Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 11
„Ég skora á Pál Pétursson
félagsmálaráðherra og Þor-
stein Pálsson dómsmála-
ráðherra að mæta mér á
opinberum vettvangi til að
ræða þessi mál.“
RAUN-
VERULEG
DÆMI
© Fjölskylda í Reykjavík á
ungling, sem er á kafi í
hörðum fíkniefnum og er í
síbrotum samhliða. Eina lok-
aða úrræðið var að senda
hann í síbrotagæslu á Litla-
Hraun til að vemda þjóðfé-
lagsþegnana, þar sem búið
var að hafna honum á geð-
deild, þrátt fyrir að fjölskylda
hans, heimilislæknir, félags-
málayfirvöld og lögregla hafi
verið sammála um að svipta
hann sjálfræði.
© Sautján ára síbrotamaður
var dæmdur í fyrsta sinn og
var hann með 70-80 mál á
ferilsskrá lögreglu þegar hon-
um var birtur fyrsti dómur.
Hann var á kafi í fikniefnum
og hægt var að rekja brot
hans til fjármögnunar þeirra.
Móðir hans og starfsmaður
Félagsmálastofnunar hafa
verið að leita að úrræðum um
1 'h skeið án árangurs.
© Unglingur var dæmdur á
skilorð til þriggja ára, hárrar
sektar og til að greiða verj-
endalaun að auki. Hann átti
við fíkniefnavanda að striða
og má rekja flest brot hans
til fjármögnunar þeirra. Hann
fékk dóminn fyrir hádegi en
var búinn að brjóta skilorðið
fyrir kvöldmat. Úrræði vantar
fyrir svona fólk.
Samvinna úti
í hverfunum
Davíð kveður geysilega vakn-
ingu vera í þjóðfélaginu um að
sinna forvörnum vegna ungra af-
brotamanna. Verið sé að gera
margs konar góða hluti á bak við
tjöldin. Eina af bestu forvörnum til
að ná til ungs fólks í ýmiss konar
vanda segir Davíð vera samvinnu
Félagsmálastofnunar, forvarnar-
deildar lögreglunnar og starfs-
manna íþrótta- og tómstundaráðs í
félagsmiðstöðvum hverfanna.
Haldnir eru fundir reglulega, þar
sem fram kemur hvaða unglingar
eigi í vanda. Gripið er inn í mjög
fljótt með viðeigandi hætti, hvort
sem það þýðir samtal við skólasál-
fræðing, að Félagsmálastofnun
grípi inn í eða til hvaða úrræða er
best að grípa. „Þarna erum við að
marka okkur stefnu en erum ekki
að vinna hvert í sínu homi. Þetta
er frábært," segir Davíð.
V eruleikafirrtir
unglingar
Áður fyrr voru fulltrúar útideild-
ar og unglingadeildar Félagsmála-
stofnunar viðstaddir yfirheyrslur
ungra afbrotamanna. Núna er það
hlutverk unglingaráðgjafanna í
hverfunum. Davíð segir að ung-
lingarnir geri sér enga grein fyrir
afleiðingum gjörða sinna, hvort
sem um skemmdarverk sé að ræða
eða líkamsárás. Þeir séu mjög
veruleikafirrtir. Hann segir að við
yfirheyrslur sé stundum eins og
verið sé að lýsa handriti úr bíó-
mynd. Krakkamir geri sér ekki
grein fyrir hvað eitt spark í höfuðið
kosti, enda standi Brace Willis eða
einhver annai’ leikari upp eftir að
hafa verið barinn sundur og sam-
an. Þá segir hann að tilefni árásar
geti verið hinir ótrúlegustu smá-
munir eins og að einhver sé í Ijótri
úlpu.
„Krakkai-nir gera sér enga grein
fyrir því, að á 10 sekúndum geta
þeir verið búnir að eyðileggja líf
sitt. Margir ráðast á einn, sparka í
hann og hann missir meðvitund.
