Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG í hugvekju þessa sunnudags segir sr. Heimir Steinsson m.a.: Eg á ekki betra ráð þér til handa en að þú þiggir gjöf altarissakramentisins að staðaldri. EITT af megineinkennum mannlegs lífs er misvægi. And- stæður tilverunnar takast á í sí- fellu, stórar og smáar. Veraldar- saga tuttugustu aldarinnar hefur verið lýsandi dæmi um þessa orrahríð andstæðnanna. Framan af öldinni háðu þjóðir jarðar tvær heimsstyrjaldir. Síðari hluta ald- arinnar skiptist heimurinn lengst af í grófum dráttum í tvennt, og hlutamir áttu í köldu stríði sín á milli. Við endi kalda stríðsins hef- ur ógn þeirra áratuga tekið sér sæti að tjaldabaki, en hún er á vísum stað allt að einu og jafnvel skelfilegri en nokkru sinni, t.d. sem gjöreyðingarvopn í höndum óráðinna eða jafnvel óábyrgra að- ila. Misvægi lífsins leitar sér og nýrra færa. Sum þeirra eru hroll- vekjan uppmáluð, eins og dæmi Júgóslavíu sannar, og öll eru þau til marks um ófarir sköpunar- verksins. Fallin skepna Það kann að virðast undarlegt, að kristinn prestur tali um „ófar- ir sköpunarverksins". Eru ekki himinn og jörð sköpuð af Guði samkvæmt kristnum skilningi? Hvemig hljóðar fyrsta grein trú- arjátningar kristinna manna? - „Eg trúi á Guð, föður almáttugan skapara himins og jarðar.“ Er ekki svo? Hvers vegna gefur höf- undur hugvekju þessarar í skyn, að sköpunarverkið sé á einhvern hátt af göflunum gengið? Man hann ekki, að „Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott,“ eins og í Sköpunar- sögunni segir (1. Mós. 1:31)? Jú, þessar athugasemdir eru réttmætar. En áður í þessum hugvekjum (t.d. 8. febrúar sl.) hafa verið færð biblíuleg rök fyr- ir því, að syndafallið, sem fyrst greinir frá í 3. kapítula 1. Móse- bókar, sé afar róttæk umbylting og ekki aðeins gjörspilli mannin- um, heldur einnig umbreyti annarri góðri sköpun Guðs í al- flekkaðan vemleika. Þau rök verða ekki endurtekin í dag, en á þeim er byggt í eftirfarandi máli: Skepna Guðs er fallin. Fall henn- ar birtist á marga vegu. Ein mynd fallsins er misvægið mikla, sem að ofan getur. í stað þess himneska jafnvægis, sem skapar- inn ætlaði allri skepnu, einkenn- ist sköpunarverkið í núverandi mynd af linnulausum glundroða og hrikalegum átökum hvers konar andstæðna, og fyrir stimp- ingum ræður „höfðingi heimsins" sbr. Jóh. 14:30. Eining í stað umbrota Enn skal vitnað til fyrri rit- smíða á þessum vettvangi, þar á meðal þeirra, sem birtust á miðju sumri 1997 undir yfirskriftinni „Samsend og veruleiki". Þar greindi frá þeirri algjöm einingu, sem einkennir Guð og son hans Jesúm Krist, svo og hvem þann, er lifir „/ Kristf1. I nóvember á sama ári var fjallað um kristna „einingarreynslu“ eða „innsjá“. Hliðstætt efni hefur oftar verið á dagskrá, og m.a. verið bent á þá samsend, sem raunkristnum manni auðnast að upplifa við hinn upprisna fi-elsara sinn. Hjálpræðisverk almáttugs Drottins, er hann opinberast Móse (2. Mós. 3:14) og gjörist maður í syninum Jesú Kristi, fel- ur í sér, að fram á sjónarsvið til- verannar kemur guðdómleg ein- ing, sem er fullkomlega annars eðlis en þau djöfullegu umbrot, er einkenna sköpunarverkið eftir syndafallið. Opinbemn hjálpræð- isins hefur það í fór með sér, að tákni hins heilaga kross er bragðið á enni skepnunnar og brjóst. Krossinn er til marks um það, að friðþægt hefur verið fyrir andstæðnanna ýtrustu mynd og lausnargjald fyrir sköpunarverk- ið er goldið. Maðurinn er sem fyrr á valdi hins illa misvægis, þar til Kristur kemur aftur við endi aldanna. En skírður maður hefur verið merktur jafnvæginu góða, einingunni helgu. Á efsta dómi mun konungur hátignarinn- ar þekkja manninn á þessu merki, benda á krossinn