Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 34
34 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
MEINDÝRAVÆ N
BÆJARSTJÓRN
SÚ VAR tíðin að Ijómi stóð vítt
um land af foringjum bæjarmála í
höfuðstað Vestfjarða. Nægir þar að
geta Vilmundar Jónssonar, land-
læknis, Finns Jónssonar, ráðherra,
Guðmundar Hagalíns, rithöfundar,
Kjartans Jóhannssonar, læknis og
alþingismanns, Matthíasar Bjama-
sonar, alþingismanns, og Hannibals
Valdimarssonar.
Nú er öldin önnur á ísafirði og
lágt risið á bæjarmálaforkólfum og
hefur svo verið um nokkurt árabil,
þó fyrst hafi tekið steininn úr á yfir-
standandi kjörtímabili. Látlaus inn-
byrðis hjaðningavíg íhalds og krata
fyrir síðustu bæjarstjómarkosning-
ar vom ekki traustvekjandi, enda
töldu þá um 20% kjósenda
skömminni skárra að styðja Fönk-
listann sem hafði það eitt að mark-
miði að reka tunguna framan í sam-
borgarana, frekar en kjósa „mann-
valið“ á hinum hefðbundnu flokks-
listum.
Útþenslustefna hefur verið ríkj-
andi hjá bæjarstjómendum og
seilst bæði norður á Snæfjalla-
strönd og vestur yfir heiðar eftir
hjálendum. Bolvíkingar og Súðvík-
ingar vildu, sem von var, ekki sálu-
félag við ísfirðinga og hér í Naut-
eyrarhreppi var alger einhugur í
hreppsnefnd um að sameinast held-
ur yfir sýslumörk til Hólmavíkur,
en lenda í „tröllahöndum".
Síðustu hreppsnefndarmenn í
Snæfjallahreppi völdu hins vegar
þann kost 1994, tilneyddir vegna fá-
mennis, að sameinast Isafirði og þar
með fylgdu Gmnnavíkm-hreppur og
hluti af friðlandinu á Homströndum
norðvestan Skorarheiðar. Hrepps-
nefndarmenn höfðu loforð ísafjarð-
arfulltrúanna í sameiningarviðræð-
unum, bæði munnleg og skrifleg,
um að grenjavinnsla og minkaleit
yrði með sama hætti áfram og verið
hefði. Sérstaklega var áréttað af
hálfu heimamanna að ríkissjóður
hefði alfarið greitt kostnað af mein-
dýraeyðingu í eyðibyggðum nyrðra.
Varla var blekið þomað á samein-
ingarsamkomulaginu er loforðið um
grenjavinnslu á Snæfjallaströnd var
svikið, borið við of miklum kostnaði
og lagði þó Snæfjallahreppur á borð
með sér innistæðu við sameining-
una. I símtali við undirritaðan vorið
1995, sem er svo óheppinn að vera
næsti nágranni ísa-
fjarðarbæjar hér á
norðurstönd Djúpsins,
játaði bæjarstjórinn,
Kristján Pór Júlíusson,
að lagaskylda væri að
láta fara fram grenja-
leit, en kostnaðurinn
væri bæjarfélaginu of-
viða. Þetta er sami mað-
urinn og gerði hinn
prýðilegasta starfsloka-
samning iyrir sjálfan
sig við bæjarfélagið og
fékk auk þess ráðinn að-
stoðarbæjarstjóra, Þór-
unni Gestsdóttur, svo
hann gæti betur sinnt
sínu aðalhugðarefni,
stjómarformennsku í Samherja á
Akureyri.
Var síðan það sama upp á ten-
ingnum næsta vor en í fyrra, 1997,
lufsuðust forsvarsmenn á ísafirði,
til þess neyddir af fjölmiðlaathygli,
til að ráða grenjaleitarmenn á
Snæfjallaströnd og Jökulfirði utan
friðlandsins.
