Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að þiggja gjafir fegurðarinnar TÓMLIST Maður leitar grafara síns Salur Menntaskolans við llaiiiialilfð KÓRTÓNLEIKAR Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn hóldu upp á 30 og 15 ára afmæli kóranna ásamt kór- stjóra sínum, Þorgerði Ingólfsdóttur. Uppstigningardag 21. maí. SÖNGSAGA Hamrhlíðinga hefur verið ein allsherjar veisla og í þrjá tugi ára hefur Þorgerður Ingólfs- dóttir stjómað þessari veislu, dreg- ið til hennar öll aðföng, gefíð sjálfa sig af alhug, svo að allir sem gist hafa veislur hennar fara þaðan snortnir af galdri er fegurðin ein vistar í sínum garði. Á afmælistón- leikum kóranna við Hamrahlíð komu fram margir kórar, því fyrir utan þá kóra er nú starfa við skól- ann voru eldri félagar með í nokkrum söngatriðum og þá var oft þröngt um söngfólkið á sviðinu. Tónleikamir hófust með Salve, mundi domini eftir Willisegger og þar á eftir komu tvö lög, Tourdion, lag frá 16. öld, og Koparlokkan frá Sviss, en texta við þessi lög gerði Þorsteinn Valdimarsson. Á eftir kom röð af þjóðlögum; Mansikka frá Finnlandi, Orcha bamidbar frá ísrael, Der stode tre skalke frá Danmörku, Och jungfrun hon gár í ringen frá Svíþjóð, The Turtle Dove trá Englandi og að síðustu júgóslav- neskar þjóðvísur í kórgerð eftir Mátyás Seiber. Þessi lög voru sung- in bæði af kórunum og eldri félög- um og þarf fátt annað að segja um þann söng en að allt var með þeim hætti sem kórinn er frægur fyrir; elskuþrunginn og hljómfagur söng- ur er tekur til hjartans. Mörg íslensk tónskáld hafa samið söngverk fyrir Hamrhlíðinga og af þeim er þar hafa komið við sögu og sungið var eftir á þessum tónleikum era Atli Heimir Sveinsson, Þorkell Sigurbjömsson, Hildigunnur Rún- arsdóttir, Jón Nordal, Jón Þórar- insson og undirritaður. Fyrst vora flutt þrjú söngverk eftir Atla Heimi Sveinsson, við kvæði Jónasar Hall- grímssonar, fyrst Ástkæra, ylhýra málið, þá mjög skemmtilegt lag við Vorvísurnar, Tinda fjalla, áður alla og léku söngfélagar undir á fiðlu, klarinett, kontrabassa og píanó. Þriðja lag Atla, við kvæði Jónasar, var svo Fífilbrekka gróin grand. Atli leikur sér með sönglagið í gam- alli merkingu orðsins og þessi frábæru lög syngja sig sjálf, era svo auðlærð að það er eins maður hafi alltaf kunnað þau. Lög Atla vora mjög skemmtilega flutt, svo iðandi af sönggleði, að tónleikagestir hrifust með og tóku undir söng kórsins. Þorkell Sigurbjömsson hefur manna oftast samið lög fyrir Hamr- hlíðinga og eftir hann flutti kórinn þrjú lög; fyrst Vorið það dunar, þá Ek wivar (hugsanlega Ég ívar), samið við fomnorrænan texta er fannst höggvinn í stein, og síðast Húsgangur, við texta eftir Jón úr Vör. 011 lögin vora mjög vel mótuð af kómum, þar sem uppbrot orða og fleygun stefja var einkar skýr. Eftir undirritaðan flutti kórinn þrjú lög við kvæði eftir Hannes Pétursson, lag við tvær vísur úr Víglundarsögu og fyrsta sinn kórgerð af Hvíslar mér hlynur, við texta eftir Jóhann Sigurjónsson. Það hlýtur ávallt að vera höfundi til gleði að heyra verk sín vel flutt, mótuð af skilningi og djúpum tilfinningum, eins og hjá Þorgerði og söngfólki hennar að þessu sinni. Eftir Hildigunni Rúnarsdóttur vora flutt tvö verk er nefnast And- vökunótt og Syngur sumarregn, en ljóðin era eftir ömmu tónskáldsins, Hildigunni