Þeir koma í yfirheyrslu og segja:
„Hvað, ég sparkaði bara einu
sinni.“ Krakkamir skilja ekki al-
vörana, ef þeir era bara settir í yf-
irheyrslu og ganga út, fara síðan að
horfa á aðra bíómynd með svipuð-
um áflogum. Það tengja þeir ekki
veraleikanum. Eg trúi ekki þegar
verið er að segja okkur, að ofbeldi í
sjónvarpi, bíó og á myndböndum
hafi ekld áhrif. Það hefiir tvímæla-
laust áhrif.“
Sem dæmi um hvernig tengja
megi raunveraleika afbrotamann-
anna við veraleikann nefnir hann
aðferð, sem Sjóvá-Almennar hefur
beitt á forvarnanámskeiðinu.
Tryggingafélagið lætur strákana
verðleggja hlutina í herberginu
sínu. Þeir fá að vita hvað skemmd-
imar sem þeir hafa valdið kosta og
eiga síðan að ímynda sér að þeir
gi’eiða fyrir skemmdirnar með
hlutunum. „Þeim þótti ekki góð
hugsun að þurfa að láta tölvuna af
hendi og annað slíkt. En með
þessu móti fengu þeir virkilega
veraleikatengingu við afbrotin.
Þetta fannst mér frábært," segir
Davíð.
Kerfíð er ekki sama og
fólkið sem þar starfar
Skömmu áður en viðtalið fór
fram hafði birst í einu dagblað-
anna forsíðufrétt um að kerfið
hefði brugðist vegna ungs drengs.
Aðspurður segist Davíð ekki geta
rætt þetta mál en tekur fram, að
ofbeldisverkið sem vísað sé til sé
gamalt og unnið hafi verið í því.
„Aðstandendur þeirra sem þurfa á
félagslegri þjónustu að halda
vegna ýmissa mála hafa fullt leyfi
til að gagnrýna kerfið. Hins vegar
verða menn að gera greinarmun á
fólkinu sem vinnur í kerfinu og
kerfinu sjálfu. Hér er fólk upp fyr-
ir haus að vinna í málum og gera
sitt besta, oft á lúsarlaunum. En
hverjir bera ábyrgðina? Það era að
sjálfsögðu þeir sem veita fé til
málaflokksins. Það hættulega við
þetta er að alls kyns aðilar úti í
þjóðfélaginu nýta sér, að starfs-
menn opinberu stofnananna eru
bundnir þagnareiði. Þegar kerfið
er gagnrýnt hlaupa þeir til og
bjóðast til að taka verkefnin að sér
fái þeir peninga til þess. Ég tel
ekki rétt að dreifa fjármagni til
forvama á eins marga staði og
gert er núna.“
Að lokum segir Davíð, að engin
rannsókn sé til um hvenær auðgun-
arbrotamenn vegna vímu- og
áfengisneyslu byrjuðu sinn feril.
Það þurfi að kanna. Einnig segist
hann hafa mikinn áhuga á að fá
hingað annað hvort á ráðstefnu eða
hreinlega til kennslu færa sérfræð-
inga frá útlöndum sem hafi reynslu
af því að vinna með unga afbrota-
menn. „Ég hef talað við karlanefnd
Jafnréttisráðs um þetta og sýndu
þeir mikinn áhuga. Sömuleiðis hef
ég rætt þetta hér innan stofnunar-
innar og innan lögreglunnar. Ég
tel að við ættum að taka upp vinnu-
brögð þessa fólks í stað þess að
eyða tímanum í að finna upp hjólið
aftur og aftur.
Ég skora á Pál Pétursson félags-
málaráðherra og Þorstein Pálsson
dómsmálaráðherra að mæta mér á
opinberum vettvangi til að ræða
þessi mál, ef þeir hafa kjark til.“
Fimm til sex mánaða bið
eftir meðferðarvistun
VIÐBRÖGÐ við afbrotum sak-
hæfra ungmenna 16 ára og eldri
fara eftir eðli afbrotsins. I sum-
um tilvikum fara mál fyrir dóm-
stóla, en Bragi Guðbrandsson
forstjóri Barnaverndarstofu seg-
ir að það taki langan tíma, jafn-
vel marga mánuði. Hann telur
eðlilegt að breyta hegningarlög-
unum í þá veru, að dómarar geti
dæmt ungmennin tO afplánunar
í meðferðarvistun í stað þess að
dæma þau í fangelsi, enda sam-
ræmist ekki barnasáttmála Sa-
meinuðu þjóðanna að dæma
bam að 18 ára aldri með full-
orðnum. Að sögn Braga er Is-
land nánast eina þjóðin í Evrópu
þar sem dómarar eiga ekki
þennan kost.
