Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUNNHILDUR LINDAL ARNBJÖRNSDÓTTIR Elsku besta Gunnhildur mín, þig hef ég þekkt lengst og best allra vinkvenna minna eða þau rúmu sautján ár sem þú varst með okkur. Við gerðum óteljandi yndislega hluti saman í gegnum árin, hvort sem það var uppi í sumarbústað, í veiðitúrum, í hesthúsinu, í íþrótta- húsinu eða bara í daglega lífinu al- mennt og þessar minningar um þig munu halda í mér lífinu í gegnum erfiða tíma framundan. Alltaf varst þú til staðar fyrir mig þegar eitt- hvað var að og öfugt, oft þurftir þú að reyna að koma vitinu fyrir mig þegar ég var í endalausri flækju og það gerðir þú alltaf, sama hversu vitlaus ég var, og hafðir oftar en ekki rétt fyrir þér. Við gátum sagt hvor annarri allt, enda var það ekk- ert sem við vissum ekki hvor um aðra og alltaf vissum við hvað hin var að hugsa. Ef núlifandi vinkonur mínar elska mig bara hálft á við það sem ég elska þig er ég ánægð. Elsku Gunn- hildur mín, ég vil þakka þér fyrir öll þessi yndislegu en alltof fáu ár sem við áttum saman og þú hefur alltaf verið, ert og munt alltaf verða mín besta vinkona, því enginn getur komið í þinn stað og það vissirðu. „Fallegt er það sem við sjáum, fallegra er það sem við skiljum en " langfallegast er það sem er ofvaxið skilningi okkar." (Niels Steensen.) Að lokum vil ég biðja Guð að styrkja Sólveigu, Abba, Biddý, Gunna, Hafdísi Hildi, Halla, Póru, Fjólu ömmu, Gulla og fjölskyldu og alla aðra ástvini Gunnhildar á þess- um erfiða tíma. Elsku Gunnhildur mín, ég elska þig meira en orð geta lýst og megi Guð geyma þig á nýjum og ókunn- um slóðum, þar sem ég veit að þú munt taka á móti mér, brosandi að venju, þegar minn tími kemur. Þín besta vinkona að eilífu. Birna. Af hverju hún? Svona ung og með allt lífið framundan. Glæstir draum- ar og glæstar vonir en örlögin gripu í taumana og hrifsuðu hana úr líf- inu. Alveg sama hversu oft ég hugsa um þetta þá er bara eitt orð sem hugurinn staldrar við, „ósanngirni". Það er ekki annað hægt en að velta því fyrir sér hvort „sá sem ræður" sé grimmur? Við erum í raun kerti frá skaparans hendi, ekkert kerti er eins og birtan sem þau stafa frá sér. Ljós Gunnhildar var ætíð bjart og logaði skært, enda þótt hún hafi ekki lýst tilveruna upp lengi hérna þá er birtan ennþá til staðar eftir hana. Ljós Gunnhildar lýsir nú hin- um megin og mega þeir vel njóta sem komast í snertingu við það. Huggunin er sú að þeir deyja ungir sem guðirnir elska, á því er enginn vafi nú þar sem Gunnhildur er horf- in. Það þarf svo mörg orð til að geta komist nálægt því að lýsa þessu andrúmslofti sem ríkir í skólanum. Hugar dofnir, hjörtu reið og full af söknuði. Fjölskylda Gunnhildar, megi Guð styrkja ykkur í gegnum þessa djúpu sorg. Lifi minningin um Gunnhildi í hjörtum okkar allra. Fh. N.F.S. Brynja Magnúsdóttir, formaður. . Það er þyngra en tárum taki að missa svona unga, skemmtilega og góða vinkonu eins og Gunnhildi. Síðasta skólavika Gunnhildar var einmitt þemavikan. Þar vorum við vinkonurnar allar saman í danskri smurbrauðsgerð. Eg man að síðasta daginn var ég að kenna henni að skera ananas sem hafði gengjð fremur brösuglega hjá henni. Eg man er við vorum að fara heim þá brosti hún fallega með húfuna á höfðinu sem ég hafði lánað henni daginn áður og sagði