Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 8

Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 8
8 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Jarlinn af Hrútafjarð-- ará og prjónakonur Flaktur I gaml > ‘t . , OFT veltir lítill hnykill þungum laxmanni... Rafrænn InSA afsláttur! <o> NÝHERJI NýherjaJbúðin * Skaftahlíð 24 * Reykjavík Gullsmiðja og listmunahús Skólavörðustíg 5 • Reykjavík Kaupgardur I MJÓDD Þönglabakka 1, Mjódd • Reykjavík _ JL ÓÐINSVÉ Óðinstorgi • Reykjavík Nethyl 2 • Reykjavík Ceislagötu 7 • Akureyri Hafnargötu 30 • Keflavík Lagarfelli 2 • Egllsstöðum Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt © FRIÐINDAKLUBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is BERGSVEINN AUÐUNSSON BERGSVEINN Auðunsson, skólastjóri í Vogaskóla, er látinn 48 ára að aldri. Bergsveinn fæddist í Reykja- vík, 12. júní árið 1949, sonur Auð- uns Bergsveinssonar og Ingi- bjargar Þorbergsdóttur. Hann lauk kennaraprófl frá Kennara- skóla Islands árið 1971 og sótti síðan ýmis námskeið, meðal ann- ars í skólastjórn. Hann kenndi við barna- og unglingaskóla Hólma- víkur á árunum 1971-72 og við Barna- og unglingaskólann í Hrísey frá 1972-75. Bergsveinn var skólastjóri á Hólmavík árið 1975-77, skólastjóri Barnaskólans í Ólafsfirði 1977-82, skólastjóri Barnaskólans á Isafirði 1982-85 og við Grunnskólann í Garði í eitt ár. Þá varð hann skólastjóri við Grunnskólann í Stóru Vogum til ársins 1996 er hann tók við skóla- stjórn í Vogaskóla. Bergsveinn var formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna í Kópavogi. Hann lék með leikklúbbi Kennaraskólans og með leikfélagi Kópavogs. Eftirlifandi kona hans er Sig- ríður Ólöf Þóra Sigurðardóttir. Bergsveinn lætur eftir sig tvö börn, Ingibjörgu og Auðun, sem hann átti með fyrri konu sinn en auk þess var hann fósturfaðir þeirra Jóns Ósmann og Agústs Inga Davíðssonar. McDonalds reyklaus veitingastaður Þjónuðum rúm- lega milljón manns í fyrra Pétur Þ. Pétursson FYRIRTÆKIÐ Lyst ehf. sem rekur veit- ingastofur McDonalds á Islandi ætlar að banna reykingar á sölustöðum sín- um frá og með þriðjudeginum 5. maí næstkomandi. Fyrsti McDonalds staðurinn var opnaður í september árið 1993 við Suðurlandsbraut og tveimur árum síðar var önnur veitingastofa opnuð í Austur- stræti, þar sem Hressingar- skálinn var til margra ára. - Hvers vegna ætlið þið að banna reykingar hjá ykkur? „Við höfum lagt áherslu á það að veitingastofumar séu fyrir fjölskyldur og segja má að þetta sé gert svo bömin geti verið hjá okkur i heil- næmu og reyklausu umhverfi. Tóbaksreykur og matur fara ekki mjög vel saman og þótt við höfum leyft reykingar frá upphafi á afmörkuðu svæði hefur reykurinn engin landamæri eins og allir vita. Við höfum fengið margar kvartanir þótt ekki hafi verið leyft að reykja á fleiri en 4-5 borðum undanfarið og leggjum áherslu á að þessi ákvörðun er ekki tekin gegn reykingamönn- um. Markmiðið er það að fólk geti borðað matinn sinn án þess að þurfa að anda að sér tóbaksreyk. Einnig má nefna, þótt það sé ekki stórt atriði í þessu samhengi, að orðið hafa miklar skemmdir í Austurstrætinu út frá sígarettum. Fólk hefur drepið í þeim á matar- bökkunum og jafnframt er sóða- skapur af öskunni og öðru sem fylgir tóbaksneyslu. Þótt þetta baki reykingafólki auðvitað óþæg- indi má segja að við séum að svara kröfum nútímans. Aróður gegn tóbaki og tóbaksneyslu er mikill og McDonalds