Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 38

Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 38
38 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Leifur Þórarins- son var fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1934. Hann lést föstudaginn 24. apríl sfðastliðinn í Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Móðir Leifs var Alda Alvilda Möller lei- kona, f. 23.9. 1912 á Sauðárkróki, d. 1.10. 1948 í Reykjavík. Faðir Leifs var Þór- arinn Kristjánsson, símritari og selló- leikari, f. 26.10. 1906 á Seyðisfirði, d. 13.8. 1988 í Reykjavík. Systur Leifs: Kristín Anna Þórarinsdóttir leik- kona, f. 26.10. 1935, d. 1.11. 1986, og Sigríður Ásdís Þórarinsdóttir, meinatæknir, f. 18.7. 1938. Hálf- systir þeirra var Olga Þórarinsd., f. 11.1. 1924, d. 30.7. 1967. Móðir hennar var Kristín Sigtryggsdótt- ir frá Skálum á Langanesi. Fyrri kona Leifs var Inga Huld Hákonardóttir, f. 15.3. 1936 í Reykjavík. Börn þeirra: 1) Hákon, tónlistarmaður, f. 7.5. 1958, kvæntur Auði Bjarnadóttur leik- sljóra. Dóttir þeirra er Inga Huld, f. 15.12. 1990. 2) Alda Lóa, graf- fskur hönnuður, f. 12.2. 1962. Dóttir hennar og Krisijáns E. Karlssonar er Auður Anna, f. 7.7. 1987. Sambýlismaður Öldu Lóu er Gunnar Smári Egilsson blaða- maður. 3) Þórarinn Böðvar Leifs- son, grafískur hönnuður, f. 29.7. Við andlát vinar míns Leifs Þór- arinssonar hrannast minningarnar upp allt frá árinu 1954 er ég og fjölskylda mín dvöldumst í Vínar- borg frá vordögum og til haustsins 1955. Það var um haustið 1954 á tónleikum Fflharmóníunnar í Vín sem ég hitti Leif, en hann var þá nýkominn til borgarinnar til að stunda framhaldsnám í tónskáld- skap. Leifur hafði verið nemandi Jóns Þórarinssonar sem útskrifaði hann úr Tónlistarskólanum. Svo skemmtilega vildi til að Jón og þá- verandi kona hans Edda Kvaran og þrír synir þeirra voru einnig komin til borgarinnar til vetrar- dvalar. Ég bauð auðvitað Leifi, sem þá var um tvítugt, að heim- sækja okkur hvenær sem hann vildi. Þáði hann boðið með þökkum og var eftir það tíður gestur á heimili okkar og var þar lagður grundvöllur að vináttu okkar við Leif. Hann stundaði nám við Mús- íkakademíuna. Við fylgdumst ekki neitt sérlega með námi hans sem eðlilegt er, en ég komst að því al- veg óviljandi að hann hafði fljót- lega vakið athygli í skólanum. Það var einhvern tíma fyrir jólin að Leifur fékk einhverja pest og gat ekki mætt í skólann. Hann bað mig að fara í skólann að tala við kenn- ara, mann sem ég man ekki lengur nafnið á og heldur ekki hvert er- indið var, enda skiptir það engu máli. Ég fór í skólann og fékk að vita hvar þennan mann var að finna. Ég bankaði á hurðina á skólastofunni og gekk inn. Kenn- arinn stóð þar upp við töfluna og var að sýna nemendum, en þeir voru fjölmargir, einhver dæmi. Hann hætti að skrifa þegar ég birtist og leit á mig spyrjandi augnaráði. Ég bar upp erindið og þegar ég nefndi nafn Leifs varð hann eitt sólskinsbros, lagði frá sér kritina og kom til mín þar sem ég stóð úti á miðju gólfi. Erindi mínu var lokið en ég átti auðsjáan- lega ekki að sleppa svona auðveld- lega, því maðurinn elti mig út á gang og jós þar hástemmdu lofi á Leif, sagðist ekki hafa haft svona nemanda í háa herrans tíð og að hann kæmi frá íslandi fannst hon- um furðulegt. Já, það er margs að minnast frá þessum Vínarárum, m.a. þegar Leifur mætti í sex ára afmæli 1966. Dóttir hans og Margrétar Kristínar Blöndal er Salvör Gullbrá, f. 17.12. 