Morgunblaðið - 07.03.1998, Side 57

Morgunblaðið - 07.03.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 5 7 FRÉTTIR FITJAKIRKJA í Skorradal. Fitjakirkja í Skorradal 100 ára Ræða sam- fylkingu í Hafnar- fírði EFTIRTALIN samtök hafa boðað þátttöku í viðræðum um samfylk- ingarmál í Hafnarfirði á fundi á Veitingahúsinu A. Hansen í dag. laugardag, klukkan 10.30: Samtök um kvennalista, Fulltrúaráð Al- þýðuflokksins, Alþýðubandalagið í Hafnarfirði, Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar, Jafnaðarmannafé- lag Hafnarfjarðar, Félag ungi-a jafnaðarmanna og Kvenfélag Al- þýðuflokksins. Auk þess munu ein- staklingar frá hafnfirskum stéttar- félögum mæta til fundarins, segir í fréttatilkynningu. Samkvæmt samþykkt fundar samfylkingarhópsins sem haldinn var í Hafnarborg sl.laugardag er það hlutverk undirbúningsnefndar- innar að leita eftir samstöðu jafnað- ar- og félagshyggjufólks fyrir kom- andi bæjarstjórnarkosningar. Nefndin skal leita eftir samstarfi við einstaklinga, jafnt sem og þau félög og samtök jafnaðar- og félags- hyggjufólks sem nú þegar eru starfandi í Hafnarfirði. Þá skal nefndin undirbúa stofnun félags þessara aðila sem hefur það mark- mið að bjóða fram í þeirra nafni í komandi kosningum. Samkvæmt áliti nefndarinnar og eftir þær viðtökur sem málið hefur fengið munu samtök um framboð jafnaðar- og félagshyggjufólks verða stofnuð um miðjan marsmán- uð. Það er í beinu framhaldi og í anda þeirrar umræðu sem fram fór á upphafsfundinum í Hafnarborg sl. laugardag, segir í tilkynning- unni. Ráðstefna um almanna- hagsmuni á hálendinu JAFNAÐARMENN gangast fyrir fundi í dag, laugardaginn 7. mars, á veitingahúsinu Gafl-Inn kl. 14-17, um almannahagsmuni á hálendi Is- iands með yfirskriftinni: Hver á, hver má og hver ræður? Á fundinum sitja landskunnir fræðimenn og áhugamenn um mál- efnið fyrir svörum stjórnmála- manna á vinstri vængnum um mál- efni sem brennur á mörgum þessa dagana. Um þessar mundir liggja fyrir Alþingi fjölmörg mál sem snerta ai- mannahagsmuni á hálendinu. Rík- isstjórnin hefur lagt fram frumvörp sem margir telja að feli í sér víð- tækt afsal á sameign þjóðarinnar til einstaklinga og fámennra sveitarfé- laga. Um þessi mál verður rætt á fundinum. Þeir sem sitja fyrir svörum eru: Þorkeli Helgason orkumálastjóri, Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðing- ur, Lára Júlíusdóttir, lögfræðingur og stundakennari við HÍ, Svanur Kristjánsson prófessor, Ómar Ragnarsson fréttamaður og Sig- hvatur Björgvinsson, fonnaður Al- þýðuflokksins. Guðmundur Árni Stefánsson setur fundinn og Össur Skarphéðinsson alþingismaður, tekur saman efnisþætti fundarins í lokin. Ráðstefnustjórar verða Jó- hanna Sigurðardóttir og Ágúst Einarsson. Meðal stjórnmálamanna sem taka þátt í fundinum eru Bryn- dís Hlöðversdóttir og Guðný Guð- björnsdóttir, Helgi Hjöi-var, Hrannar B. Arnarsson, Gestur Gestsson, Rannveig Guðmunds- dóttir, Mörður Árnason, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Lúðvík Bergvins- son, Svanfríður Jónasdóttir, Gísli S. Einarsson og Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. Á ÞESSU ári eru 100 ár frá vígslu bændakirkjunnar á Fitj- um í Skorradal en hún var reist á árunum 1896-7 af þá- verandi bænduin á Fitjum, Júl- íusi og Stefáni Guðmundsson- um. Hún er með síðustu kirkj- um sem smíðaðar voru í hinum gamla, turnlausa og fábreytta stíl, ágætt minnismerki um 19. aldar kirkju í sveit á Islandi, segir í fréttatilkynningu. I henni voruIangbekkir og mun hún hafa verið ein siðasta kirkja á íslandi sem hafði þetta forna skipulag en bekkjarskip- an var breytt í hefðbundið form um 1950. Á árunum 1989-94 var kirkjan lagfærð en að innan er hún klædd upp- runalegri klæðningu og með altari og predikunarstól úr enn eldri kirkju. Predikunarstóll- inn var hreinsaður og á lionum Fyrirlestrar í til- efni af ári hafsins Glötum við Golf- straumnum? SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Há- skóla íslands gengst fyrir röð fyrir- lestra í tilefni af ári hafsins og verða þeir fluttir á hálfs mánaðar fresti. Það er dr. Árný Erla Svein- björnsdóttir, sem er önnur í röðinni og verður fyrirlestur hennar í dag, laugardag klukkan 13.15, í sal 4 í Háskólabíói. „Eg mun fjalla um niðurstöður djúpborana í