Þingmenn koma til skjalanna
Árið 1985 var ákveðið að friðlýsa
svæðið norðvestan Skorarheiðar á
Homströndum. Engar rannsóknir
vom áður gerðar á lífríki svæðisins
og tófu og mink gefið verulega frítt
spil til að aukast og margfaldast
með hrikalegum afleiðingum fyrir
friðlandið og næsta nágrenni.
Að áeggjan hagsmunaaðila fluttu
svo í haust allir þingmenn Vestfirð-
inga tillögu til þingsályktunar um
tilraunaveiðar á ref og mink í
friðlandinu á Homströndum. Skal
hér vitnað í hluta af greinargerð
þingmannanna sem er að mínu mati
raunsönn lýsing á ástandinu:
.Athygli hefur verið vakin á því að
með því að veiðar á ref og mink em
ekki heimilaðar í friðlandinu á Hom-
ströndum hafi orðið gríðarleg fjölg-
un á þessum tegundum. Ferðamenn
og aðrir þeir sem eiga leið um svæð-
ið hafa veitt því eftirtekt að mófuglar
sjást þar tæplega og augljóst að þeir
hafa orðið ref og mink að bráð.
Skynsamleg veiði á þessum tegund-
um myndi því auðga lífríkið og söng-
ur mófuglanna hæfist að nýju.
Ibúar nærliggjandi byggða, jafnt
á Ströndum sem við ísafjarðardjúp,
hafa og bent á að
gegndarlaus fjölgun á
ref og mink í friðland-
inu ylli miklum búsifj-
um utan friðlandsins.
Hjarðir minka og refa
streyma suður Strandir
og inn í Djúp, leggjast
á búfénað, granda fugl-
um og eyðileggja veiði-
ár. Hlunnindabændur
hafa þannig vakið at-
hygli á að mikil fjölgun
refa og minka hafi leitt
af sér stórtjón í æðar-
vörpum og laxveiðiám
og skaðað þannig
bændur og rýrt afkomu
þeirra.
Af þessu hefur síðan leitt að
kostnaður við grenjaleit og veiðar á
mink hefur vaxið gríðarlega í sveit-
arfélögum sem næst liggja friðland-
inu. Fámenni þeirra hefur hins veg-
ar gert að verkum að stóraukinn
Friðlýsing svæðisins
norðvestan Skorarheið-
ar á Hornströndum gaf
tófu og mink frítt spil
til að margfaldast, seg-
ir Indriði Aðalsteins-
son, með hrikalegum
afleiðingum fyrir næsta
nágrenni.
veiðikostnaður verður þeim ofviða
og eykur enn vandamálið.
Af þessu sést að brýna nauðsyn
ber til að aflétt sé banni við veiðum
á mink og ref í friðlandinu á Hom-
ströndum. Á hinn bóginn er skyn-
samlegt að þessar veiðar fari fram
undir eftirliti, vegna þess að um
friðland er að ræða. Eðlilegast er að
nýstofnuð Náttúrustofa Vestfjarða
annist eftirlitið og leggi mat á það
innan hæfilegs tíma hvemig staðið
skuli að verki til frambúðar.
Veiðistjóri segir að stofnstærð
refsins hafi þrefaldast á síðustu 20
ámm þó svo að veiðar hafi verið
svipaðar og áður. „Veiðin hefur
minnkað nokkuð síðustu tvö árin og
mesta hættan núna er sú að nýliðun
í refastofninum aukist í kjölfarið.
Það væri í raun stórhættulegt að
aflétta snögglega veiðiálagi."
Hér ber allt að í einu. Öll rök
hníga að því að veiðar á ref og mink
skuli auknar og einkanlega á það
við í friðlandi sem á Homströndum,
þar sem fjölgun þessara tegunda er
orðin að alvarlegu vandamáli.“
Landbúnaðarnefnd
barin á puttana
Fjölmargir umsagnaraðilar sem
Umhverfisnefnd Alþingis hefur leit-
að til vegna þingsályktunarinnar
hafa tjáð sig fylgjandi henni. Má
þar nefna stjóm Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga, Búnaðarsam-
band Vestfjarða, Búnaðarsamband
Strandamanna, sveitarstjóm
Hólmavíkurhrepps og svo mætti
lengi telja.