1992. Eftirlifandi eigin- kona Leifs er Inga Bjarnason, leikstjóri, f. 13.4.1951 íReykja- vík. Sonur hennar er Hrappur Magnússon, myndlistamemi, f. 29.10. 1971. Leifur var í röð fremstu tónskálda landsins og ýmis verka hans em þekkt erlendis. Hann nam fyrst við Tón- listarskólann í Reykjavík en síðan m.a. hjá Hans Jelinek í Vín og sfð- ar í Bandaríkjunum hjá Walling- ford Riegger og Gunther Schull- er. Eftir hann Iiggja fjölmörg tón- verk, stærri og smærri. Má þar nefna sönglög, kammerverk af ýmsu tagi og hljómsveitarverk. Þá samdi hann tónlist fyrir leik- hús og kvikmyndir og vann að óp- em þegar hann Iést. Samhliða tónsmíðum kenndi hann talsvert, var um skeið þulur og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, skrifaði tónlistar- gagnrýni í ýmis blöð og loks var hann organisti við Kristskirkju í Landakoti um nokkurra ára skeið. Útför Leifs fer fram frá Krists- kirlqu mánudaginn 4. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. yngri sonar okkar hinn 22. mars 1955 með handrit upp á vasann. Voru þar komnir fyrstu tveir þætt- irnir af Barnalagaflokknum sem hann tileinkaði afmælisbarninu. Eftir það mátti ég oft spila fyrir drenginn „lagið hans“, eða eins og hann orðaði það, „pabbi, spilaðu fyrir mig lagið mitt“. Seinna bætti Leifur við þremur stykkjum og gaf það út með árituninni „Til Geirs". Barnalagaflokkurinn hefur alveg slegið í gegn og er nú mjög vinsælt lítið píanóverk. Hins vegar er það ekkert barnameðfæri og er frekar fyrir nemendur á efri stigum og konsertpíanista. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þetta var og ég ætla ekki í stuttri minningargrein að gera lífshlaupi Leifs einhver skil. Þar voru vissulega skin og skúrir. Hann gat oft verið erfiður vinur. Taugakerfi hans var ofur við- kvæmt, sérlega ef hann smakkaði vín. En það er ekki nokkur vafi að Vínardvölin var honum drjúgur áfangi á listabrautinni. Hann sótti tónleika af kappi og sérstaklega lagði hann áherslu á að kynna sér nýja tónlist, sem hann notfærði sér út í æsar. Leifur átti eftir að fara víða um heim. Hann var í Miinchen veturinn eftir Vín og seinna fór hann til Bandaríkjanna. Þaðan sendi hann mér sónötuna sína fyrir píanó sem ég frumflutti bæði hér heima og erlendis. Ég spilaði hana líka inn á plötu undir stjórn Leifs í Kaupmannahöfn. Tónverkum hans verða ekki gerð viðunandi skil í þessum stutta pistli en þar má finna meðal ann- arra verka sinfóníur, fiðlukonsert, strengjakvartett, leikhúsverk o.fl. Sl. haust sagði hann mér frá því að hann væri að vinna að óperu og vonaðist eftir því að hann gæti lok- ið henni fyrir marsmánuð ‘98. Því miður entist honum ekki aldur til að ljúka við óperuna. Mér hefur skilist að hann hafi verið kominn langleiðina með að ljúka við hana. Það ætti að athuga það mál vel hvort ekki væri hægt að lagfæra handritið til flutnings án þess að höfundareinkenni Leifs skerðist. Eins og fram kemur í þessum fáu línum höfum við Leifur átt mikið saman að sælda á lífsleið- inni, þó stundum hafi verið vík milli vina. En á síðasta ári fór hann að venja komur sínar til okk- ar þegar hann átti leið um og fund- um við þá aftur hinn gamla sjarma sem hann átti til í svo ríkum mæli. Það voru alltaf sterkar taugar milli Leifs og mín og fjölskyldunn- ar og sannarlega þótti okkur vænt um hann, og ég held að ég megi fullyrða