Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 23
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 23 JÚRÍ: „Það er leiðinlegt að hafa ekki getað leyst úr Smugudeilunni, þetta er vandræðamál og best væri að geta komið því úr sögunni“ NÍNA: „Það er búið að koma á lýðræði og við erum frjáls, það skiptir máli“ stjóri, leikhús í Pétursborg hefur verið kennt við hann, Akimov hét hann. Hann hóf störf sem listmálari, síðan varð hann leikmyndahönnuð- ur og loks gerðist hann leikstjóri. Hann var í hópi svokallaðra forma- lista og var harðlega gagnrýndur fyi-ir það. Hann setti nánast ein- göngu vestræn leikrit á svið. Þrátt fyrir þá gagnrýni sem hann mætti var hann aldrei handtekinn. Sjálfur lenti ég aldrei „upp að vegg“, eins og margir sem ég þekkti, sem urðu að gera upp við sig hvort þeir fylgdu stefnu Flokksins eða ekki. Stalín dó meðan ég þreytti stúdentspróf, rétt áður en ég fór til Moskvu. Mér varð svo um dauða Stalíns að ég næstum grét, ég hélt að þetta þýddi endalok landsins. Ég vai- ekki sá eini sem syrgði Stalín, það gerðu mjög margir, jafnvel þótt menn vissu um glæpi, aftökur og hreinsanir, þetta er merldlegt en skýrist af því að hann var löndum sínum fóðurímynd og í nafni hans höfðum við borið sigui- út býtum í seinni heimsstyrjöidinni. Tilfinning- ar fólks voru því tvíbentar. í minni fjölskyldu var einn maður handtek- inn á Stalínstímanum og sat hann í fangelsi í fimmtán ár. Frænka Nínu var handtekin vegna glæsilegrar enskukunnáttu sinnar. Hún vann m.a. um tíma sem einkaritari fyrir konu utanrítósráðherra. Á stríðsár- unum varð hún ástfangin af breskum manni, það var nóg til þess að senda hana til Síberíu. Fjölskylda Nínu var því alltaf í andstöðu við rítósstjóm- ina.“ Ég spyr hvort hún hafí þá ektó verið hrædd. Nú er gripið til rúss- neskunnar og þótt ég stólji ektó neitt í rússnesku stól ég samt að hún var einmitt alltaf hrædd. Svar Júrís staðfestir niðurstöðu mína - jú, hún var alltaf hrædd. Kýr stóð á rödd hennar Einu sinni var pabbi Nínu kallað- ur til menningarmálaráðherra og spurður af hverju hann væri ekki í Flokknum. „Ef það væru fleiri flokkar myndi ég ganga í Kommún- istaflokkinn, en meðan hann er eini flokkurinn í landinu þá bíð ég,“ svaraði hann, þetta svar dugði til að hann fór aldrei í fangelsi, hann kunni að sigla milli skers og báru. Nú fer ég að forvitnast um náms- feril Nínu. Júrí hefur eftir henni að hún hafi ekki verið dugleg náms- manneskja framan af. „Hún fór snemma að fara með ýmis hlutverk í kvikmyndum og það var á kostnað námsins," segir Júrí. Svo fór hún í listaháskóla og þá gekk námið bet- ur. Þar lærði hún leiklist með ýms- um hliðargreinum, söngurinn var þó ekki þar efstur á lista, „Kýr hefur staðið á rödd hennar," segir Júrí og ég lít á hann í „forundran", hvað meinti maðurinn. Þetta er þá rúss- neskur málsháttur, ef menn eru raddlitlir í Rússlandi er sagt að kýr hafi troðið á rödd þeirra. Þetta var frekar meinlegt fyrir Nínu þegar hún starfaði í Æskulýðsleikhúsinu, þar lék hún einkum unglinga, og þurfti auk þess bæði að leika, syngja og dansa, dansinn gekk ágætlega en „kýrin“ setti stundum strik í reikninginn hvað sönginn snerti, mest lék hún í nútímaleikrit- um. Ég spyr um afstöðu hennar til leikstíls Staníslavskíjs, en það var rússneskur yfirstéttarmaður sem varð einn helsti frumkvöðull nú- tímaleiklistar. Hann lagði mikla áherslu á að leikarar „lifðu sig inn í“ hlutverk sín eftir bestu getu og nýttu til þess eigin reynslu og til- finningar. Nú hitti ég vel á, leik- stjórinn