Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 35 SKOÐUN SHINICHI SUZUKI - IN MEMORIAM Kristinn Örn Shinichi Kristinsson Suzuki JAPANSKI fíðlukenn- arinn Shinichi Suzuki lést 26. janúar síðast- liðinn, á 100. aldursári. Hans er nú minnst um allan heim sem eins af stórmennum tuttug- ustu aldarinnar, fyrir hugsjónir sínar, viðhorf til uppeldismála og víð- tæk áhrif á tónlistar- kennslu. Hinn 17. mars var haldin almenn at- höfn til minningar um hann í Japan. „Ef til vill er það tón- hstin sem á eftir að bjarga heiminum", sagði sellósnillingurinn Pablo Casals er hann hafði hlustað á 400 japönsk börn á aldrinum fjögurra til tólf ára leika saman fiðlukonserta eftir Bach og Vivaldi í Tókýó árið 1960. Þessi börn höfðu lært á fiðlu eftir aðferð sem Japaninn Shinichi Suzuki hafði þá verið að þróa í um tuttugu ár. Þegar Suzuki hitti Casals sagði hann: „Ég hef verið nemandi þinn lengi.“ - Ca- sals leit á hann með undrunarsvip og sagði: „En góði maðm-, ég hef aldrei hitt þig áður.“ Suzuki svaraði með glettnisglampa í augum: „Ég hef lært af hljómplötunum þínum, ég hlusta á þær daglega“ Meistari Casals var hrærður yfir þeim frábæra árangri sem Suzuki hafði náð í kennslu sinni. Það var í sjálfu sér ekkert merkilegt að 10 ára barn gæti leikið konserta eftir Bach, það hafa jú alltaf verið til undraböm í tónlist, en að sjá 400 börn leika slík verk saman, það virtist vera krafta- verk. Það er því ekki undarlegt að kjarninn í menntastefnu Shinichi Suzukis er að öll böm geti lært. Ef börn geta lært móðurmál sitt á tveim, þrem ámm án mikillar sýni- legrar fyrirhafnar, því skyldu þau þá ekki alveg eins geta lært að leika á hljóðfæri? Hann rannsakaði hvaða skilyrði væm nauðsynleg til að böm lærðu móðurmálið og reyndi að líkja eftir þeim. Eitt af því fvrsta sem hann áttaði sig á var að börn heyra móðurmálið í kringum sig allt frá fæðingu. Fullorðið fólk talar við ný- fædd böm, án þess að það sé meðvit- að að kenna barninu að tala. Um leið og börnin byrja að babla skiljanleg orð Ijóma allir af hrifningu og hrósa barninu, kyssa það og kjassa. Mjög uppörvandi viðbrögð fyrir bamið! Barnið er síðan orðið vel talandi áður en nokkrum dettur í hug að kenna því að lesa. I stuttu máli varð úr þessum hug- leiðingum Suzukis tónlistarkennslu- aðferð þar sem íyrir hendi verður að vera stöðug hlustun á námsefnið og alla góða tónlist, og jákvætt og hvetjandi umhverfi til náms. í því skyni virkjar hann foreldrana, sem koma með í alla tíma, vinna með börnunum heima og sjá til þess að hlustað sé á námsefnið. Hann leggur mikla áherslu á að böm þroskist best þegar kærleikur ríkir í kringum þau. Hrós sé vænlegra til árangurs en skammir. Hann telur alltof seint að bíða með hljóðfæranám til skólaald- urs. Hann vill byrja sem allra fyrst, eða með hlustun allt frá fæðingu og formlegum tónlistartímum frá þriggja ára aldri. Fregnir af frábæram árangri Suzuki við strengjakennslu bárust til Bandaríkjanna upp úr 1960. Árið 1964 fór fyrsti hópur ungra jap- anskra fiðlubarna til Bandaríkjanna í tónleikaferð og kom fram á al- mennri ráðstefnu tónlistarkennara og hjá Samtökum strengjakennara í Ameríku. Fæmi bamanna vakti mikla athygli og upp úr því fjölgaði gagnkvæmum heimsóknum. Svipuð tónleikaferð japanskra fiðlubarna var farin í fyrsta sinn til Evrópu árið 1970. Vissulega heyrðust líka nei- kvæðar raddir. Sumum fannst leikur barnanna vélrænn, og höfðu áhyggj- ur af að þau lærðu ekki að spila eftir nótum. Einnig var útbreiddur sá misskilningur að um hópkennsluað- ferð væri að ræða, þar sem börnin spiluðu lögin oft saman í hóp. Sumar af þessum gagnrýnisröddum voru vissulega réttmætar, ef mið var tekið af vestrænum viðhorfum, venjum og tónlistarhefðum. En reynslan hefur leitt í ljós að að- ferðin sjálf virkar jafn vel hvar í ver- öldinni sem er, rétt eins og