sjáumst. En á æfingu um kvöldið fékk ég þær fregnir að hún Gunnhildur _ hefði dáið í hræðilegu bílslysi. Ég ¦^ trúði þessu ekki, hún, sem var svo lífsglöð og brosmild, hafði kvatt þennan heim aðeins 17 ára gömul. Það voru óteljandi spurningar sem kviknuðu í huga mínum en ég fékk engin svör. Það er ótrúlegt hvað það er stutt milli hláturs og gráts. Fyrir nákvæmlega þremur vikum urðum við bikarmeistarar og þar var hún hrókur alls fagnaðar. En í dag syrgi ég hana sárlega. Ég er svo þakklát fyrir allar okkar samverustundir. Ég man þegar við ákváðum í skyndi klukkan hálfellefu að föstudagsmorgni að fara á þjóð- hátíð í Eyjum, bara tvær, en þar áttum við frábærar samverustund- ir. Líka öll samtölin þegar ég keyrði hana heim eftir æfingar þegar hún var ekki með bílprófið, þeim gleymi ég aldrei. Gunnhildur gaf svo mikið af sér, hún var alltaf brosandi og lét ekkert vesen slá sig út af laginu og var hún alltaf sjálfri sér samkvæm. Hún var mikil íþróttamanneskja og tók þátt í öllu sem viðkom körfunni. Hún var svo stolt af honum Gulla sínum og ástin geislaði af þeim báðum. Ég man þegar hún kom æðandi að mér á bikarleiknum og sagði Gulli skor- aði þriggja stiga körfu langt fyrir utan 3ja stiga línuna, stoltið og hamingjan skein frá henni. Gunnhildur kenndi mér mikið um lífið en það er dýr lærdómur að missa hana til að læra að meta allt það sem maður á í lífinu. Það hvarfl- aði aldrei að mér þegar við vorum að tala um tvítugsafmælið mitt með tilhlökkun, sem halda átti í kvöld, að í staðinn fyrir það skuli ég nú í dag fylgja henni til grafar. Ég mun ávallt minnast hennar sem lífsglaðr- ar, brosmildrar, skemmtilegrar og góðrar vinkonu. Gunnhildur mun ætíð lifa í hjarta mínu og mun ég sakna hennar sárlega. Eg hugsa þig hjá mér sem farinn ert frá mér, ogfaðminnútbreiði, en auðninni kaldri ég atlotin greiði. Með tárum ég kalla, þautitraogfalla á tregans vegi. Hvort heyrir þú mig eða heyrir þú eigi? En sorgbitinn huga má harmur ei buga, sú huggun er stærri, að Herrann þig geymir og Hann er mér nærri. (Ingibjörg Sumarliðad.) Elsku Gulli, Sólveig, Arnbjörn og fjölskyldur og aðrir aðstandendur, Guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk í þessari miklu sorg. Guð blessi þig, Gunnhildur mín. Þín vinkona, Erla Þorsteinsdóttir. Hún Gunnhildur mín er dáin, þessi besti æskuvinur sem nokkur hefði getað óskað sér. Ég átti yndis- leg æskuár með henni og ekkert nema góðar minningar koma upp í hugann, þessar ótal stundir sem við eyddum saman við leik í Heiðar- garðinum. Hún Eyja mín var sú besta, við vorum sannkallaðir perlu- vinir og ekki hefði ég ímyndað mér að hún færi svona snöggt. Hún sem alltaf var svo kát og lífsglöð og allt gekk henni í haginn. Það er alltaf ósanngjarnt þegar Guð tekur mann- eskjur til sín svona ungar. Eg vil því þakka þér, Gunnhildur, fyrir það eitt að hafa þekkt þig og bið Guð að geyma þig og vernda. Elsku Sólveig, Arnbjörn, Haraldur, Bryndís og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Eyjólfur Alexandersson. Það er erfiðara en orð fá lýst að fá fregnir um að hún Gunnhildur hafi svo sviplega horfið úr þessum heimi, sorgin nístir inn að hjarta, tárin renna níður hvarmana og manni verður tregt um tungu. Þessi unga, fallega og efnilega stúlka hef- ur verið hrifin burt úr faðmi ást- ríkrar