Morgunblaðið - 24.05.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 24.05.1998, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ , , , Morgunblaðið/Ásdís ITALIUAÐDAANDINN Einar Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir spilar á fídlu sér til yndisauka, en ætli hann eigi gonddl? LÆKNAR ÍTALI í SUMARFRÍINU Fyrir aðeins 20 árum var ytra eyra losað frá og bein eyrnagangsins meitlað upp við krónískri eyrnabólgu. Nú eru sett rör í eyrun með einfaldri aðgerð. Hildur Friðriksdóttir ræddi við Einar Sindrason lækni, sem útskýrir muninn á því að heyra illa á dönsku og íslensku, segir frá starfí sínu og af hverju hatur hans á Italíu breyttist í ást. EINAR Sindrason háls-, nef- og eymalæknir og yfirlæknir Heyi-nar- og talmeinastöðvar íslands (HTI) er svoiítill dellu- karl. Ekki af þeirri gerðinni sem fær alltaf nýja og nýja dellu, fremur er hægt að segja að hann sér trúr sín- um ástríðum. Hann hugsar hratt, talar fumlaust og hreyfir sig snagg- aralega. Ber raunar öll einkenni manns sem hefur nóg fyrir stafni, enda vinnur hann mikið og hefur alltaf gert. „Bara eins og allir ís- lendingar," segir hann, þar sem við strunsum um ganga HTÍ til að skoða starfsemina - raunar eftir að hann hafði gefið blaðamanni allan heimsins tíma í viðtalið. Það hafði nokkuð dregist á langinn vegna sameiginlegrar ástríðu, þ.e. Ítalíu og töfra hennar. Eitt af áhugamálum Einars er starfið. Hann hefur gaman af að ræða fag sitt, bæði læknisfræðina og heymarfræðina. Þegar hann lýsir fræðunum á hann það til að stökkva upp úr stólnum og ganga að hinu og þessu veggspjaldinu, sem ýmist sýna innra eyra og kok eða nefgöng, eða að einhverju tælganna, til að út- skýra nánar mál sitt. „Veistu, að stofnkostnaður háls-, nef- og eyma- læknis vegna tækjakaupa er óhemju mikill. Menn hafa líkt því við að koma á fót tannlæknastofii, sem allir viðurkenna að sé kostnaðarsamt, en öðm máli gegnir um sérgrein mína,“ segir hann. A veggnum á skrifstofu hans í HTÍ hanga einnig tvö veggspjöld af skiðasvæðinu Selva Gardena í Dolomitafjöllunum. „Þarna var ég á ráðstefnu, sem átti eftir að hafa skemmtilegar afleiðingar fyrir mig,“ segir hann og bendir á snævi þakið hús á spjaldinu. En að því eigum við eftir að koma síðar. Einar er einnig heymarfræðing- ur, en heymarfræðin er ekki samþykkt sem sérgrein, hvorki hér né í Danmörku, þar sem hann lærði sérgrein sína. Hins vegar vann hann á heymarstöð og hefur sótt ýmis námskeið í þeirri grein. Sama gildir um samstarfsmenn hans á HTÍ. Heyrnarfræðin byggist á því að meðhöndla og sinna hinum varan- lega heymardaufa. Heyrnar- fræðingar sjúkdómsgreina, en sé eitthvað hægt að lækna senda þeir fólkið frá sér. Stofnaði samtök til að geta hald- ið ráðstefnu Eitt af því sem Einar hefur fengið áorkað er, að í næsta mánuði verður haldin 500 manna ráðstefna á vegum Nordisk Audiologisk Selskab (NAS) hér á landi. Er það ein sú fjölmenn- asta sem samtökin hafa haldið. Til þess að geta haldið ráðstefnuna varð að stofna ný samtök, íslenska heymafræðafélagið, og úr því að þess þurfti þá dreif Einar bara í því og veitir samtökunum forstöðu. í þeim eru læknar, hjúkrunar- fræðingar, sérmenntaðir kennarar í heyrnar- og talmeinafræðum auk sérmenntaðra tæknimanna. Ástæð- an fyrir því að stofna þurfti ný sam- tök er sú, að háls-, nef- og eyrna- læknar áttu aðild