Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 19
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 19
LISTIR
Nóttin sem aldrei gleymist
ERLEMDAR
BEKIIR
Saifnfræði
Walter Lord: Nóttin sem aldrei
gleymist „A Night to Remember".
Bantam Books 1997, fyrst útg. 1955.
209 síður.
TITANICÆÐI hefur gripið um
sig út um allan heim. Stórmyndin
Titanic eftir James Cameron hefur
grætt meira en milljarð dollara um
allan heim og Islendingar hafa lagt
til dágóða fúlgu í þann pott en langt
yfir 100.000 manns hafa séð myndina
hér á landi. Hún sópaði að sér ósk-
arsverðlaunum og leikstjórinn til-
kynnti af því tilefni að hann væri
„konungur heimsins“ og vitnaði í
eina af uppdiktuðum persónum
myndar sinnar. Fyrir þá sem séð
hafa myndina og aðra sem vilja vita
með nokkurri nákvæmni hvað gerð-
ist þessa örlagaríku nótt í apríl árið
1912 þegar Titanic sökk - nótt sem
aldrei mun gleymast - er bókin ,A
Night to Remember" upplögð lesn-
ing. Walter Lord skrifaði hana árið
1955 en hún var endurútgefin í fyrra
þegar von var á stórmynd Camerons
og er ákaflega fróðleg og dapurleg
frásögn af því sem gerðist um borð
um Titanic hina örlagaríku nótt þeg-
ar skipið sökk. Bíómynd var gerð
eftir bókinni árið 1958 sem hét sama
nafni og er enn að margra mati besta
Titanicmyndin sem gerð hefur verið.
Einstæð frásögn
Walter Lord setti sér það verkefni
að setja saman heildstæða fi'ásögn af
því sem gerðist nóttina þegar Titanie
rakst á ísjaka og sökk í hafið og um
1.500 farþegar létust. Hann talaði við
63 af þeim sem komust lífs af, áhafn-
armeðlimi og farþega á fyrsta, öðru
og þriðja farrými, og skoðaði bréfa-
söfn, ræddi við ættingja þeirra sem
um borð voru, las skýrslur opinberra
rannsóknarnefnda í Bandaríkjunum
og Bretlandi og annan prentaðan
vitnisburð í dagblöðum og tímaritum
auk þess sem hann ræddi við þá sem
voru um borð í björgunarskipinu
Karpatíu.
Ur öllu þessu og mörgu fleiru bjó
hann til einstæða frásögn sem lýsir
ákaflega vel því andrúmslofti sem
ríkti um borð í Titanic og síðar í þeim
björgunarbátum sem komust á flot.
Bókin lýsir skelfingunni og hetju-
skapnum, hugleysinu, riddara-
mennskunni, hljómsveitinni sem lék
Hærra minn guð til þín, auðkýfingn-
um Benjamin Guggenheim sem tók
yfirvofandi dauða sínum með stakri
rósemd og fór í kvöldklæðnaðinn, for-
stjóra White Star skipafélagsins, sem
læddi sér í björgunarbát, skipstjóran-
um Smith sem fór niður með skipi
sínu, trúnni á skipið jafnvel þegar í
óefni var komið en margir töldu ör-
uggara að halda sig um borð í hinu
ósökkvandi skipi fremur en að
treysta á björgunarbátana, hvemig
bátar fóru hálftómir frá borði, hvern-
ig farþegai- í þriðja farrými áttu
minni möguleika á að bjargast í bát-
ana en farþegar á fyrsta og öðru far-
rými, hvemig þögn kom yfir skipið
þegar ljóst var að allir björgunarbát-
amir voru farnir og enn voru 1600
manns um borð, hvernig skipverjar á
Kaliforníu horfðu á hinar undarlegu
aðfai-ir stórskipsins, jafnvel fjöldann
allan af björgunarblysum sem skotið
var á loft, úr 16 kílómetra fjarlægð en
gerðu sér enga reliu út af þvi. Svona
mætti lengi telja.
Fyrirboðar
Auðvitað er ekki um tæmandi frá-
sögn af atburðum næturinnar að
ræða í bók Lords en hún gefur fá-
gæta innsýn í þetta frægasta sjóslys
sögunnar. Er ljóst að Cameron hef-
ur byggt mjög á frásögn Lords þeg-
ar myndin hans loksins snýr sér að
hinum hörmulega atburði. Nema að
einu mikilvægu leyti. Hvergi í bók-
inni er sagt frá því að skipið hafi
brotnað í tvennt þegar stefnið var
sokkið í sjóinn og skuturinn reis úr
hafinu. Samkvæmt Lord fór það
niður í einu lagi. I mynd Camerons
rifnar Titanic í sundur um miðjuna
þegar skuturinn rís upp því skrokk-
urinn þolir ekki álagið og er reynd-
ar eitt áhrifamesta atriði myndar-
innar þegar skuturinn skellur aftur
í hafíð.