fjölskyldu, unnusta og stórs vinahóps. Margar spurningar vakna en engin svör fást. Það er erfitt að skilja tilganginn nú á þessum erfiða tíma, en einhver hlýtur hann að vera. Gunnhildur hefur verið kvödd til starfa í æðri heimi þar sem allt er svo gott, eitt er víst að í öllum heim- um er þörf fyrir persónuleika þann sem Gunnhildur hafði að bera, alltaf brosandi, lífsglöð, hress, kát og hjálpsöm. Hún var augasteinn allra í kringum sig, þessi yndislega stúlka. Minningarnar verða að gulli og enginn getur tekið þær frá okk- ur, við munum geyma þær um aldur og ævi í hjarta okkar. Elsku Solla, Abbi, Bryndís, Halli, Gunni, Þóra, Gulli, Hafdís litla, Fjóla amma og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Megi allar minningarnar um elsku Gunnhildi ykkar verða ljósið sem lýsir ykkur veginn úr dimmum dal sorgarinnar. Elsku Gunnhildur, við þökkum samveruna og biðjum góðan Guð að taka þig í faðm sinn, blessa þig og varðveita. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kristín, Eyjólfur, Ása og Helena. í dag kveðjum við Gunnhildi Lín- dal Arnbjörnsdóttur. Mig langar að minnast Gunnhildar með nokkrum orðum. Ég kynntist Gunnhildi og fjölskyldu hennar fyrir nokkrum ár- um í gegnum hestamennskuna og var Gunnhildur vel virk á því sviði, bæði í keppni og í almennum reið- túrum. Árið 1996 bauðst Hestamannafé- laginu Mána að taka þátt í sýningu í Reiðhöllinni í Reykjavík og var ákveðið að hafa tvo úr hverjum ald- ursflokki og var Gunnhildur fulltrúi unglinga ásamt Mörtu. Sýning þessi var hin glæsilegasta og Mána til sóma. Næst lágu leiðir okkar Gunn- hildar saman á fjórðungsmóti á Hellu og þar var Gunnhildur kepp- andi í unglingaflokki fyrir hönd Mána, og naut ég þeirrar ánægju að vera valinn liðsstjóri fyrir börn, unglinga og ungmenni. Mér er minnisstætt þegar Abbi kom til mín og sagði: „Lalli, hér er stelpan, ég tek við henni þegar mót- ið er búið." Mikið þótti mér vænt um þessi orð, að Abbi skyldi treysta mér alveg fyrir henni. Mikið var ég stoltur þegar Gunn- hildur var búin að sýna hestinn með miklum ágætum, og í Ijós kom að hún var komin í úrslitakeppnina og í verðlaunasæti. Það var mikil ánægja að geta afhent stoltum föð- ur dóttur sína með verðlaunapening um hálsinn. Elsku Abbi, Sólveig, Bryndís, Gunnar, Halli og Þóra og aðrir að- standendur, ég og fjölskylda mín biðjum guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Lárus Þórhallsson. Vinir heilsast, vinir kveðja, valt er líf um tímans höf. Sorg og gleði saman vefjast sæla og tár frá vöggu að gröf. Þannig vorar liggja leiðir lýsir fyrsta árdagsskin. Eitt hið besta í okkar lifi er að hitta góðan vin. Minningarnar margar ljufar merla sMni um sorgarrann. Þín nú, vinkona, sárt er saknað, seint við bætum missi þann. Stíg þú heil á ljóssins landi, lífið voryl til þín ber. Vertu sæl og guð og gæfan, góða vinkona, fylgi þér. Aldrei bjóst ég við á þessum unga aldri að rita minningarorð um góða æskuvinkonu mína hana Gunnhildi Líndal. Það er ennþá ferskt í huga mér er við hittumst fyrst. Við vor- um á sjötta ári qg ég var að flytja í Heiðargarðinn. Ég flýtti mér bakvið húsið mitt til að kanna aðstæður og kem þá auga á tvær dekkjarólur. Ég var hæstánægð og hélt að þær væru í eigu minni. Þegar ég er búin að róla í góða stund kemur Gunn- hildur út úr