Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 *---------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, KRISTJÁNS SIGURVINSSONAR vélsmiðs, Kópavogsbraut 104, og heiðruðu minningu hans með ýmsum hætti. Anna Karlsdóttir, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Tryggvi Ö. Björnsson, Anna K. Tryggvadóttir, Jón Þórðarson, Lóa B. Tryggvadóttir, Hermann Kristjánsson, Kristján B. Tryggvason, Tinna Rut, íris Heiða, Kristján Helgi, Erla Sigurvinsdóttir og Lóa Sigurvinsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR, Hringbraut 37, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar hjúkrunarheimilisins Sólvangs, Hafnarfirði. Þórður Þórðarson, Guðrún Friðjónsdóttir, Vilfríður Þórðardóttir, Guðmundur Pálsson, Steingrímur Þórðarson, Þorgerður Jónsdóttir, Hrafn Þórðarson, Ingibjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði. Svanhildur Þorbjarnardóttir, Jens Þorsteinsson, Hrafnhildur Þórisdóttir, Unnur Lóa Þorsteinsdóttir, Elías Vairaktaridis, Birna Arinbjarnardóttir, Júlíus Pálsson, Edda Arinbjarnardóttir, Grétar Guðnason og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hiýhug við andlát og útför SIGURÐAR KARLSSONAR frá Draflastöðum. Starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Seli færum við sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og alúð. Kristín Jónsdóttir, Dómhildur Sigurðardóttir, Jón F. Sigurðsson, Svanhildur Þorgilsdóttir, 8 barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FANNEYJAR JÓNSDÓTTUR, STELLU. Sigurður Angantýsson, Dóra Soffía Sigurðardóttir, Ragnar Pettersson, Sigríður Sigurðardóttir, Einar Steinsson, Angantýr Þór Sigurðsson, Elín Gunnarsdóttir, Kristfn, Ingunn og Hrönn Kristfn. JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR + Jóhanna Sigríð- ur Einarsdóttir fæddist í Stykkis- hólmi 18. janúar 1957. Hún lést á Landspítalanum hinn 15. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Einar Steinþórsson og Gréta Bentsdóttir, Stykkishólmi. Systkini Jóhönnu Sigríðar eru: Bent, Elfa Dögg og Steinþór. Jóhanna Sigríður giftist eftirlifandi eiginmanni sinum, Ólafi Jónssyni, sumarið 1983. Foreldrar Ólafs voru þau Jónína Jóhannesdóttir og Jón Matthíasson. Jóhanna Sigríður og Ólafur eiga tvær dætur. Þær eru tílfhildur, _ 12 ára, og Sólkatla, 6 ára. Ólafur átti fyrir Elínu Jónínu, 21 árs. Jóhann Sigríður útskrifaðist sem stúdent frá Mennta- skólanum við Sund árið 1977. Hún var veðurathugunar- maður á Hveravöll- um ásamt manni sínum á árunum 1981 til 1984 og í framhaldi af því starfsmaður Náttúrverndarráðs. Jóhanna var um árabil fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra myndlistarmanna og nú síðustu árin framkvæmdastjóri hjá félaginu Heyrnarhjálp. títför Jóhönnu Sigríðar fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 25. maí og hefst athöfn- in klukkan 15. Fögur minning flýgur um hugann. Lítil fjögurra ára stúlka með síða ljósa hárið sitt stendur upp á sviði á Spítalaskólanum í Stykkishólmi og syngur fyrir áhorfendur: „Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð...“ Þegar heim er komið segir hún: „Þegar ég sá allt fólkið fór ég næstum að gráta en svo fór ég bara að syngja.“ Þannig var Hanna Sigga mín alla tíð. Þegar hún var hrygg söng hún og þegar hún var glöð söng hún. Nú eigum við ekki eftir að heyra söng- inn hennar framar, en minningin um glöðu stúlkuna mína lifir. Söknuður okkar er sár, spumingar vakna en við fáum engin svör. Megi góður guð styrkja okkur öll í þessari þungbæru sorg. Ekki síst bið ég um styrk fyrir Ólaf og elsku- legu ömmustelpurnar þær Úlfhildi og Sólkötlu. Þín elskandi mamma. Ég vil kveðja þig, elskuleg dóttir mín, með ljóði því sem ég orti á fer- tugsafmæli þínu 18. janúar 1997. Fæddist síðdegis foreldrum sínum stúlkubani í Stykkfehólmi. Blá voru augu þín, blikandi stjömur, prinsessa nefnd af prúðum vini. Ljóst var hár þitt og lokkar mjúkir, og bros þitt var sem breiðfirskt vorkvöld. Æska þín leið sem ör á flugi, þú táningur varðst og tvítug kona. Oskasteina þú upp svo tíndir, tíminn færði þér fallegar dætur og maka. Gæfa þér fylgi og góðir dagar, ljós á þig falli á lífsins vegi. Þinn pabbi. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir." Þessi klisja er eitt af þeim hálmstráum sem við grípum til þeg- ar við skiljum ekki tilgang þess að tekinn er frá okkur sá sem við elsk- um og viljum síst missa. Veitir okk- ur hér á jörðinni nokkuð af því að fá að hafa sem lengst samvist með þeim sem gera lífið litríkara, fegurra og skemmtilegra og strá sólargeisl- um allt í kringum sig dag hvern? Verandi sjálf eins og sólin; björt og kveikjandi líf í umhverfi sínu var Jóhanna okkur, sem vorum svo heppin að fá að kynnast henni, svo ómissandi. „Lof mér að sjá, lof mér að sjá.“ Svona er viðlagið í ljóðinu hennar Jóhönnu sem hún samdi svo fallegt lag við og söng svo fyrir okkur á góðum stundum. Lýsandi fyrir áhuga hennar á lífinu og tilverunni, en fyrst og fremst á fólkinu í kring- um hana, gleði þess og sorgum. Þess vegna var svo gott að eiga hana að vini, því hún var alltaf tObúin til að sökkva sér ofan í málið sem brann heitast á hverjum tíma, skoða alla fletina og alltaf varð umræðan manni til nokkurs skilnings, þó ekki væri endilega á málefninu sjálfu, heldur og ekki síður til skilnings á mannsins hegðun og breiskleika - okkar og annarra. Mér var hún hluti af lífinu, vinátt- an holdi klætt, nauðsyn sem sú eina sem allt vissi og skildi án útskýr- inga. Það er svo auðvelt að vera með þeim sem maður veit að er vinur, þekkir allt og veit um uppruna og orsakir orða og gjörða og getur skoðað og skilgreint allt í samhengi. Allt sem við vorum ekki hálfnaðar með að kryfja og allt hitt sem við áttum eftir að upplifa saman. Það er alls ekki hægt að hugsa sér að halda áfram án hennar. Svo margt sem aldrei verður rætt framar - enginn mun skilja það. Einmitt núna á besta aldri ætluðum við að hafa tíma til að hlúa að vináttunni sem byggð er á langri samveru. Við konurnar og mömmurnar sem nú eru líka orðnar ömmurnar áttum eftir að lifa og leiðbeina börnum okkar áfram og að ráðgast um þeirra framgang. Við áttum eftir að verða gamlar saman - og alltaf að hafa meira og meira gaman. Svo fátt til ráða núna nema minningar og svo að skoða allar litlu fallegu setningarnar á kortunum sem hún sendi mér af ýmsu tilefni í lífinu með sinni íðilfögru rithönd sem sveif yfir blaðið með sveiflu. Svo sem eins og þessi: „Allt fram streymir endalaust. Tíminn líður - en við verðum alltaf til - við erum til óháðar honum.“ Svona tók hún til orða þessi „garnla" spaka kona sem lagði frá sér svona gullmola á leið sinni, en var þó um leið svo barnslega áköf og óþreyjufull. Tók sér ýmislegt fyrir hendur og vildi gera allt svo vel og vandlega að það gekk oft of nærri henni sjálfri. Leyfði svo mörgu að komast að sínu stóra hreina hjarta, en varaðist ekki alltaf að gæta sjál- frar sín í ákafanum. Hugurinn var svo langt á undan líkamanum að hann hafði oft ekki við. Ég eitthvað í hugantim hafði svona heldur dálítið bjart. En alltaf eitthvað inig tafði því áhuginn vildi svo margt. (Jóh. S. Kjarval.) Þeim sem er gefinn svo margur hæfileikinn í vöggugjöf eiga oft erfitt með að finna sín takmörk. Þannig var Jóhanna og svo var hún um leið svo uppfull af góðvild og áhuga á öllum lífsins myndum og vildi skilja orsakir alls, að kraftar hennar dreifðust víða. Allt var með sveiflu, frásögurnar með handasveiflu, hárið með sveiflu, hláturinn með gleðisveiflu, og ekki síst söngurinn með sveiflu og stefndi nú í enn meiri sveiflu því næst ætlaði hún að takast á við jazzinn. Henni lá svo mikið á að lifa og gera svo margt - og svo vel. Hversu oft á síðastliðnu ári sagði hún ekki: „... og ég er orðin 41 árs gömul og verð að drífa í þessu“! Og ég mótmælti alltaf og fannst ekkert liggja á - tíminn væri nægur. Ef til vill fann hún fyrir einhverri ómeðvitaðri óþreyju vegna þess sem nú er orðið. Og hvers vegna var hún svona óþolinmóð og segjandi: „Ég verð að gera eitthvað með lífið mitt - ég get ekki látið það líða hjá án þess að taka þátt í því.