Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 43

Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 43 % ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON + Þorsteinn Þorsteinsson fædd- ist í Hafnarfirði 21. ágúst 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garða- kirkju 29. apríl. Góður drengur, Þorsteinn Þor- steinsson, er látinn á sextugasta og öðru ári, eftir harða og hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Þegar hans er minnst, er bjart og fallegt bros hans, birtan og glettnin í augum hans í fyrirrúmi. Þorsteinn var sérlega fríður og karlmannleg- ur á allan hátt og sópaði af honum, hvar sem hann fór. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir rúmum níu árum á sameigin- legum kynningarfundi væntan- legra sumarbústaðaeigenda í Grímsnesi, á svæði, sem síðar fékk nafnið „Bjarkarborgir" vegna legu þess að jörðunum Minni-Borg og Björk. Allar götur upp frá því urðu Þorsteinn og Svana góðir vinir okkar með sameiginleg áhugamál um uppbyggingu Bjarkar-borga. Gott var að leita til Þorsteins, ef eitthvað bjátaði á og eins að bregða sér í kaffi og spjall til þeirra í fallega húsið, þar sem þau undu sér öllum stundum, meðan heilsa gaf og alltaf var Þorsteinn að smíða og fegra fyrir sig og Svönu sína. Þorsteinn var í stjórn „litlu hitaveitunnar okkar“ og eru honum þökkuð störf þar, og var hann líka endurskoðandi reikninga félagsins. Hér kveðjum við Þorstein Þor- steinsson, mannkostamann og vin vina sinna. Hans verður sárt sakn- að í Bjarkarborgum og erfitt verð- ur að trúa því að heyra ekki lengur hláturinn hans og hnyttnu tilsvörin, þegar kvatt var og haldið í bæinn. Megi Drottinn vaka yfir sálu hans og halda vemdarhendi yfir elsku Svönu og bömum þeirra. Farðu í friði, góði vinur. Gerður G. og Sveinn A. Bjarklind. Deyr fé, dejjafrændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Komið er að kveðjustund, Steini minn. Það er með söknuði sem ég kveð þig, elsku frændi og vinur. Alveg frá því ég man fyrst eftir mér, man ég líka eftir þér. Það var alla tíð mikill samgangur á milli þín og foreldra minna, og seinna meir eftir að ég cg Svenni byrjuð- um að búa hafðir þú alltaf sam- band við „Sissu frænku“. Við töl- uðum nefnilega oft um það að þú værir uppáhaldsfrændi minn og ég uppáhaldsfrænka þín. Þetta þykir mér mjög vænt um sérstak- lega núna er ég rita þessi minn- ingarorð um þig. Eg var fimm ára gömul þegar sími kom á mitt heimili, og alltaf á jólunum hringdi jólasveinninn og talaði við mig persónulega, spurði hvort ég væri nú stillt og góð og hvað ég væri að gera. Mér fannst mikil upphefð í því að jólasveinn- inn hringdi í mig en ekki vinkonur mínar. En seinna meir komst ég að því að ,jólasveinninn“ var enginn annar en þú, Steini minn, ég held að þú hafir haft jafngaman af þessu og ég. Þótt þú byggir er- lendis í nokkur ár gafst þú þér ávallt tíma til þess að heimsækja mig eða hringja til okkar þegar þú komst til landsins. Og mikið hefur mér þótt það notalegt að fá þig í morgunkaffi þegar þú varst í fríi, þá ýmist á leið til eða frá Reykja- vík eða að koma úr sundi. Þetta gerðir þú oft undanfarin ár. Við ræddum sjaldan veikindi þín enda barst þú þau ákaflega vel og sagð- ist ætla að berjast sem þú svo sannarlega gerðir. Þú varst ekki sú manngerð að kvarta, enda já- kvæður að eðlisfari, heldur þakk- aðir fyrir það hvað þið Svana höfð- uð getað ferðast mikið saman. Ég tel það hafa verið mikla gæfu fyrir þig, þegar þú kynntist henni Svönu þinni. Þegar þú talaðir um hana sagðir þú ávallt „hún Svana mín“. Hennar missir er mikill enda var það ást, virðing og einstök sam- vinna sem einkenndi samband ykk- ar, það sést nú best á sumarbú- staðnum ykkar sem þið byggðuð austur í Grímsnesi. Oftast um helg- ar og í fríum á meðan kraftur og heilsa entust, fóruð þið austur í bú- stað að rækta upp og smíða ýmis- legt utandyra sem innan enda varst þú mikill hagleiksmaður, allt lék í höndunum á þér. Það var ánægju- legt að koma í heimsókn til ykkar í bústaðinn. Ég veit að elskuleg amma mín og móðir þín hefur tekið vel á móti þér. Blessuð sé minning þín, Steini minn, ég geymi hana í hjarta mínu. Svönu og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Sesselja Signý Sveinsdóttir. 2 1 2 1 2 1 o (DaCta i bara blómabtá Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fáka\eni 11, sími 568 9120 2 1 2 1 2 | o OIOÍ#IOÍ#ÍOIO STEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfói 4 - Reykjavik simi: 587 1960 -fax: 587 1986 Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR, Skúlabraut 14, Blönduósi, er lést 26. apríl í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13.30. Guðrún Steingrímsdóttir, Benedikt Steingrímsson, Guðmann Steingrímsson, Þorbjörn Ragnar Steingrímsson. og fjölskyldur. t Frænka okkar, INGVELDUR SVEINSDÓTTIR Hringbraut 50, (áður Öldugötu 9), andaðist 29. apríl í Sjúkrahúsi Reykjavíkur á 95. aldursári. