Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
nokkur blóm heim, þar á meðal
begoníu. „Eg hafði hana í töskunni .
- til að prófa tollarana. Þegar ég fór
í gegn sagði tollarinn: Nei, nei, fyr- I
irgefðu, það má ekki koma með j
plöntur inn í landið. En svona,
spurði ég og sýndi honum blómið.
Eg hugsaði með mér að fyrst sjálf
tollþjónustan léti blekkjast þá væri
mér óhætt að selja þessi blóm!“
Ingibjörg seldi hótelum og fyrir-
tækjum silkiblóm og tré með ekta
stofni. Fengu þau svo góðar viðtök-
ur að hún hætti alveg með ullarvör- ;
urnar. Umsvifin jukust hratt þegar
kom fram á árið 1988. „Maðurinn
minn hafði þá unnið í 35 ár hjá >
sama heildsölufyrirtæki," segir
Ingibjörg. „Við hugsuðum sem svo
að við hefðum lengi þrælað fyrir
aðra og gaman væri að geta byggt
upp eitthvað sjálf. Þetta var orðið
það mikið hjá mér að við ákváðum
að taka áhættuna og byrja að vinna
saman við fyrirtækið, þótt við vær-
um ekki lengur kornung." >
Magnús hætti hjá fyrri vinnu- ;
veitanda sínum í mars 1988. Þar
hafði hann haft með höndum sölu á '
Melka-vörum á íslandi í nærri 30
ár. Ingibjörg segir að þegar þeir
hjá Melka hafí frétt það hafí þeir
óskað eftir að Magnús annaðist
áfram söluna. Þar með hafí verið
komnar tvær stoðir undir rekstur-
inn. Annars vegar fatnaður frá
systurfyrirtækjunum Melka og
Tenson og hins vegar blómin og !
gjafavaran. s
Guðrún, dóttir þeirra Ingibjarg- .
ar og Magnúsar, kom til liðs við þau '
um vorið og marka þau upphaf eig-
inlegs rekstrar Bergís við þau
tímamót. Hinn 9. maí sl. var því
haldið upp á tíu ára afimæli og
helstu viðskiptavinum boðið til
fagnaðar.
„Við vildum ekki taka mikla
áhættu og byrjuðum í bílskúrnum -
það gerði Melka líka fyrir rúmum 1
50 árum,“ segir Ingibjörg. „Við I
hugsuðum okkur að það væri betra )
að geta staðið við greiðslur, borgað
vörurnar og greitt okkar gjöld.“
Það var ekki sérlega vorlegt í ís-
lensku efnahagslífi á þessum tíma,
allt á niðurleið. „Sá sem lifir það af
- hann lifir,“ segir Ingibjörg.
Fail er
fararheill
i
Mæðgurnar, Guðrún og Ingi-
björg, fóru árið 1989 í fyrsta skipti
saman á vörusýningu erlendis. Þær I
gistu hjá frænku sinni í Watford ut-
an við London til að spara gisti-
kostnað. Sýningin var haldin í
Birmingham og gekk vel að komast
þangað fyrsta daginn.
„Þegar við fórum næsta dag
þótti okkur við hafa verið lengi í
lestinni og könnuðumst ekkert við
landslagið. Við komumst að því að |
við vorum á leið til Liverpool á
vesturströndinni," segja þær hlæj-
andi. Þær drifu sig úr lestinni á *
næstu stöð og furðuðu sig yfir því
hvernig þeim gat orðið á önnur
eins vitleysa. Þær sáu tvo menn um
sjötugt, sem voru að ræða við járn-
brautarstarfsmann, og höfðu þeir
einnig lent í rangri lest. Ingibjörg
gaf sig á tal við þessa herramenn
og kom upp úr kafínu að þeir voru
einnig á leið á sýninguna í I
Birmingham. Mæðgurnar og |
herramennirnir ákváðu að halda
hópinn á leiðinni til baka sem tók
fjórar klukkustundir með lítilli
sveitalest.
„Þetta voru bráðskemmtilegir
menn. Svo kemur að því að annar
spyr hvað við séum að gera og ég
segi að við séum að leita að vörum
fyrir blómabúðir, gjafavöru og þess
háttar. Þá segist hann ef til vill geta
hjálpað okkur, réttir okkur nafn-
spjaldið sitt og sagði hvar þeir I
væru með bás,“ segir Ingibjörg. |
Á áfangastað tóku mæðgurnar
eftir því að mennirnir hengdu á sig
merki sem sýndi að þeir væru mik-
ilvægir gestir (VIP). Þær fóru á
básinn sem mennirnir höfðu boðið
þeim að heimsækja og komust að
því að fyrirtækið var með gjafavör-
ur, jólavörur, blómapotta og fleira.
