Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 57 FRETTIR Ræða sam- fylkingu í Hafnar- firði EFTIRTALIN samtök hafa boðað þátttöku í viðræðum um samfylk- ingarmál í Hafnarfirði á fundi á Veitingahúsinu A. Hansen í dag. laugardag, klukkan 10.30: Samtök um kvennalista, Fulltrúaráð Al- þýðuflokksins, Alþýðubandalagið í Hafnarfirði, Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar, Jafnaðarmannafé- lag Hafnarfjarðar, Félag ungra jafnaðarmanna og Kvenfélag Al- þýðuflokksins. Auk þess munu ein- staklingar frá hafnfirskum stéttar- félögum mæta til fundarins, segir í fréttatilkynningu. Samkvæmt samþykkt fundar samfylkingarhópsins sem haldinn var í Hafnarborg sl.laugardag er það hlutverk undirbúningsnefndar- innar að leita eftir samstöðu jafnað- ar- og félagshyggjufólks fyrir kom- andi bæjarstjórnarkosningar. Nefndin skal leita eftir samstarfi við einstaklinga, jafnt sem og þau félög og samtök jafnaðar- og félags- hyggjufólks sem nú þegar eru starfandi í Hafnarfirði. Þá skal nefndin undirbúa stofnun félags þessara aðila sem hefur það mark- mið að bjóða fram í þeirra nafni í komandi kosningum. Samkvæmt áliti nefndarinnar og eftir þær viðtökur sem málið hefur fengið munu samtök um framboð jafnaðar- og félagshyggjufólks verða stofnuð um miðjan marsmán- uð. Það er í beinu framhaldi og í anda þeirrar umræðu sem fram fór á upphafsfundinum í Hafnarborg sl. laugardag, segir í tilkynning- Ráðstefna um almanna- hagsmuni á hálendinu JAFNAÐARMENN gangast fyrir fundi í dag, laugardaginn 7. mars, á veitingahúsinu Gafl-Inn kl. 14-17, um almannahagsmuni á hálendi ís- lands með yfírskriftinni: Hver á, hver má og hver ræður? Á fundinum sitja landskunnir fræðimenn og áhugamenn um mál- efnið fyrir svörum stjórnmála- manna á vinstri vængnum um mál- efni sem brennur á mörgum þessa dagana. Um þessar mundir liggja fyrir Alþingi fjölmörg mál sem snerta al- mannahagsmuni á hálendinu. Rík- isstjórnin hefur lagt fram frumvörp sem margir telja að feli í sér víð- tækt afsal á sameign þjóðarinnar til einstaklinga og fámennra sveitarfé- laga. Um þessi mál verður rætt á fundinum. Þeir sem sitja fyrir svörum eru: Þorkell Helgason orkumálastjóri, Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðing- ur, Lára Júlíusdóttir, lögfræðingur og stundakennari við HÍ, Svanur Kristjánsson prófessor, Ómar Ragnarsson fréttamaður og Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins. Guðmundur Árni Stefánsson setur fundinn og Össur Skarphéðinsson alþingismaður, tekur saman efnisþætti fundarins í lokin. Ráðstefnustjórar verða Jó- hanna Sigurðardóttir og Ágúst Einarsson. Meðal stjórnmálamanna sem taka þátt í fundinum eru Bryn- dís Hlöðversdóttir og Guðný Guð- björnsdóttir, Helgi Hjörvar, Hrannar B. Arnarsson, Gestur Gestsson, Rannyeig Guðmunds- dóttir, Mörður Árnason, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Lúðvík Bergvins- son, Svanfríður Jónasdóttir, Gísli S. Einarsson og Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. FITJAKIRKJA í Skorradal. Fitjakirkja í Skorradal 100 ára A ÞESSU ári eru 100 ár frá vígslu bændakirkjunnar á Fitj- um í Skorradal en hún var reist á árunum 1896-7 af þá- verandi bændum á Fitjum, Júl- íusi og Stefáni Guðmundsson- um. Hún er með síðustu kirkj- um sem smíðaðar voru í hinum gamla, turnlausa og fábreytta stfl, ágætt minnismerki um 19. aldar kirkju í sveit á Islandi, segir í fréttatiikynningu. I henni voru langbekkir og munhúnhafa verið ein síðasta kirkja á íslandi sem hafði þetta forna skipulag en bekkjarskip- an var breytt í hefðbundið form um 1950. Á árunum 1989-94 var kirkjan lagfærð en að innan er hún klædd upp- runalegri klæðningu og með altari og predikunarstól úr enn eldri kirkju. Predikunarstóll- inn var hreinsaður og á honum Fyrirlestrar í til- efni af ári hafsins Glötum við Golf- straumnum? SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Há- skóla íslands gengst fyrir röð fyrir- lestra í tilefni af ári hafsins og verða þeir fluttir á hálfs mánaðar fresti. Það er dr. Árný Erla Svein- björnsdóttir, sem er önnur í röðinni og verður fyrirlestur hennar í dag, laugardag klukkan 13.15, í sal 4 í Háskólabíói. „Ég mun fjalla um niðurstöður djúpborana í Grænlandsjökul og sýna hvernig lesa megi úr kjörnun- um