sem Nína vann mest með var mitóll aðdáandi leikstfls St- aníslavskíjs og þess gætti sannar- lega í uppsetningum hans, þessi leikstfll er enn áhrifamitóll þar í landi. Nína vann meira að segja einu sinni með aðstoðarmanni sjálfs Staníslavskíjs og eftir að hún flutti til íslands fékk hún umræddan leik- stjóra, Borodín, sem hún vann með í tíu ár í Moskvu, til þess að leikstýra verki eftir Turgenev í Borgarleik- húsinu í Reykjavík - það er m.a. því að þakka hve trúlega kenningum Staníslavskijs er fylgt hvað þessi uppsetning tókst vel og fékk góða dóma, vill Nína meina. Lék systur Leníns - það bjargaði málinu Júrí Resítov var starfsmaður mannréttindadeildai- Sameinuðu þjóðanna í Genf á árunum 1975 til 1980. Nína þurfti meðmæli til þess að geta fylgt manni sínum þangað. Nú voru góð ráð dýr, Nína var ekki í flokknum og hafði ekki einu sinni verið í ungliðahreyfingu Kommún- istaflokksins, torsótt yrði því senni- lega að fá meðmælin. Þá datt þeim Júrí og Nínu gott ráð í hug. Hún hafði einu sinni farið með hlutverk systur Leníns í kvikmynd, hún skrifaði þessar upplýsingar með stórum stöfum í viðeigandi reit á umsókninni og þá urðu hlutaðeig- andi mjög glaðir og sögðu að sann- arlega fengi hún meðmælin. í fram- haldi af þessum umræðum lætur Nína þess getið að þótt hún hafi ekki verið í Flokknum hafi hún jafn- an fylgst vel með stjórnmálum í heimalandi sínu og geri það enn. Stjómmálaástandið í Rússlandi kemst þar með um stund á dagskrá. Hvernig skyldi leggjast í þau hjón að fara heim? Samræður á rúss- nesku. „Þetta er annað land, en þetta er okkar land,“ er niðurstaða umræðnanna. Eftir þær miklu breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum í Rússlandi er ýmislegt þar orðið miklu líkara því sem gerist í útlönd- um, segja þau Júrí og Nína. „Það er búið að koma á lýðræði og við erum frjáls, það stóptir máli,“ segir Nína. Með lögum skal land byggja, sagði Njáll heitinn á Bergþórshvoli, og þau orð tekur Júrí sér nú í munn. Búið er að leiða trúarbragðafrelsi í lög í Rússlandi. ,Áður fyiT vildu áhrifamenn í rússneska Kommún- istaflokknum ekki ræða um trúmál, menn höfðu slíkt fyrir sjálfa sig, ég var í þeim hópi sem ekki tilheyrði kirkjunni, var óskírður þar til fyrir tveimur árum. Þá skírði mig prest- ur frá rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni sem kom hingað og hann skírði konuna mína líka,“ segir Júrí. „Ég get ekki sagt að ég trúi hverjum bókstaf sem stendur í Biblíunni, ef það er mælikvarði á hvort ég er kristinn þá vandast málið, en ef ég væri spurður hvort ég trúi á eitt- hvert æðsta afl sem leiðsögumann okkar um lífið og eftir lífið, þá er ég ti-úaður. Ég trúi því að eitthvað sé eftir dauðann, en í hvaða formi veit ég ekki, það getur bara ektó öðru- vísi verið, varla gjöreyðileggst bæði líkami og sál þannig að ekkert verði eftir. Við vildum sjálfsagt mörg gjarnan hafa það þannig að eftir dauðann sameinuðum við þá reynslu sem við höfum héðan og líka það sem við tekur, en við ráðum því ekki.“ Andinn á Túngötu 9 En skyldi Júrí hafa séð framliðið fólk? Það er varla að ég komi mér að því að spyrja svona spurningar, sem er fjarska eðlileg þegar íslend- ingar eiga í hlut en virðist eilítið á skjön þegar rætt er við rússneskan mann. Júrí tekur spurningunni hins vegar vel og mér til mikillar furðu segir hann mér að í húsinu á Tún- götu 9 búi „góður andi“, eins og hann orðar það. „Ég sá hann að næturlagi og ávarpaði hann, bauð honum góða nótt, en hann svaraði ekki. Ég held að þetta sé karlmað- ur, annars var hann