Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E
■ii
STOFNAÐ 1913
115. TBL. 86. ARG.
SUNNUDAGUR 24. MAI 1998
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Meirihluti Ira sam-
þykkir samkomulag
71,12% Norður-Ira hlynnt samkomulaginu en 28,88%
voru andvíg. Allt að 95% stuðningur á írlandi
Belfast. Morgunblaðið.
GÍFURLEG fagnaðarlæti brutust út í Kings Hall í Belfast síðdegis í gær
þegar tilkynnt var að mikill meirihluta kjósenda á Norður-írlandi hefði
samþykkt samkomulag um framtíð Norður-írlands í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Alls greiddu 71,12% kjósenda samkomulaginu atkvæði sitt en 28,88% voru
því andvíg. Þá bentu fyrstu tölur og útgönguspár til að yfirgnæfandi meiri-
hluti íbúa Irlands hefði samþykkt samkomulagið. Samkvæmt útgönguspá
írska ríkissjónvarpsins var þó nokkur munur á afstöðu norður-írskra kjó-
senda eftir trúarbrögðum. Pannig bentu niðurstöður könnunarinnar til að
99% kaþólikka hefðu samþykkt samkomulagið en 51% mótmælenda.
Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var
með eindæmum góð og alls neytti
81% íbúa N-írlands kosningaréttar
síns. Þátttaka var einnig góð sunnan
landamæranna en um 60% Ira kusu í
atkvæðagreiðslunni sem telst afar
gott miðað við fyrri þjóðaratkvæða-
greiðslur. Minni þátttaka þar stafar
af því að nánast engin andstaða var
gegn samningnum og þvi lítil sem
engin kosningabarátta. Urslit í at-
kvæðagreiðslunni þar voru ekki ljós
þegar Morgunblaðið fór í prentun en
reiknað var með um 95% stuðningi
við samninginn á grundvelli fyrstu
talna. Jafnframt var gert ráð fyrir að
Ekki undan-
þegnir
vitnaskyldu
Washington. Reuters.
BANDARÍSKUR alríkisdómari úr-
skurðaði í fyrrakvöld að lífVerðir Bills
Clintons Bandaríkjaforseta væru
ekki undanþegnir vitnaskyldu vegna
rannsóknarinnar á ásökunum um að
forsetinn hefði haldið við fyrrverandi
starfsstúlku í Hvíta húsinu og borið
ljúgvitni um samband þeirra.
Talsmaður forsetans gaf til kynna
að úrskurðinum yrði áfrýjað.
Clinton sagði að úrskurðurinn
gæti haft „hrapalleg áhrif' á störf
forsetans og lífvarðanna.
Dómarinn hafnaði þeim rökum að
hætta væri á að forsetar Bandaríkj-
anna myndu reyna að forðast líf-
verðina ef þeir þyrftu að bera vitni
um einkalíf þeirra. Það myndi tor-
velda þeim að vernda forsetana.
írar samþykktu við þetta sama
tækifæri Amsterdam-sáttmála Evr-
ópusambandsins.
Stjómmálaleiðtogar sem studdu
samninginn voru brosmildir í Kings
Hall, þar sem atkvæði voru talin.
David Trimble, leiðtogi Sambands-
flokks Ulster (UUP), sagðist ánægð-
ur en jafnframt afar lúinn eftir erfiða
baráttu. Til nokkurra stympinga kom
á milli fylgjenda og andstæðinga
samningsins í gærmorgun og augljóst
að enn er nokkur hiti í mönnum.
Ljóst er þó að niðurstaðan er stuðn-
ingsmönnum samningsins mikill léttir
því á tímabili var óttast að einungis
um 60% íbúa myndu styðja hann.
Martin McGuinness, aðalsamn-
ingamaður Sinn Féin, sagðist
ánægður með niðurstöðuna þótt
lýðveldissinnar hefðu að vísu haft
ýmislegt við samninginn að athuga.
