Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 12

Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 12
12 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ JHHK ■> JOSE BORRELL OVÆNT KJORINN LEIÐTOGI SPÆNSKRA SOSIALISTA Pólitiskur jarðskjálfti Þvert á allar spár og vilja „flokkseigenda- félagsins“ var José Borrell kjörinn leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins um liðna helgi. Asgeir Sverrisson segir frá Borrell og þeirri baráttu sem hann á fyrir höndum gegn José María Aznar forsætisráðherra. j ! SPÆNSKIR stjórnmála- skýrendur líkja sigri José Borrell í leiðtogakjöri Sósí- alistaflokksins (PSOE) við pólitískan jarðskjálfta og þessi óvæntu úrslit hafa hleypt aukinni spennu í stjómmál á Pýreneaskaga. Þvert á allar spár og kannanir bar Borrell sigurorð af formanni flokks- ins, Joaquín Almunia, í forkosning- unum um Iiðna helgi og kemur það nú í hlut sigui'vegarans að halda uppi baráttu gegn stjórn Þjóðarflokksins (PP) og leiðtoga hans, José María Aznar forsætisráðherra. Almenning- ur virðist hafa tekið kjöri Borrell fagnandi og þegar hafa birst skoð- anakannanir sem eru honum hag- stæðar. A það er hins vegar bent að þessi óvænta niðurstaða geti gert flokksstarfið allt erfíðara og að leið- togans nýja bíði það mikla verkefni að festa sig í sessi sem helsti foringi stjórnarandstöðunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til leiðtogakjörs með þessum hætti innan Sósíalistaflokksins og var þessi ákvörðun tekin í nafni „endur- nýjunar" samtakanna. Alls tóku um 300.000 virkir félagar í flokknum þátt í kjöri þessu og var það haft til marks um „lýðræðisvæðingu" innan PSOE, sem væri svar við kalli tím- ans. Það var formaðurinn, Joaquín Almunia, sem einkum beitti sér fyrir því að leiðtoginn væri kosinn beinni kosningu og þykir mörgum á Spáni grátbroslegt að maðurinn sem beitti sér fyrir þessari nýbreytni skyldi jafnframt verða fyrsta fórnarlamb hennar. José Borrell verður nú for- sætisráðherraefni spænska Sósí- alistaflokksins í næstu þingkosning- um sem fram eiga að fara eigi síðar en vorið 2000. Stuðningur „flokksvélarinnar" Joaquín Almunia var kjörinn for- maður flokksins í júlí í fyrra er Felipe González, forsætisráðheira á árunum 1982-1996 og vinsælasti stjórnmálamaður Spánar, tilkynnti óvænt að hann hefði ákveðið að segja af sér formannsstarfinu. A 34. þingi flokksins sem þá var boðað til var Almunia síðan kjörinn formaður og var almennt talið að hann yrði þá einnig forsætisráðherraefni flokks- ins í næstu kosningum. Margir flokksmanna bundu raunar vonir við að González myndi fallast _________ á að leiða flokkinn enn á ný þegar næst yrði gengið að kjörborðinu en forsæt- isráðherrann fyrrverandi eyddi öllu slíku tali og —' hvatti menn til að fylkja sér um AJmunia. Þegar José Borrell tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist fara fram gegn Almunia í forkosningun- um áttu flestir von á því að hér væri nánast um málamyndaframboð að ræða. Það sem einkum réði þessu al- menna mati var stuðningur „flokks- vélarinnar“ við Almunia og þá ekki síst yfirlýsingar González sem fór ekki dult með að hann teldi Almunia hæfari frambjóðandann. Hið sama sögðu ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins á borð við Manuel Chaves, forseta sjálfsstjómarinnar í Andalúsíu og starfsbróður hans í Ca- stilla-La Mancha, José Bono. Prétta- skýrendur voru almennt þeirrar hyggju að óhugsandi mætti telja að almennir flokksmenn snerust gegn Felipe González, sem enn nýtur sér- stöðu í spænskum stjórnmálum og er víða haldinn nánast í dýrlingatölu. Kannanir sem gerðar voru virtust staðfesta þessa túlkun. Einungis tveimur dögum fyrir kjörið um liðna helgi þótti sýnt að Almunia hefði a.m.k. 10% forskot á keppinaut sinn. Pólitískir dálkahöfundar og leiðara- smiðir töldu að þessum bardaga væri lokið og tóku að veita fyrir sér stöðu Almunia í þeirri baráttu sem hann ætti nú fyrir höndum gegn Aznar forsætisráðherra. bers rekstrar1 pólitísku baráttu flokks- ins. Mun hann til að ” mynda verða til andsvara fyrir Sósíalistaflokkinn er Aznar flytur stefnuræðu sína síðar í þess- um mánuði. Innan Sósíalistaflokksins hafa margir áhyggjur af því að það muni veikja