mannlegt eðli er allstaðar samt við sig. Utkom- an verður hins vegar alltaf í sam- ræmi við þá þekkingu, færni, tilfinn- ingar og tónlistarhefðir sem lagðar eru í kennsluna. Þær geta verið breytilegar eftir heimshlutum. Til dæmis hefur verið lögð meiri áhersla á nótnalestur, tónfræði_ og kammer- tónlist í Evrópu en í Japan. Höfuð- máli skiptir hversu vel tekst að virkja umhverfi nemandans. Þar Shinichi Suzuki er minnst um allan heim sem eins af stórmenn- um tuttugustu aldar- innar. Kristinn Örn Kristinsson fjallar um hugsjónir hans, viðhorf til uppeldismála og víð- tæk áhrif á tónlistar- kennslu. skipta góðar fyrirmyndir mestu. Kannanir vísindamanna hafa rennt styrkum stoðum undir kenn- ingar dr. Suzukis hin síðari ár. Þær hafa sífellt leitt betur í ljós hve mikil- væg fyrstu ár barna era varðandi all- an þroska. Öll síendurtekin áreiti sem börnin verða fyrir hafa áhrif á myndun tenginga í heilanum og hafa geysivíðtæk áhrif á framtíðarþroska þeirra. Einnig hefur verið sýnt fram á að tónlistamám frá unga aldri er beinlínis örvandi fyrir árangur á ýmsum öðram sviðum náms. Suzuki náði undraverðum árangri í kennslunni, ekki aðeins með fáum útvöldum, heldur öllum þorra nem- enda. Samt lagði hann mikla áherslu á að beita bömin ekki þrýstingi. Það viðhorf að ná ákveðnum árangri fyrir ákveðinn tíma er ekki til í hans menntastefhu. Námshraðinn er und- ir getu barnsins kominn, börnin fá að fai’a eins hægt yfii’ námsefnið og þau þurfa, en einnig jafnhratt og geta þeirra leyfir. Það er engum vísað frá og það fellur enginn á prófi. Samt sem áður er mikil áhersla lögð á fag- leg vinnubrögð, aga og einbeitingu. Hrós fyrir alla áfanga að settu marki, hversu litlir sem þeir kunna að virðast, ásamt gamansemi og þjálfun í gegnum leik er einnig mjög mikilvægur þáttrn- kennslunnar. Það gefur augaleið að ýmsa þætti þessar- ar kennslufræði mætti nýta í öllu al- mennu skólastarfi og raunar er að- ferðafræði Suzukis alls ekki ein- skorðuð við tónlistarnám. í Japan, Bandaríkjunum og Kanada starfa leikskólar þar sem hugmyndafræði hans er beitt við kennslu tungumála, stærðfræði og annarra námsgreina með góðum árangri. En hver er svo tilgangurinn með að hefja tónlistarnám svo snemma? Samkvæmt hugmyndafræði Suzukis er það einkum að skapa heilbrigða og hæfileikaríka einstaklinga, með gott hjartalag. Ef til vill hefur heimsstyrjöldin síðai-i sett mark sitt á hugsjónir Suzukis. Hann vildi verja lífskröftum sínum til að gera böm jarðarinnar hamingjusöm. Ham- ingjusamt fólk eyðir ekki tíma sínum í styrjaldir. Hamingjuna taldi hann að börnin öðluðust meðal annars með því að þroska sem best hæfi- leika sína og gott hjartalag. Hann taldi tónlistariðkun hentuga til þess. Markmiðið er ekki að skapa litla snillinga eða að nemendur verði at- vinnu-tónlistarfólk. Á hinn bóginn hefur það sýnt sig að Suzuki-nám leggur oft góðan grann sem auðvelt er að byggja ofan á. Það er t.d. stað- reynd að mjög hátt hlutfall nemenda í Julliard-skólanum í New York hef- ur í byrjun lært eftir Suzuki-aðferð- inni. Eitt af því sem stuðlar að þessum góða grunni er sífelld áhersla á fal- lega tónmyndun. Tónninn er sál tón- listarinnar, sagði meistarinn. En til þess að spila á hljóðfæri með falleg- um tóni þarf að huga vel að eðlilegri líkamsbeitingu, vönduðum vinnu- brögðum og góðri tækni. Shinichi Suzuki fæddist í Nagoya í Japan 17. október 1898. Hann var sonur hljóðfærasmiðs og ólst upp við störf í verksmiðju föður síns. Sem ungur maður heillaðist hann af upp- töku með leik fiðlarans íræga Mischa Elman, og reyndi að líkja eftir honum upp á eigin spýtur. Um tvítugt fór hann til Tókýó til að nema fiðluleik. Síðar fór hann til Þýska- lands til náms og dvaldi í þar í átta ár. í Þýskalandi kynntist Suzuki konuefni sínu, söngkonunni Waltraud Prange, en þau giftu sig árið 