Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
EIM fjölgar nú mjög, sem
hvetja til þess að afgreiðslu
hálendisfrumvarpanna verði
frestað. í athyglisverðri grein
eftir Svend-Aage Malmberg,
haffræðing, einn helzta vís-
indamann þjóðarinnar, sem
birtist í Morgunblaðinu í gær,
segir m.a.: „Þetta sama land -
víðáttan, fjöll og fírnindi, jökl-
ar, hraun, sandar, ár og vötn,
ásamt strönd og hafí úti fyrir
og himni - hefur þó einnig sína
sál, sinn anda tilfínninga. Öll
sár sem landinu eru veitt eru
eins og mein í okkar eigin holdi
og hjarta. Þannig snúast rökin
um varúð í meðferð ekki að
mati bréfritara um ferða-
mennsku og veraldlegan arð,
heldur um þjóðarsálina, það að
vera Islendingur í eigin landi
ósnortinnar víðáttu, ástina til
landsins og meðvitundar um
sameiginlega þjóðareign, sem
er annað en ríkiseign.“
Og greinarhöfundur segir
einnig: „Að lokum, ríkisvaldið
ætti að gera sér Ijóst, að þjóðin
vill annað en nú er að stefnt
eða eins og hún skilur fram-
gang mála. Ríkisvaldið ætti að
staldra við og fara sér hægar í
sakirnar til að gefa okkur hin-
um tækifæri, annaðhvort til að
skilja málstað ríkisvaldsins eða
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
þá til að leiða ríkisvaldið inn á
aðrar brautir. Gefum þjóðinni
tíma til nánari umfjöllunar um
svo þýðingarmikil málefni, sem
um ræðir, eignarvald á
auðlindum landsins og
stjórnsýslu víðerna landsins.
Markmiðið er „að þjóðin lifi í
sátt við landið“.“
Þetta sjónarmið hins virta
vísindamanns fékk stuðning úr
óvæntri átt eins og sjá mátti
hér í blaðinu í gær. Á fundi
frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins til borgarstjórnar í
fyrradag samþykktu þeir
svohljóðandi yfírlýsingu, sem
birt var í Morgunblaðinu í gær:
„Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins til borgarstjórnar í
Reykjavík skora á ríkisstjórn-
ina að ljúka ekki afgreiðslu
frumvarpa um skipan mála á
miðhálendinu, þegar þing kem-
ur saman að loknum sveitar-
stjórnarkosningum, heldur
fresta henni til haustsins. Við
teljum almenn viðbrögð sýna,
að þörf er á auknu ráðrúmi og
víðtækari umræðu utan þings-
ins um þetta mikla hagsmuna-
mál. Við teljum mikilvægt að
hagsmunir þeirra landsvæða,
sem ekki liggja að hálendinu,
þar á meðal Reykjavík, verði
vel tryggðir. Við heitum því að
beita okkur fyrir því af alefli -
náum við meirihluta í borgar-
stjórn - að þjóðarsátt verði um
þetta mikla hagsmunamál allra
landsmanna."
Ekki fer á milli mála, að
þessi yfirlýsing er gefin vegna
þess, að frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins hafa orðið þess
varir í kosningabaráttunni, að
mikill fjöldi fólks hefur þungar
áhyggjur af því að þau frum-
vörp, sem nú liggja fyrir
Alþingi og þá sérstaklega
frumvarp að sveitarstjórnar-
lögum verði samþykkt. Það er
mikil og djúpstæð andstaða við
þær hugmyndir, að sveit-
arfélögin, sem land eiga að há-
lendinu, hafí skipulagsrétt yfír
ákveðnum svæðum. Fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins
hafa bersýnilega fundið að það
er varasamt, svo að ekki sé
sterkar til orða tekið, að
samþykkja þessi ákvæði
óbreytt.
Þessi yfírlýsing verðandi
borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins er mikilvægt framlag
til þeirrar baráttu, sem nú er
háð um málefni miðhálendisins.
Borgarstjórnarflokkur Sjálf-
stæðisflokksins er ekki lítið afl
innan flokksins, hvort sem
hann er í meirihluta eða minni-
hluta í borgarstjórn. Vonandi
taka þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins mið af því, sem
flokksfélagar þeirra í borgar-
stjórn hafa um þetta að segja.
