Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 38
J58 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 V--------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkærfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÁRNASON frá Stóra Hrauni, Minni-Grund, áður Hólmgarði 1, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 27. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Ingibjörg Einarsdóttir, Þórir Þórðarson, Sigurður L. Einarsson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Anna María Einarsdóttir, Gústaf Guðmundsson, Árni Einarsson, Ragnhildur Nordgulen, Sigurbjörg Einarsdóttir, Eyþór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar ástkæra JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR, Ljósheimum 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti Krabbameins- félag íslands njóta. Anton Líndal Friðriksson, Guðrún Antonsdóttir, Gunnar Steinþórsson, Eyrún Antonsdóttir, Arnrún Antonsdóttir, Ingvi Þór Sigfússon, Dóra Sturludóttir og barnabörn. INGIBJÖRG INDRIÐADÓTTIR + Ingibjörg Indriðadóttir fæddist í Keldunes- koti í Kelduhverfí 19. apríl 1929. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 15. maí síðastliðinn, 69 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Indriði Hannesson, f. 20.12. 1902, d. 25.9. 1963, og kona hans Kristín Jóns- dóttir, f. 18.8. 1906, d. 8.6. 1988, bændur og hótelhaldarar í Lindar- brekku í Kelduhverfi. Systkini Ingibjargar eru: Björg Margrét, f. 25. maí 1930, og Gunnar og Gunnlaugur, tvíburar, f. 10. nóv. 1932. Eiginmaður Ingibjargar er Jón Gunnlaugur Stefánsson bóndi, f. 16. maí 1925, ættaður frá Arnarstöðum í Núpasveit. Foreldrar hans voru hjónin Oktavía Stefanía Ólafsdóttir, f. 30.9. 1891, d. 4.1. 1934. og Stefán Tómasson, f. 4.3.1881, d. 19.2. 1967. Jón og Ingibjörg giftu sig 18. ágúst 1951. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Kristín Erla, f. 14. febrúar 1951, starfsmaður í Sólningu og á leikskóla, hennar maður er Garðar Tyrfíngsson starfsmað- ur við Hitaveitu Suðumesja. Þau eiga tvo syni, Sævar, f. 1976, og Grétar Má, f. 1982. 2) Drengur (óskírður), f. 1953, d. 1953. 3) Margrét, f. 18. janú- ar 1957, kennari og þroskaþjálfi, henn- ar maður er Kol- beinn Björgvinsson vélaverkfræðingur. Þau eiga einn son, Jón Björgvin, f. 1995. 4) Ari Þór, f. 7. janúar 1969, bif- vélavirki, hans kona er Ragnheiður Helgadóttir hjúkr- unarfræði-nemi. Ingibjörg lauk gagnfræða- prófí frá MA. Hún var húsmóð- ir í Höfðabrekku frá 1955 og stýrði þar búi ásamt eigin- manni sinum allt til ársins 1986 þegar féð var skorið niður vegna riðuveiki. Ung hóf hún störf sem kennari og stýrði skóla í sínu héraði frá 1947 til 1963 og var stundakennari (við grunnskólann í Skúlagarði) eft- ir það meðan heilsa leyfði. Hún tók virkan þátt í starfi ung- mennahreyfingarinnar og var um tíma í stjóm Ung- mennafélagsins Leifs heppna og UNÞ. Hún var einnig virk í starfi Framsóknarflokksins og var formaður Framsóknar- flokks NE um skeið. Ingibjörg verður jarðsungin frá Garðskirkju á morgun, mánudaginn 25. maí, og hefst athöfnin klukkan 14. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 26. maí kl. 13.30. Guðmundur H. Garðarsson, Valdís Garðarsdóttir, Vildis Garðarsdóttir, Ragnheiður Garðarsdóttir, Gísli Magnús Garðarsson, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Skúli Axelsson, Rögnvaldur Ólafsson, Bryndís Björk Saikham. + Bróðir okkar, SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON járnsmiður, Grettisgötu 32, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 8. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Guðmundur, Kristján, Guðrún, Sigríður, Þórður og Guðni. