Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 21 Fjölmargar einbreið- ar brýr breikkaðar VEGAGERÐIN hefur gert áætlun um aukið umferð- aröryggi til ársloka árið 2000.1 henni felst meðal annars að fjölmargar brýr, sem nú eru einbreiðar, verða breikkaðar. Verkefni Vegagerðarinnar til bætts umferðaröryggis eru margþætt. Þegar er lokið við að teikna slysakort af Vestur- lands- og Reykjanesumdæmi og hafin er teiknun slysakorta af Suðurlandsumdæmi. Upplýsingarnar getur lögregla á viðkom- andi stöðum nýtt til greiningar á hættulegum vegaköflum, svo úrbætur verði markvissar. Teikningu slysakorta af höfuðborg- arsvæðinu er lokið og mun Vegagerðin leita samstarfs við sveit- arfélögin á svæðinu um áætlun til að fækka slysum. Vegagerðin mun jafnframt funda reglulega með embætti ríkislögreglu- stjóra, þar sem ákveðið verður hvernig staðið verður að sam- starfi Vegagerðar og lögi’eglu í umdæmum landsins. Hraðinn og rauðu Ijósin Vegagerðin stóð einnig að kaupum á tveimur hraðamyndavél- um í samvinnu við Umferðarráð og notar lögreglan þær til eftir- lits. Einnig gekk Vegagerðin til samstarfs við Reykjavíkurborg, Umferðan'áð og Iögregluna um kaup á nýrri rauðljósamynda- vél, sem notuð verður á höfuðborgarsvæðinu. Þá lét Vegagerðin gera úttekt á því hvernig hraðamerkingar á þjóðvegum eru út- færðar í öðrum löndum og hefur til hliðsjónar við útfærslu sína. Á hverju ári eru nokkrar einbreiðar brýr breikkaðar og í til- lögu að langtímaáætlun í vegagerð fyrir árin 1998 til 2010 er stefnt að því að breikka einbreiðar brýr með meiri umferð en 400 bíla á dag. Þetta eru 22 brýr, á hringveginum frá Vík í Mýr- dal til Akureyrar. Mjög mörg slys verða við gatnamót og ætlar Vegagerðin að leggja áherslu á úrbætur við þau hættulegustu, til dæmis í Hafnarfirði, við Rauðavatn og sett verða upp umferðarljós á gatnamótum Hörgárbrautai- og Hlíðai’vegar á Akureyri. Þótt nú sé sumar hugar Vegagerðin að umferðaröryggi að vetrarlagi. Tíðni vetrarslysa verður skoðuð þegai' gerð slysa- korta lýkur á þessu ári og haldið verður áfram að vinna að þróun á hálkuspákerfi, sem Vegagerðin, Veðurstofan og Reykjavíkurborg hafa unnið að í samvinnu við dönsku veður- stofuna og prófað var í vetur. Til að tryggja markvissari úi-vinnslu á upplýsingum um slys keypti Vegagerðin 70 GPS staðsetningartæki, sem eru í jafn- mörgum lögreglubílum um allt land. Þá styrkti Vegagerðin kaup á tveimur öndunarsýnamælum, sem lögreglan notar. Æfingasvæði Af nýjum verkum má einnig nefna, að Vegagerðin hyggst kosta gerð æfingasvæðis fyrir ökumenn, sem áformað er að byggja á næstu tveimur árum, viðvörunarmerkingar á þjóðveg- unum verða endurskoðaðar og Vegagerðin kostar, ásamt Um- ferðarráði, kynningu í fjölmiðlum og gerð og uppsetningu merkja við þjóðvegina í þeim tilgangi að hafa áhrif á ökumenn til að virða hraðamörk. Loks bendir Vegagerðin á, að sé tekið mið af mai'kmiðum í til- lögu til langtímaáætlunar sem núna liggur fyrir Alþingi þá séu þar nokkur atriði sem miði beint að þvi að bæta umferðaröryggi á þjóðvegunum og séu þessi atriði helst: ►Lagning bundist slitlags á umferðarmestu vegi landsins sem nú eru malarvegir. ►Breikkun vega þar sem umferðaröryggi er vandamál. ►Endurbygging gamalla vega sem reynst hafa hættulegir. ►Breikkun einbreiðra brúa. Auk alls þessa eru margar aðrar framkvæmdii', sem stuðla að auknu umferðaröryggi. Á hraðferð á slysstað? OF MIKILL ökuhraði er einn helsti orsakavaldur alvar- legra umferðar- slysa á íslandi, eins og í flestum öðr- um löndum. Hámarkshraðareglur þær sem í gildi eru miðast við að fyllsta öryggis sé gætt. Til að framfylgja þeim skiptir starf lögreglu mjög miklu máli. Það er mat manna að hraði á þjóðvegum landsins hafi farið vaxandi á