Morgunblaðið - 24.05.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.05.1998, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 s--------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR ., J. Jónína Stein- I þórsdóttir hús- móðir er fædd í Vik í Héðinsfirði 20. júlí 1906. Hún lést á Ak- ureyri 15. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stein- þór Þorsteinsson, f. 18. ágúst 1874, d. 27. des. 1952, og Ólöf Þorláksdóttir, f. 20. júní 1889, d. 17. janúar 1985. Á ^ öðru aldursári var Jónína tekin til fóst- urs af þeim hjónum Eggertínu Guðmundsdóttur og Einari Eyjólfssyni á Siglufirði. Fyrri maður Jónínu var Sveinn Jóhannsson, kaupmaður á Siglu- firði. Þau giftust 22.2. 1930. Hann lést 1932. Seinni maður Jónínu var Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, f. 16. október 1903, d. 17.11. 1980 á Akureyri. Jónína og Eiríkur gengu í hjónaband 4. okt. 1939. Þeim varð ekki barna auðið, en tóku sér kjörson og fósturdóttur. Kjör- sonurinn var Hákon Eiríksson, f. 13. okt. 1942, d. 26.7. 1982. Hann var kvæntur Mörtu E. Jóhannes- dóttur og ól upp tvö fósturbörn, Ornu og Rafnar. Hákon átti eina dóttur, Önnu Maríu, f. 23.12. 1965. Fósturdóttirin er Þóra Guðlaug Ásgeirsdóttir, f. 17. des. 1950, gift Hermanni Huijbens. Þau eiga tvo syni, Ed- ward Hákon, f. 23.3. 1976, og Eirík Georg, f. 12.3. 1977. Útför Jónínu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju á morgun, mánu- daginn 27. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30 Margs er að minnast þegar Ninna frænka er kvödd. Ninna var móðursystir mín, dótt- ir Ólafar Þorláksdóttur og afa míns, Steinþórs Þorsteinssonar, Vík í ^éðinsfirði. Hún fæddist á Ólafs- firði en á Siglufirði ólst hún upp og átti þar sín bernsku- og ungdómsár. Hún var tekin í fóstur af Eggertínu Guðmundsdóttur og Einari Eyjólfs- syni, sem reyndust henni eins og bestu foreldrar, enda mat hún þau mjög mikils og sýndi það í verki. Ninna varð brátt námfús og sér- lega handlagin. Sem barn var hún oft á verkstæðinu hjá fóstra sínum að tálga spýtur og reka nagla, en það þótti nú ekki beint við hæfi stúlkna á þeim tímum. En brátt fór ííún að stinga niður nál og kom þá fljótt í ljós handlagni hennar og flýt- ir. Hún vann við sfldarstörf á sumr- in frá 13 ára aldri, svo síðar við verslunarstörf, en aðalstarf hennar á Siglufirði var við Landssímann. Fékk hún fljótt orð fyrir flýti og dugnað, hvort heldur það var við sfldarsöltun eða símann. Árið 1930 giftist Ninna Sveini Jóhannssyni, verslunarmanni og settu þau upp verslun á Siglufirði. Sveinn andaðist úr heilablóðfalli tveimur árum síðar. Seldi þá Ninna verslunina og fór aftur að vinna á símanum. Árið 1939 giftist hún Eiríki Sig- urðssyni, kennara og síðar skóla- stjóra á Akureyri, og voru þau far- ■%ælu hjónabandi í 41 ár, en Eiríkur andaðist í nóvember 1980. Þau hjón voru bæði mjög gestrisin og áttu fallegt heimili sem ætíð stóð opið fjölskyldum þeirra beggja. Margir ættingjar þeirra dvöldu hjá þeim langtímunum saman, við skólanám, eða vegna veikinda og þótti sjálf- sagt. Þau hjónin tóku sér kjörson, Há- kon Eiríksson, en hann andaðist 1982. Hann var kvæntur Mörtu Jóhannsdóttur og ólu þau upp Örnu dóttur Mörtu. Áður hafði Hákon eignast dóttur sem heitir Anna María. Einnig tóku þau Ninna og Eiríkur fósturdóttur Þóru Ásgeirs- dóttur sem er gift Hermanni Hui- jbens og eiga þau tvo syni, Edvard og Eirík. Hafa þau sýnt Ninnu mikla ræktarsemi og verið henni mikill styrkur hin síðari ár. Ninna og Eiríkur voru bæði mjög félagslynd og tóku mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar og fleiri félaga. Hún var í stjórn kven- félagsins Hlífar um 30 ára skeið, þar af 13 ár formaður og að auki í Pálmholtsnefnd, en félagið rak barnaheimili um langt árabil. Eirík- ur var mótfallinn því