Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 2

Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 2
2 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ríkislögreglusljóri hefur rannsakað fjögur innbrot í tölvukerfí sl. eitt og hálft ár Innbrotstilraun í heil- brigðisfyrirtæki kærð TILRAUN til innbrots í tölvukerfi fyrirtækis á sviði heilbrigðiskerfisins hefur verið kærð til efnahagsbrotadeildar embættis Ríkislögreglu- stjóra. Undanfarið eitt og hálft ár hafa fjögur slík mál komið til kasta embættisins og virðist þeim fara fjölgandi, að sögn Amars Jenssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns efnahagsdeildar. Arnar segir að í umræddu tilvild sem hefur verið kært, hafi innbrotsþjófinum ekki tekist að brjótast inn í kerfið og komast að gögnum en honum tókst hins vegar að fremja skemmdar- verk á kerfinu þannig að fyrirtækið varð fyrir tjóni. Amar segir ekki upplýst hvort markmið innbrotsþjófsins hafi verið að vinna skemmdir eingöngu eða komast yfir upplýsingar, enda séu aðeins nokkrir dagar síðan rannsókn málsins hófst. Hafa náð í rótaraðgang „Við höfum á undanfomu einu og hálfu ári fengið til rannsóknar ein fjögur mál sem tengjast tölvuþrjótum og snúa að innbrotum eða innbrots- tilraunum í tölvukerfi sem beinast að stofnunum, félögum, Intemet-þjónustufyrirtækjum eða jafn- vel einstaklingum. Þess era dæmi að með inn- brotum hafi tölvuþrjótar komist yfir lykilorð og misnotað þau til að brjótast inn annars staðar undir fölsku flaggi, til að villa um fyrir þeim sem hafa eftirlit með kerfúnum eða rannsaka inn- brot,“ segir Amar. Hann segir að ekki hafi verið hægt að greina auðgunarásetning bakvið umrædd brot. í flestum tilvikum virðist eini tilgangur þeirra sem reyna að komast inn í tölvukerfi að komast sem lengst. „Markmiðið hjá þeim sem reyna þessi innbrot virðist oft á tíðum vera að komast yfir aðgang sem opnar þeim leið um kerfið, gjaman svokall- aðan rótaraðgang eða öðra nafni kerfisstjóraað- gang, sem er miklu víðtækari en aðgangur al- mennra notenda. I sumum þessara mála hafa menn náð þessu marki,“ segir Amar. Þrátt fyrir að takmark tölvuþrjótanna í um- ræddum tilvikum virðist ekki hafa verið að kom- ast yfir fjármuni eða önnur verðmæti, segir Arn- ar Ijóst að í summn þessara mála hafi verið unnin talsverð skemmdarverk. Innbrot á ÍM fullrannsakað „Skemmdarverkin era stundum með þeim hætti að tölvuþrjóturinn eyðileggur allar slo-ár í kringum sig til að hylja slóðina eftir sig. En það er hins vegar óupplýst hvort markmiðið sé að fremja skemmdarverk eða ekki. í sumum tilvik- um hafa menn farið inn á kerfi án þess að skemma neitt og gert lítið annað af sér en fara inn,“ segir hann. Eitt þessara mála, innbrot í tölvukerfi íslenska menntanetsins, telst fullrannsakað og bíður ákvörðunar um ákæra að sögn Amars. Einnig liggur fyrir metið tjón og bótakrafa. í því tilviká braust ungur tölvuþrjótur inn á menntanetið og komst þar í aðstöðu til að fara inn á heimasvæði notenda hjá menntanetinu, sem hefur mjög víð- feðma þjónustu. Þar gat hann skoðað gögn hjá ákveðnum notendum, jafnvel tölvupóst sem þeir höfðu sent eða fengið. Helgi og Finnur vísa ásökunum Sverris á bug HELGI S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbanka íslands, sagði í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins að ekkert væri hæft í ásökunum