húsinu við hliðina og til- kynnir mér það að hún eigi þessar rólur en býður mér þó afnot af þeim hvenær sem mig lysti. Þarna rólaði ég með henni í langa stund og má segja að við höfum verið góðar vin- konur ætíð síðan. Leikirnir eru fáir sem ég og Gunnhildur höfum ekki leikið okkur í. Ég man eftir mörgum sumar- kvöldum þar sem við vinkonurnar lékum okkur með öðrum krökkum úr hverfinu og ef veðrið var ekki gott var bara farið inn í hús og leik- ið sér í dúkkó, barbie eða búðarleik. Eg held að við vinkonurnar höfum leikið okkur að dúkkum til tólf ára aldurs og höfðum gaman af. Ég man hvað við þóttum líkar, skiptin eru ófá þegar við vorum spurðar hvort við værum ekki systur eða tvíburar og til eru mörg spaugileg atvik í kringum það. Eg tók því alltaf sem hrósi er ég var spurð að þessu, að svona góð og vönduð stúlka væri á einhvern hátt lík mér. Arshátíðin í tíunda bekk er mér of- arlega í huga þegar ég minnist Gunnhildar, hún var svo glæsileg í brúðarkjól mömmu sinnar. Pabbi hennar tók myndir af okkur báðum saman áður en við héldum af stað. Eins og svo oft áður stal Gunnhild- ur athygli árshátíðargesta, bæði var það hennar glæsilega fram- koma og hennar einstaka lifsgleði sem geislaði alltaf frá henni. Þannig mun ég ætíð minnast henn- ar. Elsku vinkona, ég þakka fyrir dýrmætar samverustundir sem ég mun ætíð geyma í hjarta mínu. Elsku Sólveig, Arnbjörn, Guðlaug- ur, Haraldur, Bryndís og Fjóla, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. María Pálsdóttir. Elsku Gunnhildur, af hverju, hvers vegna þú? Svona gerist ekki í alvörunni, bara í bíómyndum. Þetta voru fyrstu hugsanir okkar, þegar okkur barst þessi ótrúverðuga frétt að þú værir dáin, ein af okkar bestu vinkonum. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Við trúðum þessu ekki og trúum ekki enn, við bíðum bara eftir því að einhver segi að þetta sé ekki satt. Dauðinn, sem okkur öllum var svo fjarlægur, hef- ur nú myndað stórt skarð í vinahóp okkar sem aldrei verður fyllt upp í nema af minningum okkar um þitt fallega bros, þinn frábæra persónu- leika og allar þær samverustundir sem við vorum svo heppnar að fá að njóta með þér. Þú munt alltaf vera með okkur, sama hvað við gerum, því minning- ar um þig leynast í hverju horni, hvort sem það er uppi í matsal, þar sem kringla og kókómjólk blasa við okkur, þegar við heyrum lög í út- varpinu en þú kunnir alla texta þó að við hinar skildum ekki orð eða þegar við einfaldlega sitjum heima og horfum á sjónvarpíð. Það er alltaf einhver eða eitthvað sem minnir okkur á þig. Þú varst alltaf svo lífsglöð, sást góðu hliðarnar á öllu og komst þannig þeim sem í kringum þig voru í gott skap. Gaman var að geta fylgst með hversu hamingjusöm þú varst með Gulla þfrmm og mátti sjá hamingjuna skína úr augum ykkar beggja. Þess vegna skiljum við ekki af hverju Guð valdi þennan tíma til að taka þig frá okkur en huggum okkur við að hann hafi haft annað mikilvægt hlutverk fyrir þig hjá sér, hlutverk eins og þú hafðir hjá okk- ur. Sagt er „sá óttast dauðann minnst, sem á dýrmætasta lífið", en það var einmitt þannig sem þú leist á lífið. Augun þín voru alltaf ótta- laus og ljómuðu af gleði. Þú lést ekkert stöðva þig og má segja að þau 17 ár sem þú varst með okkur hafir þú nýtt til fullnustu. Elsku Gunnhildur, þótt þessi