að Ninna færi út á vinnumarkaðinn, en hana vantaði ekki verkefnin, því að henni féll aldrei verk úr hendi. Hún að- stoðaði Eirík og Hannes J. Magnús- son, skólastjóra við útgáfu Vorsins, sem var mjög vinsælt bamablað, bæði við að þýða sögur í það og einnig við útgáfu og afgreiðslu þess. Þá þýddi hún 22 barnabækur sem gefnar voru út, meðal annars Pipp bækurnar sem voru mjög vinsælar á sínum tíma. Ninna var mjög listræn í sér og mikil hannyrðakona. Hún saumaði, prjónaði, heklaði og málaði, allt lék í höndunum á henni. Bæði fljótvirk og vandvirk. Ég hefi aldrei séð handfljótari manneskju vinna. Af- köst hennar voru ótrúleg. Ég á marga dýrgripi eftir hana, en þó eru það tveir hlutir sem mér þykir vænst um. Annar er stór hvítsaums- dúkur sem hún saumaði 12 ára gömul, en hinn er dúkur með Til höfunda greina TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgun- blaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgunblaðs- ins til greinahöfunda, að þeir skrifí að jafnaði ekki lengri greinar en sem _ nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða að hámarki 6.000 j tölvuslögum. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrái-. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritslj. “ + Ástkær systir mín, GUÐNÝ SIGRÍÐUR GfSLAOÓTTIR, Nóatúni 29, lést á sjúkradeild Hrafnistu fimmtudaginn 21. maí. Guðrún Gfsladóttir. harðangurssaumi, sem að hún saumaði þegar að hún var 90 ára að aldri, eða fyrir tveimur árum. Hún var með handavinnu fram á síðustu stundu. Ég átti með henni góðar stundir hálfum mánuði áður en hún kvaddi og var hún þá að ljúka við að hekla gluggatjald fyrir unga frænku sína. Það mun hafa verið hennar seinasta verk. Ég minnist þess er ég sem bam fékk að fara í heimsókn til Ninnu og Eiríks í nokkur vor, hversu unaðs- legar stundir ég átti hjá þeim. Þar voru allir veggir þaktir bókum og ég las og las og ef að ég skyldi ekki eitthvað, var það útskýrt og jafnvel rökrætt um bókina sem ég var að lesa í það og það skiptið. Þessar vorheimsóknir mínar til Akureyrar eru mér ógieymanlegar. Því var það, er synir mínir komust á svipað- an aldur, fengu þeir að fara til Ninnu og Eiríks og nutu þeir báðir dvalarinnar hjá þeim á sama hátt og ég mörgum árum áður. Ninna átti gott með að tala við börn og ná at- hygli þeirra, því að hún var hressi- leg í tali og framkomu. Ninna og Eiríkur dvöldu oft hjá okkur hjónum þegar þau komu til Reykjavíkur í sambandi við störf sín í hinum ýmsu félögum er þau voru í. Samband okkar styrktist mjög við þessar heimsóknir og þrátt fyrir aldursmuninn varð Ninna frænka ein besta vinkona mín. Ég mun sakna símtala okkar, skilnings hennar og vináttu. Ninnu frænku verður sárt saknað af okkur öllum. Hún var engum öðrum lík. Þó að hún væri að nálgast 92 ára aldurinn var hún enn ung í anda, og hefði vel getað verið mörgum árum yngri eft- ir útlitinu að dæma. Sonur minn, Björgvin Gylfi Snoiæason, sem búsettur er í Dan- mörku, skrifaði Jónínu frænku sinni bréf daginn áður en hún dó. Niður- lag þess fer hér á eftir: „Kæra Ninna. Ég hugsa oft til sumardvalarinnar hjá ykkur Eiríki þegar ég var lítill. Ég man eftir bláa himninum yfir Akureyri, sem var allt öðruvísi en sá sem var yfir Reykjavík, bæði blárri og hreinni. Ég man iíka eftir heimili ykkar sem bar í sér andrúmsloft góðmennsku, velvilja, upplýsinga og sjálfsmeðvit- undar. Himinninn yfii’ okkur er sá sami og heimurinn virðist ekki breytast merkjanlega. Leiktjöld og leikreglur taka iitbreytingum, inni- haldið smíðar maður sjálfur. Inni- legar kveðjur frá mér og mínum og þökk fyrir allt.