Sverris Hermannsson- ar, sem komu fram í grein undir fyrirsögninni „Ég ákæri“ í Morg- unblaðinu á fóstudag, um að hann hefði ætlað að flytja allar trygging- ar Landsbankans yfir í Vátrygg- ingafélagið. „Það er alfarið rangt að ég hafi þegið sölulaun af tryggingum líkt og fram kemur í grein Sverris í Morgunblaðinu," sagði Helgi. Hann sagðist ætla að biðja fyrir Sverri og hans fjölskyldu. Hann kvaðst hafa mestar áhyggjur af Morgunblaðinu og hvert blaðið væri að stefna, eftir að hafa lesið greinina. Helgi kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið þegar Morgun- blaðið náði í hann í gær. Sverrir skrifar í greininni að Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafi stjórnað öllum skrifum og gerðum Sigurð- ar Þórðarsonar ríkisendurskoð- anda. „En ég undirritaður ákæri hér með bankamálaráðherrann, ríkisendurskoðanda og handbendi þeirra fyrir svívirðilegt ráða- brugg, upplognar sakir, yfirhylm- ingar og grófa tilraun til mann- orðsþjófnaðar," skrifar Sverrir. „Þeirri ákæru verður fylgt eftir með öllum ráðum.“ Finnur kvaðst í gær ekki ætla að bregðast við einstökum atriðum í grein Sverris: „Svar mitt er bara þetta: ég hef ekki og ég ætla ekki að elta ólar við þessi fúkyrði og ósannindi, hvorki fyrr né síðar. All- ar þær fullyrðingar sem þama koma fram um mig era einfaldlega rangar.“ Sverrir Hermannsson fyrrverandi bankasljóri Landsbanka Islands Formaður banka- ráðs segir ósatt SVERRIR Hermannsson fyrrver- andi bankastjóri Landsbanka ís- lands undrast mjög ummæh Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, í þá veru að hann hafi ekki reynt að flytja allar tryggingar Landsbanka Islands yfir til VÍS. „Maðurinn segir ósatt,“ sagði Sverrir í samtah við Morgun- blaðjð í gær. „Ég hef aldrei orðið eins dolfall- inn. Eg vissi að Helgi var grann- hygginn en ég vissi ekki að hann væri viti sínu fjær. Allur Landsbank- inn veit um hálfs árs æði mannsins að flytja tryggingar Landsbankans til VÍS. Helftin af starfsmönnum VÍS veit þetta einnig enda boðaði Helgi starfsmenn VÍS á bankaráðs- fundi til að kynna þeim ágæti trygg- inga VÍS. Dettur Helga í hug að Anna Margrét Guðmundsdóttir, Jó- hann Ársælsson, Hallsteinn Frið- þjófsson og Birgir Þór Runólfsson bankaráðsfólk muni Ijúga fyrir hann vegna einhverrar bankaleyndar, sem engin er þar sem vitneskja um allt máhð er löngu komin út um viðan völl?“ sagði Sverrir Hermannsson. „Maðurinn segir ósatt, en í sömu andránni segist hann munu biðja til Guðs fyrir mér og fjölskyldu minni. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja, því Guð heyrir ekki til þessa manns. Mér þykir miður að hafa slíkt merarþjarta að ég get ekki annað en vorkennt manninum. Það þarf ekki spádómsgáfú til að segja fyrir um að hann mun fara hræðilegar hrakfarir í þessu máli og of seint að kaupa sér tryggingu fyrir slysinu. Það mætti þó kannski reyna það hjá formanni VÍS - pn'vat," sagði Sverrir jafn- framt. Horn- steinninn lagður INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lagði í gærmorgun hornstein að rafstöðvarbygging- unni á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir að raforkuframleiðsla inn á net Landsvirkjunar hefjist 1. október nk. Með borgarsljóra á myndinni er Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Golli Nýtt hótel á Laugavegi NÝTT hótel verður opnað á hæðun- um fyrir ofan