Kjarni málsins er þó sá, að
andstaðan við afgreiðslu há-
lendisfrumvarpanna er svo
mikil, að það er ekkert vit í því
fyrir stjórnarflokkana að knýja
á um, að þau verði samþykkt
að óbreyttu. Miðhálendið og
varðveizla þess er mikið tilfínn-
ingamál fyrir þjóðina, eins og
Svend-Aage Malmberg rétti-
lega segir. Það er hyggilegt
fyrir meirihluta Alþingis að
fara sér hægt í þessu máli,
enda skiptir engu um framtíð
þessa landsvæðis, þótt frekara
svigrúm gefíst til umræðna um
málið á meðal þjóðarinnar.
HALENDIS-
FRUMVÖRPUM
VERÐI FRESTAÐ
Af skrifum Jónasar
má sjá að hann setur
manninn og guðlegan
innblástur hans í
hásæti. Þannig eru
vísindalegar hug-
myndir hans eins
nýstárlegar og þær geta verið.
Maðurinn sem mikilvægur og óum-
deilanlegur þátttakandi í sköpun-
arverkinu, það er hugmynd Jónas-
ar og afstaða til umhverfisins. Og
þannig eru náttúruvísindin nú ekki
í neinni andstöðu við kristna trú. I
krafti skáldlegrar fegurðar er
sköpunarsagan í Genesis sönn, að
dómi Jónasar. Slík sköpun er feg-
urð, og fegurð er sönn. Slíka af-
stöðu má sjá hvarvetna í verkum
Jónasar og því hafa ýmsir talið að
hann hneigðist til algyðistrúar, en
hann var alkristinn eins og ljóð
hans bera vott um og sem slíkur
fann hann ekkert í vísindum sem
stangaðist á við kristindóm eins og
íyrr getur. Afleiðingin af skammta-
aflsfræði þessarar aldar er sú
meðal annars að margir fremstu
eðlisfræðingar nútímans telja að
vitund mannsins taki virkan þátt í
að skapa efnisheiminn. Hún sé sem
sagt það sem allt snýst um. Maður-
inn, sem var orðinn utangarðs í
sköpunarverkinu, er þannig aftur
og enn í miðþyngdarstað, þar sem
guð hafði sett hann í upphafi. Um
það ekki sízt snýst skáldskapur
Jónasar Hallgrímssonar og af þeim
sökum er hann jafnnútímalegur
náttúruvísindamaður og hann er
óumdeilanlega nýtízkulegur í
skáldskap sínum og viðhorfum.
„Því má ekki líta á
landslagsmyndina
sem tilraun í náttúru-
speki?“ spurði breski
málarinn Constable.
Hann virðist hafa
verið þeirrar skoðun-
ar að góð myndlist væri vísindi
sem beindist að rannsókn á lög-
málum náttúrunnar. Pieasso
sagðist, sem frægt er orðið, mála
það sem hann hugsaði _ ekki það
sem hann sæi. „Veruleiki vísind-
anna er síbreytilegur og trúlega
ekki eins óskyldur þeim veruleika
sem birtist í listaverki og margir
vilja vera láta,“ sagði Jóhann Ax-
elsson. „Er tímarúm Einsteins
nær veruleikanum en himinninn í
myndum van Gogh?“ sem lýsti til-
finningum okkar í litum, frjáls að
fyrirmyndinni. Þannig geta hug-
myndirnar í ljóðum Jónasar einnig
verið vísindi og eitt er víst, þær
eiga margar rætur í vísindalegum
hugmyndum sem hann kynntist
og leituðu á huga hans. Kannski
voru þær einnig andsvar við þess-
um vísindum.
Skammtakenningin gerir ráð
fyrir tilviljunum eða orsakalausum
atburðum innan efnisins; óskýrð-
um stökkbreytingum. Hún gerir
því ráð fyrir svigrúmi sem á ekki
heima í nauðhyggju. Hugmyndim-
ar um vísindalegt frelsi efnis-
fræðinnar eru þannig afleiðing af
lögumálum skammtaaflsfræðinnar.
Listamaður getur þannig verið
vísindamaður á sama hátt og vís-
indaleg hugsun getur átt rætur í
mikilsverðum skáldskap sem til-
veran og náttúra hennar yrkir sí-
felldlega inní umhverfi okkar og
hugsun. Ýmsir af helztu eðlis-
fræðingum okkar tíma virðast
öruggari leiðsögn til guðs en
kirkjusókn eða hefðbundin trúar-
brögð. Slíkar hugmyndir um til-
veruna, slík leiðsögn hefði verið
Jónasi meir að skapi en aðrar þær
kenningar um efnisheiminn sem
við þekkjum. Og raunar boðaði
hann slíkar kenningar í verkum
sínum, og þá ekki sízt ljóðum.