undanförnum árum og leikur grunur á ökumenn hafi ekki fengið nægt aðhald. Okuhraði er einn af aðal verkþáttum í umferðaröryggis- áætlun íslenskra stjórnvalda til ársins 2001. Þar eru til- greind nokkur atriði til að draga úr hraðakstri. Hraða- myndavélar hafa reynst mjög áhrifaríkar í ýmsum löndum, sem tæki til að draga úr ökuhraða og jafnframt til að fækka alvarlegum slysum í umferðinni. Má þar nefna reynslu Ástrala, þar sem beitt hefur verið markvissu eftirliti með hjálp myndavéla, skilvirkri innheimtu sekta, samhliða áhrifaríku fræðslu- og upplýsingastarfi. Árangur af því var mjög mikill og alvarlegum slysum og banaslysum fækkaði umtalsvert. Hér á landi hafa verið keyptar hraðamyndavélar og er þeim ætlað að styrkja eftirlit lögreglu með ökuhraða. Jafn- framt hafa átt sér stað miklar breytingar á sektarinn heimtu lögreglu með það að markmiði að sem mestur árang- m- náist. Okumenn sem ekki virða hámarkshraðareglur geta átt von á að teknar séu myndir af bílum þeirra og að fá sendan gíróseðil heim með upphæð í samræmi við hversu miklu hraðar þeir aka en leyft er. Það er kenning margra sérfræðinga að þeir ökumenn sem eru lengst frá meðalhraða séu hættulegastir. Þess vegna er jafn ökuhraði eitt af lykilatriðunum til að auka umferð- aröryggi og koma í veg fyrir slys. EKKI er hægt að flýta fyrir niðurbroti áfengis í likamanum og því ekk- ert hæft í því að svefn, þjálfun eða sturta flýti niðurbrotinu. Alkóhól hverfur úr Iikamanum á jöftmm hraða óháð þvf hve mik- ið hefur verið drukkið. Alkóhól er aðskotaeftii, sem Iíkaminn reynir strax að losa sig við. Áfengi sljóvgar dóm- greind og dregur úr viðbragðsflýti. Að vera undir álirifum áfengis, annarra vímuefna eða lyfja við akstur hefur lífshættu í för með sér, ekki aðeins fyrir öku- inanninn heldur einnig aðra vegfarendur. Morgunblaðið/Geir Tölva mælir áfengi í andardrætti LÖGREGLAN tekur á næstunni í notkun nýjan tækjabúnað til að mæia áfengismagn í útönd- unarlofti ökumanna. Mælingin getur að vissu leyti komið í stað mælingar á áfengismagni í blóði og sýnir áfengismagn í hverjum lítra lofts. Þegar áfengi er drukkið berst það um líka- mann með blóðrásinni og skilst m.a. í útöndun- arlofti. Því er hægt að mæla áfengismagn í líkamanum jöfnum höndum í blóði eða útönd- unarlofti. Tækin, sem nú hafa verið keypt til landsins, hafa rutt sér til rúms í nágrannalöndunum, Bandarikjunum, Ástraliu og víðar. Þau eru þróuð í Bandaríkjunum. Tækjabúnaðurinn samanstendur af greiningartæki, hermi til að greina staðlaða áfengisblöndu, tölvu og lykla- borði. Allar niðurstöður geymast í minni tæk- isins en flytjast um mótald og símkei'fí til rikislögreglustjórans. Þannig verður á einum stað fylgst með mælinákvæmni og stöðugleika tækjanna. Fyrst um sinn verða tvö tæki í notkun til að mæla áfengismagn með þessum hætti. Aimað verður lijá Lögreglunni í Reykjavík en hitt í sérbúinni bifreið. Ókumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, verður færður á lög- reglustöð eða í sérbúna bíliim. Með því að nota öndunarsýni sem sönnunar- gögn í ölvunarakstursináluin er komið í veg fyrir óréttmæta sviptingu ökuleyfis meðan beðið er eftir niðurstöðu mælingar á áfengis- magni í blóði, hinn grunaði fær strax vitneskju um niðurstöður, aðferðin er mun þægilegri en blóðsýnistaka, ekki þarf að flylja hiim grunaða í fylgd lögreglu til læknis, læknar fá tíma til að sinna öðrum mikilvægum störfum og tími lögreglumanna nýtist að sama skapi betur. Þá styttist tími málsmeðferðar. Nokkur ráð ►Sýnum öðrum vegfarendum fulla tillitssemi. ►Miðum ökuhraða ávallt við aðstæður. ►Höfum ferðaáfanga á langferðum ekki mjög langa. ►Verum viss um að bfllinn okkar sé alltaf í góðu lagi. ►Notum öryggisbúnað eins og bflbelti og