Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.05.1998, Qupperneq 64
|T|N|T| Express Worldwide __ sao 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Langri jeppaferð lokið JÖKLAJEPPARNIR, sem notaðir voru í leiðangri Sænsku pólstofnunarinnar á Suður- skautslandinu í vetur, komu til landsins í síðustu viku með Eimskipi. Ökumennirnir Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson komu heim í byrjun mars. Par með er lokið meira en 40 þús- und kflómetra ferðalagi sem með nokkrum sanni má telja lengstu jeppaferð Islendinga til þessa. A Suðurskautslandinu var bflunum ekið samtals 8.168 kílómetra yfír lagnaðarís, fljót- andi íshellu, hjarn og gaddjök- ul hásléttunnar. Færi var oft erfitt og kuldinn mikill. Að sögn þeirra Jóns og Freys reyndust jeppamir ákaflega vel og komu að miklu gagni. Þeir voru notaðir til flutninga á fólki og búnaði, til vísindastarfa og mælingavinnu og sem íveru- staðir. Erlendir leiðangurs- menn fengu að reynsluaka jepp- unum og undruðust getu og þægindi þessara farartækja við erfiðar aðstæður. ■ íslenskt hugvit/Bl Morgunblaðið/Arni Sæberg Sverrir Hermannsson í opnu bréfí til Davfðs Oddssonar Segir sig úr Sjálf- stæðisflokknum Hyggst láta til sín taka í kvótamálinu SVERRIR Hermannsson hefur ákveðið að segja sig úr Sjálfstæðis- flokknum og tilkynnir það í opnu bréfí til Ðavíðs Oddssonar forsæt- isráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar lýsir hann einnig yfir því að hann hyggist ganga í lið með þeim, sem vilji spyrna við fótum gegn því að „mesta óhæfa íslandssögunnar nái endanlega fram að ganga“ og beita sér í kvótamálinu. „Ég kveð þig og flokkinn minn með trega,“ skrifar Sverrir í bréfinu og segir að ástæðan fyrir úrsögn sinni úr flokknum sé sú að meðan Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sé ráðherra í skjóli Sjálfstæðisflokksins hljóti hann að hverfa þaðan í brott. Aðalástæðan sé hins vegar stefna Sjálfstæðisflokksins í kvótamálinu, „örlagaríkasta máli íslenzku þjóðar- innar, næst á eftir og jafnhliða sjálf- stæðismálinu". I því máli, sem hann kallar einu stóru mistök Davíðs á stjómmálaferli hans, hafi hann ekki getað beitt sér er hann var banka- stjóri sakir þess að 65% af öllum sjávarútvegsfyrirtækjum væru í við- skiptum við Landsbankann og hann hafi því verið bundinn í báða skó. „Þegar ég hugsa til þess að ég ber næst sjálfum þér mesta ábyrgð á að þú náðir á sínum tíma kjöri sem formaður flokksins sýnir sig að „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag“,“ skrifar Sverrir, sem var þing- maður Sjálfstæðisflokksins á Aust- urlandi 1971 til 1988, iðnaðarráð- herra 1983 til 1985 og menntamála- ráðherra 1985 til 1987, í opna bréf- inu til Davíðs. Noregur brotlegur við EES EFTA-dómstóllinn hefur kveð- ið upp þann dóm að Noregur hafi brotið gegn samnings- skuldbindingum sínum sam- kvæmt samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Skuld- bindingamar sem um ræðir em samkvæmt tilskipun frá 3. desember 1992 um lágmarks- kröfur og umbætur sem varða öryggi, hollustuhætti og heilsu starfsmanna í jarðefnanámi á yfirborði jarðar eða neðanjarð- ar. Tilskipunin var tekin inn í viðauka EES-samningsins 21. mars árið 1994 og var stjóm- völdum í Noregi ætlað að setja nauðsynleg