fáu orð séu aðeins brót af tilfinningum og minningum okkar um þig, þá viljum við þakka þér fyrir allt sem við áttum með þér, hlátur okkar verður aldrei sá sami án þíns, við munum ætíð elska þig og verður þín sárt saknað. Að liðnum öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyrjum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn aðeins einn dag! (Halldóra B. Björnsson.) Við viljum biðja Guð að styrkja Abba, Sólveigu, Biddý, Gunna, Haf- dísi Hildi, Halla, Þóru, Fjólu ömmu, Gulla og fjölskyldu og aðra aðstand- endur Gunnhildar í gegnum þessa erfiðu tíma. Þínar vinkonur, Marín Rós og Guðbjörg Elsa. Elsku Gunnhildur. Ég er sann- færð um að þú varst tekin frá okk- ur því að það er meiri þörf fyrir þig og bros þitt annars staðar. Ég er samt svo eigingjörn að ég vil frekar hafa þig hjá mér, því ég á eftir að sakna þín svo hræðilega mikið. Það var alveg sama hvað þú varst að gera, það var alltaf jafn gaman hjá þér og hjá öllum þeim sem voru í kringum þig. Það var svo gott að tala við þig því þú varst svo brosmild og hlý og leist alltaf á björtu hliðarnar í lífinu. Ef maður lítur til baka og skoðar líf þift sést að þú lifðir góðu og inni- haldsríku lífi. Þú áttir frábæra fjöl- skyldu og kærasta sem þótti vænt um þig og gerðu nánast allt fýrir þig. Vinahópur þinn var risastór og það voru aldrei nein leiðindi í kring- um þig. Eg vona að þér líði vel þarna hinum megin og ég veit að þar eru margir sem passa upp á þig fyrir okkur hin sem erum hérna megin. Ég hlakka til að hitta þig, elsku Gunnhildur, og ég skal passa hestana þína. Sjáumst. Þín vinkona, Marta. Með nokkrum fátæklegum orðum langar okkur að kveðja og minnast elskulegrar vinkonu dóttur okkar og okkar allra, Gunnhildar Líndal, sem kölluð var burt frá okkur svo óvænt og ótímabært. Það er okkur mannlegum verum óskiljanlegt að slíkir hlutir þurfi að gerast, andstætt öllum væntingum og framtíðarvonum ungrar stúlku í blóma lífsins. Það er sárara en orð fá lýst, að sjá það blikandi bjarta ljós sem hún var slokkna svo skyndilega. Við getum ekki flúið þá dimmu daga og þann söknuð sem umlykur okkur í kjölfar þessa hörmulega at- burðar og fáum þar engu um breytt. Okkar hlutverk er að reyna að sætta okkur við orðinn hlut og veita hvort öðru stuðning í minningu um hana. Það yljar okkur að við höfum átt því láni að fagna að eiga hana og fjölskyldu hennar meðal okkar bestu vina um langan tíma. Það mun verða okkur huggun að hugsa til þeirra fjölmörgu gleðistunda sem dóttir okkar og við öll áttum með henni og fjölskyldu hennar bæði á okkar heimili og hennar ásamt sam- verustundunum í sumarbústöðum, í veiðitúrum, á ferðalögum og í hesta- mennsku. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og styrkja í ykkar þungu sorg. Megi ljós Hfsins leiða ykkur í dimmunni og veita huggun í minn- ingunni um ykkar yndislegu dóttur, systur, mágkonu, dótturdóttur, frænku og unnustu. „Og þegar einhver ykkar fellur, þá fellur hann fyrir þá, sem á eftir ganga, og varar við steininum í göt- unni." Elsku Gunnhildur, við þökkum þér samfylgdina hér í jarðlífinu og óskum þér guðs blessunar á æðri til- verustigum. Blessuð sé minning þín. Rakel og Guðmundur. Það var sárt að missa þig svona fljótt, en þó að þú sért ekki lengur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.