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA S. WÍUM, verður jarðsungin frá Fossvogskirkiu mánudaginn 25. maí kl. 15.00. Elísa Björg Wfum, Gunnar Jónsson, Dóra Sif Wíum, barnabörn og barnabarnabörn. KVEÐJA FRÁ EIGINMANNI Besti vinur bak við fjöllin háu, blærinn flytur mín kveðjuorð til þín, hvíslar í eyru Ijúfu ljóðin smáu, löng er biðin uns kemur þú til mín. Manstu ekki sumarkvöldin sælu, við sátum tvö ein við dalsins tæru lind og hlýddum saman hljóð á hörpu minnar óð og ortum fógur ástarljóð. Núégvakiumnætur og vænti þín. Það vorar, allt grætur þig, ástin mín. Ég heyri vorfugla kvaka, komdu, vinur, til baka, þá við vökum og syngjum meðan vomóttin dvín. (Hötók.) Jón G. Stefánsson. Elskuleg móðir okkar er látin langt um aldur fram. Okkur systk- inin langar til að kveðja hana með nokkrum minningarbrotum. Hvað dettur manni fyrst í hug þegar hugsað er til baka til æskuáranna? Elsku mamma. Þú varst alltaf svo kát og glöð og gerðir gott úr öllu. Mikið vorum við lánsöm að eiga þig fyrir mömmu. Þú varst uppalandi af guðs náð og óþreytandi að miðla af þekkingu þinni, hvort sem var til okkar bamanna þinna eða í starfi þínu sem skólastjóri og kennari. Þar streyma fram ótal minningar, t.d. þegar við fjölskyldan vorum á ferðalögum um landið og þú frædd- ir okkur um það sem fyrir augu bar. Félagslynd varstu og lést þig varða málefni til mannræktar og framfara í sveitinni þinni og land- inu. Þú varst lifandi og vakandi í öllum félagsskap. Ræktun lýðs og lands má segja að hafi einkennt þig því þú varst liðsmaður skógræktar og tókst virkan þátt í störfum skógræktarfélagsins sem og ung- mennahreyfingarinnar. Svo lagðir þú líka kirkjunni þinni lið með því að syngja í kirkjukórnum. Ekki má gleyma stjómmálaáhuga þínum því Framsóknarflokkurinn átti dygg- an stuðningsmann í þér og tókstu þátt í starfi flokksins meðan kraft- ar dugðu. Tónlist var eitt af áhugamálum þínum. Stundimar þegar þú tókst fram gítarinn, spilaðir og söngst og við sungum öll með, standa Ijóslif- andi fyrir hugskotssjónum okkar. Vinkona þín frá æskuámm segir að þú hafir verið mjög einlæg í vináttu þinni, verið gleðigjafi og skapað glaðværð í hverjum hópi sem þú varst í og yfirleitt með gítarinn með þér. Það getum við svo sann- arlega tekið undir. Eflaust hafa rólegar stundir ekki verið margar hjá þér; bóndakon- unni, húsmóðurinni útivinnandi og félagsmálamanneskjunni, en þegar færi gafst fannst þér gott að lesa góðar bækur. Þú máttir ekkert aumt sjá og varst alltaf tilbúin að hjálpa lítilmagnanum. Það er ljúft að hitta gamla nemendur þína sem eiga svo góðar minningar um manngæsku þína. Þú barst svo mikla virðingu fyrir bömum, enda hændust þau fljótt að þér. Vorið var þinn uppáhaldstími. Þá fannst þér gaman að vaka og fylgj- ast með gróandanum; sjá fuglana byggja sín hreiður, blómin líta norðlenska sumarið og lömbin byrja sinn leik í haganum. Þegar þú varst yngri brástu þér á hest- bak því þú hafðir mikinn áhuga á hestum á þínum yngri árum. Þú varst dýravinur mikill, öll dýr hændust að þér og þú áttir auðvelt með að skilja dýrin og tilfinningar þeirra. Svo mikið gastu sett þig í þeirra spor að þér þótti erfitt að draga lamb úr kind vegna þess að þú vissir svo vel hvernig var að fæða bam! Og talandi um vorverk- in þá er garðurinn í Höfðabrekku þitt sköpunarverk, garðurinn sem við höfum notið með þér og munum njóta áfram. Já, það var aldrei nein lognmolla yfír heimilislífinu í Höfðabrekku þegar við vorum að alast upp. Þar var mjög gestkvæmt og alltaf heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi og líf í umræðunum. Og á tíma veikinda þinna vildir