Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kynnisferðir sf. flytja hugs- anlega aðsetur sitt til BSI STJÓRNIR Bifreiðastöðvar íslands, sem sér um rekstur Umferðarmiðstöðvarinnar í Reykjavík, og Kynnisferða sf., sem annast m.a. akstur flugfarþega í Leifsstöð hafa nú til skoðunar þá hugmynd að Kynnisferðir flytji aðsetur sitt í Umferðarmiðstöðina. Eru jafn- framt uppi hugmyndir um að Strætisvagnar Reykjavíkur og Almenningsvagnar hafi þar viðkomu. Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Kynn- isferða, segir að orðið sé nokkuð þröngt um starfsemi fyrirtækisins á Hótel Loftleiðum en þar hefur aðsetur þess verið um árabil. Auk þess hefur fyrirtækið farmiðasölu á Hótel Esju og í miðborginni en það býður ferðamönnum margs konar skoðunarferðir fyrir utan akstur- inn milli Reykjavíkur og flugstöðvarinnar. Um 20 bílar af ýmsum stærðum eru í eigu Kynnis- ferða. Kristján leggur áherslu á að hér sé aðeins hugmynd á ferðinni ennþá, hún sé skammt á veg komin en hafi verið rædd í stjórnum fyrir- tækjanna og kynnt lauslega fyrir borgaiyfir- völdum, SVR og Aimenningsvögnum. Með þessu væri hægt að veita betri þjónustu, t.d. þeim sem ferðast með sérleyfishöfum og þurfa síðan að komast á Keflavíkurflugvöll eða á aðra staði í borginni, þá sé hentugra að hafa eina skiptistöð þar sem bflar frá öllum aðilum hefðu viðkomu. Eftir sem áður myndu bílar Kynnis- ferða þó hafa viðkomu á hótelum borgarinnar vegna flugfarþega. Stæði betur undir nafni Ekki er talið að miklar breytingar þurfi á aðstöðu Umferðarmiðstöðvarinnar til að hýsa Kynnisferðir og hugsanlega fleiri aðila. Segir Kristján að vegna lóðarinnar þurfi ef til vill að huga að einhverjum skipulagsatriðum, m.a. vegna væntanlegs flutnings Hringbrautarinnar. Hjá BSÍ eru í dag afgreiðslur sérleyfishafa og hluta hópferðabfla. Segir Kristján að verði af þessari auknu nýtingu megi kannski segja að Umferðarmiðstöðin nái enn frekar því að standa undir nafni sem miðstöð. Hann sagði hugmynd- ina verða til skoðunar í sumar hjá áðurgreind- um aðilum og með haustinu mætti búast við ákvörðunum. Hugsanlegur flutningur jrrði því ekki fyrr en næsta vetur. Kosningavefur Morgunblaðsins Um 12.000 heim- sóknir HEIMSÓKNIR á Kosninga- vef Morgunblaðsins voru í gær orðnar tæplega 12.000 írá því vefurinn var opnaður 8. maí síðastliðinn. Viðbrögð við Kosningavefnum hafa verið jákvæð. Morgunblaðið hefur boðið upp á þá þjónustu að taka við fyrirspumum kjósenda til framboðslistanna og birta svör þeirra á Kosningavefn- um. A sjöunda tug fyrirspurna barst og var velflestum svarað. Um þriðjungi fyrir- spumanna var beint til fram- boðslistanna í Reykjavík, en afgangurinn dreifðist á fram- boðslista í 16 sveitarfélögum. Um 3.400 „kusu“ á netinu Tæplega 3.400 manns höfðu í gærmorgun látið í ljós álit sitt á framboðslistunum, sem í kjöri em, með því að „kjósa“ á netinu. Þá bámst umsjónarmanni Kosningavefjarins á fimmta hundrað tölvubréf með fyrir- spumum, athugasemdum, leiðréttingum og viðbótum við vefinn. Margir þökkuðu fyrir framtakið og lýstu ánægju sinni með Koshingavefinn. Seglum þönd- um á sundum bláum ÞÆR vagga friðsælar skúturnar á sundunum bláum, með Esjuna í öllu sínu veldi í baksýn og Viðey þar fyrir framan. Hvem dreymir ekki um að „svífa seglum þönd- um, svífa burt frá ströndum" á vorkvöldi í Reykjavík? Víða annasamt hjá lögreglu Mikið um ölvun og óspektir TÖLUVERT var um ölvunarakstur og óspektir víða um land aðfaranótt laugardagsins og því annasamt hjá lögreglu. Á ísafirði voru þrir teknir gmnaðir um ölvun við akstur frá því klukkan fimm síðdegis á fóstudag og fram undir morgun. Tvær líkamsárásir í Keflavík í Keflavík var einnig mikið um ölvun og gistu þrír menn fanga- geymslur lögreglunnar vegna ölv- unar og óspekta. Sex voru teknir íyrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni og einn tekinn fyrir ölvun við akstur. Tvær líkamsárásir voru tilkynnt- ar lögreglunni í Keflavík. Maður fékk bjórkönnu í höfuðið