á enni hans og segja við hann: „Gakk inn í fögnuð Herra þíns“. Hvers vegna lausnargjald? Hér að ofan var á það bent, að Kristur hinn krossfesti greiði lausnargjald fyrir sköpunarverk- ið. Greiðslan hefur verið útlögð á ýmsa vegu í aldanna rás. Eina út- leggingu tilfærði ég í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag fyr- ir pálmasunnudag í vetur. Það var túlkun 43. Passíusálms. Rétt er að víkja að öðmm skilningi á greiðslunni: Guð hinn eini skapar heim og mann í fullkomnu jafn- vægi. Syndafailið setur sköpun- ina úr skorðum og innleiðir al- gjört misvægi. - Þetta misvægi er uppreisn gegn Guði. Uppreisn- in er tilraun tii að sundra jafn- vægi hins eina Guðs og tortíma einigunni í honum sjálfum. Sú til- raun er hið fullkomna guðlast og ögmn við hátign Guðs. Uppreisn- in hneppir og sköpunarverkið í fjötra dauðans. Allir menn skulu dauða deyja. Guð snýst á móti þessu. Hann einn fær vísað helj- arleik andstæðnanna út af tafl- borðinu (sbr. Jóh. 12:31), brotið uppreisnina á bak aftur og sett frið sinn á sviðið í stað umbrota og átaka, jafnvægi í stað misvæg- is, líf í stað dauða. Þar með afmá- ir hann líka guðlastið, þurrkar út ögrunina. Þess vegna gjörist Guð maður og tekur sjálfur á sig fjöt- ur dauðans til þess að slíta þann fjötur og opna allri skepnu eilíft líf. Þannig gefur hann í syni sín- um líf sitt til lausnargjalds fyrir marga (Matt. 20:28; Mark. 10:45), réttlátur fyrir rangláta (1. Pét. 3:18). Að leita jafnvægis Raunkristinn maður á þess kost að leita jafnvægis með því að hugleiða leyndardóma hjálpræð- isverksins, lesa Heilaga ritningu, biðja og njóta guðsþjónustu kirkjunnar með reglubundnum hætti. í leyndardómi brauðs og víns, líkama Krists og blóðs, er þér boðin innileg eining við hinn upprisna. Ég á ekki betra ráð þér til handa en að þú þiggir gjöf alt- arissakramentisins að staðaldri. Einnig ber að árétta hitt, sem fyrr og síðar var fram borið: Guð er jafnan að leita að þér. Mundu að leggja alla daga hlustir við þeirri návist - samvist - ívera, sem hann vill veita þér. Óðar en við er litið finnur þú kyrrsælu Drottins umlykja þig, og misvæg- ið þokar. - Eftir því sem þú nálgast jafn- vægi meir, verður þú sjálf(ur) smám saman skýrara tákn á enni og brjósti sköpunarverksins. Höfðingi heimsins heldur áfram sinni sundmngariðju til efsta dags, og jafn lengi munu and- stæðumar einkenna „þennan heim“ (sbr. t.d. Jóh. 8.23). En þú getur notið lífsins eins og það er í krafti þeirrar vissu, að Guð hafi í Kristi helgað fallna skepnu og muni í upprisunni snúa henni allri til endanlegrar einingar og fullkomins jafnvægis um síðir. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Punktar gegn fáfræði í laugardagsblaðinu 18. apríl sl. birtist grein eftir Maríu J. Sigurðardóttur. Þar fjallar María um svikin loforð R-listans. Margt er vissulega í greininni sem á við rök að styðjast. Ekki er hægt að neita því að R- listinn hefur svikið mörg kosningaloforð fyrir síð- ustu borgarstjórnar- kosningar en það er reyndar ekki það sem ég ætla að fjalla um í þess- ari grein. Það sem ég ætla aftur á móti að fjalla um era stað- reyndavillur sem María lét frá sér fara. María J. Sigurðardótt- ir álasar Ingibjörgu S. Gísladóttur fyrir það „að hafa hrúgað upp gámum um allan bæ“, eins og hún orðaði það nokkurn veginn, og á hún við gámana sem vora settir upp fyrir dagblöð á sín- um tíma og era notaðir undir hvorttveggja dag- blöð og mjólkurfemur í dag. Það getur hver heil- vita maður séð það sem les þessa grein að María gerir lítið úr mikilvægi þessara gáma og þar með lítið úr mikilvægi umhverfisvemdar. Það þarf hins vegar enginn að efast um mikilvægi þessara gáma þar sem að þeir hafa valdið