Ekkert ljóðskáld sem ég þekki er
þannig nútímalegra en Jónas Hall-
grímsson ef miðað er við þær
kenningar um efnisheiminn sem
nú eru efst á baugi. Jónasi hefði
þótt það viðhorf til vísinda gífur-
lega mikilvægt að ekkert það sé í
nútímakenningum um eðlisfræði
sem stangast á við kristna trú.
Þessar hugmyndir flutti hann
sjálfur fullum fetum í ljóðum sín-
um eins og hvern annan sjálfsagð-
an hlut og þurfti ekki að færa rök
að þeim, svo nátengdar sem þær
eru upplagi hans og hugsun allri.
Hann var ekki einungis skáld af
guðs náð heldur einnig vísinda-
maður af guðs náð. Það sjáum við
ekki sízt þegar hann gerir ráð fyr-
ir því, að kenningai- breytist og
hann muni segja önnur tíðindi úr
vísindum en þau sem eru honum
efst í huga á skrifandi stund. Og
hann gerir einnig ráð fyrir
„viðburðum" innan fastra lögmála
náttúrunnar. Það er sem sagt
skáldskapur og ævintýri í efninu.
Innan reglunnar er frelsi þar sem
vænta má óvæntra atburða.
HELGI
spjall
SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 33
ÞEGAR ÞETTA REYKJA-
víkurbréf er skrifað
er verið að opna kjör-
■ staði í sveitarfélögum
0 um allt land og þegar
^ fyrstu eintök af
sunnudagsblaði
Morgunblaðsins koma
úr prentvélinni stendur kosning enn yfir.
Kosningabaráttunni er hins vegar lokið og
kjósendur taka sínar ákvarðanir. Engu að
síður gefur kosningabaráttan tilefni til
margvíslegra hugleiðinga.
Að því var lítillega vikið á þessum vett-
vangi fyrir viku en tímabært að gera það í
ítarlegra máli. Það fer ekki á milli mála, að
það er grundvallaratriði í lýðræðislegum
kosningum, hvort sem er til sveitarstjóma
eða Alþingis, að frambjóðendur hafi mögu-
leika á að koma skoðunum sínum og
baráttumálum á framfæri við kjósendur.
Fyrr á árum, þegar hér voru gefin út fjög-
ur og stundum fimm dagblöð var þetta til-
tölulega einfalt. Dagblöðin voru tengd
stjórnmálaflokkum eða í eigu þeirra og
hvert blað sá um að koma baráttumálum
síns flokks á framfæri. Fyrir þremur ára-
tugum stóð kosningabaráttan yfir í allt að
tvo mánuði og dagblöðin voru lögð undir
kosningaáróður. Það var orðið að venju að
fólk sagði, að blöðin væru ólesandi
nokkrum vikum fyrir kjördag. Þessi aðferð
dugði hins vegar til þess að koma baráttu-
málum flokkanna til skila. Auk þess voru
haldnir fundir, bæði stórir og smáir, sem
fyrst og fremst voru þó sóttir af
flokksmönnum en þjónuðu þeim tilgangi að
efla með þeim baráttuhug.
Sjónvarpið breytti baráttuaðferðum
flokkanna mjög í kosningum. Mesta breyt-
ingin varð sú, að blöðin gátu ekki lengur
dregið upp ófagra mynd af helztu and-
stæðingum sínum. I mörgum tilvikum gjör-
breyttist ímynd stjómmálamanna, þegar
sjónvarpið kom til sögunnar. Einn af um-
deildustu stjómmálamönnum þess tíma var
Magnús heitinn Kjartansson, þáverandi rit-
stjóri Þjóðviljans og síðar alþingismaður og
ráðherra. Eftir að sjónvarpið kom til sög-
unnar birtist hann kjósendum, sem
skemmtilegur og ljúfur persónuleiki, þótt
andstæðingablöðin hefðu lagt sig iram um
að koma annarri mynd til skila.