“ Og þetta sagði hún sem sannarlega lifði lífinu fremur lifandi en flestir aðrir. Með hjartað fullt af tilfinning- um sem erfitt var að ráða við. Og af því að „tilfinningin er nákvæmari en skarpasta hugsun,“ (Sig. Guðm.) er einmitt ekki svo einfalt að varast hana. Einhverntíma þegar við höfð- um báðar nýlega eignast litlar, ljós- hærðar stúlkur gaf hún mér bók með japönskum ljóðum, tönkum, sem gaf oft hin góðu svör og á dán- ardegi hennar opnaðist hún á þessu erindi: An kveðju Blóra á kirsitré við eyðikot, langt úti í grashafinu græna, getur án trega fokiðíveðurogvind. Hvað segir þetta nema það að hún var hið einstaka blóm sem bar af okkur hinum venjulegu stráunum og gat því farið burt til betri heima þar sem hún átti sannarlega allt gott skilið. Var það ástæðan fyrir brott- för hennar? Eða voru það þessi ör- lög sem eru dulnefni sem notað er þegar guðleg forsjón dugir ekki til? Fyrst sá ég hana á Hveravöllum þar sem hún sat um vetur þrjá. Hélt hana valkyrju í vetrarveldi líkt og Halla hörkutól var forðum. Hafði reyndar heyrt í henni í talstöðinni og einhvemveginn átti þessi fallega og bjarta rödd og þessi hlátur með trillunum í, ekki við þessa ímynd. Og hver kemur svo til dyra í ríki úti- legumannanna nema hið ljósa man sem undi þarna við að hefja sína ást- arsögu á fjöllunum við söng og ljóða- gerð. - Astarsögu sem ég heyrði fyrst í fjallakofa við kertaljós í hríð- arbyl og finnst enn að þetta sé eina sanna ástarsagan sem ég hef heyrt. Enda entist hún henni tii enda og þrátt fyrir amstur daganna þegar til byggða var komið, barnastúss og búskaparstreð hlutu þau að ganga götuna saman - þessa leið sem varð svo alltof stutt og svo margt framundan sem gaman hefði verið að þið hefðuð getað gert saman - Ólafur og þú og stúlkurnar ykkar fallegu, þið þessar þrjár sem eruð hver annarri yndislegri. Þú varst nú annars ekki barnanna best með ákafa þinn og uppátæki, en alltaf í því augnamiði að gera lífið skemmti- legra fyrir þig og aðra. Hverjum hefði svo sem dottið í hug að fá sendan upp á öræfi um miðjan vetur lítinn fugl í búri sem gæti sungið með þér daginn langan? Nema sjál- fri söngkonunni sem gladdi okkur hin svo græskulaust með söng sín- um rétt eins og fuglar himinsins. Og með dillandi hlátri og gleði og um- hyggju. Og þess vegna er allt svo tómlegt núna. En kannske áttir þú bara ekki heima í þessari veröld brauðstritsins sem við lifum í, þar sem fáir gefa sér tíma til að staldra við og njóta augnabliksins. Að taka sér tíma með vinum sínum og njóta samvistanna. Og láta góðar stundir endast þrátt fyrir klukkuna. Hver dagur er dýrmætur og okkur er því skylt að nýta hann til að gleðjast og rækta vináttuna. Við vörum okkur ekki á því að hverjum manni er ætlaður afmarkaður tími í tilverunni og því ekki ráðlegt að fresta neinu. Við megum þakka íyrir að hafa átt hana að vini þessa stuttu stund og fá að njóta hæfileika hennar og hlýju og allrar hennar skemmtunar. Alltaf eins og ferskur blær á vori og faðm- andi mann innilega sínum að sínum góða barmi. Enginn hefur þó misst eins mikið og litlu stelpurnar hennar sem áttu sinn mjúka móðurfaðm í sorg og gleði. í hverri fjölskyldu er móðirin kjölfestan og kjarninn og án hennar er erfitt að sjá fyrir sér hið daglega líf með öllum sinum litlu atvikum sem lífið sjálft er búið til úr. Að genginni móðurinni verður faðirinn að vera í hlutverkum beggja og svo er gott að vita til þess að þau sem eftir lifa eiga góða að, ekki síst í fjöl- skyldu Jóhönnu, sem halda uppi aðalsmerkjum hennar með gleði og söng og að sjá hið fallega og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.