Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 41 þær ekki fleiri. Við þökkum Konna þá hlýju og þann stuðning sem hann sýndi okkur alla tíð. Við og fjöl- skyldan færum dætrum hans og öðrum aðstandendum hlýjar samúð- arkveðjur. Fyrrverandi vinnufélag- ar í Rafafli-Stálafli votta einnig að- standendum hans innilegustu sam- úðarkveðjur um leið og þeir þakka ljúfar minningar frá löngu sam- starfi. Góði vinur, við kveðjum þig öll, góða ferð. Kvöld annars dags í sumri kaldurandvariafhafi kímblöð í garðinum sumarið vekur til lífs söng fúgla svarta mold þó flytur hafgolan hörmungarfregn hárbeitt er sorgin (S.M.) Sigurður Magnússon. Hákoni Steindórssyni, mínum besta vini og félaga, sem með einu reiðarslagi er á burt kallaður, kynnt- ist ég fyrir tæpum 20 árum. Pegar við fyrstu kynni mátti sjá, að þar fór enginn venjulegur Islendingur. Enda varð það að orðtaki hjá okkur félög- um hans, að enginn gæti komið í stað Konna, eins og hann var ævinlega kallaður af öllum er hann þekktu. Hann var sannkölluð þjóðsagnaper- sóna þegar á unga aldri og kom þar margt til. Fyrst er að nefna glæsilegt útlit og heillandi framkomu, sem að sjálfsögðu gerðu hann að hróki alls fagnaðar í gleðskap. En það var með gleðskapinn eins og starfið, á hvoru tveggja tók hann með fullri djörfung og var á stundum ekld einhamur. Eina ófrávíkjanlega reglu hafði hann að leiðarljósi í þessari lífsins glímu gleði og vinnu, að við vinnuþáttinn skyldi ævinlega staðið að fullu, þannig að til sóma væri. Lífskraftur, metnaður og atorka hans, vöktu at- hygli allra, sem honum kynntust. Fyrstu árin eftir að við Konni kynnt- umst, upp úr 1980, unnum við mjög náið saman. Fórum m.a. í ógleyman- legar ferðir til Finnlands, Ungverja- lands, Noregs og Danmerkur og fór Konni létt með að setja saman stutta leikþætti úr þeim ferðum, enda sagnamaður góður og hreint ótrú- lega minnugur á menn og málefni. Þrátt fyrir tiitölulega litla möguleika á að tjá sig á erlendum tungumálum, varð ekki séð, að það hindraði Konna í að skilja og koma á framfæri því, sem hann vildi sagt hafa. Að hluta gekk það með nánu samstarfi okkar, þar sem ég tók að mér „Bald- urs“hlutverkið og varð þetta samspil okkur svo tamt, að mér er nær að halda að á stundum værum við ekld vissir um, hvor var að tjá sig! Það notaðir þú þetta orð. Líðan þín, nú eða áhugi, var ávallt í samræmi við það hversu mjög þér tókst að draga þetta orð á langinn. Þegar ég horfi til baka yfir samveru- stundir okkar þá þakka ég þér fyr- ir þessar góðu stundir. Eg man þær allar svo vel. En sá dagur sem er mér minnisstæðastur og mark- aði djúp spor í vitund mína um þig var sú dagstund sem við áttum saman á landsmótinu í Borgarnesi síðastliðið sumar. Þar áttum við heiminn og að því er við héldum hlaupabrautina líka. Allt í einu stóðum við úti á miðri hlaupabraut æskuhlauparanna svo að það varð að kalla okkur út af svo við þvæld- umst ekki fyrir hlaupurunum. Eg var ekki síður sekur en þú. Þarna á mótinu gerði ég mér grein fyrir því hvað það sem þar var að gerast var þér framandi. Sjálfsagður hlutur fyrir mér eins og að fara á íþróttamót var stórviðburður fyrir þér, hreinasta hátíð fyrir þér. i þér eftir að við komum heim um kvöldið og næstu daga á eftir sast þú sem límdur fyrir framan sjónvarpið yfir öllum íþróttafréttum frá landsmótinu. Slík var upplifun þín. Eg gat varla trúað því hvað þessi viðburður hafði þýtt fyrir þig. í fermingunni um daginn sástu enn ástæðu til að sem heillaði mig mest í þessu sam- starfi okkar, var hversu mikinn metnað Konni hafði fyrir þeim verk- efnum, sem hann var að fást við. Samvisku- og reglusemi ein- kenndu utanumhald hans um gögn þau er urðu til við framkvæmd ein- stakra verkefna. Mér er nær að halda að óvíða hafi verið haldið sam- an jafn ítarlegum og nákvæmum gögnum úr virkjanaverkefnum og hann átti. Þetta varð til þess, að þó að ég færi til annarra og óskyldra