barnabfl- stóla. ►ökum aldrei bfl, eða öðru ökutæki, eftir að hafa neytt áfengis. ►Okum alltaf eins og við viljum að aðrir aki. 20% fækkun slysa á 6 árum ALÞINGI samþykkti eftirfarandi þingsályktun I febrúar 1996 um stefnumótun er varðar aukið umferðaröryggi: „Alþingi ályktar að á næstu sex árum, eða fyrir lok ársins 2000, skuli stefnt að fækkun alvarlegra umferðarslysa um 20% miðað við meðaltal áranna 1982 - 1992. Þessu takmarki verði náð með sameiginlegu átaki ríkis, sveitarfélaga, vátrygginga- félaga og áhugahópa um umferðaröryggismál í samvinnu við ökumenn og samtök þeirra. Opinberir aðilar og fyrirtæki sem starfa að umferðaröryggismálum og sveitarfélög með fleiri íbúa en 1.000 skili til dómsmálaráðuneytisins fram- kvæmdaáætlun eða tillögum er leiði til aukins umferðarörygg- is. Dómsmálaráðherra kynni Alþingi í byrjun hvers árs stöðu umferðaröryggismála og hvernig áætluninni miðar í átt að settu marki. Starfs- og framkvæmdaáætlun verði endurskoðuð árlega.“ Til að vinna að framvindu umferðaröryggisáætlunarinnar skipaði dómsmálaráðheri'a sérstakan vinnuhóp. í honum eru Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra formaður, Georg Kr. Lárusson, lögreglu- stjóri í Reykjavík og Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri Tæknisviðs hjá Vegagerðinni. Einnig vinnur starfsfólk Um- ferðarráðs að þessu verkefni. I mars á síðastliðnu ári gaf vinnuhópurinn út skýrslu sem ber heitið Umferðaröryggisáætlun 1997-2001. Vinnuhópurinn setti fram það markmið að fækka alvarlega slösuðum og látn- um í umferðinni niður fyrir 200 i árslok 2000 miðað við árin 1991-1995 en að meðaltali höfðu slasast eða látist um 250 ár- lega á þessum árum. Til að gera starfið markvissara þá ákvað vinnuhópurinn að leggja megináherslu á fjögur megin mark- mið. ►Ökuhraði ►Ungir ökumenn ►Bflbelti ►Gatnamót Unnið var markvisst að þessum markmiðum og er gerð grein fyrir þýðingarmestu verkefnunum í þessari umfjöllun. Vinnuhópurinn hefur reynt að virkja sem flesta í umferð- aröi-yggisstarfinu og fá aðila til að vinna saman að sameigin- legum markmiðum. Vinnuhópnum hafa borist margar umferð- aröryggisáætlanir, sem sýnir það að aðilar í þjóðfélaginu hafa sýnt þessu starfi mikinn áhuga. Nú nýlega bárust áætlanir frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg þar sem gerð er grein íýiir að hvaða verkefnum þessir stærstu veghaldarar landsins ætla að vinna að á þessu ári. I byrjun þessa árs gaf vinnuhópurinn út skýrslu til dómsmálaráðherra um stöðu umferðaröryggismála. í henni kemur fram að markmiði um fækkun slysa á síðasta ái'i náðist og vel það. Þrátt fyrir góðan árangur á síðasta ári er þó nauð- synlegt að halda vöku sinni en það sem af er árinu hafa orðið mörg mjög alvarlega slys og margir hafa látist. Þetta sýnir okkur það að hvergi má láta deigan síga í umferðaröryggis- starfinu. Hægt er að nálgast skýrsluna Umferðaröryggisáætlun 1997- 2001 hjá Umferðarráði. Kynning á búnaði í TILEFNI af því að þrjátíu ár eru liðin frá H-degi getur almenningur kynnt sér ýmsan búnað, s.s. hraða- myndavélar og tölvu sem mælir áfengismagn í útönd- unarlofti ökumaima. Búnaðurinn verður til sýnis við hús Umferðarráðs í Borgartúni 33 milli kl. 12. og 14 þriðjudaginn 26. maí. Morgunblaðið/Júlíus Dæmi um áhrif hraða: Tveimur bifreiðum með nákvæmlega sömu akst- urseiginleika, þar sem ökumenn bregð- ast við á nákvæmlega sama hátt er ekið samsfða eft- ir götu. Annarri er ekið á 50 km hraða, hinni á 60. Frain undan er barn, sem hleypur út á götuna. Báðir öku- mennirnir hentla samstundis. Ökumaður- inn sem er á 50 nær að nema staðar í tæka tíð. Hinn ek- ur á barnið á 44 km hraða. MIÐUM HRAÐA ÁVALLT VIÐ ADSTÆÐUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.