flokkinn að hafa tvíeyki þetta í broddi fylkingar. Ljóst þurfi að vera nákvæmlega hvernig þessir tveir menn skipti með sér verkum og tryggja þui-fi að enginn vafi leiki á því hver leiðtoginn sé og þar með um leið forsætisráðherraefnið. Hættan sé sú að broddurinn fari úr pólitískri baráttu flokksins ef ævinlega þurfi að samræma málflutning þessara tveggja manna. A það er á hinn bóginn bent að fordæmi sé fyrir þess konar kerfi og Reuters JOSÉ Borrell, hinn nýkjörni leiðtogi spænska Sósialistaflokksins (t.h.) ásamt flokksformanninum, Joaquín Almunia, er úrslitin lágu fyrir. „Ferðinni lýkur í Moncloa“ En kannanirnar reyndust rangar og hinir pólitísku vitringar áttu eftir að fá þungt kjaftshögg. Þegar at- kvæðin höfðu verið talin reyndist Borrell hafa sigrað flokksformann- inn með tíu prósentustiga mun. Borrell vann sigur í 14 af 17 sjálfs- stjórnarhéruðum Spánar en Almunia fékk fleiri atkvæði í Andalúsíu, Ca- stilla-La Mancha og í Baskalandi. Borrell fékk engu að síður mjög við- unandi fylgi í þressum þremur hér- uðum en tvö þau fyrrnefndu hafa löngum verið traustustu vígi spænskra sósíalista. BoiTell var að vonum sigurreifur er þessi óvæntu úrslit lágu fyrir. „Eg er sannfærður um að nú höfum við lagt upp í ferð sem ljúka mun í Moncloa," sagði hann en svo nefnist höllin sem er aðsetur forsætisráð- herra Spánar í Madrid. Joaquín Almunia bar sig vel þótt tapið hefði sýnilega komið honum og stuðnings- mönnum hans á óvart. Hvatti hann sósíalista til að fylkja sér að baki hin- um nýja, réttkjörna leiðtoga flokks- ins og tilkynnti jafnframt að hann hygðist standa við fyrri yfirlýsingar og segja af sér leiðtogaembættinu. Þessi yfirlýsing féll í mjög svo grýttan svörð og lögðu fjölmargir ráðamenn innan flokksins, þeirra á meðal Felipe González, hart að Almunia að halda áfram. Fór svo að lokum að Almunia lýsti yfir því að hann hygðist kanna hver hugur flokksmanna væri í þessu efni og skýra frá því um næstu helgi hver endanleg ákvörðun hans yrði. Borrell hefur sagt að hann vilji að Almunia haldi áfram að gegna emb- ------------------ ætti flokksformanns en „Ötull tals- jafnframt lýst yfir því að maður opin- hann h^st nú leiða hina Reuters FELIPE González, fyrrverandi forsætisráð- herra Spánar, greiðir atkvæði í leiðtogakjör- inu um liðna helgi. Borrell er sonur bak- ara og fæddist í þorpinu La Pobla de Segur í Lleida-sýslu í Katalóníu. Hann þótti snemma sýna miklar gáfur og var ann- álaður námshestur. Sú mikla vinna sem hann lagði í námið gerði hon- um kleift að hljóta styrk, yfirgefa þorpið og halda til framhaldsnáms. Hann lauk prófi i flugvélaverk- fræði en tók síðan m.a. að sér að kenna hag- fræðingum stærðfræði. Þessi kynni urðu til þess að hann fékk djúpstæðan áhuga á hagfræði og lagði á hana stund i St- anford-háskóla í Banda- ríkjunum og síðar við Parísarháskóla. Líkt við Jospin og Blair hefur verið vísað til breska íhalds- flokksins því til sannindamerkis sem styðst við svipað fyrirkomulag. Á hinn bóginn er ljóst að sósíalistar munu gefa á sér höggstað í þeirri baráttu sem í vændum er ef ekki tekst að skapa einingu um hvemig leiðtoginn og flokksformaðurinn skipta með sér störfum. Óvissa í þessu efni getur án nokkurs vafa skaðað flokkinn verulega. Bráðgreindur bakarasonur José Borrell er annálað gáfumenni og þykir frumlegur vinstrisinnaður hugsuður. Almennt er litið svo á að flokkurinn hafi með mannaskiptum þessum færst heldur til vinstri. Borrell hefur löngum verið dyggur talsmaður þess að staðinn verði vörður um velferðarríkið og hefur m.a. lýst yfir því að ótækt sé að leggja peningalegan mælikvarða á þjóðfélagsfyrirbrigði á borð við menntun og heilsugæslu. Hér sé um að ræða félagsleg réttindi sem séu einn af hornsteinum samfélagsins. Borrell, sem er nýorðinn 51 árs, hefur nánast alla sína tíð starfað inn- an opinbera geirans. Eftir að hafa unnið um tíð hjá einkaíyrirtæki einu hóf hann að starfa fyrir sendinefnd Madrid hjá fjármálaráðuneytinu. Þaðan lá leiðin í ráðuneytið sjálft og árið 1984 var hann skipaður ráðu- neytisstjóri. Minnast menn enn í dag herferðar þeirrar sem hann hóf gegn skattsvikum, sem eru mikið vanda- mál á Spáni líkt og víða annars stað- ar. Borrell varð síðan