Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 + MORGUNBLAÐIÐ 3II*ifgtsiiÞ(afeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KUGUNIN í KOSOVO ATBURÐIR síðustu daga í Kosovo-héraði sýna enn glögglega, hversu eldfimt og hættulegt andrúmsloft ríkir í fyrrverandi Júgóslavíu. Þjóðarbrotin hafa borizt þar á banaspjót og sumum hefur tekizt með vopnaðri baráttu að brjótast undan alræði ríkisstjórnarinnar í Belgrad, sem er algjörlega í höndum Serba, fyrrverandi kommúnista, undir stjórn Slobodans Milosevic. Öllum eru í fersku minni átökin, sem leiddu til stofnunar nýrra ríkja, Króatíu og Slóveníu, og reyndar Bosníu, þar sem grimmileg átök og hryðjuverk leiddu til þess að Sameinuðu þjóðirnar og NATO urðu að grípa í taumana, og enn eru þar hersveitir til að halda uppi friði. Framferði Serba í átökunum, hryðjuverk, sem beindust gegn múslimum og fólki af öðrum þjóðarbrotum, gekk svo fram af fólki, að því verður ekki gleymt á næstunni. Samt má ekki gleyma því, að Serbar sjálfir búa við kúgun af hendi fyrrverandi kommúnistastjórnar Milosevic og bar- átta almennings fyrir lýðræðislegum réttindum hefur ver- ið barin niður. Nú er röðin komin að fólki af albönskum ættum í Kosovo, en það hefur mátt búa við víðtækustu og grimmúðugustu kúgun, sem viðgengst nokkurs staðar í álfunni. Það býr við sára fátækt og menntunarleysi og má ekki einu sinni nota sitt eigið tungumál á opinberum vett- vangi. Albanirnir í Kosovo eru þó 90% íbúanna og Ser- barnir aðeins 10%. Þeir ráða hins vegar öllu og sitja yfir hlut hinna á öllum sviðum. Þetta kerfi gengur ekki upp endalaust og allar líkur benda til þess, að síðustu árásir lögreglu og hersveita Milosevic muni hrinda af stað vopn- uðum átökum. Minna má á, að stjórnmálaforingjar í Al- baníu hafa nú skorað á Albani, hvar sem er í heiminum, að veita Kosovobúum aðstoð. Ófriðarbál er því enn einu sinni að blossa upp á Balkanskaga með öllum þeim mannfórnum og hörmung- um, sem íbúarnir verða að þola. Milosevic lýsti því yfir í viðræðum við Cook, utanríkisráðherra Breta, um málefni Kosovo, að héraðið væri serbneskt og atburðir þar væru innanríkismál. Því er ljóst, að Milosevic og Serbar ætla að halda áfram kúgun sinni í Kosovo og neita íbúunum um sjálfstjórn og sjálfsforræði. Engin ástæða er til að láta Serba halda áfram á þessari braut og stöðva verður hryðjuverk þeirra. Forusturíki hins frjálsa heims þurfa að bregðast skjótt við til að koma í veg fyrir styrjaldarátök og beita Milosevic og stjórn hans viðskiptaþvingunum og öðr- um þeim ráðum sem tiltæk eru og gera þeim ljóst, að her- valdi verði beitt dugi ekki önnur úrræði. OLIA A ELDINN ÞAÐ KANN aldrei góðri lukku að stýra, þegar menn í samningaviðræðum grípa til munnsöfnuðar. Slíkt virk- ar eins og olía á eld og er til þess eins fallið að hleypa samningaviðræðum í hnút. Fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins í viðræðum við skurðlækna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samningar væru komnir á byrjunarreit og ekki yrði samið við skurðlækna í bráð. Síðan sagði hann: „Það verður ekki gert við menn sem eru með grímur og hnífa." Og síðan bætti talsmaður Tryggingastofnunar við: „Ætli við lítum ekki líka svo á, að ef þeir koma ekki með neitt frambæri- legt séu þeir ekki á viðræðubuxum og það sé óþarfi að vera að eyða tíma í þá." Hvað á svona talsmáti að þýða? Fólkið í landinu þarf á skurðlæknum og öðrum sérfræðingum að halda. Þeir sem hafa þurft að leita til lækna í alvarlegum veikindum standa hvað eftir annað agndofa frammi fyrir þeirri þekkingu, hæfhi og færni, sem þessir menn hafa aflað sér og búa yfir. Þeir, eins og fjölmargir aðrir hópar í landinu, geta lent í kjaradeilum við ríkisvaldið eða aðra viðsemjendur. En þeir eiga rétt á því, að þeim sé sýnd full virðing í slíkum