þú vera með í umræðunni, tjáðir skoðun þína þegar þú gast og lést hvergi af sannfæringu þinni hvort sem um stjómmál eða önnur málefni var að ræða. Eins og fyrr segir varstu afar bamelsk. Þegar fyrsti ömmustrák- urinn fæddist var gleðin mikil og þú naust þess fram í fingurgóma að dekra við hann. Og svo var einnig um hin tvö sem seinna bættust í hópinn. Þótt veikindi þín síðari ár hafi komið í veg fyrir að þú gætir sinnt ömmuhlutverkinu eins og þú hefðir helst viljað, kom það ekki í veg fyrir að litlu ömmustrákamir fengju þín notið og var unun að sjá hversu góð og sterk tengslin voru á milli þín og ömmustrákanna sem þú elskaðir svo heitt. Ástand þitt hindraði heldur ekki að þessi tengsl mynd- uðust. Þeir kúrðu uppi í rúmi hjá þér sama hvort þeir vom tveggja, 16, eða 21 árs. Það yljar manni að rifja upp atvik þegar Grétar Már, sem dvaldi á hverju sumri hjá ömmu og afa, skemmti sér við að rúnta með þig á hjólastólnum úti og sagðist vera í rallíkeppni. Ein- hver gerði athugasemd og sá stutti svaraði þá: „Jú, ég má það, amma sagði já. Litla ófædda barnið hans Ara Þórs fær því miður ekki að kynnast þér, þú sem reyndir svo mikið að þrauka til að fá að taka þátt í þessari miklu hamingju sem er í vændum. Því miður vom hin síðari ár þér erfið þar sem illvígur sjúkdómur herjaði á þig. Það var sárt fyrir ykkur pabba loksins þegar þið höfðuð komið ykkur upp miklu myndarbúi og unnið hörðum hönd- um svo að draumarnir yrðu að vemleika, að þá fékkstu þeirra ekki notið sem skyldi. Það er stundum erfitt að skilja tilgang lífsins, en öll él birtir upp um síðir og maður lærir að lifa með hlutun- um. Pabbi hefur staðið sem klettur við hlið þér í öll þessi ár og hans umhyggja fyrir þér er engu lík. Að þú skyldir geta verið áfram heima svo lengi sem raun ber vitni er kraftaverk og viljum við systkinin og fjölskyldur okkar þakka elsku pabba okkar fyrir. Það em ekki margir sem mundu feta í hans fót- spor í þessu. Það vita allir sem til þekkja. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna okkar, skarð sem aldrei verður fyllt, en við munum ylja okkur við minningarnar. Þær em afar dýrmætar og þær munum við geyma og deila með bömum okkar og öðm samferðafólki. Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu þér ást og umhyggju, komu í heimsókn til þín og styttu þér stundir í veikindum þínum. Elsku mamma, guð blessi þig og hvíldu í friði. Erla, Gréta, Ari Þór og fjölskyldur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs engiar saman í hring sænginniyfirminni. (Höf. ók.) Elsku besta amma. Við söknum þín mjög mikið. Það er svo tómlegt í Höfðabrekku án þín. Við vitum að nú líður þér betur og huggum okkur við það. Að fá að eiga þig fyrir ömmu var afar dýr- mætt og við munum aldrei gleyma öllum góðu stundunum okkar. Þú ert besta amman í öllum heiminum. í hugum okkar ömmustrákanna er Höfðabrekkan besti staður sem til er í heimi. Sem betur fer er afi ennþá þar og við munum svo sann- arlega eiga áfram vísan stað hjá elsku afa okkar í framtíðinni. Við geymum í minningunni a.Ut sem þú kenndir okkur og umhyggja þín fyrir okkur var mjög mikil. Við þökkum öll yndislegu árin í sveit- inni hjá ykkur afa, það eru forrétt- indi í nútíma samfélagi, þar sem ekki er lengur sjálfgefið að bömin séu mikið hjá afa og ömmu, að hafa fengið að vera svona mikið hjá ykk- ur. Að fá að vera í sveitinni hjá ykkur og taka þátt í lífínu þar er ómetanlegt veganesti fyrir okkur út í lífið. Við biðjum guð að passa þig fyrir okkur, elsku amma, og við geymum mynd þína í hjörtum okkar. Þínir ömmustrákar Sævar, Grétar Már og Jón Björgvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.