upplýsingar um veðurfar á liðn- um árþúsundum. Fram kemur í þessum gögnum að miklar sveiflur hafa átt sér stað í veðurfari. Sér- staklega á síðasta jökulskeiði. Þá geymir jökullinn upplýsingar um hraðari breytingar á hitastigi jarð- ar en menn þekktu áður og leiðir í ljós að síðasta jökulskeiði lauk á ör- fáum áratugum. Fleiri vísbending- ar um óstöðugt veðurfar mætti nefna. Auk þess mun ég sýna að þessar hitasveiflur eru ekki ein- angraðar við Grænlandsjökul held- ur sjást þær í öðrum gögnum víðs vegar um heim," sagði Árný í sam- tali við blaðið. Og hún bætti við: „Ég mun einnig leitast við að útskýra þær kenningar sem eru uppi um orsakir þessara sveiflna í veðurfari og að lokum velta upp þeirri spurningu hvort maðurinn geti haft áhrif á hafstraumakerfi jarðarinnar og þar með veðrakerfin og koma þá inn á spurninguna sem er titill erindisins, „Glötum við Golfstraumnum?" er nú upphaflega málningin frá um 1790. Til forna átti kirkjan altaristöflu sem mun hafa glatast. f tilefni vígsluaf- mælis kirkjunnar var leitað til listakonunnar Þóreyjar Magn- úsdóttur (Æja) og vinnur hún nú að gerð altaristöflu fyrir kirkjuna. Ennfremur er unnið að upplýsingaskilti um kirkju- staðinn og þekkta grafreiti í kirkjugarðinum sem sett verð- ur upp í vor. Hinn 21. júní nk. kl. 14 verð- ur hátíðarmessa í tilefni vígslu- safmælis kirkjunnar. Er þess sérstaklega vænst að sem flest núverandi og fyrrverandi sóknarbörn, sveitungar, fyrr- um sóknarprestar og aðrir vel- unnarar kirkjunnar sjái sér fært að koma til afmælisfagn- aðarins, segir í frétt frá kirkju- eigendum. Félagsmið- stöðin Vitinn 10 ára FELAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn í Hafnarfirði verður 10 ára í mars- mánuði. Af því tilefni verður opið hús í Vitanum með veitingum og skemmtiatriðum sunnudaginn 8. mars milli kl. 13 og 18. Vitinn var opnaður 20. mars með hátíð. Starfsmenn og starfshættir hafa þróast á margan hátt á þessum árum en ætíð með það að markmiði að koma til móts við unglingana, segir í fréttatilkynningu. I tilefni afmælisins er félagsmið- stöðin Vitinn, Strandgötu 1, opin bæjarbúum sunnudaginn 8. mars miili kl. 13 og 18. Boðið verður upp á afmælisveitingar og mun Köku- meistarinn í Hafnarfirði gefa glæsi- lega afmælistertu. Unglingar munu troða upp með alls konar skemmti- atriði. T.d. munu nemendur úr Öldutúnsskóla sýna atriði úr Rocky Horror söngleiknum. Hörpuleikur í herrafata- verslun HÖRPULEIKARINN Marion Amour heldur tónleika í Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, í dag kl. 15, laug- ardag. Marion Amour er frönsk en af rúmenskum sígaunaættum. Hún er fædd í Nice í Frakklandi. Hún stundaði nám í hörpuleik við tónlist- arháskólann þar og einnig við Konservatoríið í París. Marion hefur leikið víða í heima- landi sínu, m.a. í Rauðu myllunni (Moulin Rouge) í París. Á efnisskrá eru ljúf ástarlög frá ýmsum tímum. Fyrirlestur um sjúklinga á slysadeild DR. AUÐNA Ágústsdóttir lektor og Laura Sch. Thorsteinsson hjúkr- unarfræðingur flytja fyrirlesturinn: Væntingar og upplifun skjólstæð- inga Slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, mánudaginn 9. mars kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eir- bergi, Eiríksgötu 34. Fyrirlesturinn er öllum opin. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa væntingum og upplifun þeirra sem leita til slysadeildar SHR. Rannsóknir á ánægju sjúk- linga á slysadeildum eða upplifun þeirra eru fáar og engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar á slysadeild SHR. Síðasta könnun á biðtíma sjúklinga sem leituðu til slysadeildar SHR sýndi að biðtími var mun styttri hér en á sambæri- legum deildum í Evrópu. Haustið 1996 voru tekin viðtöl við 46 einstaklinga sem leituðu til slysa- deildarinnar og buðust til að taka þátt í símaviðtali um þjónustu deild- arinnar. Viðtölin voru flest 5-10 mínútur að lengd þótt nokkur væru lengri. Viðtölin voru síðan greind , með aðferðum innihaldsgreiningar í 8 efnisflokka sem fram komu í við- tölunum. Þátttakendur voru bæði karlar og konur, flestir á aldrinum 30-40. Heildarniðurstöður rannsóknar- innar sýna að flestir sem leita til slysadeildarinnar eru mjög ánægðir eða sáttir við komu sína þangað og þá þjónustu sem þeir fengu. Starfs- fólkið