Nú eru dagblöðin aðeins þrjú og ekkert
þeirra tengt stjómmálaflokki. Barátta
blaðanna til þess að losa um tengslin við
stjómmálaflokkana var erfið og sársauka-
full en henni er lokið. I þeirri baráttu hafa
þau sjálfsagt í sumum tilvikum gengið
lengra en nauðsynlegt var til að þurrka út
af síðum blaðanna margvíslegt efni tengt
stjómmálaflokkum og baráttumálum
þeirra. Niðurstaðan hefur orðið sú, að
stjómmálabaráttan að svo miklu leyti, sem
hún er háð á síðum blaðanna, hefur beinzt í
dálítið sérstakan farveg. Frambjóðendur í
prófkjörum og kosningum og stuðnings-
menn þeima skrifa ótrúlegan fjölda gi-eina
til birtingar í blöðunum.
Ef menn setja sig í spor flokka og fram-
bjóðenda er þessi baráttuaðferð skiljanleg.
Hvemig eiga þeir að ná til fólks? Sjón-
varps- og útvarpsstöðvar tala í fréttatím-
um fyrst og fremst við forystumenn flokka
og framboðslista. Að vísu er það til fyrir-
myndar, hvernig Ríkisútvarpið rækir
skyldur sínar í því að koma á framfæri við
fólk um allt land því, sem er að gerast á
hverjum stað, og opna frambjóðendum leið
að kjósendum. Dagblöðin byggja í fréttum
sínum fyrst og fremst á því, sem fréttnæmt
getur talizt í kosningabaráttunni og oft er
það mjög takmarkað. Annars er fréttamat
teygjanlegt hugtak og hægt að misnota á
margan hátt. Það þýðir ekki lengur fyrir
flokkana að efna til fjöldafunda. Kjósendur
sækja þá ekki sjálfviljugir og það er
óhemju álag á flokksskrifstofurnar að
smala sínum stuðningsmönnum á fundi til
þess eins að sýna styrkleika með fjölmenni
á slíkum samkomum.
Morgunblaðið hefur orðið aðal vettvang-
ur frambjóðenda og stuðningsmanna
þeirra í prófkjörum, almennum kosning-
um og forsetakosningum fyrir greinaskrif.
Blaðið hefur tekið þá stefnu að vera alger-
lega opið fyrir slíkum greinum frá fólki,
hvar í flokld, sem það stendur, og hvaða
skoðanir, sem það kann að hafa. Einu tak-
mörkin eru þau að velsæmis sé gætt að
lögum.
Fjöldi greinanna er hins vegar fyrir
löngu kominn út í öfgar. Hvort sem um er
að ræða prófkjör eða kosningar dembist
slíkur fjöldi greina yfir ritstjórn blaðsins
að það er satt að segja með ólíkindum.
Viðbrögð ritstjórnar blaðsins hafa ekki
verið þau að neita að birta greinar á þeim
forsendum, að ekkert rými sé í blaðinu fyr-
ir þessi ósköp og ekki heldur að takmarka
fjölda þeirra greina, sem höfundar geta
skrifað heldur einungis að setja á þær
ákveðin lengdannörk. I prófkjörum er al-
veg ljóst, að markmiðið með greinaskrifun-
um er að fá nafn frambjóðandans birt í fyr-
irsögn og mynd af honum. Efnislega eru
greinarnar ótrúlega rýrar og höfundar
hafa lítið að segja.
Fyrir nokkrum árum var svo komið, að
lesendur blaðsins gerðu nánast uppreisn
gegn því gífurlega magni greina, sem birt-
ist dag hvern í 2-3 vikur fyrir prófkjör og
kjördag í almennum kosningum. Þá var
brugðið á það ráð að setja greinamar í sér-
stök fylgiblöð, þannig að þær ryddu ekki
öllu öðru efni út af síðum blaðsins og þeir,
sem ekki hefðu áhuga á að kynna sér sjón-
armið frambjóðenda, gætu lagt þau blöð til
hliðar, ef þeim sýndist svo.
Nú má hins vegar spyrja, hvort þessi að-
ferð frambjóðenda, hvort sem er í próf-
kjörum eða kosningum, sé ekki að ganga
sér til húðar. Það er auðvitað hægt að
ganga úr skugga um það með könnun
meðal lesenda hversu mikið þetta efni er
lesið. En jafnframt hefur fjölmiðlun
breytzt mikið á undanförnum árum, ekki
sízt með tilkomu netsins. Netið býður upp
á nýja möguleika fyrir stjórnmálaflokkana,
sem þeir af einhverjum ástæðum virðast
ekki hafa hagnýtt sér, nema að mjög tak-
mörkuðu leyti. En netið opnar einnig
tækifæri fyrir dagblöðin, sem hafa komið
sér upp netútgáfum til þess að veita nýja
þjónustu.