“ Við, ég og synir mínir, Björgvin Gylfi og Ásgeir Valur ásamt fjöl- skyldum þeirra, kveðjum Ninnu frænku með kærleika og þökk fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum með henni. Krisljana H. Guðmundsdóttir. Elskuleg frænka okkar er látin og langar okkur til að minnast hennar í örfáum orðum. Ninna frænka, eins og við kölluðum hana, var systir móður okkar Guðmundu. Ninna var kærleiksrík, gam- ansöm dugnaðarkona. Hún tók virk- an þátt í margs konar félags- og menningarmálum og sinnti þeim af alúð og ósérplægni. Hún var mikil atorkukona og sópaði að henni hvar sem hún kom og lét sitt ekki eftir liggja. Heimili þeirra hjóna, Eiríks og Ninnu, stóð okkur ávallt opið og var okkur alltaf tekið opnum örmum. Svo var einnig eftir fráfall Eiríks og fundum við vel fyi'ir því hve vel hún fylgdist með okkur, sem og börnum og barnabörnum okkar. Hún tók ríkan þátt í mannfögnuðum, bæði í fjölskyldunni sem og annars staðar og hafði yndi af. Ninna var iðin við hannyrðir og átti hún sneisafullar skúffur af alls kyns handavinnu. Oftar en ekki opnaði hún skúffurnar þegar við komum í heimsókn og bað okkur að velja eitthvað, því hún hefði hvort sem er ekkert að gera með þær. Að heimsókn lokinni höfðum við hann- yrðir hennar því jafnan með í farteskinu. Samband Ninnu og móður okkar var náið og einstak- lega gott. Þær töluðu alltaf saman í síma á 3unnudagsmorgnum auk þess sem þær sóttu hvor aðra heim er tækifæri gáfust. Eftir eina slíka heimsókn Ninnu til Siglufjarðar orti húr, vísu til mömmu sem hljóðar þannig: Gestir una í góðu skjóli gæðafóltó sínu hjá, vinátta á valdastóli, veislumatur borðum á. Ninna var snaggaraleg, létt á fæti sem unglamb og okkur fannst hún aldrei gömul. Eitt sinn sem oftar kom hún til Siglufjarðar á Sfldar- ævintýri. Hún hafði eitthvað meitt sig á hné og var reifuð, en þrátt fyr- ir það lét hún sig ekki muna um að ganga upp í Hvanneyrarskál til messu. Þegar niður var komið segir hún síðan frá meiðslum sínum og sagðist elcki hafa viljað segja frá þeim því þá hefði hún ekki fengið að fara gangandi. Við kveðjum frænku okkar með virðingu og hlýju. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Friðrik, Björg, Jóhannes Friðriksbörn og fjölskyldur. Kveðja frá Regluráði Sam- frímúrarareglunnar Við í Sam-frímúrarareglunni á ís- landi kveðjum nú tvær reglusystur úr St. Gimli á Akureyri, sem báðar voru búnar að vinna vel fyrir reglu okkar. Þær létust með tvegga daga millibili. Gunnborg Kristinsson var jarðsett 20. þ.m. Jónína, sem hér er sérstaklega kvödd, var elsti félagi Sam-frímúrarreglunnar hér á landi, 92 ára og hafði starfað í reglunni í 50 ár 3. apríl síðastliðinn. Hún var ekki bara á skrá í stúku sinni, hún mætti á alla fundi, ef mögulegt var, og til hennar var oft leitað því hjá henni var fróðleik og visku að finna. Á 70 ára afmæli St. Gimli sagði Gunnborg Kristinsson á ávarpi sínu: „Innganga þeirra hjóna Jónínu og Eiríks reyndist sfðar til mikilla heilla fyrir stúku okkar, í fjölda ára voru þau meðal helstu máttarstólpa St. Gimlis." Það er ógerlegt að meta gildi þess fyrir félagsstarfið að hafa inn- an sinna vébanda svo lengi jafn hæfan félaga og Jónína var sem gat miðlað þeim yngri af reynslu sinni á jafn jákvæðan hátt og hún gerði. Já, Jónína var styrk stoð í starfi regl- unnar. Það hefur reynt á dugnað og fómfýsi systkinanna í St. Gimli, að halda uppi starfinu, jafn fá og þau voru oftast, en nú horfir við grósku- mikið og fagurt starf, og í þeim árangri á Jónína stóran þátt. Um 30 ára skeið höfum við hjónin hitt hana á fundum, því Jónína og Eiríkur voru dugleg við að koma í heimsóknir hingað suður, og alltaf var jafn ánægjulegt að deila með henni skoðunum, hún miðlaði af nægtabi’unni lífsreynslu sinnar. Af slikum stundum fórum við ávallt ríkari og bjartsýnni á hið góða í fari samferðamannanna. Síðast hittum við Jónínu austur á Egilsstöðum síðastliðið haust, og áttum saman góða stund i Vallanesi, samferða- mennirnir höfðu faxdð út að skoða sig um með húsbændum staðarins, en