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 7. maí kl. 13.30. Bálför fer fram að lokinni útför. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að þess. Guðborg Kristjánsdóttir, Höskuldur Ólafsson. Fjölmiðlar sýni börnum nærgætni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá umboðsmanni barna: „Umboðsmaður barna beinir því tU fjölmiðla að sýna börnum nær- gætni þegar fjallað er um persónu- leg og viðkvæm mál sem þau varða. I tilefni erindis frá Miðgarði, Fjöl- skylduþjónustu í Grafarvogi, er mér barst 24. þessa mánaðar, í kjölfar fréttaflutnings á Stöð 2 mánudags- kvöldið 20. sama mánaðar, hef ég í dag látið í Ijós álit mitt á því, hvort fjölmiðlar geti tekið viðtöl við böm án leyfis forráðamanna þeirra. í áliti mínu til Miðgarðs segir m.a.: f 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinn- ar er svo fyrirmælt: „Börnum skal tryggð í lögum sú vemd og umönn- un sem velferð þeirra krefst.“ í sam- ræmi við þessi fyrirmæli sjálfrar stjórnarskrárinnar og samsvarandi ákvæði í 3. gr. Barnasáttmála Sa- meinuðu þjóðanna verður að telja að sú grundvallarregla gildi hér á landi að öllum aðilum, jafnt opinberum sem einkaaðilum, beri í skiptum sín- um við börn að hafa í fyrirrúmi það, sem þeim er fýrir bestu, og forðast að skaða hagsmuni þein-a. í ljósi þessa tel ég að fjölmiðlum, sem fara að mínum dómi með mikil- væg hlutverk í þjóðfélaginu og hafa stefnumótandi áhrif á þróun þess, beri skylda til þess að taka mið af fyirgreindum meginreglum þegar þeir fjalla um mál sem varða böm á einn eða annan hátt. Þessu til árétt- ingar vísa ég til ummæla Thomas Hammerberg, sem á sæti í Barna- réttamefnd Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann gerir grein fýrir um- fjöllun á fundi nefndarinnar nýlega um efnið: „Barnið og fjölmiðlarnir". Orðrétt segir hann (í lauslegri þýð- ingu): „í stuttu máli var lögð áhersla á að fjölmiðlar gegna þýðingarmiklu hlutverki við að vekja athygli á al- mennum mannréttindum og sjá til þess að þau séu virt. Fjölmiðlar ættu sérstaklega að gæta þess að ganga ekki of nærri börnum. Svo að dæmi séu nefnd ættu fjölmiðlar að hafa í huga hagsmuni barna þegar þau eru heimildarmenn, til dæmis þegar rætt er við þau eða atburðir eru settir á svið þar sem þau hafa orðið fómarlömb ofbeldis og mis- notkunar." (Ur ritinu: Children and Media Violence, útgefnu af UNICEF 1998, bls 32.) Með vísun til þess, sem fyrr greinir, er það álit mitt að bæði sé * sjálfsagt og eðlilegt að bömum sé gefinn kostur á að tjá sig í fjölmiðl- um sem annars staðar um mál sem þau varðar. Þó verður sú megin- regla að sæta undantekningum þeg- ar hagsmunir þeirra sjálfra eru í húfi, eins og þegar til umfjöllunar eru persónuleg og viðkvæm mál sem þau bera ekki fyllilega skynbragð á vegna ungs aldurs og skorts á lífs- reynslu. I því sambandi má og vísa tU 3. gr. Siðareglna Blaðamannafé- lags Islands sem er svohljóðandi: „Blaðamaður vandar upplýsingaöfl- un sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ í kjölfar þessa álits vU ég hér með beina því til fjölmiðla að þeir sýni bömum nærgætni þegar fjallað er um persónuleg og viðkvæm mál, sem þau varða, þar á meðal verði framvegis fylgt þeirri meginreglu af hálfu fjölmiðla að birta ekki viðtöl við böm undir sakhæfisaldri, sem tengjast ætluðum afbrotum, og alls ekki nema með samþykki foreldra __ þeirra eða annarra forsjáraðila." Miðlun upplýsinga um umhverfismál í ár veitir Noröurlandaráö umhverfisverölaun í fjóröa sinn. Verölaunin nema 350.000 dönskum krónum og veröa veitt fyrirtæki, stofnun, hópi eöa einstaklingi sem sýnt hefur frumkvæöi á sviöi náttúru- og umhverfisverndar. Aö þessu sinni veröa verölaunin veitt fyrir miölun þekkingar á ástandi umhverfisins eöa viöhorfum til þess. Ekki er einungis miöaö viö prent- eöa myndmiöla og er öllum heimil þátttaka. Tilgangur verölaunanna er að vekja athygli á umhverfismálum á Noröurlöndunum. Viðfangsefnið að þessu sinni er: Miðlun þekkingar eða viðhorfa um ástand og verðmæti náttúru og umhverfis ásamt þeirri ógnun sem þar steðjar að. Öllum er heimilt aö koma meö tillögur um verðlaunahafa. Tillögum skal fylgja rökstudd verk- efnislýsing ásamt upplýsingum um hver vinnur eöa hefur unniö verkiö. Verkefniö veröur aö standast kröfur um sérfræöiþekkingu og höföa til sem flestra í einu eöa fleirum Noröurlandanna. Verkefnislýsingin má ekki vera lengri en tvær A-4 blaösföur. Verölaunahafinn veröur valinn af dómnefnd sem í sitja fulltrúar allra Noröurlandanna og fulltrúar sjálfstjórnarsvæöanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tillagan veröur aö hafa borist eigi síöar en föstudaginn 29. maí 1998 til: Nordisk Rád Den Danske Delegation Christiansborg, 1240 Kdbenhavn K Sími 0045 33 37 59 58, fax 0045 33 37 59 64 < jr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.