Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 11 ustu við íbúa svæðisins sunnan Skarðsheiðar, við aðra Vestlend- inga sem og ferðamenn. Hugmyndir viðraðar „Einhver áhrif gætu verið neikvæð og þá þarf að vinna gegn þeim,“ segir Gísli. Þar á hann meðal annars við að verslanir á Aki-anesi gætu átt undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni við verslanir á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt könnun sem Gallup gerði í nóvember 1997 fyrir Aki-anesbæ og samtökin Atak Akranes, sem í eru eigendur þjónustufyi’irtækja og verslana, er staða verslunar mjög sterk í bæn- um. Ekki þykir mikil ástæða til að hafa áhyggjur af matvöruverslun en það sama verður ekki sagt um sérverslun sem talin er munu geta dalað eftir opnun ganganna. Al- mennt gerist það, að sögn Sigurðar, að þegar byggð færist nær stórum markaði eins og Akranes færist nú nær höfuðborgarsvæðinu haldi menn markaðshlutdeildinni í þeim vörum eða þjónustu sem fólk er ekki tilbúið að fara langt eftir en missa hana mest í þvi sem er sér- hæfðara. Þrátt fyrir þessar vanga- veltur eru verslunarmenn á Akra- nesi, að því er Gísli segir, óhræddii- við samkeppnina og er á þeim að heyra að þeir séu bjartsýnir á framhald mála. „Við höfum sett fram tillögur bæði til skamms tíma og til langs tíma,“ segir Gísli um viðbrögð Ak- urnesinga, svo áhrif ganganna verði sem best. „Skammtímaplan- ið gengur helst út á að markaðs- setja fyrirtæki og ýmsa aðra starf- semi í bænum í sumar og jafnvel næsta sumar líka.“ Bæjaryfirvöld og samtökin Atak Akranes hafa sameinast um að safna hugmynd- um að fyrstu viðbrögðum eftir að göngin verða opnuð og hafa marg- ar verið viðraðar. Þar á meðal eru tillögur um að verslunareigendur hafi „opið hús“ í verslunum sínum, menningarviðburði, íþróttahátíð og ýmiskonar útgáfustarfsemi. Þá hafa Akurnesingar áhuga á að fá til sín bæði fólk og viðburði „og við teljum að það eigi að geta gengið vel núna því göngin beina óneitanlega kastljósinu að okkur og hafa raunar gert í nokkurn tíma. Síðan leggjum við upp lang- tímaáætlun og það snýr þá bæði að almennum búsetuskilyrðum og þjónustu við íbúa bæjarfélagsins.“ I þessu sambandi bendir Gísli sér- staklega á húshitunarkostnað sem er nokkru hærri á Akranesi en sunnan Hvalfjarðar. „Það er deg- inum ljósara að með aukinni sam- keppni við svæðið sunnan Hval- fjarðar er þetta einn af þeim þátt- um sem menn verða að ná niður þannig að það verði sambæri- legt,“segir Gísli. Sérhæfðara starfsfólk býr nær miðjunni Að sögn Sigurðar hefur Byggða- stofnun fylgst til margra ára með því hver áhrifin af Varnarliðinu á Suðumesjum eru á byggðaþróun á svæðinu en fjölmargir Islendingar hafa atvinnu þar. „Meðallaun þeirra sem vinna hjá Varnarliðinu og eiga heima á Suðumesjum em mun lægri en þeirra sem vinna þar og búa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir okkur að sérfræðingar og yfirmenn hjá Varnarliðinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mun að sjálfsögðu gerast einnig á Akra- nesi,“ segir Sigurður og bendir á að sérhæft starfsfólk á sjúkrahúsinu sem og á Grundartanga gæti valið þennan kost. Tilhneigingin sé að sérhæfðara starfsfólkið búi nær miðjunni og vinni utar. Þá gætu fyrirtækin á svæðinu, svo sem þau sem em á Grundartanga, haft áhrif á búsetuþróun með því að bjóða starfsfólki sínu upp á ferðir til og frá vinnu með rútu. „Stjórnendur fyrirtækja geta verið algerlega hlutlausir varðandi það hvar fólk á heima. Þeir vilja einungis hafa gott og ánægt starfsfólk.“ Áhrifa af Hvalfjarðargöngunum mun að sjálfsögðu gæta víðar en á Akranesi. Að sögn Sigurðar em þessi áhrif þó mun óljósari t.d. í Borgarnesi en á Akranesi bæði HÁLFSMEYK EN BJARTSÝN JÓN Valgarðsson bóndi á Eystra-Mið- felli og oddviti Ilvalfjarðarstrandar- hrepps segir að tilkoma Hvalfjarðar- ganga muni breyta miklu fyrir hreppsbúa enda hafi umferð legið í gegnum sveitarfélagið alla tíð. Tvær þjónustumiðstöðvar eru starfræktar við þjóðveginn og hefur fólk úr sveitinni haft fasta vinnu þar auk þess sem unglingar hafa haft þar sumarvinnu. „Við sjáum fyrir okkur að ef þróunin verður, eins og maður reiknar með, sú að meginþunginn af umferðinni fari um göngin muni þessi starfsemi leggjast af. Að