Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Kaup Arsene Wenger á Marc Overmars voru gagnrýnd en nú efast enginn um að þau voru rétt Maðurinn sem hafði verið af- skrifaður HVAÐ er franski hagfræðingurinn að hugsa? Kaupa leikmann sem hefur verið frá keppni í nærri því ár vegna meiðsla og enginn veit hvort nokkurn tíma nær bata. Einhvern veginn á þennan hátt hugsuðu margir áhugamenn um knattspyrnu er Arsene Wenger fékk Hollendinginn Marc Overmars til liðs við Arsenal fyrir um 600 milljónir snemma sl. sumar. Upphæðin hefur þó aldrei fengist staðfest en talið er að hún sé nærri lagi. Enginn efaðist um að hæfileikarnir væru fyrir hendi en Overmars hafði ekkert leikið með félagi sínu, Ajax í Amster- dam, keppnistímabilið á undan OLL Evrópa hafði afskrifað hann vegna meiðslanna,“ segir Wenger. „Overmars var ekki á sama máli og vildi gjaman leika í Englandi og hrekja raddir efasemd- armanna sem sögðu að hann myndi ekki jafna sig af meiðslunum og þó það takist myndi hann aldrei ná upp þeim hraða sem hann hafði yfir að ráða áður en kom að meiðslunum." Ekld þarf að fara mörgum orðum um frammistöðu Overmars á liðinni leiktíð og raddir efasemdarmann- anna eru fyrir löngu hljóðnaðar. Wenger er að sjálfsögðu í sjöunda himni og segir framgöngu hans hafa farið fram úr vonum. „Enginn útheiji hefði skorað 16 mörk á fyrsta keppnistímabih sínu í Englandi og það sem meira er hann skoraði í öllum mikilvægu leikjun- um,“ segir Wenger og bendir á máli sínu til stuðnings, sigurmarkið á Manchester United í mars, tvö mörk í leiknum við Everton, þar sem meistaratitilinn var innsiglað- ur, og síðast en ekki síst; markið sem kom Arsenal á bragðið í úr- slitaleik bikarkeppninnar á dögun- um. „Overmars er einstakur, öll félög óttast þá staðreynd að geta ekki komið böndum á hann.“ Gríðarlega fljótur Wenger segir ennfremur að Overmars hafi í upphafi átt í erfið- leikum með að laga sig að skyldum þeim er fylgja því að leika sem miðvallarleikmaður og hafa ekki eins mikið frjálsræði og hann hafði sem útherji hjá Ajax. „Eftir því sem sjálfstraustið jókst hjá honum sinnti hann hlutverki sínu betur, náði betra sambandi við félaga sína og lagði gríðarlega mikilvægt lóð á vogarskálina í keppni okkar um sigurlaunin í deildinni og bikar- keppninni." Overmars er mjög fljótur á sprettinum og hafa andstæðingar hans svo sannarlega fengið að finna fyrir því. Sagt er að hann hlaupi 100 metra sprett á 10,3 sekúndum en það er tími sem flest- ir spretthlauparar gætu verið full- sæmdir af. Eins og Wenger segir þá hefur hann að fullu sætt sig við að þurfa að uppfylla skyldur sínar sem miðjumaður þó að hann kunni eftir sem áður best við sig í gamla hlutverkinu. Þá hikar hann ekkert við að berjast við andstæðinga sína af fullum þunga um knöttinn, lætur minninguna um slæm meiðsli ekki hafa áhrif á sig enda væri slíkt ekki líklegt til framdráttar. Þá skorar hann mikið af mörkum sem spillir að sjálfsögðu ekki fyrir. „Með framgöngu sinni er hann öðrum leikmönnum fyrirmynd," vegna slitinna krossbanda. segir Wenger. „í öllum stórleikjum vetrarins lét hann óspart til sín taka, Overmars er leikmaðurinn sem gerir út um leikinn." Lét ekki stöðva sig Markið sem hann gerði í úrslita- leik bikarkeppninnar á dögunum undirstrikar hæfileika hans, fæmi og áræði. Hann tók fullkomlega á móti hárri sendingu félaga síns, Emmanuels Petits, og lék and- stæðinginn í vöminni, Alessandro Pistone, upp úr skónum og skaut hnitmiðuðu skoti milli fóta Shays Givens, markvarðar Newcastle, sem sótti að honum. Pistone átti í mestu vandræðum með að verjast Overmars allan leikinn og víst er að frammistaða hins fyrmefnda í leiknum var ekki til þess að tryggja honum áframhaldandi vist í herbúðum