A fundi landbúnaðamefndar ísa-
fjarðarbæjar 7. janúar sl. er eftir-
farandi tillaga samþykkt samhljóða:
„Landbúnaðamefnd Isafjarðar-
bæjar fagnar framkominni tillögu
95 - 95. mál 122 löggjafarþings
1997-1998 um tilraunaveiðar á refi
og minki í friðlandinu á Hom-
ströndum. Nefndin leggur eindreg-
ið til að bæjarstjón ísafjarðarbæjar
mæli með samþykkt tillögunnar."
Ekki hugnaðist meindýravinum í
bæjarstjóm þessi afstaða, því 29.
janúar samþykkja þeir samhljóða
að tejja það ekki tímabært að hefja
tilraunaveiðar á ref og mink í
fríðlandinu á Homströndum, en
hvetja hins vegar til aukinna rann-
sókna á náttúm svæðisins m.a. með
tilliti til refs og minks.
„Rök“ bæjarstjómar fyrir þess-
ari afstöðu era eftirfarandi:
1. Tjón af völdum refs og minks
er umdeilt.
2. Refur og minkur auka aðdrátt-
arafl svæðisins fyrir ferðafólk og
aðra sem um það fara.
3. Stofnstærð refs og minks á
svæðinu eða breytingar á þeim era
ekki þekktar.
4. Ahrif refa og minka á aðrar
tegundir eru ekki þekkt.
5. Dreifing refs og minks útfyrir
svæðið er ekki þekkt.
Það er ekki nema von að bæjar-
stjómarmenn, sem eru svo ger-
sneiddir dómgreind og sjálfsvirð-
ingu sem þessi svokölluð röksemda-
færsla ber með sér, vilji leggja nið-
ur landbúnaðamefnd sína. Óhætt
mun að segja að fleiri en ég hafi séð
rautt þegar þessi bæjarstjómar-
samþykkt kvisaðist út. Óskamm-
feilnin eða glámskyggnin, nema
hvort tveggja sé, er svo yfirþyrm-
andi að ekki tekur neinu tali. Þó að
ofangreind „rök“ séu að engu haf-
andi, ætla ég samt að fara um þau
nokkrum orðum því að hugsanlegt
er að einhverjir taki ennþá mark á
ellefu manna bæjarstjórn höfuð-
staðar Vestfjarða.
1. Fyrir það fyrsta er tjón af völd-
um refa og minka óumdeilt. Um það
vitna fjölmörg lög og reglugerðir og
hundrað veiðimanna um land allt
sem staðið hafa í miskunnarlausri
og kostnaðarsamri styrjöld við að
halda þessum vargi í skefjum.
Hvernig færi fyrir æðarvarpi í ísa-
fjarðarbæ, sem mun vera það mesta
í heimi í einu sveitarfélagi, ef mink-
ur og tófa væru látin óáreitt? 30% af
afföllum rjúpnastofnsins má, sam-
kvæmt nýlegum rannsóknum, rekja
til minksins. Sömuleiðis gífiirlega
rýmun á áður sjálfbæram silunga-
stofnum í ám og vötnum. Teista er
að hverfa við strendur Djúps og
Stranda vegna minksins. Hafa bæj-
arstjómarmenn séð send-
lingskasirnar sem skjólstæðingur
þeirra, minkurinn, drepur og ber
saman og koma í Ijós þegar fjöra-
skaflana leysir á vorin? Rengja þeir
frásögn og myndir Guðbrands á
Bassastöðum við Steingrímsfjörð og
Péturs í Ófeigsfirði sem töldu 619
dauða æðaranga út undan tveimur
steinum í lítilli varpeyju, Hrútey í
Ófeigsfirði, auk 3—400 sem lágu
dauðir um eyjuna, allt „afrek“ einn-
ar minkalæðu? Hafa þeir séð dýr-
bitnar ær eða tugi lambshræja á
tófugreni?