Nýtt heimili í haust
Hann segir, að í kjölfar hækk-
unar sjálfræðisaldursins geti
barnaverndarnefndir gripið inn í
mál sakhæfs unglings og beðið
um meðferðarvistun fyrir hann
upp að 18 ára aldri. Þetta þýði
hins vegar að auka þurfi framboð
á meðferðarrýmum. „Vonandi
mun eitt nýtt heimili hefja starf-
semi í haust. Það er hugsað fyrir
14-16 ára unglinga, en ekki er
endanlega búið að ákveða hvaða
meðferðaraðferðir verða notað-
ar.
Þetta dugar hins vegar engan
veginn, því alveg er ljóst, að
biðlistinn eftir meðferð hefur
lengst veralega eftir hækkun
sjálfræðisaldursins. Nú bíða 30
unglingar vistunar. Biðin var að
meðaltali innan við tveir mánuðir
allt árið í fyrra en stefnir núna í
að verða 5-6 mánuðir. Það verður
að játast að þetta er alveg skelfi-
legt ástand og eitthvað sem við
höfum ekki séð áður.“
Bragi kveðst hafa sent félags-
málaráðherra greinargerð og átt
fundi með honum til
að fjalla um þá
stöðu, sem komin sé
upp. „Við erum að
skoða hvaða kostir
era fyrir hendi og
Krýsuvikurheimilið
er einn af þeim. Ég
hef einnig átt fundi
með yfirlækni geð-
deildar Landspítal-
ans og yfírlækni
SÁÁ. Auðvitað kost-
ar þetta allt fjár-
muni og að sjálf-
sögðu verður ekkert
gert nema til komi
einhverjar fjárveit-
ingar,“ segir hann
og kveðst sannfærð-
ur um að miklu dýr-
ara sé fyrir samfélagið að gera
ekkert heldur en að reka með-
ferðarheimilin.
Spurður um úrræði fyrir ung-
menni á aldrinum 16-18 ára, sem
urðu sjálfráða áður en nýju lögin
gengu í gildi, segir Bragi að því
miður fari um þau eins og verið
hafi um langa hríð. Ekkert sé
hægt að gera nema þau óski sjálf
eftir meðferð. „Þá eram við að
sjálfsögðu tilbúin að veita þeim
þjónustu. Þá sjaldan það gerist
varir hvatningin stutt, því þau
vilja gefast upp á erfiðasta hjall-
anum. Oft er einungis einn dagur
erfiður eða ein kvöldstund.
Næsta dag era þau búin að jafna
sig. Þess vegna er nauðsynlegt
að hafa vald til að halda meðferð-
inni áfram.“
Meðferð
ósakhæfra barna
Viðbrögð við afbrotum ósak-
hæfra barna, þ.e. yngri en 15
ára, ráðast iyrst og fremst af
ákvörðunum barnavemdar-
nefnda hvers sveitarfélags fyrir
sig. Því geta við-
brögð við sams
konar broti verið
mjög breytileg,
Bragi hefur bent
á að verulega
skorti á sam-
ræmdar reglur
þessu viðvíkjandi.
Hann segir að
þeim mun alvar-
legra sem afbrotið
sé þeim mun
meira afgerandi
séu ákvarðanir
nefndanna.
Fyrstu við-
brögð era oft að
kalla barnið og
foreldra þess fyr-
ir, boðið er upp á
fjölskylduviðtöl og barninu skip-
aður tilsjónarmaður. Haldi af-
brotin áfram er send umsókn til
Barnaverndarstofu um meðferð-
arvistun á einhverju þeirra sex
meðferðarheimila sem stofan
rekur. Barnið er venjulega fyrst
vistað að Stuðlum, þar sem
greiningarmeðferð fer fram.
„Börn undir 15 ára era sjaldnast
búin að drekka á sig alkóhólisma
eða orðin háð fíkn vegna mikillar
neyslu. Vandinn er oftast miklu
fjölþættari. Neyslan er oft af-
leiðing af langtíma vandamál-
um,“ segir Bragi.
