Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ ? í ! ? I 1 t í J i .1 26 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 VIÐ TRÚUM því að við sé- um velferðarríki. Við trúum því að hér séu allir jafnir, með jafnan rétt til náms, starfs og leiks. Við trúum því að hér sé yel búið að öllum. Við trúum því að ísland sé paradís íyrir alla. Eða viljum trúa því. Því þegar grannt er skoðað, eru sumir jafnari en aðrir. Þegar ég og mín börn viljum læra, þá lærum við. Þegar við vilj- um vinna, þá vinnum við. Þegar við viljum bregða á leik, bregðum við á leik. Stöndum upp, göngum út, för- um í leikhús, á tónleika og myndlist- arsýningar, skreppum á kaffihús. Allt fyrirhafnarlaust og sjálfsagt - eins og hjá flestum ykkar hinna. Meirihlutinn er þetta fólk sem er jafnara en aðrir. Aðrir eru þeir sem geta ekki staðið upp. Þeir eru fatlaðir; í hjólastól sem þeir jafnvel geta ekki stjórnað sjálfír, hafa ekki andlega burði til að skipuleggja ferðir til og frá heimili, ekki andlega burði til að læra á gatnakerfí, almennings- vagnakerfi. Þeir geta ekki pantað miða í leikhús eða á tónleika. Geta ekki keypt rétta liti og pappír ef þá langar til að mála. Geta ekki stofn- að félag um að gera eitthvað skemmtilegt, eins og að hittast og fara á kaffihús, vera í bóka- eða söguklúbbum, fara út að borða. Allt sem við getum látið okkur hlakka til að gera. En síðastliðið haust fór ung kona, Þórunn Helgadóttir, af stað með fé- lagsstarf fyrir einmitt þennan hóp - þroskahefta, einhverfa og fjölfatl- aða, sem hún kallaði Ævintýra- klúbbinn. Starfíð er í formi hópa sem hittast einu sinni til tvisvar í viku til að fást við ýmislegt skap- andi; búa til leikrit, mála myndir, vinna með tónlist og fara í leiki. Einnig er farið á kaffíhús, í leikhús á veitingastaði, í keilu, á krá eða tónleika. „Markmiðið með félagsstarfínu er að skapa tilbreytingu og upplyft- ingu í tilveru fólks; að það sé alltaf eitthvað skemmtilegt framundan sem hægt sé að láta sig hlakka til,“ segir Þórunn. En hvers vegna þessi hópur? „Vegna þess að hver manneskja er einstök. Það hafa allir einhverja hæfileika og þörf íyrir innihaldsríkt líf. Það langar alla að láta ljós sitt skína. Hvað varðar veraldlega þætti, eins og fæði og húsnæði, er vel búið að flestum fótluðum á íslandi. Ævin- týraklúbburinn sinnir andlegu hlið- inni; gerir lífið skemmtilegt, sér til þess að hver og einn hafi eitthvað spennandi að fást við, geti haft ánægju af hæfileikum sínum og þannig fundið sér aukinn tilgang." Hvaðan kemur hugmyndin? „Kveikjan að þessu starfí er sú að ég á móðursystur, Margréti Stefan- íu, sem er þroskaheft. Við ei-um hálf- partinn aldar upp saman og höfum því fylgst að frá barnæsku. Hún er aðeins nokkrum árum eldri en ég. Síðustu árin hef ég verið með hana í liðveislu, þannig að við vorum alltaf að gera eitthvað saman; mála myndir, fara út að borða, á kaffihús og einu sinni gerðum við saman út- varpsþátt fyrir Rás 1. Þetta var heimildarþáttur um Stefaníu og var gerður í samvinnu við hana. Hún hafði mjög gaman af því að gera út- varpsþáttinn og var mjög dugleg. Það kemur manni oft á óvart hvað þroskaheftir geta í rauninni margt. En hvað með það. í liðveislunni lögðum við áherslu á að mála, segja sögur, fara út að borða, á kaffihús, í leikhús og á tónleika og myndlistar- sýningar. En liðveislan var það eina sem hún hafði - og stundum fékk hún ekki úthlutun á liðveislu. Mér datt í hug að fleiri væru í svipuðum sporum og að það gæti verið skemmtilegt að hitta fleiri sem svipað væri ástatt fyrir, í stað þess að vera alltaf tvær. Hugmyndin kraumaði lengi í mér áður en ég ákvað að prófa.