I kosningabaráttunni nú gerði Morgun-
blaðið tilraun með að færa hluta af því efni,
sem verið hefur í blaðinu um langt skeið
fyrir borgarstjórnarkosningar yfir á netút-
gáfu blaðsins, sem ástæða er til að taka
fram að nýtur stöðugt vaxandi vinsælda.
Hér var um að ræða, að Morgunblaðið
hafði í samvinnu við borgaryfirvöld gefið
lesendum sínum kost á að beina fyrir-
spumum til borgarstjórans í Reykjavík og
síðan voru spurningar og svör birt í
blaðinu. Þar sem blaðið hefur hafið starf-
rækslu umfangsmikillar netútgáfu og netið
hentar vel til þjónustu af þessu tagi var
ákveðið að flytja hana yfir á netið og tak-
marka hana ekki lengur við spumingar og
svör til borgarstjórans í Reykjavík heldur
bjóða lesendum Morgunblaðsins um allt
land að beina spurningum til frambjóðenda
allra flokka og allra lista í öllum sveit-
arfélögum, þar sem kosið er í dag, laugar-
dag. I stóram dráttum hefur þessi tilraun
tekizt vel, þótt sjálfsagt megi betur gera.
Jafnframt er auðvitað spurning, hvort ekki
sé tilefni til að halda henni áfram allt árið
um kring í stað þess að takmarka hana við
nokkrar vikur fyrir kjördag. Hið eina, sem
segja má, að hafi komið á óvart er sú stað-
reynd, að lítið af fréttnæmum upplýsingum
hafi verið í spurningum og svörum en ætl-
unin var sú að birta í blaðinu sjálfu fréttir,
sem fram kæmu í spumingum og svöram á
netinu.
í LJÓSI ÞESS
Kosninga- gífurlega magns
. * greina, sem tengj-
greinar a ast kosningum og
netið? prófkjörum, sem
Morgunblaðinu ber-
ast til birtingar hlýtur sú spurning að
vakna, hvort tímabært sé að beina ein-
hverju af þessu eíhi inn á netútgáfu blaðs-
ins. Það yrði þá gert á þann veg, að grein-
amar yrðu birtar á netinu en mjög stuttur
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 23. maí
útdráttur, unninn á ritstjórn blaðsins, yrði
birtur í blaðinu sjálfu og jafnframt vísað á
lengri útgáfu á netinu. Þessi birtingarað-
ferð opnar marga nýja möguleika fyrir
höfunda. Þeir geta t.d. í umfjöllun um
ákveðin málefni vísað lesendum á netinu á
annað efni tengt því, sem þeir era að fjalla
um. Þótt það sé að sjálfsögðu einnig hægt
að gera í dagblaði er þægilegra og auðveld-
ara fyrir þann, sem situr við tölvuna, að
fara beint inn á nýja slóð við lestur slíkra
greina.
Birting á netinu skapar einnig mögu-
leika á því að flokka greinar bæði eftir
höfundum og efni, þannig að lesendur, sem
vilja kynna sér skoðanir ákveðins fram-
bjóðanda, eigi greiðan aðgang að fyrri
greinum hans á netinu ásamt upplýsingum
um höfundinn sjálfan, náms- og starfsferil
o.s.frv. Þá er einnig auðvelt fyrir þá, sem
vilja kynna sér greinaskrif um ákveðin
málefni, eins og t.d. hálendismálin, sem
mjög hafa verið til umræðu að undanfömu,
að kynna sér þau í einum pakka, ef svo má
að orði komast.
Enn má nefna þann kost við þá aðferð að
birta greinar um prófkjör og kosningar á
netinu og stuttan útdrátt í blaðinu að hvort
tveggja gerist nánast umsvifalaust en
vegna þess gífurlega magns greina, sem
Morgunblaðinu berast til birtingar þurfa
greinahöfundar að bíða dögum saman og
stundum vikum saman eftii- birtingu. Þessi
þjónusta mundi því stórbatna að þessu
leyti.