Halldórsdóttur. Systkini tónskáldsins sungu einsöng í lögun- um. Hallveig Rúnarsdóttir söng í Syngur sumarregn og þar fer reynd söngkona en í fyrra laginu, Andvök- unótt, söng Ólafur Einar Rúnarsson og vakti söngur hans nokkra at- hygli, en hann hefur nýlega lokið 8. stigi í söng og er hann hinn efnileg- asti söngvari og söng af töluverðri innlifun. Lög Hildigunnar era vel gerð og sérstaklega Andvökunóttin, sem vel má hugsa sér sem einsöngslag með píanóundirleik. Tvö síðustu lögin áttu nafnamir Jón Þórarinsson og Jón Nordal og sungu báðir kóranir og gestimir Is- lenskt vögguljóð á Hörpu, við ljóð Halldórs Laxness, og Smávinir fagrir, við ljóðabrot Jónasar Hall- grímssonar. Með þessum mikla hljómi lauk tónleikunum, sem staðið höfðu í þrjá tíma, án þess að nokkur tæki eftir því. Starf Þorgerðar Ingólfsdóttur og kóranna í Hamra- hlíð er ein allsherjar listahátíð og ber því í raun ekkert sérstakt til, þótt afinæli sé haldið. Það eru aðeins tímamót til að marka sér stein og halda sfðan til nýrra ævin- týra, en á meðan dvalið er við um stund er þó rétt að þakka fyrir sig, því við fengum að njóta þess sem fegurðin ein hefur að gefa þeim, er þiggja vill. Jón Ásgeirsson KVIKMYMIIR Vorvindar — Iláskóla- bfó og Regnboginn KEIMUR AF KIRSUBERI „T’AM E GUILASS" ★★★ Leikstjórn, handrit, framleiðsla: Abbas Kiarostami. Aðalhlutverk: Homayon Ershadi. Iran 1997. Enskur texti. EINFALDLEIKI og raunsæi era þeir tveir þættir sem helst ein- kenna myndir íranska leikstjórans Abbas Kiarostami. Við sáum það í myndunum Hvítu blöðrunni og Gegnum ólífutrén og nú einnig í Cannes-verðlaunamyndinni Keim- ur af kirsuberi, sem sýnd er í Háskólabíói og er ein af myndum Vorvinda, kvikmyndahátíðar Háskólabíós og Regnþogans. En þótt kvikmyndagerð Abbas lýsi ein- faldleika er ekki þar með sagt að hann sé að fjalla um einfalda hluti. Þvert á móti. Vandamálið sem aðalpersónan í Kirsuberjatrénu stendur frammi fyrir er að finna einhvem nógu skilningsríkan til þess að moka yfir gröf hans eftir að hann hefur framið sjálfsmorð. Slík- ir menn era vandfundnir sjálfsagt hvar sem er í heiminum og sérstak- lega í landi þar sem sjálfsmorð er talin höfuðsynd enda gengur mann- inum erfiðlega leitin. Abbas segir að kveikjan að myndinni hafi verið viðtal við rú- menska heimspekinginn E.M. Ci- oran sem sagði: Ef ég hefði ekki möguleikann til þess að fremja sjálfsmorð væri ég búinn að drepa mig fyrir löngu. Aðalpersónan í Kirsuberjatrénu, sem Homayon Ershadi leikur næstum svipbrigða- laus eins og hann væri Buster Keaton, ætlar að nýta sér þennan möguleika. Svipurinn segir okkur að hann er óhagganlegur. Þó óttast hann að eitthvað geti farið úrskeið- is; hann vill ekki vera grafinn lif- andi ef honum mistekst. Hann hef- ur þegar grafið sér gröf í gulu sandhæðunum utan við Teheran og ekur nú um á Range Rovernum sínum og stöðvar vegfarendur, tek- ur þá suma upp í, og spyr eftir nokkrar samræður hvort þeir séu tilbúnir að gera sér þennan greiða að moka yfir gröf sína að honum látnum. Mestur hluti myndarinnar ger- ist í þessum Range Rover þar sem Ershadi situr undir stýri og á sam- ræður við vegfarendur. Að því leyti er hér um klassíska vega- mynd að ræða þar sem endatak- markið er dauðinn. En þeir hafna flestir boðinu. Kúrdinn sagði ekki ég. Afganinn sagði ekki ég. Og þannig heldur