“ Við erum búin að reyna allt Hugmynd Þórunnar fólst í því að blanda saman skapandi vinnu til að reyna að hjálpa fólki að ná fram hæfileikum sínum. Síðan var það fé- lagslega hliðin; að fara saman út að borða og margt fleira. Einnig að skapa vinahóp, sem fólk getur átt Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRUNN með nokkrum skjólstæðingum sínum í Ævintýraklúbbnum. Þetta eru sál- ir - sem fínnst gaman að lifa Ævintýraklúbburinn, félagsstarf þroskaheftra, hóf starfsemi sína síðastliðið haust. Klúbburinn var draumur ungrar konu, Þórunnar Helgadóttur, sem hefur síðan starfað ötullega að því að byggja upp félagslíf þessa hóps sem hingað til hefur átt fárra kosta völ. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við Þórunni um klúbbinn, lífsgleði félaganna og sköpun og drauma hennar um verkefni framtíðarinnar. fyrir utan sambýlið. I haust lét hún svo til skarar skríða: „Ég hringdi í Hitt húsið, Fullorðinsfræðslu fatlaðra og Svæð- isskrifstofu Reykjavíkur til að kynna hugmyndina og athuga hvort fólk væri ekki til í að taka þátt í þessu verkefni. Svörin sem ég fékk var að það væri hvergi pláss fyrir þessa starfsemi, engir peningar væru til fyrir hana - og svo var það hefðbundna svarið: „Við erum búin að reyna allt.“ Ég sá að ef ég ætlaði að fram- kvæma þetta, yrði ég að gera það á eigin spýtur. Ég fór að leita að sal og fékk mjög góðar móttökur hjá Landssambandi Sjálfsbjargar. Þar á bæ sýndu menn góðan skilning á málinu og létu okkur hafa húsnæði. Þá var bara að auglýsa félagsstarfið. Ég bjó til auglýsingu og Svæðis- skrifstofa Reykjavíkur dreifði henni fyrir mig til forstöðumanna sambýl- anna og ég sendi á Kópavogshæli. Síðan beið ég eftir að einhver hringdi. Fyrstu vikuna skráðu sig fjórir á námskeið - við mikinn fögnuð frá mér. Það er alltaf svo mikil spenna þegar maður er að hefja starfsemi af þessu tagi. Svo byrjuðum við frænka mín og þessir fjórir og smám saman bætt- ust fleiri í hópinn. Núna erum við orðin tuttugu og átta og ég er með tvo aðstoðarmenn með mér. Hóp- arnir eru orðnir fimm. Hver hópur hittist einu sinni í viku, auk þess sem við gerum eitthvað alveg sér- stakt eitt kvöld í mánuði; förum í leikhús, á tónleika, út að borða - bara hvað sem okkur dettur í hug.“ Þú segist vera komin með tvo að- stoðarmenn. Er það fólk sem hefur starfað með þroskaheftum áður? „Önnur kom til starfa strax í haust. Hún er dóttir vinkonu minn- ar og hellti sér bara beint út í þetta. Þriðja manneskjan hefur nokkra reynslu og er nýkomin eftir að við auglýstum eftir aðstoð. En þetta er orðið fullt starf hjá mér; byrjaði sem áhugamál en hefur hlaðið utan á sig. Skipulagningin er gríðarlega mikil.“ Starf sem er unnið út frá hjartanu En þarf ekki sérmenntaðar manneskjur í svona vinnu? „Nei, ekkert endilega. Það þarf fyrst og fremst „manneskju". Svona starf þarf að vinna út frá hjartanu." Þórunn ákvað að bjóða sérstak- lega velkomna þá einstaklinga sem minnsta getu hafa og fá, eða nánast engin önnur, tækifæri á félagsstarfi. Eins og hún segir: „Þetta er hópur sem lítið er að sinnt að þessu leyti.“ Um er að ræða mikið fjölfatlaða ein- staklinga, heilsulitla þroskahefta, mjög mikið þroskahefta og ein- hverfa, sem eru truflandi í hópi undir venjulegum kringumstæðum. En félagsstarfið er líka fyrir ein- staklinga sem standa betur að vígi en hefur vantað félagsskap eða skemmtilegt félagsstarf við sitt hæfi. „Við höfum farið þá leið,“ segir Þórunn, „að setja engin lágmarks getuskilyrði. Við tökum við öllum sem vilja koma til okkar. Við mótum starfsemina út frá þátttakendunum og búum til prógram með tilliti til þeirra. Síðan skiptum við þeim í hópa út frá getu.“ Þátttakendurnir í Ævintýra- klúbbnum eru á aldrinum 11-77 ára, en flestir eru þó fullorðnir. En hvað er svo gert sér til skemmtunar? „Við höfum notað myndlist mjög mikið. Hún er gott tjáningarform. En við byrjum alltaf á því að drekka kaffi og spjalla saman til að tengjast - efla félagslegu hliðina. Síðan hefst dagskráin. Við byrjuðum á því að kenna þeim að mála og lita. Síðan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.