Grænlandsjökul og sýna hvernig lesa megi úr kjörnun- um upplýsingar um veðurfar á liðn- um árþúsundum. Fram kemur í þessum gögnum að miklar sveiflur hafa átt sér stað í veðurfari. Sér- staklega á síðasta jökulskeiði. Þá geymir jökullinn upplýsingar um hraðari breytingar á hitastigi jarð- ar en menn þekktu áður og leiðir í ljós að síðasta jökulskeiði lauk á ör- fáum áratugum. Fleiri vísbending- ar um óstöðugt veðurfar mætti nefna. Auk þess mun ég sýna að þessar hitasveiflur eru ekki ein- angraðar við Grænlandsjökul held- ur sjást þær í öðrum gögnum viðs vegar um heim,“ sagði Ámý í sam- tali við blaðið. Og hún bætti við: „Ég mun einnig leitast við að útskýra þær kenningar sem eru uppi um orsakir þessara sveiflna í veðurfari og að lokum velta upp þeirri spurningu hvort maðurinn geti haft áhrif á hafstraumakerfi jarðarinnar og þar með veðrakerfin og koma þá inn á spurninguna sem er titill erindisins, „Glötum við Golfstraumnum?" er nú upphaflega málningin frá um 1790. Til forna átti kirkjan altaristöflu sem mun hafa glatast. í tilefni vígsluaf- mælis kirkjunnar var leitað til listakonunnar Þóreyjar Magn- úsdóttur (Æja) og vinnur hún nú að gerð altaristöflu fyrir kirkjuna. Ennfremur er unnið að upplýsingaskilti um kirkju- staðinn og þekkta grafreiti í kirkjugarðinum sem sett verð- ur upp í vor. Hinn 21. júní nk. kl. 14 verð- ur hátíðarmessa í tilefni vígslu- safmælis kirkjunnar. Er þess sérstaklega vænst að sem flest núverandi og fyrrverandi sóknarbörn, sveitungar, fyrr- um sóknarprestar og aðrir vel- unnarar kirkjunnar sjái sér fært að koma til afmælisfagn- aðarins, segir í frétt frá kirkju- eigendum. Félagsmið- stöðin Vitinn 10 ára FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn í Hafnarfirði verður 10 ára í mars- mánuði. Af því tilefni verður opið hús í Vitanum með veitingum og skemmtiatriðum sunnudaginn 8. mars milli kl. 13 og 18. Vitinn var opnaður 20. mars með hátíð. Starfsmenn og starfshættir hafa þróast á margan hátt á þessum árum en ætíð með það að markmiði að koma til móts við unglingana, segir í fréttatilkynningu. I tilefni afmælisins er félagsmið- stöðin Vitinn, Strandgötu 1, opin bæjarbúum sunnudaginn 8. mars milli kl. 13 og 18. Boðið verður upp á afmælisveitingar og mun Köku- meistarinn í Hafnaifirði gefa glæsi- lega afmælistertu. Unglingar munu troða upp með alls konar skemmti- atriði. T.d. munu nemendur úr Öldutúnsskóla sýna atriði úr Rocky Horror söngleiknum. Hörpuleikur í herrafata- verslun HÖRPULEIKARINN Marion Amour heldur tónleika í Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, í dag kl. 15, laug- ardag. Marion Amour er frönsk en af rúmenskum sígaunaættum. Hún er fædd í Nice í Frakklandi. Hún stundaði nám í hörpuleik við tónlist- arháskólann þar og einnig við Konservatoríið í París. Marion hefur leikið víða í heima- landi sínu, m.a. í Rauðu myllunni (Moulin Rouge) í París. Á efnisskrá eru ljúf ástarlög frá ýmsum tímum. Fyrirlestur um sjúklinga á slysadeild DR. AUÐNA Ágústsdóttir lektor og Laura Sch. Thorsteinsson hjúkr- unarfræðingur flytja fyiárlesturinn: Væntingar og upplifun skjólstæð- inga Slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, mánudaginn 9. mars kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eir- bergi, EiiTksgötu 34. Fyrirlesturinn er öllum opin. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa væntingum og upplifun þeirra sem leita til slysadeildar SHR. Rannsóknir á ánægju sjúk- linga á slysadeildum eða upplifun þeirra eru fáar og engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar á slysadeild SHR. Síðasta könnun á biðtíma sjúklinga sem leituðu til slysadeildar SHR sýndi að biðtími var mun styttri hér en á sambæri- legum deildum í Evrópu. Haustið 1996 voru tekin viðtöl við 46 einstaklinga sem leituðu til slysa- deildarinnar og buðust til að taka þátt í símaviðtali um þjónustu deild- arinnar. Viðtölin voru flest 5-10 mínútur að lengd þótt nokkur væru lengri. Viðtölin voru síðan greind , með aðferðum innihaldsgreiningar í 8 efnisflokka sem fram komu í við- tölunum. Þátttakendur voru bæði karlar og konur, flestir á aldrinum 30-40. Heildarniðurstöður rannsóknai’- innar sýna að flestir sem leita til slysadeildarinnar eru mjög ánægðir eða sáttir við komu sína þangað