Þeirra markmið hefði hins vegar
lengi verið að ná fram jafnrétti milli
kaþólikka og mótmælenda og varan-
legum friði og til að ná þeim mark-
miðum þyrftu menn að sætta sig við
málamiðlun. „Vitaskuld bíða okkai'
nú mörg og erfið vandamál. Við
munum hins vegar leitast við að
leysa þau vandamál í samvinnu við
aðra eins og við höfum gert hingað
til.“ Hann sagði mikilvægt að Sinn
Féin og SDLP, stjórnmálaflokkar
þjóðernissinna, tækju nú höndum
saman fyrir væntanlegar þingkosn-
ingar þar sem klofningur væri innan
raða sambandssinna sem valdið gæti
vandræðum við stofnun þingsins.
Adams lagði í sjónvarpsviðtali að
Trimble að setjast niður og ræða við
sig beint um framtíðarskipan mála.
Væri hægt að koma slíkum viðræð-
um á mætti loks ræða þá spurningu
fyrir alvöru hvernig hægt væri að
standa að afvopnun írska lýðveldis-
hersins.
Andstaðan heldur áfram
Þrátt fyrir að samningurinn hlyti
stuðning yfirgnæfandi meirihluta
íbúa N-írlands var Peter Robinson,
varaformaður Lýðræðislega sam-
bandsflokksins (DUP), sem farið hef-
ur fyrir andstöðu gegn samningnum,
hvergi banginn. Hann sagði áður en
úrslit voru kunn að ef eitthvað væri
að marka útgönguspár, sem gerðu
ráð fyrir 70-75% fylgi við samninginn,
þá væri baráttunni síður en svo lokið.
Henni yrði fram haldið eftir mánuð
þegar kosið verður til norður-írsks
þings. Gera má ráð fyrir að enn á ný
verði þar barist um sálir sambands-
sinna, enda geta andstæðingar samn-
ingsins lamað starfsemi þingsins
hljóti þeir til þess nægan stuðning.
„Okkar hlutverk á þinginu verður að
hefta starfsemi þess og koma þannig í
veg fyrir að okkur verði stjómað frá
Dublin,“ sagði Robinson.
Reg Empey, samningamaður
UUP, sagðist hneykslaður á því að
heyra að andstæðingar samningsins
gætu ekki sætt sig við niðurstöðu
lýðræðislegrar atkvæðagreiðslu, og
að hótanir þeirra væru ámælisverðar.
Vonast tíl að friður/6
Reuters
DAVID Trimble, leiðtogi UUP (t.v.) og John Hume, leiðtogi SDLP
(t.h.), skoða stafla af já-atkvæðum þegar talningin hófst í Kings Hall.
Ráðherra í Indónesíu segir kosningar nauðsynlegar
„Þurfum nýja stjórn“
Jakarta. Reuters.
GINANDJAR Kartasasmita, efna-
hagsmálaráðherra Indónesíu, sagði
í gær að boða þyrfti til þingkosn-
inga sem fyrst til að hægt yrði að
mynda nýja ríkisstjórn sem hefði
umboð frá þjóðinni til að koma á
nauðsynlegum umbótum.
„Eitt er víst, við þurfum nýja
stjórn með nýtt umboð frá
þjóðinni," sagði Ginandjar og bætti
við að kjósa þyrfti nýtt þing sem
fyrst, ekki væri hægt að bíða þar til
kjörtímabilinu lýkur árið 2003.
Yfirmaður hersins, Wiranto hers-
höfðingi, gerði í gær ráðstafanfr til
að draga úr þrýstingnum á Jusuf
Habibie forseta. Hann fyrirskipaði
hernum að flytja þúsundir náms-
manna úr þinghúsinu í Jakarta, sem
þeir höfðu lagt undir sig.
Wiranto dró einnig úr áhrifum
tengdasonar Suhartos, Prabowo
Subianto undirhershöfðingja, með
því að svipta hann embætti yfirboð-
ara heimaliðs hersins og gera hann
að yfirmanni herforingjaskóla.
Bandarískir stjórnarerindrekar
sögðu að Wiranto hefði sakað
Prabowo um að hafa fyrirskipað
skotárás á mótmælendur sem varð
sex námsmönnum að bana 12. maí.
Ai’ásin leiddi til óeirða f Jakarta
sem kostuðu 500 manns lífið.
„ALGER BYLTING"
LÆKNAR ITALI
í SUMARFRÍINU
BLÓMLEGT
30 HJÁ BERGÍ.