Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 03.05.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Ofbeldi á Frá Vigfúsi Erlendssyni: ÉG VAR á ferð eftir Laugavegi, norðanmegin götu, til móts við Laugaveg 103, ásamt 5 bömum, 7-12 ára, á leið á strætisvagnabiðstöðina á Hlemmi sl. laugardag, 25. apríl kl. u.þ.b. 16:50, þegar ég tók eftir hópi fólks sem kom út úr krá, sem er við hlið Tryggingastofnunar ríkisins (mér hefur verið tjáð síðar að staður- inn heiti Keisarinn). Voru þar ólæti og slagsmál í uppsiglingu. Barst leik- urinn út á götu fyrir framan staðinn og tveir menn slógu og spörkuðu hvor til annars. Voru þeir greinilega vel drukknir og annar þeirra var bólginn í framan og með blóðugt nef. Kona á grænum Volkswagen Passat, sem átti þama leið um, steig út og bað einhvem um að hringja á lögreglu. Þar sem ég var með far- síma hringdi ég strax 1 112, sem beindi símtalinu til lögreglunnar. Ég reiknaði með að ekki gæti tekið lang- an tíma að senda t.d. tvo menn frá lögreglustöðinni, sem er þar nánast í næsta húsi, en fékk þau svör að eng- inn bíll væri tiltækur, en reynt yrði að senda bíl um leið og einhver væri laus. Meðan ég var að tala við lögregl- una gekk annar karlmaður í skrokk á konu fyrir framan Islandsbanka, sló hana í andlit og sparkaði í hana liggjandi (á homi Laugavegar og Hlemms). Vændi hann hana um að hafa hótað sér með hnífi, sem ég sá þó engan. Ýmsir hlutir, sennilega úr tösku konunnar, þeyttust eins og alfaraleið hráviði úti um allt. Konan var einnig dmkkin og kom úr áðumefndum hópi fyrir framan Keisarann. Arás- armaður konunnar virtist ekki vera áberandi drukkinn og var þokkalega klæddur, síðri og frekar víðri íþróttaúlpu. Einn maður í blárri háskólatreyju, að því er virtist ódrakkinn, sem gat hugsanlega verið dyravörður eða starfsmaður á kránni, reyndi eitt- hvað að hamla slagsmálum þessum, en fékk lítt við ráðið Slagsmál þessi og barsmíðar urðu fyrir augunum á skelfingu lostnum börnunum, sérstaklega brá þeim við aðfarir mannsins við konuna og vora miður sín lengi á eftir. Ég kom börnunum, sem ég bar fyrst og fremst ábyrgð á, sem fyrst í strætisvagn, enda vissi ég ekki hvemig málum myndi frekar reiða af á svæðinu eftir daufleg viðbrögð lög- reglu. Það er ömurlegt að geta ekki farið leiðar sinnar eftir fjölfarinni leið að aðalstrætisvagnabiðstöð borgarinnar á því sem næst miðjum degi án þess að upplifa slíka hluti og sérstaklega ömurlegt að þurfa að upplifa böm verða vitni að slíkum atburðum, sem hér að ofan er lýst. í samtali mínu síðar sama dag við lögregluþjón í upplýsingasíma lög- reglunnar fékk ég upplýst að Keisar- inn, eins og krá þessi heitir, sé lög- reglunni mikill þyrnir í augum og margar kvartanir hafi borist vegna hennar. Það skal engan undra að fólk, sem ÞAÐ er ömurlegt að geta ekki farið leiðar sinnar eftir fjölfar- inni leið að aðalstrætisvagnabið- stöð borgarinnar á því sem næst miðjum degi án þess að upplifa slíka hluti, segir í greininni. á leið þama um sé óttaslegið, ef slík- ir atburðir geta átt sér stað. Bæði er mikið af börnum og unglingum, sem nota strætisvagna borgarinnar og ef- laust eiga ýmsir aldraðir og öryrkjar leið í Tryggingastofnun, sem er þama í næsta húsi. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að staður eins og þessi, þar sem ým- iss konar ógæfufólk safnast saman, sé ekki í slíkri alfaraleið og honum verði lokað hið snarasta. VIGFÚS ERLENDSSON Akurgerði 21, Reykjavík. Um sameiningu þjóðarinnar Frá Hjalta Jónassyni: ÞEGAR býður þjóðarsómi era sálir okkar sameinaðar í eina mikla sál. Nú gerðist það fyrir nokkra að upp komst að bankastjórar Landsbank- ans höfðu haldið áfram á áður lagðri braut í risnu og fiskveiðum. Síðan hafa verið miklir gleðidagar í flest- um fjölmiðlum. Allt frá kverúlöntum á rás 2 til uppþomaðra rithöfúnda og Alþingisliða hefir hljómað fordæm- ing á risnu og fiskveiðum. Andi Þor- leifs Kortssonar lögmanns hefir svif- ið yfir