Laugavegsapótek í Reykjavík 7. maí næstkomandi. Heiti þess verður Hótel Skjaldbreið. Eigendur þess eru Kristófer Oh- versson og Svanfríður Jónsdóttir sem tóku þrjár hæðir á Laugavegi 16 á leigu. í nýjum glerskála á þriðju hæð verður morgunmatur borinn fram. Hótel Skjaldbreið verður skil- greint sem þriggja stjarna hótel. Staðsetningin/1C Tveir nýir framboðs- listar í Reykjavík TVEIMUR nýjum framboðshstum fyrir væntanlegar borgarstjórnar- kosningar í Reykjavík var skilað til yfirkjörstjómar áður en framboðs- frestur rann út á hádegi í gær. Um er að ræða H-lista Húmanistaflokks- ins og lista Samtaka um jafnaðar- stefnu sem biður um listabókstafínn L. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður, sem sæti á í yfir- kjörstjóm Reykjavíkur, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki liti út fyrir að ágreiningur yrði um lista- bókstaf Samtaka um jafnaðarstefnu. Auk fyrrgreindra lista skiluðu um- boðsmenn Reykjavíkurlista og lista Sjálfstæðisflokks inn framboði, svo sem við mátti búast. Frambjóðendur á R-lista og D-lista eru 30 talsins, sem er hámark, en 15 á H-lista og L- lista, samkvæmt lágmarki. Jón Steinar sagði ennfremur að trúnaðarmenn yfirkjörstjórnar myndu fara yfir listana til þess að gæta þess að þeir uppfylltu skilyrði laga. Umboðsmenn framboðslist- anna kæmu síðan til fundar við yfir- kjörstjóm fyrir hádegi í dag til þess að ganga endanlega frá fram- boðunum og þá yrði kannað hvort einhverjir annmarkar væru á list- unum og hvort veita þyrfti viðbót- arfrest. Tvöföld skilaboö gera forvarnastarf aö engu ►Þess er dæmi að 17 ára síbrota- manni hafi verið birtur dómur í fyrsta sinn þegar hann var kominn með 70-80 mál á ferilsskrá. /10 Pólitískur jarðskjálfti ►José Borrell óvænt kjörinn leið- togi spænskra sósíalista. /12 Aldrei lent „upp að vegg“ ►Rússneski sendiherrann Júrí Resítov og kona hans, Nína, eru nú á förum frá íslandi. /22 Haldið í víking með innlendan sparnað ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóra dótturfyrirtækis Kaupþings í Lux- emborg. /30 B ► 1-20 íslenskt hugvit á hjara veraldar ►Fjörutíu þúsund kílómetra ferðalag á um 100 dögum héðan á Suðurpólinn og heim aftur er nú að baki hjá tveimur íslenskum jeppamönnunum. /1&8,10-11 Margar myndir, lítil aðsókn ► Frakkar eru með mestu kvik- þjóðum í heiminum en aðsóknin hefur dalað. /2 Hugsjón fríkirkjunnar helllandi ►Séra Hjörtur Magni Jóhannsson er að taka við Fríkirkjunni í Reykjavík eftir að hafa gegnt Út- skálasókn um skeið. /4 FERÐALÖG ► 1-4 Stokkhólmur ►Þama búa sumar-Svíar og vetrar-Svíar og fegurð Stokkhólms er einnig að finna í háhýsum og úthverfum. /3 Grænlenskt nútíma- hótel ►Af ferðamiðstöðinni Ammassa- lik í A-Grænlandi. /4 BÍLAR___________ ► 1-4 Bílabúð Benna með Daewoo ► Ný bfltegund hefur bæst við úrvalið sem fyrir er í landinu. /2 Reynsluakstur ►Lipurogröskur Alfa 145. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Fagnám fyrir starfs- fólk í stóriðju ►Fræðsludeild Iðntæknistofnunar hefur verið falið að leiða þróun slíks fag- og starfsnáms. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak fdag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Minningar 38 Útv./sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Mannlífsstr. 14b Hugvekja 50 Dægurtónl. 18b INNLENDAR FE ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.