Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 48

Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 48
W 48 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Smáfólk 50 VOUR JOB 15 10 TAKE TWAT HOE AND D16 OUT ALL THE WEED5 AND R0CK5.. I CAN DO THAT..UJHEN , DOWUWANT' IT FINI5HEP?, Ur THI5 AFTERNOON 3-18 I U)A5 THINKIN6 MORE LIKE MAYBE IN FIFTY yEAR5. r~zr Þetta á að verða garður- inn okkar... Nú? Svo að þitt verk er að taka þetta hlújárn og grafa upp allt illgresið og steinana... Það get ég Núna í gert...hvenær viltu eftirmið- að því sé lokið? daginn. Ég var nú svona meira að hugsa um kannski eftir fimmtfu ár... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sfmi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur Frá Snorra Páli Jónssyni: JÓNAS Kristjánsson, ritstjóri DV, grípur til líkingamáls úr hesta- mennsku í nýlegum leiðara um borg- arstjómarkosningarnar í Reykjavík. Þar talar hann um að sjálfstæðis- menn gráti í miðri á, skelfingu lostn- ir yfir nýlegum skoðanakönnunum. Viðbrögð ritstjórans kalla óhjá- kvæmilega á aðra samlíkingu úr hestamennskunni: Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Þetta á einkar vel við um hvernig Jónas keppist við að verja öfl sem eru langt á veg komin með að eyði- leggja það góða orð sem hann hefur með harðfylgi skapað óháðu og frjálsu DV á tveimur áratugum. Erfítt er að ímynda sér hvaða hvatir aðrar liggja að baki því að Jónas skuli leyfa Össuri Skarphéð- inssyni, hinum ritstjóra DV, að flengríða blaðinu út í hin pólitísku skítafen, þannig að aurinn slettist á alla sem fyrir verða en þó mest á blaðið sjálft. Pólitísk þátttaka DV Afneitunin hefur löngum komið að góðum notum og sannast það í áður- nefndum leiðara. Þar kvartar Jónas undan því að sjálfstæðismenn skuli gagnrýna DV (hann nefnir blaðið þó ekki beinum orðum) fyrir að beita sér í þágu R-listans. Jónas segir að sjálfstæðismenn séu að skamma sögumann fyrir ótíðindi. Þar skjátlast ritstjóranum hrapal- lega. DV er enginn sögumaður í þess- ari baráttu. DV er beinn þátttakandi. A þessu tvennu er mikill munur. DV er áhrifamesti liðsmaður R- listans í kosningabaráttunni í Reykjavík um þessar mundir. Ekk- ert heyrist frá R-listanum sjálfum, enda eru frambjóðendur hans ennþá að sleikja sárin eftir furðulegasta og ólýðræðislegasta prófkjör sem fram hefur farið í áratugi. DV er úlfurinn í sauðargærunni í þessari kosninga- baráttu. DV er fjölmiðillinn sem tU skamms tíma hafði á sér orð fyrir að veita stjómvöldum aðhald. En lengi skal manninn reyna. Nú er DV í því hlutverki að hefja meirihluta R-list- ans í borgarstjóm til skýjanna en níða skóinn af sjálfstæðismönnum sem era í stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, meðrit- stjóri Jónasar Kristjánssonar, er höfuðpaur þess að misnota tíltrú les- enda DV á áreiðanleika blaðsins. Fyrir Össuri vakir það eitt að þessi tiltrú endist fram að kjördegi þann 23. maí næstkomandi. Ossur er trú- boði svilkonu sinnar Ingibjargar Sól- rúnar og markmið hans í ritstjóra- stóli DV er áframhaldandi valdaseta R-listans. Blaðamaður með kfkinn fyrir blinda auganu Með ólíkindum er að Jónas Krist- jánsson skuli taka þátt í þessum hrá- skinnaleik. Hann gengur meira að segja svo langt í leiðara sínum að telja það Ingibjörgu Sólrúnu tU tekna að hafa gabbað almenning tU að trúa því að kona sem býr í vestur- bæ Reykjavíkur sé frambjóðandi Grafarvogs á R-listanum. Það færi Jónasi betur að taka Idk- inn frá blinda auganu. Þannig þekkj- um við lesendur DV hann. Við þekkj- um hann sem ákæranda, blaðamann sem veitir yfirvaldinu aðhald, blaða- mann sem hjálpar almenningi að sjá í gegnum blekkingaleik stjómar- herra á hverjum tíma. Við eigum erfítt með að skilja þann Jónas Kri- stjánsson sem tekur þátt í ofsóknum á hendur valdalausri stjómarand- stöðu í borgarstjóm Reykjavíkur en lætur svikulann meirihlutann í friði. SNORRI PÁLL JÓNSSON, Fjarðarási 10, Reykjavík. Allan flokkinn á pólinn Frá Guðmundi Bergssyni: MAÐUR að nafni Ólafur Öm, auk þess nú alltaf titlaður pólarfari, er sagður hafa haldið mikinn og góðan fund um hálendi íslands og náttúra- vernd og ber að þakka það, því ekki hefur verið svo mikil umræða um jafnstórt og mikið mál sem snýst um velferð lands og þjóðar. Ef Ólafur pólarfari hefur fengið einhverja sýn við að fara á pólinn, þá væri æskilegt að allur þingflokk- urinn færi á pólinn í þeirri von að hann yrði eins og Ólafur, þegar þeir kæmu til baka. Menn hafa verið styrktir í ferðir þó minna væri í húfí en að bjarga landi og þjóð (Kannski myndi fólkið í Hvalfirði styrkja þá, því þótt Hvalfirði verði ekki bjargað þá gæti það bjargað öðrum fjörðum frá álverum og olíuhreinsunarstöðv- um.). Annað var hljóðið í þingliði framsóknar þegar Straumsvíkurál- verið var á dagskrá en nú era nýir menn og það eru stóriðjumenn. Engan af þeim sem ég hef talað við rekur minni til að Ólafur pólarfari hafi verið annarrar skoðunar en aðrir í þingflokknum áður en hann fór á pólinn. Þá var hann samþykk- ur því að stór hluti þjóðarinnar sem býr á suðvesturhorni landsins hefði vægast sagt mjög takmarkaðan um- gengnisrétt um hálendið enda áttu bændur að mega girða sitt land frá sínu túni og upp á hæstu tinda og hafa stjómunarrétt á landinu og var hann sáttur við að t.d. engjarnar á Höllustöðum næðu upp á Hvera- velli. Norðanmenn máttu leggja Hveravelli undir sig og hrekja Ferðafélagið í burtu með hús sem búinn eru að standa þar áratugum saman opin almenningi og er það stórfurðulegt ef t.d. hús F.F.I eru algjörlega réttlaus og verða að víkja vegna laga sem verið er að semja. Eins átti Hornafjörður að ná upp á Bárðarbungu og þótti mörgum skrítið. En svona er nú í raun nú- tímaframsóknarmennskan á Alþingi Islendinga á þvi herrans ári 1998. Við verðum að vona að hinir fornu landvættir reynist okkur hliðhollir og bjargi okkur enn sem fyrr inn í eina öldina enn. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.