Newcastle. Sóknd- irfska og ákveðni Overmars hristi upp í vörn andstæðinganna. Hann var stöðvaður nokkmm sinnum hressilega, en lét það ekki á sig fá heldur hélt ótrauður áfram allt þar til flautað var af. Vissulega var áhætta Wenger segir að einn tilgangur sinn með kaupunum á Overmars hafi verið sá að létta aðeins af landa hans, Dennis Bergkamp, sem sumir ætluðust til að léki við hvum sinn fingur í hvert eitt sinn. Overmars hefur blómstrað en það gerði Bergkamp einnig og var m.a. valinn knattspymumaður ársins í Englandi í vor, bæði af fjölmiðlamönnum og leikmönnum sjálfum. Bergkamp átti drjúgan þátt í að Overmars kom til Highbury. Hjá landa sínum fékk Overmars upp- lýsingar um það hvernig lífið gengi fyrir sig á þeim bæ. Arsenal hafði áður borið víurnar í leikmanninn en ekki haft erindi sem erfiði. „Eg hafði ekki mikinn tíma til að velta kaupunum fyrir mér því ég óttaðist að hann færi annað, hvað sem allri umræðu um heilsu hans viðkom," segir Wenger. „Vissulega vai' ein- hver áhætta fólgin í því að festa kaup á honum vegna þess að hann hafði lítið leikið í talsverðan tíma og ekki náð að sýna sinn fyrri styrk. Eftir að hann aftur á móti komst í gegnum undirbúningstíma- bilið án þess að missa út eina æf- ingu var ég rólegur, ég sá að ákvörðun mín var rétt.“ f fyrstu leikjunum gekk honum ekki vel og margir stuðningsmenn Arsenal voru ekki sáttir við þennan nýja liðsmann, en Wenger var sannfærður og hann lét gagnrýn- ina sem vind um eyru þjóta. Hann Reuters HANN hafði svo sannarlega unnið fyrir þvi að fá að jafnhatta bikarinn sem sigurvegarinn i elsta knattspyrnumóti heims, ensku bikarkeppninni, eftir frábært keppnistímabil. vissi hvað í Overmars bjó. Berg- kamp bað stuðningsmenn liðsins um að sýna landa sínum þolin- mæði, hann þyrfti tíma til að venj- ast enskri knattspyrnu. Eins og með ýmis önnur leikmannakaup franska hagfræðingsins, sem vakið hafa upp spurningar á meðal stuðningsmanna, hefur svai- feng- ist við þeim. Engum dettur í hug að efast um þau í dag, kaupin á Overmars er ekki eina dæmið. Dagskráin rofin til að kveðja goðin MILLJÓNIR Brasilíumanna fylgdust með sjónvarpsútsend- ingum frá brottför brasiliska landsliðsins í knattspymu til Frakklands í fyrrakvöld og um 1.200 manns voru á flugvellin- um í Rio de Janeiro til að kveðja goðin. Sjónvarps- stöðvarnar rufu dagskrár sínar til að geta sýnt beint frá flug- takinu og liðinu fylgdu bestu kveðjur. „Góða ferð, Brasilía" kom á skjáinn hjá Globo sjón- varpsstöðinni þegar vélin fór í loftið og flugmaðurinn, sem á 17.000 flugstundir að baki, sagði að flugið væri hápunkt- urinn á starfsferlinum. Flugvélin var máluð í þjóðar- litunum og sætin voru merkt en að þessu sinni fékk Romario gluggasæti. Fyrir íjórum árum þurfti hann að sitja á milii tveggja félaga sinna og var ekki ánægður með það. Vélin tekur 250 manns en með í för að þessu sinni voru 32, þar af 17 af 22 leikmönnum, nokkir blaða- menn og sérstakir gestir. Vam- armaðurinn Andre Cmz varð strandaglópur, þar sem seinkun varð á flugi hans frá Sao Paulo vegna þoku, en Ronaldo, Cafu, Aldair og Roberto Carlos komu til móts við hópinn í gær frá lið- um sínum í Evrópu. Heimsmeistararnir töpuðu 1:0 fyrir Argentínu í síðasta leik fyrir brottförina en sjálfstraustið er í lagi „Það er alltaf erfítt að verja titilinn," sagði miðjumaðurinn Leon- ardo, „og því fylgir mikil ábyrgð að vera sigurstrang- Iegastur." En íbúar í Brasilíu búa sig líka undir Heims- meistarakeppnina og gera það á hefðbundinn hátt. Götur hafa verið málaðar og skreyttar og byrjað er að hengja upp bláa, græna og gula borða til stuðnings liðinu sem stefnir að því að verða heimsmeistari í fímmta sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.