deilum. Almenningur er áreiðanlega ekki þeirrar skoðunar að „það sé óþarfi" að embættismenn „eyði tíma í" að semja við lækna. Og fólk kann örugglega ekki að meta að þeim sé lýst sem mönnum með „grímur og hnífa". Svona tal er Tryggingastofnun ríkisins til vansæmdar. Fulltrúar ís- lenzka ríkisins eða ríkisstofnana eiga að temja sér kurteisi í viðræðum við viðmælendur sína, þegar þeir sitja að samningum við þá fyrir hönd skattgreiðenda. HEIMSSÝNINGIN EXPO (98 í LIS HEIMSSYNINGIN 1998, EXPO '98, verður haldin í Lissabon dagana 22. maí til 30. september næstkom- andi, 500 árum eftir að floti Vasco da Gama uppgötvaði sjóleiðina til Ind- lands. Kjörorð heimssýningarinnar er Hafið - arfleifð til framtíðar og verður athygli sýningargesta beint að margvíslegum hliðum hafsins. Sam- kvæmt ákvörðun allsherjarþings Sa- meinuðu þjóðanna er árið 1998 einmitt ár hafsins. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra íslands í Frakklandi, sem jafnframt er sendiherra íslands í Portúgal, hefur tekið þátt í undirbún- ingi að þátttöku íslands á sýningunni. Hann segir að á hverju ári fari 7-8 þúsund íslendingar til Portúgals sem eigi þess kost að sækja heimssýning- una. „Þarna verður fjallað um hafið sem er efni sem er okkur íslendingum afar nærtækt. Okkur er eiginlega því skylt að taka þátt í sýningunni. Heimssýn- ingar eru að jafnaði á fimm ára fresti en það er eklti svo að efni þeirra eða staðsetning henti ávallt íslendingum. I þessu tilfelli varðar efni sýningarinn- ar íslendinga. íslendingar þurfa að taka það skýrt fram við umheiminn hvílíkir hagsmunir eru í húfi fyrir þá hvað varðar nýtingu hafsins og fram- tíð þess. Ekki síður er það mikilvægt þegar litið er til þess að sprenging hef- ur orðið í útflutningi á sjávarafurðum, tækni, hugviti og sameiginlegum verk- efnum frá íslandi til annarra þjóða á síðustu tíu árum. Því er enn meiri ástæða til þess að ítreka það á heims- sýningu eins og í Lissabon hvert hlut- verk Islands er í framtíðinni. Heims- aflinn er núna um 80-90 milljónir tonna og f slendingar veiða að meðal- tali um tvær milljónir tonna. Hlutverk íslands í fiskveiðum er gífurlega mikið og við höfum sýnt það með „útþenslu- stefnu okkar" og með því að gera strandhögg á stöðum eins og Namibíu, Austur-Rússlandi, Mexíkó, Chile, Frakklandi, Bretlandi auk Bandaríkj- anna. Þar að auki hafa íslensk fyrir- tæki keypt fyrirtæki í Kanada og Nor- egi og útgerðarfyrirtæki í Þýskalandi. Upptalningin sýnir betur en nokkuð annað hvílíkir hagsmunir það eru fyrir íslendinga að halda því merki vel á lofti að við erum með fremstu sjávar- útvegsþjóðum heimsins og þurfum að nýta með besta hætti okkar þekkingu og kunnáttu á þessu sviði," sagði Sverrir Haukur. Tvær skýrslur kynntar Tvær alþjóðlegar skýrslur sem tengjast hafinu verða kynntar á heimssýningunni. Annars vegar er þar um að ræða Maris verkefnið sem var hleypt af stokkunum af sjö helstu iðnríkjunum heims í samstarfi við Evrópubandalagið og Kanada. Maris verkefnið miðar að því að koma á fót alþjóðlegu kerfi sem gerir þjóðum heims betur kleift að vernda auðlind- ir hafsins, auka samkeppnishæfni iðnaðar sem byggir á auðlindum hafs- ins, stjórna skipaumferð og greina siglingaleiðir og staðsetningu skipa með hættulegan farm. Hins vegar verður skýrsla Sjálf- stæðrar heimsnefndar um ástand hafsins (IWCO) sem nefnist Höfin og samfélagið við upphaf þriðja árþús- undsins kynnt Sameinuðu þjóðunum á heimssýningunni. 