lög, reglur og önn- ur stjómsýslufyrirmæli sam- kvæmt því. Sverrir sendir Ólafi G. Einars- syni, forseta Alþingis, einnig opið bréf, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, og kveðst vilja vekja athygli hans á starfsaðferðum Ríkisendur- skoðunar. Sverrir heldur því fram að Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi hafi lotið leiðsögn Finns Ingólfssonar bankamálaráðherra og Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, við vinnslu greinargerðar sinnar til bankaráðsins um laxveiðiferðir á vegum Landsbankans, risnu- og fleira og þar með hafi hann brotið gegn lögum um stofnunina. I 3. gr. laga nr. 86 frá 1997 segi að Rflds- endurskoðun sé engum háð í störf- um sínum: „Starfsmenn Rfldsendur- skoðunar skulu í einu og öllu óháðir ráðuneytum og stofnunum sem þeir vinna að endurskoðun hjá.“ ■ Opið bréf/20 Góð byrjun í Elliða- vatni NOKKUÐ á þriðja hundrað manns hóf silungsveiði á fyrsta veiðidegi í Elliðavatni í fýrradag, að sögn Vignis Sigurðssonar eft- irlitsmanns og sagði hann vel hafa veiðst. Sagði hann einn hafa verið kominn með 11 flska og annan 9 um hádegisbilið og veið- in í gærmorgun fór einnig vel af stað. Dagsleyfi kostar 750 krón- ur en 12-16 ára unglingar og þeir sem eru eldri en 67 ára mega veiða endurgjaldslaust og þurfa allir að fá leyfi í Elliðavatnsbæn- um eða á Vatnsenda. Veiðitíminn stendur til 15. september og seg- ir Vignir oft von á laxi með haustinu. Vignir segir að kring- um fjögur þúsund manns veiði jafnan í Elliðavatni á hverju sumn. Meðferðarúrræði hjá Barnaverndarstofu Um 30 ungiiienni bíða vist- unar á meðferðarheimilum FRÁ ÁRAMÓTUM hefur biðhsti eftir meðferðarúrræðum hjá Bama- verndarstofu lengst verulega og bíða nú um 30 ungmenni vistunar. Bið- tíminn var að meðaltali innan við tveir mánuðir allt árið í fyrra en nú stefnir í 5-6 mánaða biðtíma, að sögn Braga Guðbrandssonar forstjóra B arnaverndar stofu. Hann segir að ástandið sé skelfi- legt og þrátt fyrir að nú sé verið að semja við heimamenn í Borgarfirði um nýtt meðferðarheimili dugi það engan veginn. Hann hefur sent fé- lagsmálaráðherra greinargerð og átt fundi með honum til að fara yfir þá kosti sem koma til greina. Meðal þeirra er Krýsuvíkurheimilið. Jafn- framt kveðst Bragi hafa átt fundi með yfirlækni geðdeildar Landspít- ala og yfirlækni SÁÁ. Davíð Bergmann unglingaráðgjafi hjá Félagsmálastofnun hefur í sam- vinnu við lögreglu, slökkvilið, Fang- elsismálastofnun og fleiri verið með forvarnarstarf fyrir unglinga, sem taldir eru í áhættuhópi um afbrota- hegðun. Segir hann að starfið hafi skilað verulegum árangri og þriðj- ungur drengjanna hafi ekki komist í kast við lögin eftir hópstarfið, en lögreglan eða félagsmálayfirvöld hafi haft afskipti af flestum þeirra áður. Hann segir forvarnastarf með- al unglinga, sem eru komnir lengra á afbrotaferlinum, vera erfitt viður- eignar, meðan síbrotamenn gangi inn og út úr yfirheyrslum á milli þess sem þeir haldi áfram að fremja afbrot. I viðtali í Morgunblaðinu í dag skorar hann á Pál Pétursson félags- málaráðherra og Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra að mæta sér á opinberum vettvangi til að ræða þessi mál. ■ Tvöföld skilaboð/10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.