Tölvueign er orðin mjög algeng á Islandi
og nettengingum fjölgar mjög. I þeim til-
vikum, að lesendur Morgunblaðsins hafi
ekki aðgang að netinu en óski eftn- að
kynna sér sjónarmið greinahöfunda í
lengri útgáfu, er auðvelt að veita þeim þá
þjónustu að prenta út eintak af grein á net-
inu og senda í pósti eða í símbréfi.
Raunar er vel hægt að hugsa sér að
þessi aðferð við birtingu á greinum nái
ekki einungis til þess efnis, sem tengist
prófkjörum og kosningum. Vegna mikils
magns aðsendra grein hefur Morgunblaðið
á seinni árum neyðst til þess að setja
lengdarmörk á greinar. Þeim möguleika er
haldið opnum fyrst og fremst á sunnudög-
um að birta lengri greinar en þó er alveg
Ijóst, að mjög langar greinar henta ekki í
dagblaði. Ástæðan fyrir því að mjög er
leitað eftir birtingu slíkra greina í Morgun-
blaðinu er áreiðanlega sú, að hér er lítið
um tímarit, sem era vettvangur slíkrar
lengri umfjöllunar um menn og málefni.
Netið býður hins vegar upp á sama
möguleika með almennar aðsendar greinar
eins og kosningagreinar að birta þær í
lengri útgáfu á netinu en styttri útgáfu í
blaðinu sjálfu. Þeir lesendur, sem eftir lest-
ur styttri útgáfu, hafa áhuga á að kynna
sér hinn lengri texta geta þá gert það á
netinu og í þeim tilvikum, sem þeir hafa
ekki aðgang að því fengið lengri útgáfuna
prentaða út og senda heim til sín í pósti eða
með símbréfí.
Einhverjir kunna að spyrja, hvort með
slíkum breytingum sé ekki verið að draga
úr þjónustu við þá, sem vilja taka þátt í op-
inberum umræðum með þessum hætti.
Þegar betur er að gáð er ekki um það að
ræða heldur er verið að gera hvort tveggja
í senn að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu
um leið og þetta efni verður aðgengilegra
fyrir hinn almenna lesanda. Raunar má
telja líklegt að með þeim birtingaraðferð-
um, sem hér hefur verið lýst mundi kynn-
ing á sjónarmiðum almennra greina-
höfunda, svo og frambjóðenda í kosningum
stóraukast vegna þess, að margfalt fleiri
mundu kynna sér þau, ef þau væru sett
fi-am á aðgengilegri hátt.
Fyrir ritstjóm Morgunblaðsins er birt-
ing aðsends efnis á þennan hátt ekki minni
vinna heldur meiri vinna, bæði við frágang
á slíku efni á netið og einnig við vinnslu á
styttri útdráttum úr greinum til birtingar í
blaðinu. Þessar hugleiðingar era settar hér
fram til umhugsunar fyrir alla þá, sem hlut
eiga að máli nú í lok kosningabaráttunnar,
þegar þetta efni hefur verið fyrirferðar-
mikið á síðum Morgunblaðsins.
:
_
IGRAFARVOGI
Morgunblaðið/Ásdís
En jafriframt er ástæða til að benda á að
kosningavefur sá, sem Morgunblaðið hefur
sett upp og starfrækt síðustu vikur fyrir
kosningar, býður upp á mikla möguleika til
aukinna samskipta á milli íbúa og sveitar-
stjórnarmanna, sem vel má vera að ástæða
sé til að kanna, hvort eigi að verða varan-
leg en ekki einungis tengd kosningum til
sveitarstjórna.
Málefna-
kynning
sljórnmála-
flokka
EFTIR STENDUR
svo sú spuming,
hvort stjómmála-
flokkarnir geta
þróað nýjar aðferðir
í samskiptum, bæði
við fjölmiðla og al-
menning til þess að koma sínum sjónarmið-
um á framfæri í kosningabaráttu. Eins og
áður var að vikið má vel vera, að barátta
blaðanna fyrn- sjálfstæði sínu hafi orðið til
þess að fjarlægðin á milli blaða og stjórn-
málaflokka sé orðin óþarflega mikil. Þar
sem sú barátta hefur verið til lykta leidd á
farsælan hátt er hins vegar spurning, hvort
þessir aðilar geti nálgast hver annan á for-
sendum jafnræðis en með það sameigin-
lega markmið að auðvelda lqósendum í
lýðræðislegum kosningum að átta sig á um
hvað er deilt og hvaða málefni eru helzt á
döfinni.