eyðimerkurkeyrslan áfram. Sömu vegirnir. Sömu beygjurnar. Sami guli sandurinn. Sama endurtekningin. Jeppinn lið- ast um hæðirnar með þennan skelfing einmana mann í leit að sínum eigin grafara. Myndin fjallar um viðbrögð manna við sjálfsmorði sem ekki er orðið frá sjónarhóli þess sem ætlar að fremja það. Einn tekur á rás, annar reynir að tala um fyrir hon- um. Þaðan er komið nafn myndar- innar. Kirsuberið stendur fyrir hið einfalda, hversdagslega í lífínu sem gerir það þess virði að lifa því. Bragð þess er lífið sjálft. Hvers vegna að taka dauðann fram yfir það? Abbas lætur þeirri spurningu ósvarað. Arnaldur Indriðason Mótettukór Hallgrímskirkju á leið í söngferðalag Þjappar fólki saman og eykur sönggæði Morgunblaðið/Golli MÓTETTUKÓR Hallgi ímskirkju ásamt stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni. MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju leggur næstkomandi fóstudag upp í tónleikaferð til Norðurlanda og Eist- lands. Haldnir verða sex tónleikar í Björgvin, Ósló, Stokkhólmi, Uppsöl- um, Helsinki og Tallinn. Af þessu til- efni verður kórinn með opna æfingu í Hallgrímskirkju á þriðjudaginn kemur kl. 20.30, þar sem hluti efnis- skrár ferðarinnar verður fluttur. Fyrstu tónleikamir verða á Listahátíðinni í Björgvin laugardag- inn 30. maí. Verða þeir haldnir í Dómkirkju staðarins en daginn áð- ur kemur Hörður Áskelsson, stjóm- andi kórsins, fram á orgeltónleikum í kirkjunni. Næstu tónleikar verða í Dómkirkjunni í Ósló 1. júní og 3. júní verður Mótettukórinn í Engel- brektskirkjunni í Stokkhólmi. Dóm- kirkjan í Uppsölum verður vett- vangur söngs kórsins 4. júní og tveimur dögum síðar verður hann á ferð í Klettakirkjunni í Helsinki. Tónleikaferðinni lýkur í Karlskirkj- unni í Tallinn að kveldi 8. júní og verða þeir tónleikar liður í opinberri heimsókn forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Eistlands sem hefst sama dag. Með Mótettukórnum í fór verða Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, breski kontratenórsöngvarinn Dav- id Clegg, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, Douglas A. Brotchie orgelleikari, Per Jacobsson slag- verksleikari og Jón Nordal tónskáld en verk hans Óttusöngvar á vori er einmitt stærsta verkið á efnis- skránni og aðalhvati ferðarinnar, að því er fram kemur í máli Sigríðar Guðmundsdóttur, formanns kórs- ins, og Harðar Áskelssonar. Bar af öðrum verkum „Óttusöngvar á vori slógu ærlega í gegn þegar Mótettukórinn flutti verkið á Norræna kirkjutónlistar- mótinu í Gautaborg haustið 1996. Þótti tónlistargagnrýnanda Gauta- borgarpóstsins verkið hafa borið af öðram verkum á hátíðinni og yfir okkur rigndi fyrirspumum um það hvort við ætluðum ekki að koma fijótt aftur og flytja verkið víðar á Norðurlöndum," segir Hörður. Við þetta má bæta að norræna kirkjutónlistarráðið hvatti á fundi sínum í janúar 1997 til þess að Óttu- söngvar á vori yrðu kynntir með markvissum hætti með tónleika- ferðum og útgáfu á geislaplötu. Verkið ætti án tvímæla erindi við tónlistarannendur á Norðurlöndum. Nýverið kom út hjá íslenskri tón- verkamiðstöð geislaplata með verk- um Jóns Nordal, þar á meðal Óttu- söngvunum, og nú er Mótettukór- inn reiðubúinn að svara kalli ráðsins um tónleikaferð. Á ferð sinni mun kórinn jafn- framt flytja verk eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson, Jón