Walter Lord veltir fyrir sér þýð-
ingu Titanicslyssins við upphaf ald-
arinnar og segir að það hafi markað
lok þess sem hann kallar gamla tím-
ann, þegar allt hafi verið með kyrr-
um kjörum í hinum vestræna heimi.
Eftir slysið hefðu komið óróasamari
og hræðilegri tímar; hann vill meina
að að allar skelfingar tuttugustu ald-
arinnar hafi byrjað með Titanicslys-
inu. Það hafi verið fyrirboði þess
sem á eftir kom.
Talandi um fyrirboða. I formáls-
orðum sínum nefnir Lord skrýtna
tilviljun. Árið 1898 skrifaði rithöf-
undurinn Morgan Robertson skáld-
sögu um stærra farþegaskip en áð-
ur hafði þekkst, sem sigldi yfir Atl-
antshafið. Um borð voru auðmenn
miklir og yfirstéttarfólk á meðal
farþega en nótt eina í apríl sökk það
eftir að hafa rekist á ísjaka. Skipið í
sögunni var furðulega líkt Titanic
að allri gerð, sem smíðað var 14 ár-
um síðar, það sigldi á sama hraða,
var sagt ósökkvanlegt og björgun-
arbátar voru aðeins fyrir hluta far-
þega. Robertson kallaði skip sitt
Titan.
Arnaldur Indriðason
Haföu öryggi og þægindi
í fyrirrúmi...
H.H. Gædas\’;mipur bvður upp
ddtctiandi haga’Aasvamp scm
stvnst sUtmgltslti ga-(\l
krofur um all-.tn hcirii.
Vcriö örttgo og vt'ljtfi
ciiigtuigii itágæöa-
svarnp á fiusu'iku
\ fi'öi
V'tð sníðum cltir
þímun oskutn.
Bjoðum i sta'tn
Veriö velkomin í
Iðnbúö 8, Garðabæ.
Sími/fax : 565 9560
Lognndi trckubbur er -\klíeðiö byrjar nö
Ugðurú strMinn. brt-nnn.
Svampurinn brcnnur ckki A skömmum tínu het'ur
hdciur kæfir eldiun. svampurinn slökkt ddinn.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks i fasteignaleit
vS' ■■■'
mbl.js/fasteignir
Nýjar bækur
• Eddukvæðieru í útgáfu Gísla
Sigurðssonar íslenskufræðings.
„Eddukvæði eru einhver dýrmæt-
asti Ijóðaarfur Islendinga og allra
norrænna manna. Þau fjalla um
fornnorræn goð og germanskar
hetjur, lýsa heimsmynd og dagleg-
um háttum kyn-
slóða frá forn-
eskju og fram um
víkingaöld. I
Eddukvæðum
eru sagðar
áhrifamiklar ör-
lagasögur manna
og goða og í þeim
birtast siðaboð og
trúfræði heiðins
tíma. Þau eru í
senn ævaforn og
sífersk, bæði að efni, tungutaki og
skáldskap.
Eddukvæði eru ýmist djúpvitur
fræðslukvæði um mannlegt hlut-
skipti og hátterni, víðfrægar ástar-
og bardagasögur eða leikræn
helgiljóð og jafnvel gamanbragir
um goðin,“ segir í kynningu.
Gísli Sigurðsson rekur m.a. við-
horf manna til Eddukvæða fyrr og
nú, fjallar um aldur kvæðahefðar-
innar og lýsir þeim vandamálum
sem við er að etja þegar nútímales-
endur nálgast svo forn kvæði úr
munnlegri geymd.
Hverju kvæði fylgja einnig skýr-
ingar hans á sömu síðum og eftir-
máli, og að lokum er skrá um nöfn
persóna og staða. Kvæðin í þessari
útgáfu eru öll prentuð með nútíma-
stafsetningu.
Bókin kemur nú út í ritröð Máls
og menningar, íslensk klassík, en
meðal annarra titla í þeirri röð má
nefna íslendingasögurnar, Sturl-
ungu, Heimskringlu, Vídalín-
spostillu og Reisubók Jóns Ind-
íafara.
Eddukvæði er 444 bls., unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf. Verð:
7.980 kr.
www.mbl.is