starfa eftir fjögurra ára samstarf, gerði Konni af og til „atlögu" að mér um að nálgast stálið aftur. Honum óaði hvemig komið var fyrir jámiðn- aðinum í landinu, eftir áralanga skelfilega niðurlægingu. En metnað- inn hafði hann og möguleikana sá hann. Einungis var spursmálið að safna saman „landsliðinu" í faginu og þá skyldi „Skrækur skjálfa“! Það fór hrikalega í taugamar á honum að sjá menn niðurlægða á þann hátt að bjóða hvorld upp á mannsæmandi aðstöðu til vinnu og aðbúnaðar, bjástrandi við verkefnin á „hnjánum“ og nánast tækja- og aðstöðulausir. Niðurlægingunni lýsti hann gjaman á táknrænan hátt, að til lítils væri barist, ef menn sættu sig endalaust við að ráfa um með súrheyið upp úr skónum! Þessar litríku lýsingar Hákonar vom ekki ætlaðar til að hefja sig á nokkum hátt yfir félaga hans í málm- iðnaðarstétt. Þvert á móti. Þetta vom hans menn, en honum sveið óbæri- lega, hvemig tækifæri til framfara höfðu glatast í tímans rás. Honum var að sjálfsögðu ljóst, að ef Islend- ingar gerðu sig ekki gildandi í þeim virkjanaverkefnum, sem nú em að fara í gang við Sultartanga, mundi sú kunnátta og fæmi, sem íslenskir iðn- aðarmenn hefðu öðlast í undan- gengnum virkjunum vera fyrir bí. Þegar við tókum saman slaginn á sl. ári til að ná stómm hluta þessa virkjanaverkefnis eftir 15 ára hlé, var með ólíkindum að sannreyna þá fúllyrðingu Hákonar, að samkeppn- in stæði milli sameinaðs hóps hinna reyndustu málmiðnaðarmanna í landinu, eða „landsliðsins" sem við svo gjarnan kölluðum, sem ráðið gætu við alla þætti uppsetningar- verksins og erlendra iðnaðarmanna frá láglaunalöndum, sem hingað yrði þröngvað á fölskum forsendum. í þessum slag virðist „íslenska landsliðið" hafa beðið lægri hlut og íslensk málmiðnaðarfyrirtæki þar með misst af enn einu tækifærinu til framfarasóknar. Árið 1995 hóf Hákon samstarf við Guðna Hansson, þrautreyndan tæknifræðing með áratuga hönnun- ar- og smíðareynslu. Eg var um þær mundir langdvölum erlendis, en það aftraði ekki Konna í að sækja af fullum þunga á um að ég beitti mér í að endurnýja áratuga- minnast þessarar ferðar. En nú ertu farinn í þína hinstu ferð, Ingólfur minn, og skilur mig eftir með sáran huga. Ég vona svo inni- lega að ég hafi á einhvern hátt gef- ið þér í skyn hversu vænt mér þótti um þig og hversu mikils virði það er mér að hafa fengið að þekkja þig. En eins og svo oft áður runnu þau tækifæri sem ég fékk til að segja þér það berum orðum mér úr greipum ónotuð og nú er það of seint. Þrátt fyrir það munu þær tilfinningar sem ég ber til þín og þær minningar sem ég á um þig búa áfram innra með mér. Ég sé þig fyrir mér þar sem þú ferðast um á Guðs vegum með þínu sér- stæða dúandi göngulagi, spáir í veðrið og allt það sem þar umlykur þig. Og gott hlýtur nú að vera, að vera aftur í faðmi foreldra þinna og systkina. Að lokum vil ég segja þér það að ég ætla að efna fyrmefnt loforð mitt um heimsókn til þín í sumar þótt sú heimsókn verði óneitanlega með öðrum hætti en ætlað var. I lokin á þessum hugrenningum mínum vil ég biðja góðan Guð að gefa það að minningin um þig megi aldrei líða systrum þínum, frænd- fólki og vinum úr minni og að hann styrki okkur öll í sorginni. Róbert Júlíusson. gömul erlend sambönd 'og leita jafn- framt leiða til að kynnast því nýjasta sem boðið væri upp á í stál- burðarvirkjagerð. Þeir félagar stofnuðu síðan 1996 járnsmíðafyrir- tæki, sem hlaut hið sérstæða nafn ÚRI sf. Skemmst er frá því að greina, að með ólíkindum var, hversu miklu þetta litla fyrirtæki fékk áorkað á þeim örskamma tíma sem síðan er liðinn. Nú var Konni sannarlega í essinu sínu. Að geta sannað með áþreifanlegum hætti það, sem við félagamir höfðum haldið fram árum saman, að með rrgög náinni samvinna einstaklinga, sem byggju yfir Qölbrcytilegri reynslu, mætti ná þeim árangri sem dygði tfl að standa jafiifætis í samvinnu/samkeppni við nágrannaþjóðir. Stúkuþak nýju