nokkuð óljós að gerð. Hann er á þriðju hæðinni og þar hefur hann það rólegt, hefur gott pláss og verður ektó fyrir mikl- um truflunum af okkur, mannver- unum. Þessi andi var ektó óþægileg- ur, mjög kurteis. Meistari Þórberg- ur sagði mér oft frá svona hlutum þegar ég heimsótti hann, hann sagði mér meðal annars frá vél sem sov- éskur verkfræðingur hafði búið til og tók mynd af árunni í kringum fólk, áran breytist þegar fólk veik- ist. Nota má þennan útbúnað til þess að athuga heilsufar fólks, það er kannstó ektó búið að finna til ein- kenna þótt áran sé farin að breyt- ast. Við þræðum hina dulrænu flóru og tökum drauma næst fyrir. Ektó kveðst Júrí vera trúaður á forspá drauma. „Mig dreymir ektó mitóð, en ef mig dreymir þá er það í sam- bandi við raunverulega atburði, sem áttu sér stað eða þá tengjast áhyggjum sem ég hef. Draumar mínir endurspegla frekar það sem hefur gerst heldur en það sem á eft- ir að gerast. Mertólegasti draumur sem mig hefur dreymt var á þá leið að mér þótti ég vera orðinn fullorð- inn maður, en allt í einu kemst upp að ég hef ekki tekið neitt jiróf frá því ég var í barnaskóla. Eg var í draumnum dauðhræddur um að ég gleymdi stærðfræði og öllu öðru sem ég hafði lært og líf mitt yrði „gjaldþrota" út af þessu. Þetta end- urspeglar gamlar áhyggjur mínar af því að falla á prófi, ég var alltaf hræddur um að falla, en féll aldrei á einu einasta prófi, allt frá barna- skóla og til þess er ég úrskrifaðist frá háskóla sem sérfræðingur í mál- efnum Vesturlanda. Ég skrifaði tvær ritgerðir, aðra um fjölskyldu- vandamál í Sviþjóð, þótt ég verði að viðurkenna að ég hef enga persónu- lega reynslu af sænskum konum - taktu eftir að ég segi sænskar kon- ur, ekki aðrar konur,“ og nú hlær Júrí. Síðari ritgerð hans var um al- þjóðleg vandamál, hann er doktor í þjóðarétti. Júrí hefur mikið lesið og skrifað um refsirétt, ég spyr um álit hans á dauðarefsingu sem hefur verið mik- ið rætt um, nú síðast í tengslum við nýlegar aftökur í Bandaríkjunum. „Ég skrifaði mitóð á móti dauða- refsingum í Rússlandi, en ég hef mínar efasemdir núna um þessi mál. Ef lagðar eru niður dauðarefs- ingar verða fangelsismál að vera í góðu lagi. í Rússlandi er ástandið í fangelsismálum alveg voðalegt, það getur orðið þeim dýrkeypt sem refsað er fyrir lítilfjörleg afbrot. f fangelsunum eru þeir settir með hreinræktuðum afbrotamönnum sem taka til við að „ala þá upp“. Nauðsynlegt er að halda þeim sem verður eitthvað á og hinum sem eru glæpamenn vandlega aðstóldum. Astandið er slíkt að fangarnir verða að stóptast á um að sofa, það eru ekki nógu mörg rúm fyrir þá alla. Rússneskir stjórnmálamenn Talið er aftur farið að beinast að Rússlandi. Hverjir skyldu vera þeir rússneskir stjómmálamenn sem Júrí finnst mest til um? „Nú er búið að koma lýðræði á í Rússlandi og þá „halda allir kjafti,“ segir Júrí og bak við glettnina í orðum hans býr alvar- legur undirtónn. „En þeir tímar voru að það var lífshættulegt að nefna breytingar á stjómmálaháttum í landinu. Nitóta Khrústsjov var mjög kjarkaður þegar hann fór að gagn- rýna Stalín og stalínisma, það hefði getað orðið honum dýrt. Allt frá þeim tíma hefur stjómkerfið í Rúss- landi verið að þróast í lýðræðisátt. Síðari ár komu upp mjög snjallir stjómmálamenn eins og til dæmis Kosygín, sem var að koma mjög mikilvægum efnahagsbótum á í Rússlandi, það er þegar komið var á því kerfi að menn máttu eiga hús í sameign, og þegar farið var að smíða í stóram stfl einkabíla - Lödu og síð- ast en ektó síst þegar Rússum var leyft