á veitinga- húsi þar í bæ og annar maður varð fyrir líkamsárás í heimahúsi og voru báðir aðilar fluttir á slysadeild en fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Rúðubrot og lieimilisófriður Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum fyrir óspektir; rúðubrot og heimilis- ófrið. Einnig var þar töluvert um ölvun. Á Selfossi voru níu manns teknir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ölvunarakstur. Morgunblaðið/Golli Félagsmálaráðherra um áskorun sjálf- stæðismanna Eðlilegt að lögin taki gildi PÁLL Pétursson félagsmála- ráðherra segir að frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins til borg- arstjórnar í Reykjavík ákveði ekki hvaða mál gangi fram á Alþingi. Þeir samþykktu á fundi í fyrradag að skora á ríkis- stjómina að ljúka ekki af- greiðslu frumvarpa um skipan mála á miðhálendinu þegar þing kemur saman að loknum sveit- arstjórnarkosningum heldur fresta henni til haustsins. „Það hafa borist ýmsar áskoranir um það að fresta mál- inu frá einstaklingum og félaga- samtökum svo það eru engin nýnæmi á þessu. Ég tel að það sé út af fyrir sig ekkert sem vinnist við það að fresta málinu fram á haust. Það er eðlilegt að lögin taki gildi. Ég legg áherslu á það. Það er ekki gott að láta stjórnleysi ríkja áfram í sumar í þessum málum. Það ríður á að ljúka þessu máli,“ sagði Páll. Bifreið ýtt fram af bjargi STOLIN bifreið frá Keflavík fannst í fjöruborðinu undir Vogastapa á fostudag og hafði henni verið ýtt fram af hömrun- um þar fyrir ofan sem eru milli 20 og 30 metra háir. Eigandi bifreiðarinnar, sem er rauð Toyota Corolla, tilkynnti um þjófnað á bifreiðinni á hádegi á föstudag en hennai- hafði verið saknað frá aðfaranótt fimmtu- dags. Lögreglan í Keflavík hóf strax leit að bifreiðinni og fann hana skömmu síðar á fyrrgreind- um stað, gjörónýta. Lögreglan í Keflavík lýsir nú eftir ábendingum um þessi und- arlegu afdrif bflsins og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Keflavík. Reykur frá potti MIKILL reykur myndaðist í eld- húsi við Maríubakka í Breiðholti á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags, en pottur hafði verið skilinn eftir á heitri hellunni. Slökkviliðið fór á staðinn og reykræsti íbúðina, sem ekki varð fyrir sjáanlegu tjóni, að sögn Slökkviliðsins í Reykjavík. Eng- an sakaði. A ►1-64 Algör bylting ►Spáð í áhrifin af Hvalfjarðar- göngunum á nærlig4jandi byggð- arlög. /10 Útlaginn snýr aftur ►Alexander Lebed kjörinn hér- aðsstjóri í Krasnojarsk. /12 Hroturnar f rusu í næturfrostinu ►Göngukonumar á Grænlands- jökli í máli og myndum. /28 Blómlegt hjá Bergís ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við mæðgumar Ingibjörgu Bergvinsdóttur og Guð- rúnu Magnúsdóttur. /30 B ► l-24 Gott að vera sinn eigin herra ►Heim að Hulduhólum tii Stein- unnar Marteinsdóttur leirlistar- konu. /1&2-6 Réttum megin við núllið ►Ámi Tryggvason hefur staðið á leiksviðinu í 60 ár án þess að brotna, þó stundum hafi hann bognað að eigin sögn. /6 Ég varð að skilja hryggðina ►Vestur-íslendingurinn Lillian Vilborg MacPherson ákvað að gera gamlan draum að veruleika og læra íslensku á íslandi. /8 Bakað í ættlíði 4 ►í Sandholtsbakaríi hóf ættfaðir- inn brauðstritið árið 1920. /10 FERÐALÖG ► 1-4 Minnesota ►Mekka kaupglaðra íslendinga /2 Á jeppum með stelpum ►Uppreisn gegn karlaveldinu eða bíladella á háu stigi?. /4 D BÍLAR ► 1-4 Standard Vanguard gerðurupp ►Bílaáhugamaður komst nýlega yfir illa farið, 60 ára eintak af þessu breska framúrstefnubíl síns tíma. /2 Reynsluakstur ►FjölbreytturfjölnotaH-l Starex ./4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-28 Framfarafélag Bolung- arvíkur tekur til starfa ►Unnið að eflingu atvinnu og fé- lagslífs í bæjarfélaginu. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34,36 Fólk í fréttura 54 Minningar 37 Útv./sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Mannllífsstr. 14 Hugvelqa 50 Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.