Sumir útskrifast og fá barna-
verndarnefndir tillögur um
hvaða aðstoðar fjölskyldan
þarfnast en oftar en ekki þurfa
börnin á langtímameðferð að
halda. Þau era því vistuð frá 6
mánuðum upp í í-2 ár. Heimilin
eru mjög ólík. Eitt er sérhæft
fyrir vímuefnameðferð, annað er
sérstaklega fyrir 6-12 ára og hin
era fyrir krakka sem eiga í
verulegum hegðunarerfiðleik-
um.
Bragi
Guðbrandsson
Fastar tekið á málum nú en
var fyrir nokkrum árum
KARL Steinar Valsson yfirmaður
forvarnardeildar lögreglunnar
segir að mun fastar sé tekið á mál-
efnuin ungra afbrota- og síbrota-
manna en var fyrir nokkrum ár-
um. „Margt er í lagi í málaflokkn-
um. Þar sem skórinn kreppir er-
um við að reyna að ná betur utan
um hlutina til að geta stýrt ferlinu
inn í þann farveg, sem við teljum
viðunandi. Við stöndum hinum
Norðurlöndum framar að mörgu
leyti, en af öðru getum við lært.“
Rannsóknir hafa sýnt að miklu
máli skiptir að grípa inn í at-
burðarás eins fljótt og hægt er og
hefur lögregluembættið tekið mið
af því, að sögn Karls Steinars. Nú
er því reynt að hefja fyrr afskipti
af ungum afbrotamönnum en áður Valsson
var, bæði úti í hverfunum sem og í hefðbundn-
um útköllum.
„Sú útfærsla sem við teljum að hafí tekist vel,
og við viljum gjarnan sjá víðar, er í Miðgarði í
Grafarvogi. Þar fer fram tilraunaverkefni á
vegum Reykjavilkurborgar og þar höfum við
fastan starfsmann. Þannig verður marvissari
samvinna lögreglu og félagsmálayfírvalda og
þau geta leitað úrræða í öllum málum einstak-
linga undir 18 ára aldri.“
Mismunandi hvaða
úrræði hentar hveijum
Karl Steinar segir að grípa þurfí með núsmun-
andi hætti inn hjá ungu fólki, sem sé að byija af-
brotaferil sinn. Sumir eigi við geðræn vandamál
að stríða, aðrir þurfí einstaklingsaðstoð og enn
öðrum henti hópastarf. í því sam-
bandi hafí erlendir sérfræðingar
bent á að best sé að bijóta upp klík-
ur. Slíkt sé erfitt hér á landi vegna
fæðarinnar. „Við erum að reyna
hópastarf í sumum hverfum. Það
lofar góðu en reynslan á eftir að
segja okkur hver árangur verður.“
Þá segir hann að aðstoða þurfí
foreldra, sem ráða ekki við uppeldi
barnanna. Flestir foreldrar sem
þannig standi á hjá vilji hjálp og
viðurkenni vanmátt sinn, en alls
ekki allir. „Sumir telja að þetta sé
ekki þeirra mál og aðrir að barnið
sé ekkert vandamál. Við höfum
líka verið sakaðir um að ofsækja
börn. Það er þekkt bæði hér á
landi og erlendis.“
Samstarf við skóla
nauðsynlegt
Karl Steinar nefnir nauðsyn þess að skólarn-
ir komi sterkt inn í samstarf um forvarnir í
hverfunum, því fyrsta vitneskjan um breytta
hegðun komi oft fram í skólunum. I mörgum
hverfum borgarinnar er um markvisst sam-
starf að ræða. Ástæðuna fyrir því að ekki er
gengið eftir slíku samstarfi af fullum þunga alls
staðar, segir Karl Steinar vera þá, að hann viyi
sjá betur hvernig hlutirnir gangi áður en stokk-
ið sé á einhveija lausn. „Þetta fyrirkomulag
hefur verið við lýði í 2-3 ár eftir hverfum. Eftir
um það bil ár ættum við að geta metið hvemig
til hefur tekist. Islendingar era oft alltof fljótir
að ákveða hvort hlutimir séu pottþéttir eða
vonlausir. Okkur liggur alltaf svo mikið á.“
Karl Steinar