að það hafi verið gagn- kvæmt. Við munum ávallt sakna hans. Það er sannfæring mín að fram- tíðin muni meta Leif sem eitt af merkari tónskáldum okkar. Við sendum Ingu Bjarnason okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hún lagði sig alla fram að gera síð- ustu mánuðina eins léttbæra fyrir Leif og mögulegt var og það sama má segja um börn hans. Við Helga sendum öllum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Rögnvaldur Sigurjónsson. Fyrir tuttugu sumrum var frum- flutt á vegum Sumartónleika í Skálholtskirkju verkið Sumarmál fyrir flautu og sembal eftir Leif Þórarinsson. Verkið fagnar sumar- komunni með ævintýralegum ljóma, hrífandi dansi og einföldum stefjum. Leifur var fyrsta „staðartón- skáld“ Sumartónleikanna. Það voru hamingjudagar þegar við Manuela Wiesler unnum með hon- um að frumflutningi verksins í Skálholti. Leifur hlustaði daglega á æfíngar í kirkjunni og svaraði spurningum okkar einatt glaðlega og uppörvandi. Daginn fyrir frum- flutninginn rétti hann okkur nýjan kafla, hraðan lokakafla þar sem fögnuðurinn nær hámarki. Sjaldan eða aldrei hefur álagið verið jafn mikið og þennan síðasta sólar- hring. „Já, við höfum nokkrum sinnum svitnað í þessari kirkju,“ sagði Manuela Wiesler við mig mörgum árum seinna og mér varð hugsað til þessara daga. Leifur átti ekki aðeins fyrsta verkið í syrpu tónsmíða fyrir Sumartónleikana. Hann samdi líka stórverk fyrir einleikssembal, Da- fantasíu sem hann skeytti síðar Sónötu framan við. Það þarf e.t.v. að fara aftur til blómatíma semb- alsins, barokktímans, til að finna jafn viðamikið verk fyrir þetta hljóðláta hljóðfæri. Við dánarbeð Leifs spurði ég hví hann hefði kosið að semja fyrir sembal, enda furðaði ég mig á skilningi hans á hljóðfærinu. Hann svaraði fáu, kannski vildi hann segja mér að hljóðfærið skipti ekki máli, heldur tónlistin ein. A borði hans lágu margir hljómdiskar, flestir með verkum eftir Beet- hoven. Núna sagðist hann helst vilja hlusta á hans verk. Sjálf hafði ég í áraraðir brotið heilann um hvaðan tónhugmyndir Leifs væru sprottnar og hafði þóst skynja í verkum hans bæði handbragð Wagners og Bachs, en kom ekki auga á Beethoven. Eitt er víst að tónsmíðar hans bera vott um við- tæka þekkingu mikils listamanns er hefur áræði og yflrsýn til að koma jafnvel sundurleitustu hug- myndum á blað. Samt lýkur hann verki svo að úr verður ein heild. Þegar ég kvaddi hann sagðist hann ætla að semja fyrir mig nýtt verk. Álitamál er hvor varð glaðari við ég eða hann. Leifur lést nokkrum dögum síð- ar, á öðrum degi sumars. Honum eru þakkaðar góðar gjafir. Minn- ing hans mun í mínum huga ávallt vera tengd sumarkomu. Helga Ingólfsdóttir. Kveðja frá Tónskáldafélagi íslands Leifur Þórarinsson er látinn, langt um aldur fram. Hann var eitt af áhrifamestu tónskáldum sinnar kynslóðar og liggur eftir hann fjöldi tónverka, þ.ám. kammerverk, ein- leiksverk, hljómsveitarverk og ein- leikskonsertar. Leifur starfaði mik- ið í leikhúsi og samdi tónlist við bæði innlend og erlend leikverk. Þá vann hann að óperu við eigin texta sem átti að frumsýna í vor, en ekki tókst að ljúka við hana vegna veik- inda. Leifur starfaði mikið að fé- lagsmálum innan Tónskáldafélags- ins Islands og STEFs þar sem hann m.a. var frumkvöðull að mörgu sem síðar varð félögunum og þeirra meðlimum til mikillar hagsældar. Þá starfaði hann um árabil sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisút- varpinu, þar sem hann kynnti á sinn einstaka hátt innlenda og er- lenda tónlist af mörgum ólíkum gerðum. Leifur skapaði fljótlega sérstak- an persónulegan stíl, sem fylgdi honum allt til loka. I sínu síðasta hljómsveitarverki, Sinfóníu nr. 2, sem var frumflutt af Sinfóníuhljóm- sveit íslands í nóvember á síðasta ári, kom berlega í ljós sá þroski og yfírsýn listamannsins, sem flestir listamenn stefna að alla sína starfsæfi. Við félagar í Tónskáldafélagi ís- lands þökkum Leifi fyrir samfylgd- ina og fyrir hans framlag til ís- lenskrar menningar og sendum að- standendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Islands. Leifur Þórarinsson er allur. Það kom illa við mig - vægast sagt - að geta ekki mætt á tónleikana í Sig- urjónssafni nú rétt fyrir páska. Vita mátti með vissu að hér gæfist síð- asta tækifærið til að hylla tónskáld- ið í lifanda lífi. Tíminn, hins vegar, var ekki hentugur: fermingarveisla í öðru hverju húsi. Því fór sem fór... Fyrr í vetur nutum við þess að heyra Sinfóníuhljómsveit Islands flytja nýja sinfóníu eftir Leif. Þessi sinfónía bar titilinn För; þ.e.a.s. fór á vit hefðarinnar. Hvílíkt ævintýri! Svona á að semja tónlist! Hér er sannur heimsborgari á ferð! Þetta er Hefðin - með stórum staf! Svona á að semja tónlist! Nú er harmur kveðinn að öllum unnendum fagurra lista. Leifur lést langt um aldur fram; burtkallaður frá ófullgerðu verki. Hann var stærri en við héldum. Þór Rögnvaldsson. Að genginni langri leið, lifa í huga manns skýrar myndir at- burða, er inn í fléttast margar myndir af samferðamönnum og - konum. Þessar myndir hefur minn- ingin fægt, en saman mynda þær röð myndskeiða, rétt eins og í kvik- mynd. Leiðir okkar Leifs Þórarins- sonar lágu fyrst saman í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, er var þá til húsa í Þjóðleikhúsinu. Þó er sá einn atburður, er við áttum saman, tón- leikar sem naldnir voru árið 1944, í Tjarnarbíó, af Sinfóníuhljómsveit FÍH, undir stjóm Róberts A. Ott- óssonar. Þetta voru fyrstu hljóm- sveitartónleikamir sem ég sótti og man ég að meðal tónverka voru þættir úr Rósamundu og 5. sinfóní- an eftir Franz Schubert. í þessari hljómsveit lék Leifur, þá vart meira en á tíunda ári og þannig markar þessi atburður ákveðin tímaskipti í lífi okkar beggja. I skólanum lékum við saman tveir eða með skólafélögum okkar ýmis kammerverk, t.d fiðlusónötur, tríó og kvintetta m.a. eftir Mozart, Beethoven og Schubert. Þetta vom tímar mikils lærdóms og undir lok skólagöngunnar sóttum við saman tíma í tónsmíði hjá Jóni Þórarins- syni, er við báðir áttum síðar að góðum vini. Eitt þeirra verka, er Leifur samdi, þá við vorum í námi hjá Jóni Þórarinssyni, heitir ein- faldlega „dobbel-fúga“ fyrir píanó og einhverra hluta vegna hafnaði þetta verk hjá mér. Fyrir skömmu fann ég það í fórum mínum og mun þetta verk vera næstum það eina, sem til er af skólaverkefnum hans og fannst honum nokkuð til um að upplifa þetta ágæta verk sitt frá skólaárunum. Að loknu námi við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, skildust leiðir í nokkur ár en eftir nám erlendis og síðar kennslustörf úti á landi, verð- ur Reykjavík aftur starfsvettvang- ur okkar og saman unnum við sem LEIFUR ÞÓRARINSSON félagar í Tónskáldafélagi íslands og m.a. áttum við báðir mikinn þátt í stofnun Tónverkamiðstöðvarinnar og var Leifur fyrsti starfsmaður