að fara til útlanda, ekki til Bandaríkjana en til Júgóslavíu og fleiri austantjaldslanda. Það var kristalsklárt árið 1987 að Gorbatsjov var orðinn hreinræktaður lýðræðis- sinni. Sumir litu feril hans mjög al- varlegum augum, jafnvel svo að þeir hefðu verið tilbúnir að „kála“ honum. Ég var einu sinni kallaður „mann- réttindamaður Gorbatsjovs", og er stoltur af þeim titli. Á valdatíma Gorbatsjov var komið á lýðræði í Rússlandi og þá voru samþykkt mik- ilvæg lög, svo sem lög sem heimiluðu fóltó ferðafrelsi, félagsfrelsi, trúar- bragðafrelsi og samviskufrelsi. Jeltsín er umdeildur maður en hann hefur unnið erfitt og mertólegt starf á undanförnum árum.“ Nú fer að nálgast sú stund að þau Nína og Júrí haldi heimleiðis til Rússlands, þau hafa verið hér leng- ur en reglur segja til um. Ég spyr Jurí hvað hann hyggist taka sér fyr- ir hendur næst. „Ég mun starfa áfram í utanríkisþjónustunni ef ég fær starf sem mér finnst spennandi en einnig mun ég kenna þjóðarétt við háskóla í Moskvu, loks verð ég áfram í nefnd í Genf sem fjallar um afnám kynþáttamisréttis," svarar hann. Eitt vandamál er þó við að eiga í sambandi við brottförina héð- an, Nína segist vera orðin háð ís- landi eins og fíkniefni. „I fyrsta stópti sem hún kom til Islands vildi hún fara með sömu flugvélinni aftur heim, en nú vil hún ekki fara héð- an,“ segir Júrí og hlær. Hvað skyldi henni finnast svona skemmtilegt hér? „Fyrst og fremst er það fóltóð sem stóptir máli í þessu sambandi, hér er mitóð um vel menntað fólk og víðsýnt. í Sviss var mikið um smá- borgara, hér er þeir varla til,“ segir Nína. Hún segist líka vera mjög hrifin af íslenskri náttúru og jafnvel veðurfari. „Henni líkar betur rign- ing en sólstón, og hér er mjög góður matur að autó,“ segir Júrí. Hann lætur fljóta með að þau hjónin séu áhugafólk um myndlist og Nínu lító sérdeilis vel list Kjarvals og Tolla, sjálfur heldur hann mitóð upp á Nínu Tryggvadóttur. Þau Júrí og Nína eiga tvítugan son, Aiexai, sem stundað hefur nám við Háskóla íslands, en um þessar mundir er hann, að sögn föður hans, að vinna með íslenskum kaupsýslu- mönnum við að selja lýsi til Rúss- lands, að autó reynir hann að selja Rússum lifur, sem eins og Júrí seg- ir, Islendingar henda bara í sjóinn en er hin dýrmætasta vara í Rúss- landi. „Hugsanlega mun hann vinna fyrir íslenskt fyrirtæki í Moskvu en það er þó allt á umræðustigi," segir Júrí. Nína hugsar sér að taka upp þráðinn á ný þegar hún kemur til Moskvu og starfa með Æskulýðs- leikhúsinu sem hún vann við áður, sami maður heldur þar enn um sjórnvölinn og þegar hún var þar starfsmaður. I framhaldi af umræð- um um framtíðarhorfur Nínu læðist upp úr Júri að hann hafi samið eitt leikrit. „Ég samdi það meðan ég var í Genf og er Guðs feginn að það var aldrei sett á svið,“ segir hann. Ég vil vita meira um leikritið en hann er aldrei þessu vant tregur til svars. Loks dregst upp úr honum að leik- ritið hafi fjallað um hann sjálfan. ,.Ég var sem embættismaður Sa- meinuðu þjóðanna að berjast gegn tilraunum vondra manna sem vildu stofna til heimsstyrjaldar og ég bjargaði heiminum," segir hann svo hæversklega. Þótt leikritið hafi aldrei komist á svið var það gefið út, „en enginn vildi sviðsetja það, og það er gott,“ bætir Júrí við. Hann hefur þó verið sigursæll á öðru sviði bókmenntanna, hann hefur þýtt mitóð af erlendum bókmenntum á móðurmál sitt, bæði úr íslensku, sænsku, ensku, dönsku og þýsku. „Ég þýddi til dæmis mertólega bók um náttúru Grænlands, þar leikur stór hlutverk fiskurinn lúsífer, sem