ráðherra opin- berra framkvæmda og samgöngu- mála í síðustu stjórn González á ár- unum 1991-1996. Því hefur löngum ver- ið haldið fram að Borrell sé „utangarðsmaður“ í Sósíalistaflokknum en á sama tíma hefur enginn getað efast um að maðurinn er í senn bráð; greindur og sérlega vinnusamur. í hugmyndafræðilegum efnum hefur hann verið borinn saman við Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands og leiðtoga sósíalista þar í landi. Þykir því sýnt að vænta megi þess að spænskir sósíalistar muni færa sig heldur til vinstri í valdatíð hans. Borrell hefur ávallt verið ákafur talsmaður rekstrar og stýringar á vegum hins opinbera og þykir fáum það undrunarefni með hliðsjón af ferli hans. Borrell þykir á hinn bóginn ágæt- lega alþýðlegur þótt hann verði ávallt talinn til menntamanna. Hann þykir koma vel fyrir og vera léttur, kröfugur og líflegur. I þessu efni hefur hann verið borinn ---------- saman við Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands. Hann hefur án nokkurs vafa annan pólitískan _____ „stíl“ en Joaquín Almunia, sem mörgum þótti helst til alvöru- gefinn og trúlega getur Borrell talist „sj ónvarpsvænni“. Von sósíalista er því sú að kjör Borrells muni verða til þess að virk- um félögum í flokknum fjölgi líkt og gerðist er Tony Blair kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi. Þeir vonast til að geta höfðað til þeirra stuðn- ingsmanna flokksins sem ákváðu að sitja heima í kosningunum 1996 og að vinna fylgi frá Vinstrabandalag- inu, Izquierda Unida. Á hinn bóginn má telja víst að flokkurinn geti með þessu tapað nokkru af fylgi miðju- manna, sem kann aftur að skapa Aznar forsætisráðhen-a og PP- flokknum ný sóknarfæri. „Deilur um völdin í upp- siglingu?“ Borrell gekk í Sósíalistaflokkinn árið 1975 er hann var 28 ára gamall. Hann hefur lengi verið annálaður fyrir metnað þann sem hann þótti strax sýna er hann var barnungur heima í þorpinu sínu, ákveðinn í að skara fram úr og brjótast til mennta. Nú hefur hann náð því markmiði sem hann setti sér er hann gekk til liðs við sósíalista og hrist þannig upp í flokknum að eftirtekt vekur. Styrkari staða Aznars En Borrells bíður erfitt verkefni. José María Aznar hefur vaxið mjög í embætti forsætisráðherra og náð því markmiði sínu að færa Þjóðarflokk- inn nær miðju spænskra stjórnmála. Má það teljast umtalsvert afrek í ljósi þess að rætur þessa flokks liggja í einræðisstjórn Francisco Franco. Þá hafa flest ytri skilyrði verið stjóm Aznar hagstæð, verð- bólga hefur sjaldan eða aldrei verið minni, vextir eru í sögulegu lágmarki og Spánverjar hafa uppfyllt skilyrði þau sem sett voru fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópusambandsins (EMU). Þá hefur örlítið rofað til í atvinumálum lands- manna en atvinnuleysið er þó hvergi meira innan Evrópusambandsins, um 20%. Skoðanakannanir hafa ver- ið PP-flokknum og forsætisráðherr- anum hagstæðar og ljóst er að stjórnin stendur nú styrkari fótum en þegar Aznar tók við vorið 1996. Hagtölur segja á hinn bóginn ekki allt í spænskum stjórnmálum. Stjórn Aznars er minnihlutastjórn en nýtur stuðnings þjóðernissinna i Katalón- íu, í Baskalandi og á Kanaríeyjum. Þetta samstarf er brothætt og þjóð- ernissinnar selja jafnan stuðning sinn dýru verði. Jordi Pujol, forseti sjálfsstjórnarinnar í Katalóníu, get- ur í raun hvenær sem er bundið enda á lífdaga stjórnarinnar og samskipt- in við þjóðernissinna í Baskalandi _________ hafa verið með stirðara móti að undanfömu vegna deilna um baráttuaðferðir gegn basknesku aðskilnað- arhreyfingunni ETA og ——— hinum pólitíska armi þeirra samtaka, Herri Batasuna. José Borrell kann því að þurfa að hella sér af fullum ki'afti út í kosningabaráttu íyrr en marga hefði gmnað. Þáttaskil Fullyrða má að þetta kjör Borrells markar þáttaskil í nútíma stjórn- málasögu Spánar. „Uppreisn“ hinna óbreyttu liðsmanna gegn „fiokkseig- endaveldinu“ verður lengi í minnum höfð og kann að hafa í för með sér djúpstæðar breytingar innan spænska Sósíalistaflokksins. En hvort þessi bylgja sem nú hefur risið í spænskum stjómmálum nægir til að bera José Bon'ell inn í Moncloa- höllina mun tíminn einn leiða i ljós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.