Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 31 STARFSMENN Bergís ehf. f.v.: Hildur Guðnadóttir, Vilborg Sverrisdóttir, Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Magnús Erlendsson og Guðrún Magnúsdóttir framkvæmdastjóri. þarna inn af götunni en fengum alla fyrirgreiðslu og einkaumboð fyrir fyrirtækið. Við höfum haft mikil viðskipti við það síðan og erum orðnir persónulegir vinir eigend- anna,“ sagði Ingibjörg. Það kom síðar upp úr kafinu að ferðafélaginn vann ekki í fyrirtækinu heldur hafði hann fjárfest í því og var vin- ur eigandans. Margir Melka-menn Bergís ehf. hefúr vaxið jafnt og þétt. Árið 1990 var bílskúrinn orðinn of lítill og byggðu þau Magnús og Ingibjörg bakhús yfii' fyrirtækið við íbúðarhús sitt á Sel- tjarnarnesi. Sama ár bættist við fjórði starfsmaðurinn, Vilborg Sverrisdóttir, sem enn vinnur hjá Bergís. Fyrir tveimur árum var gjafa- vörulagerinn og heildverslunin flutt af Seltjarnarnesi og að Síðumúla 27 í Reykjavík. Skrifstof- an er enn á gamla staðnum og þar er einnig aðstaða til að sýna Melka herrafatnað og Tenson útivi- starfatnað. Tvisvar á ári er haldin söluráðstefna hjá Melka og Tenson þar sem hönnuðir kynna það sem er á prjónunum og leggja línurnar fyrir komandi árstíð. Sýnd eru efni, snið, nýir litir og nýir vöru- flokkar. Sýnishom af vörunum eru síðan send hingað til lands og sýnd full- trúum verslananna. Þeir koma í ágúst til Bergís og panta föt fyrir næsta vor og sumar og í febrúar til að panta inn fyrir haustið. Þær mæðgur segja að margir karlar séu „Melka-menn“ og fastir viðskipta- vinir. Þeir séu ánægðir með sniðin og hafi reynt að varan er ending- argóð. Þær Ingibjörg og Guðrún segja að Melka fót megi þvo í þvottavél og Melka framleiði buxur sem ekki þarf að pressa og skyrtur sem ekki þarf að strauja. Sem sagt draumaföt karla - og ekki síður eig- inkvenna! Þau hjá Bergís fullyrða að Melka og Tenson fötin séu á betra verði hér en í nágrannalöndum. Þau gera reglulega verðsaman- burð erlendis. Erlendir ferða- menn, til dæmis Þjóðverjar, viti upp á hár hvað varan kostar í þeirra heimalandi og noti tækifærið hér til að kaupa sér Ten- son útivistarfatnað. Þau í Bergís segja að lágt verð, þrátt fyrir hærri flutningskostnað, stafi af því að álagning á merkjavöru sé meiri í útlöndum en hér. Góður starfsandi Magnús og Ingibjörg voru mikið í bæjarpólitíkinni á Seltjamamesi, hann forseti bæjarstjómar í mörg ár og hún í nefndastarfi. Nú hafa þau unnið saman í fyrirtækinu í tíu ár og segja samstarfið hafa gengið vel. Ingibjörg segir að þau séu farin að minnka við sig vinnu og er Guðrún orðin framkvæmdastjóri. Fyrir þremur áram var ráðinn fimmti starfsmaðurinn, Hildur Guðnadóttir, og sér hún um sölu á gjafavöra á höfuðborgarsvæðinu. „Þær Vilborg og Hildur vinna með okkur, en ekki hjá okkur,“ segir Guðrún. Þau hjá Bergís leggja áherslu á að hver starfsmaður fái að njóta sín. „Við stelpumar eram með fundi á mánudagsmorgnum og ég er stíf á því að þetta sé ekki nema kortér. Þar fóram við yfir vikuna, hvaða vörur séu að koma, hvaða við- skiptavini þurfi að heimsækja, hvort eitthvað hafi komið uppá sem þarf að lagfæra,“ segir Guðrún. A þessum stundarfjórðungi er vinna vikunnar meira og minna skipulögð. I upphafi hvers mánaðar er aðeins lengri fundur þar sem farið er yfir söluáætlun mánaðarins og rætt um hvemig hægt er að láta hana ganga eftir. Starfsfólkið veit þannig nákvæmlega að hveiju er stefnt. Guðrún segir það skipta miklu máli að upplýsa starfsfólkið sem mest um það sem er á döfinni, það hafi skilað góðum árangri. Námskeið og sýningar Auk herrafatnaðar hefur Bergís ehf. mikið úrval gjafavara auk alls kyns efnis til blómaskreytinga og í föndur. Þau era einnig með mikið úrval af bastkörfum, meðal annars til innpökkunar. „Við fáum send- ingar af nýjum vöram svotil viku- lega,“ segir Guðrún. Mæðgurnar í Bergís segja að tíska í fatnaði, gjafavöram og blóm- um sé ákveðin með löngum fyrir- vara úti í hinum stóra heimi. Þannig ber meira á hvíta litnum, silfri og krómi í jólasýnishornunum sem við sýndum nú í maí, heldur en verið hefur undanfarin ár. Þótt hin svokallaða „sveita-lína“ sé enn vinsæl þá er farið að bera meira á jámi og gleri í gjafavöra. „Við fundum að margir við- skiptavinir okkar, sérstaklega konur sem reka blómabúðir úti á landi, vildu læra meira um blóma- skreytingar," segir Guðrún. Þau í Bergís hafa haldið sýningar og námskeið í blómaskreytingum og hátíðaskreytingum, að jafnaði tvisvar á ári. Kennarar hafa komið frá Bretlandi, Hollandi auk ís- lenskra kennara. Á þessum nám- skeiðum er kynnt það nýjasta í skreytingarefnum. „Við eigum frábært blómaskreytingafólk hér, það gæti farið um allan heim - ekki síður en Björk,“ segir Guðrún. „Það skiptir öllu í viðskiptum að hafa fijótt ímyndunarafl, vera hug- myndaríkur og fljótur að kveikja á breytingum," segir Ingibjörg. Hún segir að gengi blómaverslana ráðist mjög af því hvað eigendumir era hugmyndaríkir. Þær Ingibjörg og Guðrún sögðust sífellt vera að hugsa um framtíðina og fylgjast með þróuninni. Það væri dauða- dómur að setjast um kyrrt. „Eins og skáldið Jónas sagði, þá miðar mönnum annað hvort afturábak ellegar nokkur á leið,“ sagði Ingi- björg. NYR SENDIBILL Stuttur: 4,7 m/5 m3 eða langur 5,04 m/6 m3. Eyðslugrönn og hljóðlát 2.500 túrbódíselvél/2.400 bensínvél. Burðargeta 1.000 kg. ____________ Verð aðeins frá kr. 1.235.314 án vsk. Ármúla 13- Sími 575 1220 • Skiptiborð 575 1200 • Fax 568 3818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.