að samtökunum fyrir Islands hönd og þeir vom ekki tilbúnir að halda þing hér á landi. Skýringuna á því telur Einar vera þá, að nokkmm áram áður höfðu þeir haldið norrænt háls-, nef- og eyrnalæknaþing, sem var á mörkun- um að standa undir sér vegna lítillar þátttöku. Þegar Einar var við nám var eng- in heyraarsmásjá notuð við kennslu í háskólanum og eina lausnin við eymabólgu var að halda barninu nauðugu og stinga á hljóðhimnunni. „Það er ótrúlegt hversu stutt er síð- an fyrsta eymasmásjáin var flutt hingað inn, en hún er algjör for- senda eymalækninga. Sá sem það gerði var Erlingur Þorsteinsson háls-, nef- og eymalæknir árið 1961. Fram að þeim tíma var einungis verið að fást við toppinn á ísjakan- um vegna þess að menn gátu ekki gert betur. í Danmörku tíðkast enn að stinga á hljóðhimnunni og segir Einar það vera skýringuna á því að Danir noti mun minna af fúkkalyfjum en við. „Ég tek það fram að ég er með því að gefa penisillín við eyrnabólgu, þvi það er svo sárt að stinga á hljóðhimnunni. í minni praxís byrj- aði ég á því að stinga á, en svo las ég um niðurstöður rannsókna frá ríkis- spítalanum í Osló, sem sýndu fram á að þau börn sem fengu eingöngu penisillín komu best út. Eftir þetta hef ég aldrei stungið á eyra á bami. Svona borgar sig nú að lesa það sem skrifað er í litteratúrnum," segir hann svo brosandi. Þá var eyrað losað frá Þegar Einar var að byrja í sinni sérgrein vora gerðar 2-4 stórar skurðaðgerðir á viku á fólki með króníska eymabólgu. Það byggðist á því að ytra eyrað var losað frá og síðan meitlað upp bein eymagangs- ins og bólguvefur og beináta hreins- uð burt. Um var að ræða gríðarlega stóra aðgerð sem tók margar klukkustundir. „Við sjáum aftur á móti núna að krónísk eymabólga stafar af því að kokhlustin starfar ekki eðlilega. Með því að setja rör í eyra bamsins þroskast það eðlilega, því að þá kemst súrefnið eðlilega leið. Þetta hafa tímamir sýnt fi-am á að sé rétt, jafnvel þótt þurfi að setja rör í 10-20 sinnum. Þó að bömin fái tonn af penisillíni hjálpar það ekki. Eina sem það gerir er að drepa bakteríur, en við eram að fást við allt annað þegar um er að ræða krónísk eymavandamál.“ Þegar talið berst að því, hversu útbreidd eymabólga er meðal ís- lenskra barna, segir Einar að um 20% bama séu með „vandamála- eyra“ en hinir sleppi alveg eða nán- ast alveg. Hann segist þess fullviss, að veðurfar hafi gríðarlega mikið að segja og til dæmis hafi verið minna um eyrnabólgur í vetur en oft áður. Hann hefur margoft heyrt sögur af börnum sem flytja til suðrænna landa og allar eymabólgur hverfi eins og dögg fyrir sólu. Þá bendir hann á, að mun minna sé um eyrna- bólgur á sumrin. Þetta sé verðugt rannsóknarefni, en til þess þurfi tíma... Lán fyrir starfseminni Einar byrjaði að vinna fyrir Heymarhjálp meðan hann var starf- andi aðstoðarlæknir í Danmörku. Örfáir háls-, nef- og eyrnalæknar vora þá starfandi á íslandi. Því var tekið það ráð að hringja í Einar út og biðja hann að ferðast um landið í sumarleyfum sínum frá árinu 1974. Þegar hann kom heim 1978 fólst starf hans fyrst í því að fara reglu- lega um landið, en árið 1980 tók hann við stöðu yfirlæknis HTÍ. Eftir að menn eru einu sinni komnir með þá greiningu að þeir heyti illa þjónustar HTÍ þá. Að sögn Einars hefur starfið einkennst af sparnaði allt frá upphafi. „Fyrsta hálfa