„Okkur er tekið svona rosalega ;
vel. Þá var hann búinn að segja alla
söguna, hann hafi verið að þvælast 1
um með tveimur íslenskum stelpum I
- voða sætur í sér. Við komum
VIÐSKIFTIATVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►INGIBJÖRG Bergsveinsdóttir, stofnandi umboðs- og heild-
verslunarinnar Bergís ehf., er fædd í Reykjavík 1933 og uppal-
in þar. Að loknu námi í Kvennaskólanum fór hún í Norræna
lýðháskólann í Kungalv í Svíþjóð 1951-52. Ingibjörg sneri heim
og fór að vinna hjá Hagstofu Islands og síðar við bókhald hjá
SIS. Hún giftist Magnúsi Erlendssyni 1955 og eignaðist þijú
börn. Hún var heimavinnandi að mestu í 20 ár. Þau fluttu á
Seltjarnames 1963 og hefur Ingibjörg tekið mikinn þátt í
bæjarmálum þar. Hún var meðritstjóri Húsfreyjunnar, tímarits
Kvenfélagasambands Islands, 1978-86.
►Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bergís ehf., er
fædd í Reykjavík 1961 og ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún nam
við Verzlunarskóla fslands og fór sem skiptinemi til Bandaríkj-
anna. Eftir heimkomuna stundaði hún nám í tækniteiknun en
fór að vinna í menntamálaráðuneytinu og var ritari Ragnhild-
ar Helgadóttur menntamálaráðherra. Guðrún vann að tölvu-
væðingu menntamálaráðuneytisins og var siðan hjá Heimilis-
tækjum við kennslu og þjálfun í tölvunotkun. Guðrún er gift
Sveinbirni Péturssyni og eiga þau tvö börn.
Eftir Guðna Einorsson
ERGÍS ehf. er fjölskyldu-
fyrirtæki á Seltjarnarnesi,
sem nú fagnar tíu ára af-
mæli. Það hefur sérhæft
sig í innflutningi á gjafavöru, silki-
blómum, skreytingarefnum og síð-
ast en ekki síst hinum þekkta
Melka herrafatnaði og Tenson úti-
vistarfatnaði.
Ingibjörg Bergsveinsdóttir,
stofnandi Bergís ehf., var ekki
bráðung þegar henni datt í hug að
fara að vinna sjálfstætt og stofna
fyrirtæki. „Eg var á kvennaþingi í
Finnlandi 1984 þegar ég fór allt í
einu að hugsa um hvers vegna í
ósköpunum ég væri alltaf að vinna
svona mikið fyrir aðra. Af hverju
fer ég ekki að gera eitthvað sjálf,
sem ég byggi upp eftir eigin hug-
myndum," segist Ingibjörg, hafa
spurt sjálfa sig þar sem hún var
stödd í Helsingfors. Hún var þá
starfsmaður Kvenfélagasambands-
ins og meðritstjóri Húsfreyjunnar.
Skömmu síðar kom upp í hendurnar
á henni svolítill lager af íslenskum
ullarvörum og þá var ekki til set-
unnar boðið. Hún fór að þreifa fyrir
sér með útflutning á ullarvörum.
Hún fékk þá hugmynd að það
mætti vel gera eitthvað nýtt úr ís-
lenskri ull. Fötin þyrftu ekki endi-
lega að vera í sauðalitunum og þau
mættu vel vera svolítið „móderne"
eins og Ingibjörg orðar það. Hún
lét prjóna þynnri ullarefni en van-
inn var þá úr íslenskri ull og í nýj-
um litum, kom með hugmyndir að
hönnun, fékk saumastofu til að
sauma og lét útbúa bæklinga. „Ég
þorði ekki að hætta hjá Húsfreyj-
unni, því ég vissi ekki hvemig þetta
myndi ganga,“ segir Ingibjörg.
Sama ár stofnaði Ingibjörg
Bergís á eigin nafni. Fyrirtækis-
nafnið var meðal annars valið því
erlendir viðskiptavinir áttu gott
með að bera það fram.