1928 og fluttu til Japans skömmu síðar. Er heim kom starfaði Suzuki sem fiðluleikari, stofnaði kvartett ásamt bræðrum sínum og ferðaðist víða um Japan til tónleikahalds. Einnig stundaði hann kennslu. Japanir voru þá mjög opnir fyrir vestrænum áhrifum og tóku vestrænni tónlist opnum örmum. Fiðlukennsla Suzuki vakti athygh og nemendum hans fjölgaði. Hann hafði mikla ánægju af kennslunni, nemendurnir urðu góðir vinir hans, og margir þeirra náðu snemma ótrúlegum árangri. Seinni heimsstyrjöldin var erfið fyrir ungu hjónin; þau vora lengi aðskilin. Eftir að stríðinu lauk hófst nýtt tímabil í ferli Suzukis. Honum var boðið til Matsumoto til að aðstoða við að koma á fót tónlistarskóla. Árið 1946 var skóh hans, „The Talent Ed- ucation Research Institute", stofnað- ur formlega. Næstu áratugi helgaði hann sig kennslunni og þróaði áfram kennsluaðferð sína. Dr. Shiniehi Suzuki hefur hlotið ótal viðurkenn- ingar fyrir frábær störf sín í þágu mannkynsins víða um heim. Hann hefur m.a. verið sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót átta sinnum. Nú era rúmlega 8.000 Suzuki-kennarar í- heiminum með yfir 200.000 nemend- ur í meira en fjöratíu þjóðlöndum. Aðferðin var upphaflega þróuð við fiðlukennslu en hefur verið aðlöguð mörgum öðrum hljóðfæram, söng- rödd meðtalinni, og einnig leikskóla- kennslu. Árið 1983 vora stofnuð al- þjóðleg samtök til að koma á tengsl- um milli allra Suzuki-kennara í heiminum. Til fslands bárast kenningar Suzuki um 1975 og skutu fyrst rótum við Tónlistarskólann á Akureyri. ís- lenska Suzuki-sambandið var stofn- að árið 1985. Það era samtök kenn- ara og foreldra sem aðhyllast Suzuki-stefnuna og markmið sam- takanna er að stuðla að útbreiðslu hennar hér á landi. Nú eru um 20 Suzuki-kennarar starfandi á landinu og um 300 nemendur stunda nám eftir aðferðinni á Akureyri, í Borgar- firði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Joseph Gingold, einn frægasti fiðlukennari í Bandaríkjunum, sagði um Suzuki að hann hefði gert meira fyrir list fiðluleiksins en nokkur ann-_ ar á þessari öld. Clifford Cook, sem var einn hinna fyrstu til að kynna Suzuki-aðferðina vestan hafs, sagði: - „Það sem Suzuki hefur gert fyrir ung börn hefur skipað honum sess meðal velgerðarmanna mannkyns- ins, manna á borð við Pablo Casals og Albert Schweitzer." Höfundur er pfanóleikari. 7&sm//€ ,/)a/ara maest/H) “ /a/a „fjfa/iarió Reykjavík: Bakarameistarinn Stigahlíð 45 Bakarí Sandholt Laugavegi 36 Grafarvogi Bakaríið Austurver Háaieitisbraut 68 Rangárseli 6 Björnsbakarí Hringbraut 35 Breiðholtsbakarí Völvufelli 13 Hjá Jóa Fel Kleppsvegi 152 Hofmanns bakarí JL-Húsinu v. Hringbraut Sveinsbakarí Arnarbakka 4-6 Kópavogur: Reynir bakari Dalvegi 4 Sveinsbakarí Engihjalla Þórsbakarí - Þrír fálkar Smiðjuvegi 4E Garðabær: Kökubankinn iðnbúð 2 Hafnarfjörður: Bæjarbakarí Bæjarhrauni 2 Kökumelstarinn Miðvangi 41 Vort daglegt brauð Strandgötu 49 Seltjarnarnes: Björnsbakarí Austurströnd 14 Mosfellsbær: Mosfellsbakarí Urðarholti 3 Vesturland: Brauðgerð Ólafsvíkur Ólafsbraut 19, Ólafsvík Geirabakarí Borgarbraut 57, Borgarnesi Gamla bakaríið Aðalstræti 24, (safirði Harðarbakarí Kirkjubraut 54, Akranesi Norðurland: Bakaríið Axið Hafnarbraut 5, Dalvík Brauðgerð Axels Tryggvabraut 22, Akureyri Brauðg. Kr. Jónssonar & Co Hrísalundi 3, Akureyri KH - Brauðgerð Kaupvangi 5, Egilsstöðum KÞ • Brauðgerð Garðarsbraut 15, Húsavík Sauðárkróksbakarí Aðalgötu 5, Sauðárkróki Austurland: Fjarðarbrauð Hafnarbraut 2, Neskaupstað Suðurland: Guðnabakarí Austurvegi 31 b, Selfoss Hverabakarí Heiðmörk 35, Hveragerði Kökuval Þingskálum 4, Hellu Reykjanes: Nýja bakaríið Hafnargötu 31, Keflavík Sigurjónsbakarí Hólmgarði 2, Keflavík Lindisamband bakarameisöra Q) SAMTÖK IDNAÐARINS StMlniltrllr-Lnlsri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.