áhorfendastúkunnar við aðalknatt- spymuvöllinn í Laugardal er eitt þenra dæma, sem ÚRI skilaði með sóma, sem aðalverktaki, í samvinnu við finnskt fyr- irtækL Annað dæmi um glæsilegan ár- angur var endumýjun ísrista fyrir Búrfellsvirkjun á sl. hausti. Mikla baráttu og þrautseigju þurfti til að ná því verkefni. Minningu Hákonar væri mestur sómi sýndur með því að menn hristu af sér viðjar vana, sof- andaháttar og metnaðarleysis, stigju á stokk og strengdu þess heit að láta verkin tala, en skýldu sér ekki um of á bak við stöðnuð formsatriði. Eigi verður sldlið svo við minn- ingarbrot um Hákon, að í engu sé getið hans sem einstaks fjölskyldu- vinar. Það var einlægt gleðiefni okk- ur Sigrúnu að fá hann í heimsókn og sem betur fer vom þær mjög tíðar nú hin allra síðustu árin. Símsam- band var nær daglegt. Það varð okkur því mikið tilhlökk- unarefni, þegar Konni stakk upp á því á liðnu hausti að við skyldum bregða okkur saman til Kúbu. Þang- að hafði hann komið sem komungur farmaður og átti sælar minningar frá Havana. En því miður, starfið kallaði. Við dengdum saman jámið í ísristamar fyrir Landsvirkjun og ferðina sem aldrei var farin fómm við saman í huganum í kaffi- og mat- málstímum, svartir upp fyrir haus. Ekki var það spurning í huga okkar þá, að góð ferðarispa yrði farin, þeg- ar tældfærið byðist. Við Sigrún vottum dætram Há- konar og fjölskyldum þeirra, systk- inum og öðmm ástvinum okkar dýpstu samúð. I huga skal haft: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Sveinn Aðalsteinsson. Legsteinar í Lundi „ u' f 1 v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Sr y £ % / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, HÁKON STEINDÓRSSON, Engihjalla 1, Kópavogi, sem lést af slysförum föstudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 4. maí, kl. 13.30. Kristín Hákonardóttir, Bjarni Guðmundsson, Ásgerður Hákonardóttir, Svanþór Ævarsson, Nanna Hákonardóttir, Grétar Már Steindórsson, Kolbrún Hákonardóttir, Eiður Alfreðsson, Guðrún K. Magnúsdóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, MARKÚS JÓNSSON frá Ármóti, Vestmannaeyjum, Háaleitisbraut 37, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðju- daginn 5. maí kl. 13.30. Anna Friðbjarnardóttir, Þórunn Markúsdóttir, Eiríka Markúsdóttir, Anna Bragadóttir, Atli Ásmundsson, Kjartan Ásmundsson, Gisli Ásmundsson, Björgvin Magnússon, Birgir Jóhannesson, Þrúður Helgadóttir, Sigrún Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, tengda- sonur og afi, LEIFUR ÞÓRARINSSON, tónskáld, verður jarðsunginn í sálumessu í Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 4. maíkl. 13.30. Inga Bjarnason, Sigríður Ásdís Þórarinsdóttir, Hákon Leifsson, Auður Bjarnadóttir, Alda Lóa Leifsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Þórarinn Böðvar Leifsson, HrappurMagnússon, Steinunn Bjarnason, Auður Anna, Inga Huld og Salvör Gullbrá. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs samþýlismanns míns, föður, sonar, tengda- sonar og mágs, EIRÍKS ÞÓRS GUÐMUNDSSONAR, Forsæti, Vestur-Landeyjum. Sérstakar þakkirtil Félags íslenskra tamninga- manna. Hjördfs Helga Ágústsdóttir, Huida Katrín Eiríksdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Guðmundur Gíslason, Margrét Einarsdóttir, Gísli G. Guðmundsson, Svanhildur Eiríksdóttir, Sigurður Torfi Guðmundsson, Helga Guðmundsdóttir, Rúnar Guðmundsson, Kristín Nathanaelsdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Sigurður Örn Ágústsson, Ágúst Ágústsson. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU BENEDIKTSDÓTTUR LÖVDAHL, Meistaravöllum 17, Reykjavik. Edvard Lövdahl, Una Olga Lövdahl, Jóhanna Lövdahl, Benedikt Ragnar Lövdahl, Marten Ingi Lövdahl, Elsa Pálsdóttir, Rafnar Karlsson, Stefán Edelstein, Lóa May Bjarnadóttir, Elin Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. í 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.