hennar. Leifur sótti sér efni í það sem nýjast var en ávallt var tónmálið þétt og vel unnið og jafnvel á stund- um nokkuð torsótt til flutnings, bæði kammerverkin og hljómsveit- arverkin. Með Leifi Þórarinssyni er gengið eitt sérstæðasta tónskáld okkar íslendinga, skarpgáfaður, fjölhæfur og einstaklega gagnrýn- inn listamaður, bæði á eigin verk sem og annarra. Mér er minnis- stætt, er Leifur hafði samið lag við vögguvísuna Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt, eftir Jóhann Jóns- son. Við fluttum það nýsamið og hafði þetta lag mjög djúp áhrif á mig og í því þekkti ég þann við- kvæma dreng, er hann oftast faldi íyrir samferðamönnum sínum. Það var því líkt honum, að telja þetta fagra sönglag líklega allt of tilfinn- ingaþrungið. Leif kveð ég og sakna vinar og sendi fjölskyldu hans samúðar- kveðjur en veit, að hann mun tala til allra með verkum sínum og milda söknuð þeirra, er áttu með honum stundir í leik og starfi. Jón Ásgeirsson. Klukkan var sjö að morgni. Leif- ur beið fyrir framan dymar þegar við mættum. Hann var með nótna- stranga undir hendi. Allt skrifað um nóttina. Hann hafði ekki unnað sér neinnar hvíldar frá því við skildum kvöldið áður. Hann vildi strax byrja að æfa. „Svona, hvað er þetta, þetta er enginn vandi,“ sagði hann þegar ég reyndi við dúett, sem hann hafði skrifað fyrir hend- urnar mínar og tvær trommur. Hendurnar áttu að spila sitthvom rytmann nánast allan tímann. Við vorum hljómsveitin Náttúra og Leifur var að skrifa fyrir okkur stórt sviðsverk, sem sýna átti í Iðnó, hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leifur skrifaði fyrir okkur af þeirri elju og einlægni sem væram við merkasta kammersveit heims. Ég var sautján ára og dáðist að þeim mikla sköpunarkrafti sem hann bjó yfir og streymdi frá honum. Leifur kom víða við í tónskáld- skap sínum. Eftir hann liggur fjöldi verka í fjölbreyttum formum. I leikhúsinu var hann sem enginn annar, enda samdi hann einhverja ágætustu leikhúsmúsík sem hér hefur heyrst. Hljómsveitarverkin, kammermúsíkin, einleiksverkin og söngverkin sýna breidd hans sem höfundar, sem fer frá því jarð- bundna og efnislega yfir í hæðir þar sem skynjun mannsins er næst óendanleikanum. Auk tónskáldskapar vann Leifur m.a. töluvert að félagsmálum og áttum við á því sviði talsverða sam- leið. Leifur var alltaf mjög afger- andi, en sanngjarn í hugmyndum sínum um félagsmál og dáðust margir að einurð hans, jafnvel þótt ósammála væru. Hann var sannur listamaður og bóhem, viðkvæmur og sterkur í senn, enda blésu oft sterkir vindar í skapi og miklar hræringar í hjarta. Leifur vann að gerð óperu áður en hann lést og féll honum þungt að ná ekki að Ijúka henni. Mikið verk er framundan að taka saman allt sem hann samdi og gera tónverka- skrá hans tæmandi. Sú vinna bíður. Framlag Leifs til íslenskrar tón- menningar er ómetanlegt og fjár- sjóður fyrir þjóð okkar. Hann lifir áfram í tónlist sinni hjá öllum þeim sem kynnst hafa og eiga eftir að kynnast tónlist hans. Blessuð sé minning Leifs Þórar- inssonar. Ingu, Hákoni og öðram aðstand- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Áskell Másson. Á áranum 1954-56 var hópur ís- lenskra námsmanna í Vínarborg bæði stór og sköralegur. Nokkrir úr þeim hópi hafa helst úr lestinni í tímans rás, og nú er Leifur Þórar- insson allur. Við urðum nánir vinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.