Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 31

Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 31 verðbréfafyrirtæki í útlöndum. Magnús kveðst ekki kunna algilda skýringu á því, af hverju önnur ís- lensk fjármálafyrirtæki hafa ekki farið sömu leið og Kaupþing. „Það er vissulega stórt skref að stofna verðbréfafyrirtæki erlendis og þarf þor til að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, er maðurinn á bak við hugmyndafræði okkar um starfsemi erlendis, sem og Guð- mundur Hauksson stjómarformað- ur. Kaupþing er að fjárfesta fyrir 100 milljónir króna með stofnun Kaupthing Luxembourg, en sú ákvörðun var samt auðveldari en þegar ráðist var í að stofna Kaup- thing Management Company, því þá renndum við blint í sjóinn. Núna þekkjum við þetta viðskiptaum- hverfi vel.“ Magnús er spenntur að takast á við ný verkefni og segist hafa orðið þeirri stundu fegnastur þegar skýrt var frá stofnun Kaupthing Luxembourg í fréttum. „Þegar ný viðskiptahugmynd kviknar þá fylg- ir því mikið pukur. Margir bestu vina minna starfa hjá samkeppnis- aðilum hér heima og það gerir mágkona mín líka. Ég gat auðvitað útskýrt tíðar ferðir mínar til Lúx- emborgar með því að ég væri að vinna fyrir Kaupthing Mana- gement Company, en það var mik- ill léttir þegar sannleikurinn var gerður opinber. Við auglýstum einnig eftir starfsfólki í blöðum í Lúxemborg, að vísu ekki undir nafni heldur sem „íslenskur banki“, svo ég var smeykur um að þetta spyrðist of snemma út.“ Hjón með útþrá Ekki þurfti að leggja hart að Magnúsi að taka að sér fram- kvæmdastjórastöðuna í Lúxem- borg. „Ég hafði alltaf hugsað mér að fara til útlanda í framhaldsnám, aðallega til að kynnast menningu annarra þjóða og læra tungumál þeirra. Enska er alþjóðlegt banka- mál og því auðvelt að vinna í slíku umhverfí. Hins vegar er Ijóst að við hjónin verðum að læra meira í frönsku, til þess að geta gert okkur skiijanleg í öðru en að biðja um reikninginn á veitingahúsum.“ Magnús segir að bæði hann og Lovísa María kona hans hafí verið haldin töluverðri útþrá. „Þar sem við erum bamlaus eigum við auð- velt með að losa landfestar. Núna fáum við tækifæri til að þroskast og læra. Ég fæ að byggja upp öfl- ugt fyrirtæki og Lovísa María, sem hefur stundað nám í útflutnings- og markaðsfræðum við Endur- menntunarstofnun Háskólans, ætl- ar að læra meira úti. Við höfum þegar fengið húsnæði í 3.500 manna þorpi rétt utan Lúxemborg- ar. Frá Lúxemborg er stutt í allar áttir og sunnudagsbíltúrinn getur endað í Þýskalandi, Belgíu eða Frakklandi. Margir íslendingar búa í Lúxemborg og þar af tvær fjölskyldur í sömu götu og við, svo við ættum að geta bægt heim- þránni frá, ef hún gerist ágeng.“ Nú er vetur úr bæ og ruslið úr görðunum á að fara sömu leið. Tökum höndum saman með hækkandi sól og fegrum lóðirnar okkar fyrir sumarið. Eins og undanfarin ár leggjum við okkar af mörkum og verðum með sérstaka hreinsunardaga frá laugardeginum 2. maí til sunnudagsins 10. maí. Pessa daga fara borgarstarfsmenn um hverfin og hirða fulla ruslapoka. Pokar verða afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Þeim sem þurfa að losa sig við annað en garðaúrgang er bent á endurvinnslustöðvar Sorpu. Atak í sötnun Spilliefna Sumartími endurvinnslustöðva Sorpu hefst laugardaginn 2. maí. Þá er opið þar alla daga frá kl. 12:30 til 21:00. Endurvinnsiustöðvarnar í Reykjavík eru á fjórum stöðum: Við Ánanaust gegnt Mýrargötu. Við Sævarhöfða gegnt malbikunarstöðinni. Við Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Við Jafnasel í Breiðholti. Látum ekki spilliefni safnast saman í heimahúsum, geymslum eða á lóðum. Notum nú tækifærið, gerum hreint fyrir okkar dyrum og komum hættulegum efnum í öruggar hendur. Borgaryfirvöld, í samvinnu við spilliefnanefnd, standa fyrir móttöku spilliefna laugardagana 2. og 9. maí á eftirtöldum stöðum: Skeljungur v/Birkimel og Hraunbæ. Olís v/Álfabakka, Gullinbrú, Álfheima og Sæbraut/Kleppsveg. Esso v/Stóragerði. Endurvinnslustöðvar Sorpu. Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðum sínum. Fyrir stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokann þinn Verum samtaka í söfnun spilliefna. vh/riitJ * vci*1 $ýiuvh visfvcn' Borgarstjórinn í Reykjavík -hreinsunardeild gatnamálastjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.