við þrjú sátum inni og spjölluð- um saman. Það var aðdáunarvert hversu andlega frísk þessi aldraða kona var, minnið gott, glaðleg og jákvæð, og lifandi áhugi hennar fyr- ir starfi Sam-frímúrai'reglunnar í nútíð og framtið. Þá samsverustund geymum við í minningasjóði sem dýrmæta perlu. Allt félagsstarf byggist á ein- staklingum. Því fleiri sem sinna starfinu af áhuga þess blómlegra verður starfið. Jónína naut virðing- ar og trausts. Henni voru falin þýðingarmikil störf fyrir regluna, hún hafði um margra ára skeið ver- ið í yfirstjórn reglunnar á íslandi og var heiðursfélagi Islandssam- bandsins. Fyrir hönd Regluráðs Sam-frímúrarareglunnar á íslandi eru Jónínu Steinþórsdóttur hér færðar þakkir íyrir hálfrar aldar starf, sem unnið var af fórnfýsi og kærleika, starf sem St. Gimli á eftir að njóta góðs af um ókomna fram- tíð. Aðastandendum sendum við samúðarkveðjur. Guð blessi minningu mikilhæfrar konu. Kristján Fr. Guðmundsson. Kveðja frá Sam-Frímúrararegl- unni á Akureyri Skammt er stórra högga á milli í Sam-Frímúrarareglunni á Akur- eyri. I sömu vikunni létust tveir af máttarstólpum hennar. Systur okkar þær Gunborg Kristinsson, sem andaðist 12. maí, s.l. eftir erf- iða bax-áttu við illvígan sjúkdóm og Jónína Steinþórsdóttir sem við kveðjum í dag. Jónína kvaddi þetta líf þann 15. maí s.l. á fögru vor- kvöldi og hóf gönguna inn í sól- skinsbjart sumarið á æðra tilveru- stigi: „Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið." (Gibran) I hálfa öld hefur Jónína starfað í Sam-Frímúrarareglunni á Islandi. Það var 3. apríl 1948 sem hún gekk í St. Gimli nr. 853 Or. Akureyri ásamt eiginmanni sinum Eiríki Sig- urðssyni. Saman unnu þau að upp- byggingu reglunnar, þar unnu þau ómetanlegt starf og sýndu þá stað- festu og stöðuglyndi sem til þurfti. Með árvekni þeirra og krafti stuðluðu þau að velferð reglunnar. I dag njótum við góðs af þessu heilla- drjúga starfi. í tilefni af 50 ára starfsafmæli Jónínu var haldinn hátíðarfundur í aprfl s.l. henni til heiðurs og voru henni færðar m.a. fimmtíu rauðar rósir, ein fyrir hvert starfsár. Allt þitt líf er eins og vor með ilm af rauðum rósum. Sólin hvert þitt signi spor og sveipi dýrðar Ijósum. (ÁS.) Jónína sat í stjórn Sam-Frímúr- arai'eglunnar hér á landi í mörg ár og var heiðursfélagi Islandssam- bandsins. Fundarsókn hennar var til fyrirmyndar enda sagði hún „Að fara á fund gerir mér ekkei't nema gott, því þá að neita sér um það?“ Góð mannleg samskipti voru henni dýrmæt. Störf hennar einkenndust af krafti, eldmóð og áhuga, það var ekkert hálfkák þar sem Jónína var. Þennan eldmóð hefur hún nýtt sér í þeim tilgangi að lifa eftir kenning- um reglunnar, m.a. virða mann- réttindi, frelsi til trúarbragða- skoðana, jafnrétti kynjanna og um- burðarlyndi til allra manna. Jónína var skemmtileg kona og hnyttin í tilsvörum. Hún var skapandi og listfeng og ótrúlega afkastamikil, bera hannyrðir hennar þess vitni. Hún var andlega leitandi kona, skýr í hugsun og víðlesin. Hún treysti á höfund lífsins og í trausti þess vissi hún að: Feigðin hún er skammvinnt skuggaspil. í skaparans hönd er enginn dauði til. (M. Joch.) Við reglusystkini þökkum henni alla þá leiðsögn er við höfum notið frá hennar hendi í frímúrarastarf- inu. Dagsvei-ki hennar er nú lokið og þá er ekkert annað eftir en að þakka henni af alhug fyrir sam- fylgdina. Við óskum henni góðrar heimkomu á æði-a tilverustigi. Hún horfði sátt við heiminn á ið hinsta sólarlag og hún á margra hylli og þökk semhérerkvöddídag. Og hún á tón sem ómar enn frá innsta hjartans streng. (Steingrímur í Nesi) Ástvinum hennar vottum við dýpstu samúð og biðjum þeim allrar blessunar. Minning mætrar konu lifir í hjörtum okkar. Ásta Sigmarsdóttir, Jóna Fjall- dal og Margrót Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.