bylt- ingu í umhverfisvemd í Reykjavík, sá pappír sem áður fór beint í urð- un er nú settur í endur- vinnslu og það felur í sér ýmsa kosti, t.d. spamað á landi til urðunar og ekki síst umhverfisemd (t.d. minna skógarhögg en skógamir draga úr koltvíoxíði í andrúmsloft- inu sem er svo aftur að eyðileggja ósonlagið og veldur gróðurhúsaáhrif- um). Sá sem gerii’ lítið úr umhverfisvemd gerir jafnframt lítið úr sjálfum sér því við eram hluti af umhverfinu. Ekki er nóg með að María geri lítið úr umhverfisvemd held- ur heldur hún því fram að þessir gámar standi að mestu auðir en það er algjör vitleysa. I þessa gáma safnast óhemja af pappír og era þeir oft svo fullir að það flæðir nánast út úr þeim. Þar að auki kennir María Ingibjörgu um það að gámamir séu hálftómir, sem sagt hún kennir henni um áhugaleysi Reykvíkinga á umhverf- isvemd. Nóg er blessaðri Ingibjörgu kennt um þó ekki sé nú farið að kenna henni um það. Auk þess hefur verið lagt í auglýs- ingakostnað til þess að kynna gámana, sam- kvæmt sögn Maríu, þannig að ekki ætti skortur á auglýsingum að vera meinið eða með öðram orðum skilnings- leysi Ingibjargar í þess- um málum. María kórónar svo vit- leysuna þegar hún kenn- ir Ingibjörgu S. Gísla- dóttur um að hafa fjar- lægt eins og hún kemst að orði „fallegan blóma- skála við Iðnó“. María kennir Ingibjörgu S. Gísladóttur um það að hafa látið rífa hann og færa Iðnó aftur að eigin smekk. Það ætti hver maður að vita það sem fylgdist með þessu máli að Ingibjörg lét ekki rífa þennan skála vegna að- eins eigin hagsmuna heldur hafði hún hags- muni borgarbúa að leið- arljósi, hlustaði á óá- nægjuraddir, en flestir vora á móti þessari byggingu og sjálfum þótti mér hún Ijót. Annað sem mér þótti skrýtinn málflutningu hjá Maríu er gagnrýni hennar á auglýsingu R- listans sem birtist í Morgunblaðinu á skír- dag. Hvemig er það, er eitthvað meira að R-list- inn auglýsi sig en að Sjálfstæðisflokkurinn geri það? Það hefur reyndar undrað mig hvað R-listinn hefur aug; lýst lítið fram að þessu. í þokkabót telur María þetta vera „gagnslausa" auglýsingu en það kann- ast ég ekki við því þessi auglýsing höfðaði til mín. Að lokum vill undirrit- aður hvetja R-listamenn til þess að hafa augun opin og svara gagnrýni sem þessari þ.e.a.s. gagnrýni sem á ekki við rök að styðjast. Sjálfur hef ég töluvert orðið var við ódrengilega baráttu sjálfstæðismanna og hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað í áliti hjá mér þess vegna. Hvemig er það, er ekki hægt að gagnrýna R-listann án þess að vera að búa til skáldsögur um hann? Annað var það ekki. Bjarni Valur Guðmundsson, kt. 080278-3309. Slæm þjónusta VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Við hjónin fómm í bifreiðaumboð Heklu og voram við í bifreiðahug- leiðingum. Við biðum þar eftir þjónustu en sölu- menn sem þama sátu í básum vora allir fastir í símanum. Það kom þama inn þriðji maður- inn og beið hann eins og við í góða stund, en það endaði með því að við gengum öll út. Þetta er í annað skiptið sem þetta hendir mig á þessum sama stað og fer ég ekki aftur þangað. Ég mun leita annað því mér finnst þetta argasti dónaskapur." Sonja S. Wium. Tapað/fundið Kvenmannsúr týndist GULLÚR með svartri skífu týndist aðfaranótt 26. apríl á Ingólfscafé eða Nelly’s café. Þess er sárt saknað. Skilvís finn- andi er vinsamlega beð- inn að hafa samband í síma 554 5656 eftir kl. 18. Fundarlaun. