátur fyrir það. Það gefur augaleið að aðstæður voru ekki til þess að Mummi stundaði nám í æsku, ef frá er talin stutt barnaskólaganga. Hann var skarpgreindur maður, víðlesinn og svo minnisgóður að af bar. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem varðaði atvinnulíf, einkum sjávar- útveg, og kunni skil á sögu flestra báta sem stunduðu veiðar hvar- vetna á landinu, einkum fyrr á ár- um. Hann hafði brennandi áhuga á íþróttum og fór fátt framhjá hon- um sem gerðist í knattspyrnu og handknattleik innan lands og utan. Mummi var fáskiptinn og flíkaði almennt ekki tilfinningum sínum en við sem stóðum honum nærri fengum þeim mun meira að njóta einstakrar hlýju og mannkosta þessa hægláta heiðursmanns. Okk- ur þótti innilega vænt um hann og söknum hans sárt. Við Rúna send- um Finný, börnunum, Mörtu, Ingu, Jóni, Sigrúnu, Leifa og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa okkur minningu Guðmundar Gísla- sonar. Lárus Jónsson. Þegar ég hringdi í Henný systur fimmtudaginn 26. febrúar átti ég ekki von á því að Mummi litli eins og hann var yfirleitt kallaður, væri dáinn. Fyrsta tilfinning mín, þegar Henný sagði mér það, var tómleiki. Svo komu minningar. Mummi var maður sem skildi eftir sig sterkar minningar, uppfullar af hlýju og þakklæti. Ég hafði ekki mikil sam- skipti við hann eða fjölskyldu hans eftir unglingsárin, og það er missir að því, en sem barn átti ég því láni að fagna. Þangað komum við fjöl- skyldan eins oft og var á færi föður míns að gera. Faðir minn hafði mikið dálæti á Mumma bróður sín- um og hélt upp á hann. Prédikarinn segir „eins og hann kom af móðurlífi, svo mun hann nakinn fara burt, eins og hann kom, og hann mun ekkert á burt hafa fyrir strit sitt, þ.e. að hann taki með sér í hendi sér." Prédikarinn 5-14. Hvað skiljum við eftir þegar við förum? Mummi skildi þroskaðan ávöxt eftir sig og frækorn kærleika og visku sem eiga eftir að bera minningu hans ávöxt í framtíðinni. Eg kveð þig, Mummi minn. Það eru fáir sem geta fyllt það skarð sem þú skilur eftir. Þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar og hlýjuna og birtuna sem þú veittir föður mínum og fjöl- skyldu. Guðfinna og fjölskylda. Drottinn huggi ykkur og styrki í Jesú nafni. Guðmundur Haraldsson. Elsku afi, ég sakna þín. Minning- ar um þig streyma um mig og ég græt. Ég hugsa um allt sem við gerð- um saman og það gleður mig. Þú gafst mér margt sem mun fylgja mér. Eg hugsa um allt sem mig lang- aði að gera fyrir þig en ekki gafst tími til og það hryggir mig. Það huggar mig að þú vissir að mér þykir vænt um þig og nú minn- ingu þína. Betri afa er varla hægt að hugsa sér. Elsku amma, bestu kveðjur til þín. Þórleifur. Ég kom hingað út til Connecticut í haust. Amma kom út á flugvöll til að kveðja mig en afi komst ekki vegna veikinda þannig að ég kvaddi hann aldrei. Ég hugsaði mikið til hans, ég vissi að hann gæti farið hvenær sem er en ég viðurkenndi það bara aldrei. Ég vildi að ég hefði sýnt betur og sagt hversu mikið ég elskaði þig, afi. Ég minnist margra smáatriða, þau sýna líka best hversu góður hann var. Það er erfitt að skrifa minningar niður svo þær hljómi rétt, en eins og ég sé afa best fyrir mér er hann úti á traktornum að vinna. Hann naut sín úti. Það var oft mikið um að vera þegar maður fór í heimsókn út í Garð, sérstak- lega þegar öll fjöldskyldan var sam- an komin, en það var alltaf mikil ró yfir afa, yfirvegun og mér leið svo vel hjá honum. Afi sá alltaf til þess að maður fór ekki heim tómhentur þegar maður kvaddi og kyssti hann bless. Afi hafði gaman af að segja skondnar sögur af fólki, hann kunni margar sögur, enda hafði hann upplifað margt. Afi var náttúruunn- andi, hann naut útiveru og var mik- ill dýravinur. Ég man þegar afi og amma tóku að sér villikettling að afi hitaði alltaf mjólk fyrir hann svo hún yrði volg og góð. Allt var gert svo öðrum liði betur. Ég á eftir að sakna hans mikið. Amma, þetta er mikill missir fyr- ir þig. Þú hefur alltaf verið sterk og verður það áfram með stuðningi ástvina. Ég samhryggist þér. Þöll Jónsdóttir. Elsku afi. Nú ertu kominn til himnaríkis og líður vel. Nú getur þú hitt alla vini þína sem eru þarna líka. Allar þær minningar sem ég á um þig vpru góðar og ég þakka fyr- ir þær. I öllu sem ég gerði bæði í dansinum, píanóinu og skólanum styrktir þú mig. Þú gerðir allt mér ojg öllum öðrum í ættinni til góðs. Eg þakka þér fyrir ánægjulegar samverustundir og ég mun ávallt sakna þín. Þín Hrund. Kæri