m.a. hefur veiðst við Vestmannaeyj- ar. Hrygna þeirar tegundar er 5.000 sinnum stærri en hængurinn, það er nokkuð mitóll stærðarmunur og bendir varla til merkilegs kynlífs,“ segir hann. Við nánari íhugun treystum við okkur þó ekki til þess að fullyrða neitt afgerandi um það atriði. Laxveiðar og erfítt verkefni En hvað skyldi hafa verið erfið- asta verkefni Júrís í starfi hans sem sendiherra Rússlands á íslandi? „Ég hef sem betur fer ektó fengið mörg erfið verkefni hér, mitt helsta vanda- mál hefur kannsi verið að ég á bágt með að segja nei við fólk.“ Orðum sínum til sannindamertós tekur hann upp vasabók og sýnir mér hvað hann er búinn að bóka þann daginn, og það er sannarlega talsvert sem bíð- ur. Ég sé að hann á þar á meðal að tala á leynifundi. Hvaða fundur er það? spyr ég. „Ef þetta er leynifund- ur þá er þetta leynifundur og ektó meira um það,“ svarar hann og lokar vasabótónni. Ég spyr aftur um erfið- asta verkefnið. „Það er leiðinlegt að hafa ektó getað leyst úr Smugudeil- unni, þetta er vandræðamál og best væri að geta komið því úr sögunni,“ svarar hann þá að bragði. Það er ektó bara Nína sem sakn- ar ýmislegs frá íslandi. Júrí Resítov hefur eignast hér marga vini. Einn þeirra er Þorsteinn á Skálpastöðum í Borgarfirði, með honum fór Júrí nýlega í mikla „fjósaferð". „Hverslags ferð er það?“ spyr ég. Jú, Þorsteinn ætlar að byggja nýtt fjós og þess vegna fóru þeir vinirnir víða til þess að skoða fjós. Þorsteinn er að sögn Júrís ekki aðeins kúa- bóndi heldur einnig formaður veiði- félags Grímsár. Skyldi Júrí oft hafa farið í laxveiði í þeirri á? „Nei, bændur eru ekki bankastjórar og þótt Þorsteinn sé formaður félags- ins borgaði hann úr eigin vasa veiði- leyfið í einn dag í það eina stópti sem hann bauð mér að veiða í Grímsá,“ svarar Júrí. „Þetta er mertólegt, í gamla daga þegar Rússland var óvinur Islendinga númer eitt, var rússneskum sendi- herra boðið að vera á laxveiðum í hverri einustu viku, vegna þess að íslendingar vildu þá selja sfld til Rússlands. Ég hlýt hins vegar að vera ómertólegur maður - ég er bú- inn að vera hér í sex ár og mér hef- ur aldrei verið boðið í laxveiðar. Kannstó er Rússland orðið svo ómertólegt að það teljist ektó til við- stóptalanda lengur. Þó erum við með reikning í Landsbankanum þar sem við erum með öll okkar við- stópti. Ég veit að vísu ektó hvort sendiherrar annarra landa hafa fengið boð í laxveiðar á þessum sama tíma. Kannstó ektó. Ég bauð einu sinni sendiherrum annarra landa hér að vera með mér við Reynisvatn, í landi Ólafs Skúlason- ar bónda. Ég er aldursforseti sendi- herra hér á landi og gerði þetta þess vegna. Þá viðurkenndi sendi- herra Bandaríkjanna að honum hefði þá í fyrsta skipti verið boðið í veiði á íslandi. Menningartengslin milli íslands og Rússlands eru hins vegar lífleg og hafa lengi verið. Þeg- ar maður kemur á íslenska bónda- bæi sér maður oft í hillum mertóleg- ar rússneskar bækur eins og t.d. Meistarinn og Margarita, sem var snilldarlega þýdd á íslensku af Ingi- björgu Haraldsdóttur, ég vona að engir atburðir í heimssögunni megni að hafa neikvæð áhrif á menningarsamstópti þessara tveggja landa." JÚRÍ: Nikíta Khrústsjov var mjög kjarkaður þegar hann fór að gagnrýna Stalín og stalínisma, það hefði getað orðið honum dýrt. Allt frá þeim tíma hefur stjórnkerfið í Rússlandi verið að þróast í lýðræðisátt. NÍNA: „Fyrst og fremst er það fólkið sem skiptir máli í þessu sambandi, hér er mikið um vel menntað fólk og víðsýnt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.