veitinga- staðir í heiminum eru langflestir reyklausir." - Hvað er kennt í hamborgara- háskólanum? „Það er ætlast til þess að allir yfirmenn McDonalds kunni öll störf hjá fyrirtækinu og geti þannig gengið í hvaða verk sem er. Byrjað er á byrjuninni þar sem maður er látinn vera úti í sal að þrífa, pússa og skúra gólf. Markmiðið er að viðkomandi kunni skil á öllum störfum til þess að geta leiðbeint öðrum og sagt þeim til. Tilgangurinn er líka sá að komast að því hvort þetta svið sé eitthvað sem maður getur hugsað sér að starfa við. Skrif- stofum McDonalds er líka lokað einu sinni á ári svo starfsfólkið geti unnið á veitingastöðunum, svo dæmi sé tekið. Með þessu móti gerir fólk sér stöðuga grein fyrir því hverjar rætur íyrirtækisins eru og hvaðan tekjumar koma.“ - Hverjir beina við- skiptum sínum helst tii McDonalds á íslandi? „Það er fólk á öllum aldri. Við höfum lagt miklu áherslu á að reyna að gleðja börnin og greini- lega mikil eftirspum eftir þeirri þjónustu sem við veitum þeim. Fyrirtækið hefur sem betur fer gengið afskaplega vel og veitinga- stofumar tvær þjónuðu vel yfir einni milljón manns í fyrra. Suð- urlandsbrautin er farin að nálgast fulla nýtingu og því er fyrirséð að við munum færa út kvíarnar í framtíðinni." - Valda McDonalds-veitinga- staðirjafnan fjaðrafoki þegar þeir eru opnaðir? ► Pétur Þ. Pétursson fæddist árið 1954. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1975 og stundaði atvinnu- rekstur til ársins 1992. Pétur stundaði jafnframt sex mánaða starfsþjálfun og nám við „Hamburger University" í Englandi. Hann hefur starfað hjá Lyst ehf. frá 1993. Eiginkona Péturs er Kristín Jónsdóttir, sem starfar á skrifstofu, og eiga þau tvö böm. Hann er markaðs- stjóri Lystar ehf. en fyrirtækið er með viðskiptafeyfi fyrir McDonalds á Islandi. „Opnun hjá McDonalds vekur ævinlega gífuriega athygli, sama hvar er í heiminum, og allt að því uppþoti sums staðar. Maður hef- ur sér myndir af slíku, til dæmis í Austur-Evrópu þar sem þúsundir manna bíða í röð.“ - Er það rétt að McDonalds eigi vondir menn sem vilja spilla heilsu almennings í gróðaskyni? „Þetta era fordómar sem sumir hafa en staðreyndin er sú að McDonalds hefur tekist að aðlaga sig vel hverju landi þar sem fyrir- tækið starfar. Gott dæmi er Sví- þjóð þar sem McDonalds veit- ingastofa var opnuð árið 1972 mitt í andstöðunni við Víetnam- stríðið. í dag er McDonalds-keðj- an vinsælasti vinnuveitandi í Sví- þjóð og Svíar líta á hana sem sænskt fyrirtæki. í byrjun var hinsvegar reynt að sprengja þessa staði.“ - Hvað með hina neikvæðu um- ræðu um skyndibitafæði? „Við höfum ráðið næringar- fræðing til þess að aðstoða okkur við að upplýsa almenning um næringargildi matarins. Van- þekkingin er mikil og ekki er sama hamborgari og hamborgari. Við vitum hvað við emm að selja; góðan mat úr fýrsta flokks hráeftii og með- höndlun okkar er eins og best verður á kosið.“ - Þannig að McDonalds ham- borgarar eru ekki óhollir? „Nei. Það er auðvitað alltaf hægt að rökræða um smekk en tæknilega er hægt að vanda til verka.“ - Myndir þú segja að þeir væru hollir? „Við eram að selja kjöt, brauð og kartöflur og það er ekkert óhollt við þá fæðu. Hins vegar er þetta alltaf spurning fyrir hvern og einn að gæta þess að fæðuvalið sé fjölbreytt. Enginn lifir á ham- borguram einum saman, frekar en öðru.“ Næringargildi hamborgara í rannsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.