fékk almennt góða einkunn i viðtölunum en helst var kvartað undan bið og aðbúðnaði. Fyrirlestur um sérstöðu bandarískrar menningar BANDARÍSKI prófessorinn dr. Richard Pells heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stöfu 101 í Lögbergi þriðjudaginn 10. mars kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist „The Uniqueness of American Culture" og fjallar um sérstöðu bandarískrar menningar í heiminum í dag. Dr. Richard Pells er prófessor í sagnfræði við University of Texas en starfar sem Fulbright-prófessor við háskólana í Bonn og Köln í vetur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um bandaríska menningu með sérstakri áherslu á kvikmyndir. Nýjasta bók hans, „Not Like Us: How Europeans Have Loved, Hated and Transformed American Culture Since World War II", hefur vakið sterk viðbrögð og mikið umtal, segir í fréttatilkynningu. Dr. Pells vinnur nú að bók sem á að heita „From Bonnie and Clyde to The Deer Hunter: Movies and Modern Ameria". Dr. Pells hefur jafnframt skrifað greinar um tengsl amerískrar og evrópskrar menningar í dagblöð og tímarit. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er öllum opinn. Fundur um byggingarmál Rimaskóla FORELDRAFÉLAG Rimaskóla boðar til almenns fundar mánudag- inn 9. mars nk. vegna byggingar- mála Rimaskóla. Fundurinn verður haldinn í Sigyn, félagsmiðstöð skól- ans og hefst kl. 20. Kristín Óskarsdóttir fjallar um tildrög fundarins og byggingarmál- in frá sjónarhóli foreldris. Helgi Arnason, skólastjóri, rekur bygg- ingarsögu skólans. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og kaffí. Fundarstjóri verður Emil Örn Kristjánsson. Áætlað er að fundin- um verði lokið um kl. 22-22.30. Sunnudags- ferðir Utivistar ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 8. mars. Gengið verð- ur um Bláfjallasvæðið. Á sunnudag er einnig boðið upp á gönguferð. Gengið verður á reka hinnar fornu jarðar Strandar í Selvogi í fylgd staðfróðs heimamanns. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Ferðafélagið Útivist býður upp á fjölda ferða allt árið. Meðal við- burða á árinu eru skíðaferðir ætlað- ar byrjendum og lengra komnum. Boðið er upp á reglulegar dagsferð- ir á sunnudögum. Þáttaka í dags- ferðum er góð þjálfun og undirbún- ingur fyrir lengri ferðir. Á meðal lengri ferða eru páskaferðir en þar á meðal eru 2-4 daga ferðir um „Laugaveginn" svonefndan auk fera um landsvæði Skaftárhrepps. Dagur harm- onikunnar HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur heldur Dag harmonikunnar á Hótel Borg nk. sunnudag 8. mars kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Meðal flytjenda eru: Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, stjórnandi er Jóhann Gunnarsson qg jafnframt kynnir, Kvartettinn Ömmurnar, hljómsveit Steindórs, hljómsveitin Gáski, Guðbjörg Sigur- jónsdóttir/Örn Arason og hljóm- syeitin Stormurinn. Stjórnandi er Örn Falker. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Samkomur Ffladelfíu á Netinu HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía byrjar sunnudaginn 8. mars á samkomum á alnetinu. Samkoman verður send út u.þ.b. tveimur tím- um eftir sunnudagssamkomuna, eða ^ um kl. 20. I framtíðinni verða síðan fjórar samkomur á alnetinu. Heimasíðan er: http://www.- gospel.is LEIÐRÉTT Suzukitónleikar TÓNLEIKAR íslenska Suzukisam- bandsins í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 8. mars verða kl. 14. Rangt var farið með tímann í blað- inu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Hvítmávar RANGT var farið með heiti fugla í myndartexta á baksíðu Morgun- blaðsins í gær. Sagt var að á mynd- inni væni múkkar, öðru nafni fýlar, á Grandagarði, en hið rétta er að fuglarnir á myndinni eru hvítmávar. Morgunblaðið biður lesendur sína velvirðingar á þessum mistökum um leið og það leiðréttir þau. Fiðrildin MISHERMT var í blaðinu sl. þriðjudag að Þjóðdansafélag Reykjavíkur kæmi fram á heims- sýningunni EXPO '98. Hið rétta er C að Þjóðdansafélagið Fiðrildin á Egilsstöðum koma þar fram. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Sigurðar Lárussonar í grein hans „Neyðarkall". Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. 1t^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.