þessu leyti munu göngin hafa slæm áhrif á okkur. A móti kemur að það verður meiri friður hér innfrá og trúlega verður umhverfið rólegra," segir Jón. Fjölmargir sumarbústaðir eru í Hvalfjarðarstrandarhreppi og segir Jón að búið sé að skipuleggja lóðir fyrir á fjórða hundrað bústaði. Þar sjá íbúar sveitarfélagsins atvinnutækifæri og hafa t.d. eigendur þjónustu- miðstöðvanna, að sögn Jóns, hug á að sníða miðstöðvarnar að þörfum sumarbústaðafólks. „Slík þjónusta verður alltaf árstíðabundin þó að fólk noti bústaði sína sífellt lengur. Við höfum mikinn áhuga á að vegur verði gerður frá okkur og beint niður að Grundartanga. Þetta er tiltölulega stutt vegtenging og með henni yrði leiðin bein frá göngunum og inn úr með ströndinni," segir Jón ennfremur og bendir á að þar með yrði vegurinn greiðari og styttrií sumarbústaðalöndin. Þetta sé ekki síst mikilvægt til að sporna gegfna neikvæðum áhrifum þess að umferðin liggi ekki lengur í gegnum sveitina. Tvísýnt atvinnuástand „Landbúnaður er sterkasta atvinnugreinin í sveitinni en í gegnum tiðina hefur atvinnulíf verið Qölbreyttara svo sem þegar hvalveiðar voru stund- aðar. „Við misstum mikið þegar sú starfsemi var lögð niður. Jafnframt hafa verið töluverð umsvif bæði í olíustöðinni og í NATÓ-stöðinni en á báðum þessum stöðum er nokkur óvissa og samdráttur núna. Atvinnuástand í sveitarfélaginu er svona fremur tvísýnt um þessar mundir og við teljum að opnun ganganna muni heldur bæta á það að a.m.k. tímabundið," segir Jón. „Við erum hins vegar bjartsýn og teljum mikla möguleika felast í þjónustu við sumarbústaðafólk og aðra ferðamenn," segir Jón. Jón Valgarðsson vegna meiri fjarlægðar frá höfuð- borginni og vegna þess að Akranes er mun fjölmennara bæjarfélag. Guðrún Jónsdóttir, hjá Markaðs- ráði Borgfirðinga, er meðal þeirra sem hugað hafa að áhrifum af Hval- fjarðargöngum í starfi sínu. „Við búumst við breytingum en ekki byltingu eins og varð þegar brúin yfir Borgarfjörð var tekin í notkun og færði umferðina inn í Borgar- nes,“ segir hún. „Göngunum fylgja bæði ógnun og tækifæri og við ætl- um okkur að nýta tækifærin sem best. Við höfum lagt megináherslu á að sinna sumarhúsaeigendum vel og við höfum þá trú að Hvalfjarð- argöng styrki þetta svæði mjög á sumarhúsamarkaðnum. Auk þess vonumst við til að sú staðreynd að við færumst nær stærsta markaðs- svæði landsins styrki okkur bæði í verslun, afþreyingu og annarri þjónustu." NÝn FRÁ SVISS! Ekta augnhára- og augnbrúnalitur. Allt í einum pakka, auðvelt í notkun og endist frábærlega. Utsölustaðin Lyfja, Lágmúla, Libia Mjódd, Regnhlífabúðin, Dísella Hafnarfirði, apótek, Grafan/ogsapótek, Egilsstaða- apótek, Apótekið Hvolsvelli, Hafnarapótek, Apótekið Hellu, Iðunnar apótek, Nana Breiðholti. Vesturbæjarapótek, Borgames- apótek, Snyrtiv. Brá, Akureyrarapótek. Dreifing: KROSSHAMAR. s. 5888808 llðlld I inarsdóllir 900 Vfstmdnnðfyjdr Mmi/,81 »21 Peiur Inqi Bjórnsson Kodðk faqmpnn Arn> llprbrrtsdótiir Aðdísird>ti 1) A00 Ísafjóróur Sími«6«6l rdll A. Pálsson Skipaqötu 8 600 Akurryri Simi A62 V.6A lára l.onq I Mjóddinni lOQRpskjjvik Sími SS79SSO Sólvnq Þórðdrdótiir Ildlndrqolu90 7S0 Rrvkjdnrsbffr SimiAZI 1016 Oddqpir Kðrlsson Borqdrvrqi 8 ?I0 Rr>kjdnf>vbd>r Simi ',f\ 6SS6 NindBjórk llloðvrrsd&ltir Grottisqotu AG 101 Rrykjdvík Simi SSI ',',11 GerÓu útshrift iria ógleymanlega Siqriður Barhntdnn fidrðdstrd>li 17 101 Rrykjavik Simi S6? 3131 Látln Kodák fag'iiiann sj.í nin útsKrift.irinviulnlölcun. o£trv££Úu jjnnnig' að ininning'in verði cj^leviiianle^. Iriður Fqqrrtsdóttir lltniisqötu 18 101 Rrykjdtík Simi SS? ?690 I aqmennska í fyrirrúmi SS0 Sduðárkrókur Sími AS3 6363 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíLL - hannaður fyrir íslenskar aðstæður JjOLDÍlalift í yerOi bíAsins s 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél S Loftpúðar fyrir ökumann og farþega v'" Rafdrifnar rúður og speglar S ABS bremsukerfi s Veghæð: 20,5 cm s Fjórhjóladrif ■s Samlæsingar s Ryðvörn og skráning v' Útvarp og kassettutæki ■S Hjólhaf: 2.62 m •/ Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m S Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- HONDA Sími: 520 1100 Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.