og þá þjónustu sem þeir fengu. Starfs- fólkið fékk almennt góða einkunn í viðtölunum en helst var kvartað undan bið og aðbúðnaði. Fyrirlestur um sérstöðu bandarískrar menningar BANDARÍSKI prófessorinn dr. Richard Pells heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Lögbergi þriðjudaginn 10. mars kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist „The Uniqueness of American Culture" og fjallar um sérstöðu bandarískrar menningar í heiminum í dag. Dr. Richard Pells er prófessor í sagnfræði við University of Texas en starfar sem Fulbright-prófessor við háskólana í Bonn og Köln í vetur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um bandaríska menningu með sérstakri áherslu á kvikmyndir. Nýjasta bók hans, „Not Like Us: How Europeans Have Loved, Hated and Transformed American Culture Since World War II“, hefur vakið sterk viðbrögð og mikið umtal, segir í fréttatilkynningu. Dr. Pells vinnur nú að bók sem á að heita „From Bonnie and Clyde to The Deer Hunter: Movies and Modern Ameria". Dr. Pells hefur jafnframt skrifað gi-einar um tengsl amerískrar og evrópskrar menningar í dagblöð og tímarit. Fyi’irlesturinn er fluttur á ensku og er öllum opinn. Fundur um byggingarmál Rimaskóla FORELDRAFÉLAG Rimaskóla boðar til almenns fundar mánudag- inn 9. mars nk. vegna byggingar- mála Rimaskóla. Fundurinn verður haldinn í Sigyn, félagsmiðstöð skól- ans og hefst kl. 20. Kristin Óskarsdóttir fjallar um tildrög fundarins og byggingarmál- in frá sjónarhóli foreldris. Helgi Árnason, skólastjóri, rekur bygg- ingarsögu skólans. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og kaffi. Fundarstjóri verður Emil Örn Kristjánsson. Áætlað er að fundin- um verði lokið um kl. 22-22.30. Sunnudags- ferðir Utivistar ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 8. mars. Gengið verð- ur um Bláfjallasvæðið. Á sunnudag er einnig boðið upp á gönguferð. Gengið verður á reka hinnar fornu jarðar Strandar í Selvogi í fylgd staðfróðs heimamanns. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Ferðafélagið Útivist býður upp á fjölda ferða allt árið. Meðal við- burða á árinu eru skíðaferðir ætlað- ar byrjendum og lengra komnum. Boðið er upp á reglulegar dagsferð- ir á sunnudögum. Þáttaka í dags- ferðum er góð þjálfun og undirbún- ingur fyrir lengri ferðir. Á meðal lengri ferða eru páskaferðir en þar á meðal eru 2-4 daga ferðir um „Laugaveginn" svonefndan auk fera um landsvæði Skaftárhrepps. Dagur harm- onikunnar HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur heldur Dag harmonikunnar á Hótel Borg nk. sunnudag 8. mars kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Meðal flytjenda eru: Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, stjórnandi er Jóhann Gunnarsson og jafnframt kynnir, Kvartettinn Ömmurnar, hljómsveit Steindórs, hljómsveitin Gáski, Guðbjörg Sigur- jónsdóttir/Örn Arason og hljóm- sveitin Stormurinn. Stjórnandi er Örn Falker. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Samkomur Filadelfíu á Netinu HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfia byrjar sunnudaginn 8. mars á samkomum á alnetinu. Samkoman verður send út u.þ.b. tveimur tím- um eftir sunnudagssamkomuna, eða um kl. 20. í framtíðinni verða síðan fjórar samkomur á alnetinu. Heimasíðan er: http://www.- gospel.is LEIÐRÉTT Suzukitónleikar TÓNLEIKAR íslenska Suzukisam- bandsins í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 8. mars verða kl. 14. Rangt var farið með tímann í blað- inu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Hvítmávar RANGT var farið með heiti fugla í myndartexta á baksíðu Morgun- blaðsins í gær. Sagt var að á mynd- inni væru múkkar, öðru nafni fýlar, á Grandagarði, en hið rétta er að fuglarnir á myndinni eru hvítmávar. Morgunblaðið biður lesendur sína velvirðingar á þessum mistökum um leið og það leiðréttir þau. Fiðrildin MISHERMT var í blaðinu sl. þriðjudag að Þjóðdansafélag Reykjavíkur kæmi fram á heims- sýningunni EXPO ‘98. Hið rétta er að Þjóðdansafélagið Fiðrildin á Egilsstöðum koma þar fram. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn RANGT var farið með fóðurnafn Sigurðar Lárussonar í grein hans „Neyðarkall". Beðist er velvirðing- ar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.