árið var ekki til fjárveiting fyi’- ir okkur og urðum við að taka lán. Við börðumst því við skuldir í fjöldamörg ár. Þrátt íyrir að þeim fjölgi stanslaust sem þurfa á heyrn- artækjum að halda og þeir gi-eiðj meira íyrir þjónustuna fær HTÍ stöðugt minna fjármagn frá ríkinu. A árinu 1996 voru við með skulda- hala upp á rúmar 6,2 milljónir króna. I lok ársins 1997 var hann kominn upp í 10 milljónir. Það stafar af því að við kaupum fleiri heymar- tæki en áður og þau hafa hækkað í innkaupum. Við eram samt mjög montin með það að vera með ódýr- ustu tæki í heimi vegna þess að við kaupum þau milliliðalaust. Nú er biðtími eftir heymartækjum um það bil hálft ár, en við höfum þó þá reglu að heyri einhver mjög illa hjálpum við honum strax.“ Einar segh’ að allt frá því HTÍ tók til starfa 1980 hafi stöðugildum aðeins fjölgað um eitt. Ef vel ætti að vera þyrfti að bæta við tveimur stöð- um lækna, auk annars starfsfólks. „Við höfum heldur aldrei geta komið af stað svokallaðri eftirmeðferð í sambandi við heymartækin. Það þýðir hópkennslu í nokkra daga til að læra á heyrnartækin og jafnvel endurmenntun. I staðinn hefur fólki með heymartækjavandamál verið leyft að koma hingað án þess að panta tíma og við sinnum því alltaf eftir bestu getu.“ Munurinn á íslensku og dönsku Einar segir merkilegt að hugsa til þess hversu mikill munur er að heyra illa á íslensku eða dönsku. Þegar blaðamaður hváir útskýrir hann það nánar. „Islendingar tala mjög skýrt og þess vegna þurfa þeir mun seinna að fá heyrnartæki en Danir, sem tala mjög óskýrt. Danir byrja gjaman á að nota heyrnartæki við 20 desibel en íslendingar þurfa þau ekki fyrr en við 30-40 desibel,“ segir Einar, brosir breitt og fer að muldra á dönsku Iíkt og ekta Dani. Aldrei hafði hvarflað að blaðamanni, að það gæti sparað heilbrigðiskerf- inu fé að tala skýrt! Þetta er einnig umhugsunarefni íyrir kennara, því að sögn Einars kemur þeim ásamt nemendum hvað verst að heyra illa vegna mikilvægis réttra boðskipta. Langalgengasta orsök þess að heyrnartæki eru ekki notuð er að þau hafa fyllst af eymamerg. Það verður til þess að til verða svokölluð skúffutæki að sögn Einars. „Hingað koma því einstaklingar í hundraða tali með biluð tæki og eyru, sem við hreinsum og lögum.“ - Fær fólkið ekki leiðbeiningar um hreinsun á tækjunum? „Þetta er ekkert vandamál hjá ungu kynslóðinni, en stór hluti þeirra sem heimsækir okkur er eldra fólk. Því eldri sem einstakling- urinn er þeim mun erfiðara á hann með að læra. Ég kynntist þessu vel hjá ömmum mínum, sem báðar urðu fjörgamlar. Það er svo margt sem maður lærir ekki af bókum og ekki fyrr en tekið er á því,“ segir Einar og hallar sér fram á borðið með spenntar greipar. „Þær vora báðar illa heyrandi og komnar með tæki í kringum sex- tugt. Amma Ingigerður, sem varð 94 ára gömul, var gjörsamlega heyrnarlaus án heymartækja síð- ustu árin. Hún lærði á tæki sitt þeg- ar hún fékk það og gat stýrt því al- veg fram í andlátið. Það var vegna þess að hún lærði á það áður en hún varð gömul,“ segir hann svo með áherslu. „Hún gat hins vegar alls ekki lært síðar meir á tæki eins og sjónvarp, útvarp og fleira, sem hún eignaðist. Þetta er það sem við eram aðfástvið.“ ■ Verður svaramaður - Nú langar mig að snúa alveg við blaðinu og heyra um Ítalíu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.