Stjórnmálaflokkamir hafa ekki lagt
áherzlu á að vinna málefnalegar upplýsing-
ar um baráttumál sín á þann veg, að það
auðveldi fjölmiðlum að vinna úr þeim. Þeir
gefa út bæklinga til þess að kynna kjósend-
um sjónarmið sín í einstökum málaflokkum
en sú útgáfa hentar ekki endilega til úr-
vinnslu á fjölmiðlum. Að þessu leyti gætu
stjórnmálaflokkarnir auðveldað fjölmiðlum
að koma baráttumálum þeirra fyrrnefndu
til skila.
Stjórnmálaflokkarnir eru áreiðanlega í
erfiðleikum með að finna leiðir til að nálg-
ast kjósendur. Á undanfomum vikum hef-
ur Morgunblaðið óskað eftir daglegum
upplýsingum um dagskrá frambjóðenda
bæði Reykjavíkurlistans og D-lista Sjálf-
stæðisflokksins í því skyni að vinna úr
þeim fréttir og fylgjast með frambjóðend-
um. Þessar upplýsingar hafa leitt í ljós, svo
að ekki verður um villzt að stundum er
þetta efni ótrúlega fátæklegt. Stjórnmála-
flokkarnir hafa einnig í mjög takmörkuð-
um mæli tileinkað sér þær vinnuaðferðir að
laga sig að útsendingartímum útvarps- og
sjónvarpsstöðva eða vinnslutíma dagblaða í
sambandi við upplýsingamiðlun.
Ein aðferð, sem stjórnmálaflokkamir
ættu að íhuga í kosningabaráttu, eru dag-
legir blaðamannafundii-, þar sem forystu-
menn viðkomandi flokks mæta ásamt þeim
fulltrúum flokkanna, sem hafa sérþekkingu
á málum, sem til umræðu eru þá stundina.
Með daglegum blaðamannafundum í kosn-
ingabaráttu er fjölmiðlum auðveldaður að-
gangur að stjórnmálamönnunum og þar
gefst kostur á annars konar skoðanaskipt-
um og upplýsingamiðlun en fram fer í
þeirri símafréttamennsku, sem nú er
stunduð í tengslum við stjórnmálamennina.
Með daglegum blaðamannafundum
mundu forystumenn og frambjóðendur
skapa sjálfum sér vettvang til að vera í
daglegum tengslum við fjölmiðlana og
opna nýjar leiðir til að koma á framfæri
þeim málum, sem viðkomandi flokkur eða
framboðslisti leggur mesta áherzlu á þá
stundina. Jafnframt yrðu slíkir daglegh’
blaðamannafundir vettvangur umræðna
um öll þau málefni, sem efst eru á baugi
hverju sinni. Þessi vinnuaðferð mundi
áreiðanlega stytta vegalengdina á milli
frambjóðenda og kjósenda mjög. Hún
mundi líka draga úr því, sem hlýtur að vera
orðið mjög hvimleitt fyrir þá, sem gegna
forystuhlutverki í stjórnmálum, að margir
fjölmiðlar séu að eltast við þá nánast allan
sólarhringinn.
Málefnaleg úrvinnsla, sem hentar
fjölmiðlum, aðlögun að vinnslutíma þeirra
og daglegir blaðamannafundir, allt mundi
þetta opna frambjóðendum nýja möguleika
á að koma baráttumálum sínum til skila um
leið og það mundi auðvelda fjölmiðlum að
gegna því hlutverki, sem þeim ber, að vera
boðberi upplýsinga á milli frambjóðenda í
kosningum og almennings í landinu.
„í ljósi þess gífur-
lega magns
greina, sem tengj-
ast kosningum og
prófkjörum, sem
Morgunblaðinu
berast til birting-
ar hlýtur sú
spurning að
vakna, hvort tíma-
bært sé að beina
einhverju af þessu
efni inn á netút-
gáfu blaðsins. Það
yrði þá gert á
þann veg, að
greinarnar yrðu
birtar á netinu en
mjög stuttur út-
dráttur, unninn á
ritstjórn blaðsins,
yrði birtur í
blaðinu sjálfu og
jafnframt vísað á
lengri útgáfu á
netinu. Þessi birt-
ingaraðferð opnar
marga nýja mögu-
leika fyrir
höfunda.“