Sölumannsraunir
Þau hjónin áttu fljótlega leið til
Hollands að heimsækja son sinn
sem þar bjó. Það var í fyrsta sinn
sem Ingibjörg fór með sölutöskuna
til útlanda. „Fyrsta kvöldið sem við
vorum á hótelinu fórum við á bar-
inn,“ segir Ingibjörg. „Þar settist
hjá okkur maður sem spurði hvað
við værum að gera og ég sagðist
vera að selja ullarvörur. Þetta var
þá markaðsfræðingur sem sagðist
þekkja alla í þessum bransa. Hann
bauðst til að hjálpa mér daginn eft-
ir. Ég tók nú mátulegt mark á því
boði, en daginn eftir kom hann og
eyddi öllum deginum með okkur.
Það var mjög lærdómsríkt. Hann
fór til þeirra sem höfðu keypt af
Álafossi á þeim tíma. Þar fékk ég
þá sögu að það þýddi ekkert að
vera með íslenskan ullarfatnað.
Þeir hefðu selt búð ullarfatnað á
góðu verði, en skömmu síðar hefði
Álafoss selt annarri búð í sömu
götu lagerinn sinn á spottprís og
drepið þannig samkeppnina."
Svipaða sögu segist Ingibjörg
hafa síðar heyrt í Danmörku. Hún
seldi einni búð í Hollandi og tókst
að selja í eina búð á Strikinu í
Kaupmannahöfn. Bergís var einnig
með viðskiptavini í Finnlandi og
Svíþjóð. í Svíþjóð tók Bergís meðal
annars þátt í „textil“-sýningu. Um-
svifin voru samt ósköp lítil. Stefnan
var því sett á stærri markaði og
haldið til London, þar sem breskur
vinur hafði plægt akurinn.
„Hann var búinn að boða komu
mína til allra stærstu vöruhúsanna í
London,“ segir Ingibjörg og er nú
skemmt yfir tiltækinu. „Ég eyddi
viku í þetta. Fór til Selfridge’s,
Harrod’íi, Liberty. Nefndu það
bara. Ég burðaðist með þunga
töskuna á hverjum morgni í lest um
borgina. Þegar ég var búin að príla
upp alla stigana í ullarvörubúðinni í
Regent-stræti var ég svo þreytt að
ég ætlaði ekki að geta opnað tösk-
una. Þeim þótti þetta frábær vara -
en prófaðu að fara í ullarvöru-
búðina í Russel-stræti, var svarið!“
Ingibjörg seldi ekki eina flík, en
þekkti orðið vel ullarvöru-
markaðinn í London.
í þrjú ár gaf Ingibjörg út vöru-
lista, lét prjóna, lita, hanna og
sauma ullarflíkur. Vörumerki var
útbúið fyrir Bergís, en allt kom fyr-
ir ekki.
Aðspurð hvers vegna svo erfið-
lega hafi gengið að selja ullar-
fatnaðinn segir Ingibjörg að á þess-
um árum hafi Álafoss verið stærsta
ullarvörufyrirtækið. „Eins og þú
kannski manst fékk það mikla ríkis-
styrki. Ég man til dæmis þetta
pils,“ segir Ingibjörg og bendir á
mynd í gömlum vörulista. „Það
kostaði sama út úr búð hjá Álafossi
og það kostaði í framleiðslu hjá
mér. Ég fór til þeirra og sagði að
þetta gæti ekki verið eðlilegt verð
hjá þeim. Pils verður ekki til nema
á einn hátt, einhver hannar það,
annar prjónar það og sá þriðji
saumar það. Mismunurinn getur
ekki verið svona mikill. Það var
ekki hægt að keppa við þetta - ekki
við fyrirtæki sem svona mikið var
greitt með.“
Bldmstrandi
silkiblóm
Um páskana 1987 fóru Ingibjörg
og Magnús til Portúgals. Þar fengu
þau heimboð frá sænsku fólki og
vakti það athygli Ingibjargar hvað
heimilið var fallega blómum
skreytt. Hún nefndi það við hús-
freyjuna hvað hún væri með mikið
af fallega blómstrandi blómum.
„Komdu við þau, sagði konan. Þá
voru þetta silkiblóm og ég hafði
aldrei séð svona falleg gerviblóm,"
segir Ingibjörg. Þetta var eitthvað
annað en plastblómin sem fólk
þekkti hér.
Ingibjörg bað húsfreyjuna að
koma sér strax í samband við fram-
leiðanda blómanna, með innflutning
til Islands í huga. Hún tók með sér
Morgunblaðið/Ásdís
MÆÐGURNAR Guðrún Magnúsdóttir og Ingibjörg Bergsveinsdóttir í Bergís ehf.
BLÓMLEGT
HJÁ BERGÍS