2. Um aukið aðdráttarafl
friðlandsins, ef allt er þar krökt af
ref og mink, er það að segja að
meira hefur gætt saknaðar hjá
ferðafólki vegna þess að raddir mó-
fuglanna eru þagnaðar og friðlandið
utan fuglabjarga er orðið lífvana,
heldur en fagnaðar vegna þessa fer-
fætta vargs. Nokkur tófugreni á
Hornbjargsbrún í alfaraleið ferða-
fólks væra nægilegt sýnishom til
skoðunar og myndatöku.
3. Stofnstærðir refa og minka á
svæðinu era ekki þekktar segir
bæjarstjóm. Þær rannsóknir hefj-
ast í vor og þingsályktunin gengur
út á tilraunaveiðar, tímabundnar og
undir eftirliti. Óttast bæjarstjórnin
að gengið verði of nærri þessum
gæludýram hennar?
4. Áhrif refa og minka á aðrar
tegundir era ekki þekkt. Þetta era
rakin ósannindi samanber áður
fram komið. Jafnvæginu í friðland-
inu var raskað með friðun refs og
minks þar. Sú röskun er nú viðbla-
sandi á sístækkandi svæði hér norð-
an Djúps þó að „strútarnir" á ísa-
fírði grafi höfuðið í sand og neiti
staðreyndum.
5. Dreifing refs og minks út fyrir
svæðið er ekki þekkt. Þetta er í
besta falli hálfur sannleikur og eng-
in rök í málinu. Friðlandið er sér-
stakt að því leyti að þar er óþrjót-
andi fæði að hafa sem er egg og fugl
í björgunum, vor og sumar. Sá tak-
markandi þáttur í viðkomu, sem
fæðuöflunin er, stendur því varla í
vegi fyrir gegndarlausri fjölgun, þó
mófugl og aðrar tegundir utan
bjargsins séu uppurnar. Þegar
haustar og þrengir að leita dýrin
auðvitað út af svæðinu, lengra og
lengra, það vitum við sem næstir
búum og munum tímana tvenna.
Páll Hersteinsson fyrrverandi
veiðistjóri setti á sínum tíma sendi-
tæki á 2 læður, uppaldar í Ófeigs-
firði á Ströndum. Önnur var skotin í
Reykjarfirði í Norður-ísafjarðar-
sýslu í um 25 km loftlínu frá heima-
slóðum, hin við Steingrímsfjörð, en
þangað var svipuð vegalengd. Hvað
hefðu þær farið langt frá heimaslóð-
um umfram þessar vegalengdir veit
auðvitað enginn, en tófuslóðir liggja
þvers og kruss yfir Drangajökul,
það skokka þær sýnilega á einni
nóttu. Tófan er því greinilega ekki
átthagabundin, hún deyr ekki á þúf-
unni sinni þegar sultur sverfur að
heldur leitar fanga lengra og
lengra.
Og ekki var minkurinn lengi að
komast um land allt á sínum tíma.
Minkur og tófa úr friðlandinu í Jök-
ulsárgljúfri og Þjóðgarðinum í
Skaftafelli eru farin að valda sveit-
arstjórnum og veiðimönnum í
næsta nágrenni þungum áhyggjum
svo sem komið hefur fram í fjöl-
miðlum.
Ég læt hér staðar numið að sinni
en skora á bæjarstjómarmenn á
ísafirði að endurskoða afstöðu sína í
þessu máli og hætta að halda hlífi-
skildi yfir mink og melrakka.
Höfundur býr að Skjaldfönn
í N-Ísafjarðarsýslu.
á..aii?iQðlegri sýnitigu KVNJAKAIIA
LXfiiðhQll Gusts. Kópavogi 2. og 3. maí.
Sýningin verður Qp.inim.kL.ig-18 báða daga
miðaverð: futlorðnir 500 kr.
eldri borgarar og börn 200 kr.
Veitingar seldar á staðnum.
Ljósmynd/Pétur Guðmundsson
MYNDIN sýnir þá 619 æðarunga sem dregnir voru út úr minkagreni í
Hrútey í Ófeigsfirði vor eitt og vísað er til í greinargerð með tillögu
Péturs Guðmundssonar.
Indriði
Aðalsteinsson