vinur. Þótt dauðinn sé það eina sem er öruggt í þessu lífi er maður alltaf jafn illa undirbúinn þegar hann knýr dyra. Fyrstu við- brögðin eru sár sorg og söknuður. Síðan hrannast upp minningar um samtöl, um svipbrigði, um nánd og fjölskyldufundi. Ég minnist með þakklátum huga vináttu í aldar- fjórðung eða frá því ég kom inn í fjölskylduna sem tengdasonur. Þú sagðir ekki margt en á góðum stundum varstu hafsjór af fróðleik um alla skapaða hluti enda lastu töluvert þrátt fyrir langan vinnu- dag, sérstaklega á árum áður. Ég minnist kvöldanna sem þú eftir langan dag í erfiðisvinnu dast út af við sjónvarpið og gert var góðlát- legt grín að þér fyrir. Aldrei heyrð- ist þú kvarta en þegar þú veiktist kom í Ijós að líkaminn hefði þolað léttari vinnu. Þrek virtistu samt eiga nóg ásamt æðruleysi og dugn- aði. Knúin áfram af fórnfýsi og löngun til að hjálpa börnunum og koma þeim til manns gekk ævistarf ykkar hjóna út á að gefa. Heimilið var þinn kastali og fjólskyldan þinn fjársjóður. Ekki man ég að þú skiptir skapi en þá sjaldan sem þú hækkaðir röddina eða lagðir sér- staka áherslu á orðin var, ef rétt- lætiskennd þinni var greinilega misboðið, málefnið varðaði lítil- magnann eða ódrengskap. Það var ekki síst fyrir alla eiginleika þína sem góð manneskja sem börn og dýr virtust hænast að þér. Ég sé þig á hlaðinu heima með tindrandi augu og blágrátt hárið. Hann er á norðan sem svo oft áður. Það rennur aðeins úr nefi og þú snýtir þér um leið og þú horfir út á sjóinn og síðan yfir skógræktar- starf ykkar hjóna. Það nístir í hjartað að sjá hvernig norðan belj- andinn leikur greni og annan trjá- gróður. En það er ögrun að gefast ekki upp og það er hluti af tilver- unni að takast á við óblíða náttúru. Halda áfram með hækkandi sól og sumri. Að finna ilminn úr moldinni í kartöflugörðunum og af nýsleg- inni töðu á túninu. Þú gast vissu- lega ekki notið alls þessa síðustu árin vegna veikinda en reyndir samt meira af viJja en mætti, því þrautseigjuna hafðirðu, þegar fjöl- skyldan fjölmennti til að hirða hey- ið. Stundirnar með afa á traktorn- um í heyinu eru barnabörnunum örugglega dýrmætar í minning- anni. Þegar þú nú hefur kvatt þessa jarðvist kurteislega, eins og segir í Heimsljósi nóbelsskáldsins, vitum við sem sitjum hnípin eftir að þér líður betur þar sem þú ert og við gleðjumst innra með okkur. Við vitum líka að þú verður alltaf með okkur í gleði og sorg. Getur nokkur óskað sér betri eftirmæla en að hafa skilað góðu ævistarfi, að hafa verið drengur góður og að hafa lifað í sátt við guð og menn. Hafðu þökk, vinur, fyrir samfylgd- ina. Ólafur Örn Iiigólisson. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AGNES ÁGÚSTSOÓTTIR frá Patreksfirði, Ljósheimum 2, Reykjavfk, lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. mars sl. Elín Þorkelsdóttir, Ólafur E. Pétursson, Agnes Ólafsdóttir, Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Pétur Ólafsson, Rakel Ólafsdóttir, Jóhannes Ottósson og langömmuböm. í Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis á Norðurbraut 9, Hafnarfirði, Sólvangsvegi 1, lést á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 5. mars. r^ Loftur Melberg Sigurjónson, Shirin Erla Naimy, Ólöf Melberg Sigurjónsdóttir, Lárus G. Ólafsson, barnaböm og barnabamabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR SIGHVATSSON, lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi föstudaginn 6. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Steindórsson, Viktoría Lára S'eíndórsdóttir, Kristfn Rós Steindórsdóttir, Sighvatur Smári Steindórsson, Viggó Steindórsson, Anna Marfa Steindórsdóttir, tengdaböm, barnaböm og barn fT^^>K abamaböm. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍSABET VILBORG HALLDÓRSDOTTIR, Suðurgötu 34, Ketlavík, lést miðvikudaginn 4. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Kristjana Vilborg Jónatansdóttir, og böm. Stefán Þormar, t Bróðir okkar, PÉTUR ÓLAFSSON, Knarramesi, Vatnsleysuströnd, andaöist á Landspítalanum fimmtudaginn 5. mars. Systkini hins látna. t Kæru vinir Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JAKOBS PÁLMASONAR, Gilsbakkavegi 3, Akureyri. Sérstakar þakkir fá starfsfólk L-deildar FSA, starfsfólk heimahjúkrunar og heimahlynningar krabbameinssjúkra. Fríðrika Gestsdóttir, Pálmi Jakobsson, Guðrún Hermannsdóttir, Guðný Fjóla Jakobsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Hera Hermannsdóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.