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili ÞRÍR kettlingar óska eftir heimili. Þeir era átta vikna og kassavanir. Upplýsingar í síma 554 2743. Læða óskar eftir heimili LÆÐA, tveggja og hálfs árs gömul, svört og hvít, mjög blíð og góð, óskar eftir góðu heimili vegna breyttra aðstæðna. Upp- lýsingar í síma 552 0138 eftir kl. 14. Víkverji skrifar... ISRAELSRÍKI er fimmtíu ára um þessar mundir. íslendingar veittu umtalsverðan stuðning við stofnun þess. ísrael og framvindan í málum þess hafa lengi verið í fréttum fjölmiðla. Oftar en ekki hallai’ mjög á gyðinga í þessum fréttaflutningi að mati Víkverja. Þrátt fyrir það að ekki sé nema lið- lega hálf öld frá einum mesta hryllingi mannkynssögunnar, hel- förinni, þegar milljónir gyðinga voru drepnar, bryddar á hliðstæðu tali um þessa þjóð og viðgekkst víða um Evrópu rétt fyrir og á tím- um síðari heimsstyrjaldarinnar. Sjaldan hefur einn rétt þá tveir deila. Gyðingar eiga efalítið sinn hluta ábyrgðar á þeim átökum sem einkennt hafa þennan heimshluta. En við megum ekki loka augum fyrir meginstaðreyndum. í fyrsta lagi er ísrael, hvort sem mælt er í ferkílómetram eða mannfjölda, dvergríki í hafsjó arabaheimsins allt um ki-ing. í annan stað er ísra- el í raun og sann útvörður vest- rænna lýðræðisviðhorfa á þessu svæði. í þriðja lagi era gyðingar einstök menningarþjóð sem skipar háan sess í sögu mannkynsins - og landið helga „trúarlegt bakland" kristinna þjóða. xxx ÞEGAR við ökum um götur höf- uðborgarinnar, sem nú orðið bera vart umferðarþungann, mættum við gjarnan hafa það í huga að sérhver ökumaður axlar mikla ábyrgð. Alvara málsins sést bezt á því að dánartollur umferð- arinnar hefur að meðaltali verið um tuttugu mannslíf á ári hér á landi. Og fjölmargir búa við ör- kuml langa ævi vegna slysa í um- ferðinni. Bæta þarf gatnakerfi borgarinn- ar og aksturshæfni ökuþóranna. Markmiðið á að vera umferðarör- yggi. Það hefur varla verið ofar- lega í huga ökumanns sem Víkverji mætti á fjölfarinni leið - á mesta álagstíma dagsins. Sígaretta með löngum öskuhala lafði út úr munn- viki hans. Önnur hendi hans hélt gemsanum þétt að hárlubbanum - og talandinn í miklum önnum. Hin hendin var að vísu á sínum stað, það er á stýrinu. Trúlega hefðu við- brögð þessa reykjandi og í síma talandi ökuþórs ekki verið upp á marga físka ef eitthvað óvænt hefði komið upp á. Of margir ökumenn hunza þá skyldu að gefa stefnuljós - eða gera það ekki fyrr en komið er í beygju. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að stefnuljós þarf að gefa í tíma til þess að það þjóni tilgangi sínum: að vera leiðbeinandi fyrir aðra öku- menn. Þá virðist sá leiði ósiður fær- ast í vöxt á nýjan leik að henda hvers konar rasli út um bílglugga. Mál er að linni sóðaskapnum. FJÓRIR af hverjum fimm fé- lagsmönnum Dagsbrúnar- Framsóknar stéttarfélags tóku ekki þátt í stjórnarkjöri á dögun- um. Samt sem áður vora tveir list- ar í kjöri og frambjóðendur fóru mikinn í skrafi og skrifi. Saga þessa gamalfræga verka- mannafélags, Dagsbrúnar, spannar ar 92 ár. Verkakvennafélagið Framsókn, sem einnig á glæsta sögu, er 80 ára. Bæði mega muna sinn kosningafífil fegri en innan við 20% stjómarkjörsþátttöku. Sú félagslega deyfð sem um- rædd kosningaþátttaka speglar er engan veginn bundin við Dagsbrún & Framsókn. Hún einkennir með fáeinum undantekningum allt fé- lagsstarf í landinu. Ástæðan er trú- lega margþætt. Tómstundir fólks era fleiri nú en áður. Framboð tómstundaefnis er á hinn bóginn mikið og fjölskrúð- ugt - nánast yfirþyrmandi. Sam- keppni „söluaðila“ um áhuga og tómstundir fólks er geysihörð, tæknivædd og úthugsuð. Máski er ekki rétt að tala um „félagslega deyfð“ önnum kafins fólks á tóm- stundaakri samtímans. Fólk hefur einfaldlega ekki tíma til að sinna nema broti af allri „átroðslunni". Félög, líka þau gagnsömu, þurfa að ná tökum á þeirri nútíma kúnst að markaðssetja sjálf sig. Annars koðna þau niður! 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.