42 menn frá 34 þjóðlöndum skipa Sjálfstæðu heims- nefndina um ástand hafsins og forseti hennar er Mário Soares, ------------ fyrrverandi forseti Portú- gals. Aðrir sem sitja í ráð- inu eru m.a. Corazón Aquino, fyrrverandi forseti Filippseyja, Patrick Kenn- edy, fulltrúadeildarþingmaður frá Bandaríkjunum, Ruud Lubbers, fyrr- verandi forseti Hollands, og Ósear Arias, handhafi friðarverðlauna Nó- bels 1987 og fyrrverandi forseti Costa Rica. Mikilvægasti hluti skýrslu ráðsins fjallar um ástand hafsins og í henni er lagt mat á fram- gang þeirra sjónarmiða sem komu fram á umhverfisráðstefnum Samein- uðu þjóðanna í Rio de Janeiro 1992 og^NewYorkl997. Á EXPO '98 verða einnig ráðstefn- ur, námstefnur og ýmsir aðrir at- burðir sem tengjast hafinu. Þeirra mikilvægastur er e.t.v. alþjóðleg haf- fræðiráðstefna sem haldin er af * ¦¦¦-¦"¦'¦: ' >v"v- í ''' ~v iiii i N* «¦ :i $S)8 $m " " "^r'r'" i i ! 9 (KMMMM i ¦ mmti ii m i mmm-t "*3r """"" % §: ¦ ¦ ¦ . ¦ .... . . " ¦ ¦..;. ¦ ¦ ;:' . ,i| LIKAN af sjávardýrasafninu í Lissabon. Hafið - arfl til framtíc ______ísland tekur þátt í sinni þriðju______ heimssýningu í maí til september nk. í Lissabon. Guðjón Guðmundsson kynnti sér hvernig staðið verður að sýningunni og ræddi við Sverri Hauk Gunnlaugsson sendiherra, sem hefur unnið að undirbún- ------------------------------------------------------------------------------------7---------------------------------------------------------------------------------------- ingi fyrir þátttöku Islands í sýningunni. Efni sýningar innar varðar íslendinga UNESCO. Einnig fer Atlantehafs- sjónvarpshátíðin, sem portúgalska rfkissjónvarpið heldur á hverju ári, fram í skjóli EXPO '98 og er ráð- stefnunni nú einkum ætlað að stuðla að gerð sjónvarpsmynda um hafið. Sérsýningar 140 ríkja Heimssýningin er byggð á sérsýn- ingum 140 rfkja, þar á meðal allra Evrópuríkjanna og alþjóðastofnana, þ.e. Sameinuðu þjóðanna, Evrópu- sambandsins, Atlantshafsbandalags- ins og alþjóða Olympíunefndarinnar. Mesta enduruppbygging borgar nokkru sinni í sögu Portúgal hefur staðið yfir samhliða undirbúningi sýningarinnar. Verkefnið kallast EXPO URBE. í borginni eru að rísa ----- íbúðarhús, skrifstofu- og verslunarhúsnæði auk menningar- og afþreying- armiðstöðva. Þegar sýn- ingin verður opnuð í maí verða risin 1.850 ný heimili í borginni, tvö hótel og skrifstofu- byggingar. Enduruppbyggingunni verður haldið áfram allt til ársins 2009 og þegar upp er staðið verða reistar nýjar byggingar á yfir 1.850.000 fermetra svæði. Á sýningarsvæðinu sjálfu verða margvísleg, sérhönnuð mannvirki, opin leiksvið, sérstakt myndbands- leikhús sem tekur mörg þúsund manns, sýningarhöll þar sem 15 þús- und áhorfendur geta komið saman samtímis, sýningarhöll um fortíð, nú- tíð og framtíð hafsins og sjávarlífs- safnið Oceanaria sem geymir 25 þús- und tegundir lifandi sjávardýra og spendýra. li s a o a EXPO'98 Kostnaður við byggingar 260 milljarðar ISK Flestar stærri byggingar verða áfram varanlegur hluti af alþjóðlegu sýningar- og almenningssvæði Lissa- bon. Sýningarsvæðið liggur með ánni Tagus og þar er höfn sem skiptist í smábátahöfn og svæði sem getur tek- ið stærstu skip sem heimsækja munu sýninguna. Gert er ráð fyrir fjölda- mörgum veitingahúsum og smárétta- stöðum á svæðinu. Alls er sýningar- svæðið u.þ.b. 80 þúsund fermetrar og heildarkostnaður við byggingar á svæðinu er áætlaður um 260 milljarð- ar króna. Framkvæmdaraðilar sýningarinn- ar leggja þátttökuríkjum til sérstaka skála og er hver eining 324 fermetrar að flatarmáli og með níu metra loft- hæð. Svæðið skiptist í norðursvæði, þar sem flestar Evrópuþjóðir eru með skála. Þar verður aðalsýningar- svæði Lissabon í framtíðinni. Þar verður hægt að halda fjölda alþjóð- legra sýninga á ári hverju. Á suður- svæðinu eru meðal annars Bandarík- in, Japan og Brasilía með skála. ís- lenski skálinn verður einnig á suður- svæðinu við hliðina á skála Kanada. A. h( út s\ 6£ ai ai Ví m m l'j L SE U( k( áí 2( ir S] ui st ai se Þ« yJ ei is <r sl te ai «3 ki st K le ts Si ui h> la m k. tí ai hi a< h' +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.