Leifs, Þorkel Sigurbjömsson, Atla Heimi Sveins- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Otto Olsson og Johann Sebastian Bach, auk þess sem eistneska tónskáldið Arvo Párt er fyrirferðarmikið á efn- isskránni. Segja Hörður og Sigríður það skemmtilega tilviljun en sú ráðstöfun var gerð löngu áður en til tals kom að kórinn syngi í Tallinn. Þá verður Björgvinjarsöngurinn umtalaði með í farteskinu geri heimamenn sig líklega til að láta deilu sína við framkvæmdastjóra listahátíðarinnar, Bergljótu Jóns- dóttur, bitna á Mótettukórnum, með því að sniðganga tónleikana. „Allur er varinn góður,“ segir Hörð- ur. Að sögn Sigríðar er stemmningin í hópnum afskaplega góð þessa dag- ana en þátttaka í ferðinni mun vera með besta móti. Mikil vinna er að baki en þetta er umfangsmesta ut- anlandsferð Mótettukórsins í sextán ára sögu hans. Drjúgum tíma hefur vitaskuld verið varið í æfíngar en aukinheldur hefur skipulagsvinnan verið mikil enda ferðin allflókin í framkvæmd - kór- inn fer til að mynda átta sinnum í loftið á ellefu dögum. „Þetta verður strembin ferð en samt hefur okkur tekist að skipuleggja hana þannig að við höfum tíma til að skoða okkur um og hvfla okkur inni á milli,“ seg- ir Sigríður. Að áliti Harðar hefur stjóm kórs- ins, ásamt fleiram, lyft grettistaki í þessum efnum. Þessi ferð hefði aldrei orðið að veruleika nema af því að ótrúlega fórnfúsar hendur komu að verki. Fáein vandamál komu upp við undirbúninginn. Meðal annars kemst Sverrir Guðjónsson, sem jafnan hefur flutt Óttusöngva á vori með kómum, ekki utan - er bund- inn í báða skó vegna Listahátíðar í Reykjavík. Þar sem kontratenór- söngvarar era ekki á hverju strái á íslandi varð að leita út fyrir land- steinana. Varð Bretinn David Clegg fyrir valinu og munu þau Þóra Ein- arsdóttir, sem jafnframt syngur einsöng í verkinu, hittast í fyrsta sinn daginn sem fyrstu tónleikarnir fara fram. „Það verður gaman að sjá hvemig þau ná saman en Clegg leist strax mjög vel á verkið, þegar við sendum honum nótumar. Á sama tíma fékk hann geislaplötuna í hendur en þar sem hann hafði ekki tök á að æfa með okkur hefur hún létt honum lífið við undirbúninginn. Óttusöngvarnir eru nefnilega mjög krefjandi verk og að hluta til sungn- ir á íslensku. Þau Þóra era hins veg- ar bæði frábærir listamenn, þannig að þetta verður ekkert vandamál,“ segir Sigríður. Þau Hörður era á einu máli um að ferð sem þessi hafi mikla þýðingu fyrir Mótettukórinn. Annars vegar sé frábært að fá tækifæri til að syngja í öðram húsum, að ekki sé talað um höfuðkirkjur sem þessar, og fyrir annað fólk. Hins vegar sé gaman að vinna að svona stóra verk- efni, það þjappi fólki saman og auki sönggæðin enda fái kórinn sjaldan tækifæri til að flytja sömu verkin með svo stuttu millibili á tónleikum. Mótettukórinn hefur aukinheldur hug á að stofna til kynna við kóra kirknanna sem sungið verður í en organistar og kórstjórar þeirra hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi. Ferðin gæti því átt eftir að vinda upp á sig. Á einleikstónleikum sínum í Björgvin mun Hörður leika verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal og Jónas Tómasson, auk þess sem hann framflytur Synfonie Arcandriae eftir norska tónskáldið Kjell Mork Karlsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.