vötnum og góð von um að galdrabrennur verði upp teknar að nýju enda eldiviðarleysi ekki til baga lengur. Á svona stórum stundum er gaman að vera íslendingur. Samtök um þjóðareign, hvað svo sem það nú er, era komin í málið enda auðveld- ara við að eiga en kvótaeigendur. Allir fordæmendur hafa beint spjót- um sínum að Sverri Hermannssyni og flestir ef ekki allir sótt að honum eins og hann einn væri upphafsmað- ur risnutöku og fiskveiða. Nú er það svo að allt þetta réttláta fólk sem ausið hefir úr skálum reiði sinnar virðist telja rétt að Sverrir Her- mannsson verði látinn einn og óstuddur taka á sig allar sakir. Ef nú samtök um þjóðareign eða þjóðarsál meina eitthvað með kröfum sínum um réttlæti verður að fara a.m.k. 30 ár aftur í tímann og reikningana og ekki eingöngu í Landsbankanum heldur í öllum musteram Mammons. Undirritaður, sem telur sig ekki þurfa að gerast félagi í nefndum samtökum til að eiga h'tinn hlut í þjóðareigninni, gerir þessa kröfu. Það er ósanngjamt að ráðast að Sverri Hermannssyni og Kjartani Gunnarssyni, það er fyrirkomulagið sem verður að breyta, það bauð upp á þau mistök sem gerð vora mörg sl. ár. Enginn vill muna þau ágæt verk sem Sverrir Hermannsson vann, t.d. að hreinsa út það mein sem SÍS var í Landsbankanum og varla er sann- gjarnt að skrifa á hans reikning þær miklu fjárhæðir sem misvitrir stjómmálamenn með sjálftökuvald létu bankann leggja í vonlaus fyrir- tæki. HJALTIJÓNASSON, Hlunnavogi 3, Reykjavík. Magni Sigurhansson Framkv.»tjóri Alrrabæ Kennt er þrisvar í viku í fjórar vikur. Windows 95, Word 97, Excel 97, og notkunarmöguleikar Internetsins. Samtals 48 klukkustundir. Næstu nómskeið byrja 12. maí. „Með nóminu fékk ég mjög góða yfirsýn yfir möguleika PC tolvunnar og góða þjólfun í notkun þess hugbúnaðar sem ég nota hvað mest I starfi mínu.þ.e. ritvinnslu, tóflureikni og Internetinu. Oll aðstaða, tskjabúnaður og frammistaða kennara hjó NTV var fyrsta flokks og nómið hnitmiðað og órangursríkt." Vönduð námsgögn og bækur fylgja öilum nómskeiðum upp ■ Víub & Euro ruilgreiðslur Nýi tðlvu- & viðskiptaskálinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Simi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasiöa: www.ntv.is Edenborg Kjörgarði, Laugavegi Gólfmottur frá kr. 1.700 Terylene herrabuxurnar vinsælu, sama lága verðið kr. 1.990 Köflóttar herraskyrtur, bómull, 2 stk. á kr. 1.500 Dömubolir kr. 1.200 Úrval af barnafatnaði. Munið allt á Edinborgarverði! Innkauparáðstefnan ^ ggg Innkauparáðstefna Ríkiskaupa og stjórnar opinberra innkaupa verður haldin þriðjudaginn 5. maí kl. 13:00-16:30 á Hótel Loftleiðum. Dagskró: 13:00 Setning Þórhallur Arason tormaður stjórnar opinberra innkaupa 13:05 Útboð á rekstrarverkefnum Raunhœf dœmi úr opinberum innkaupum um vel heppnuð þjónustuútboð Jón H. Ásbjörnsson deildarstjóri hjá Ríkiskaupum Reynsla af útboðum á þjónustuverkefnum úr einkngeiranum Kristinn Guðjónsson rekstrarhagfrœðingur hjá VSÓ hf. Rekstur og leiga tölvukerfa Marina Candi hjá Áliti hf. Nýjar tegundir þjónustu vegna reksturs töivukerfa fyrirtœkja og stofnana Stefán Kjœrnested markaðsstjóri hjó Skýrr hf. 14:20-14:35 Fyrirspurnir og hlé 14:35-14:50 Heimsíða Ríkiskaupa á veraldarvefnum Þjónusta Ríkiskaupa við upplýsingaleit á veraldarvefnum Ægir Sœvarsson markaðsstjóri hjá Ríkiskaupum 14:50-15:05 SIMAP Útboðsauglýsingar sendar á EES með rafrœnum haetti Helgi Bogason verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum 15:15-15:45 Fyrirspurnir og hópumrœður 15:50-16:20 Hópar skila niðurstöðum 16:30 Ráðstefnulok Hópar í hópumrœðum rœða: 1. Þjónustuútboð 2. Notagildi heimasíða og upplýsingatœkni á netinu I 3. Útboð á netinu; útvegun gagna og sending tilboða Þómökugjald aðeins kr. 2.000.- Illif RftrtókATTP Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 552 6844, W ÍÍ'AÍMÍAu.V.h j simbréf 562 6739 eða netfang rikiskaup@rikiskaup.is 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.