Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 3^j- Nám í kennslu- fræði til kennsl- uréttinda við HÍ NÝLOKIÐ ei- heildarmati á kenn- aramenntun á Islandi sem gert var að tilhlutan menntamálsráðuneyt- isins. Aður hafði farið fram sjálfs- mat í öllum kennaramenntunar- stofnunum, Háskóla Islands, Kennaraháskóla íslands og Háskólanum á Akureyri. Mats- nefnd, skipuð tveimur erlendum sérfræðingum og þremur Islend- ingum, vann hið ytra mat fyrir hönd menntamálaráðuneytisins. Við Háskóla Islands, félagsvís- indadeild, voru tekið viðtöl við nær alla kennara sem standa að kennslufræðináminu. Einnig var rætt við fulltrúa núverandi nem- enda og nemendur frá fyrra ári. Þá byggðist matið á ýmsum skrifleg- um gögnum sem lögð voru fram að beiðni matsnefndarinnar. Jón Torfi Jónasson deildarfor- seti, Hafdís Ingvarsdóttir for- stöðumaður náms í kennslufræðum og Sigrún Aðalbjarnardóttir skor- arformaður sögðu niðurstöður matsins mjög hvetjandi fyrir það þróunarstarf sem kennarar og nemendur í __ kennslufræðináminu við Háskóla Islands hafa verið að vinna á undanfórnum árum. Mats- nefndin tekur enda sérstaklega fram hversu mikill kraftur virðist vera í náminu, kennarar hrein- skiptir og leggi sig fram. Náminu er talið til tekna að stundakennar- ar kenni jafnframt við framhalds- skóla þar sem það efLi tengsl kennslufræðinámsins við skóla- starf. Markmið Matsnefndin segir skýr tengsl vera á milli markmiða námsins og framkvæmdar í daglegu starfi og að markmiðin móti starfið. Enn- fremur segir nefndin að glöggt sé að samræmi ríki á milli kennslu- fræði einstakra faggreina og æf- ingakennslunnar. Kennslan Nemendur eru ánægðir með kennsluaðferðir og telja að flestir kennaranna séu góðar fyrirmyndir í starfi. Ennfremur telja nemendur að komið sé fram við þá sem jafn- ingja og að þeir taki þátt í að móta námið. Hins vegar bendir matið til þess að nemendur þurfi að hafa miklu betri aðgang að tölvum og auka þurfi tölvukennslu í náminu. Menntun raungreinakennara í skýrslunni lætur matsnefndin í ljósi sérstakar áhyggjur af mennt- un raungreinakennara og bendh' á hversu léleg skilvirkni sé í braut- skráningu stærðfræðinga. A und- anfömum 25 árum hafi einungis 101 nemandi útskrifast með BS- gráðu úr stærðfræðiskor og þar af séu aðeins 15 starfandi við kennslu í íslenskum grunn- og framhalds- skólum. Ur þessu verði Háskóli ís- lands, raunvísindadeild, að bæta. Endurmenntun kennara Matsnefndin leggur mikla áherslu á að endurmenntun kenn- ara verði sinnt betur og telur það forsendur framfara í skólastarfi. Framboð á endurmenntun hefur verið háð því fé sem til hennar er veitt. Það eru því skýr skilaboð til menntamálaráðuneytisins að auka þurfi verulega fé til endurmennt- unar. Efling kennaranáms Nefndin ítrekar margoft í mats- skýrslunni að ekki megi skerða grunnmenntun kennara og bendir í því sambandi á að kennaranám við Háskóla Islands þurfi stuðn- ingsyfirlýsingu æðstu yfirstjórnar skólans við að efla samskipti við aðrar deildir og skorir. Bjóða eigi m.a. fram kennslufræði greina innan BA/BS-námsins til viðbótar kennsluréttindanáminu. I matinu kemur jafnframt fram stuðningur við þá ósk kennslufræðinnar að auka æfingakennslu og bent er á að einn möguleiki sé að lengja skólaárið í kennslufræðináminu þannig að það yrði meira en 26 vikur alls, en slíkt tíðkist víða er- lendis. Niðurstöður matsnefndar ei-u því að auka og styrkja þurfi kennarar.ám við Háskóla Islands. TENA Palmer og félagar. Tena Palmer og félagar á Gauknum SÖNGKONAN Tena Palmer og flokkur hennar leika á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í Tryggvagötu þriðjudagskvöld- ið 26. maí. Hljómsveitina skipa auk hennar Hilmar Jensson, gítar- leikari, Jóhann Asmundsson, bassaleikari og Matthias Hem- stock, trommuleikari. Þau munu leika popplög í nýstár- legum útsetningum þar sem lögin eru notuð sem stoðir und- ir snarstefjun, segir í fréttatil- kynningu. Höfundar laga eru m.a. Stevie Wonder, John Hi- att, James Brown og Portis- head. + Guðfinna Jóna Steindórsdóttir Wíum var fædd í Götuhúsum á Stokkseyri 27. febrú- ar 1909. Hún lést 14. maí siðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir, f. 25. október 1883, d. 13. september 1980 og Steindór Sæmundsscn, f. 26. janúar 1881, d. 9. ágúst 1948. Guðfinna átti tvo bræður, Sófónías Sæmund, f. 21. október 1905, d. 6. des. 1907, og Óskar, f. 28. maí 1920, maki Margrét Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921. Guðfinna giftist 10. maí 1930 Gísla Wíum kaupmanni frá Mjóafirði eystra, f. 22. maí 1901, d. 27. júní 1972. Foreldrar hans voru Sigrún Þórunn Sveinbjörns- dóttir, f. 10. janúar 1860, d. 28. janúar 1937, og Guðmundur Hansson Wíum, f. 18. ágúst 1857, d. 28. nóvember 1910. Börn Guðfinnu og Gísla eru: 1) Elísa Björg Wíum, f. 12. febrúar 1931, maki Gunnar Jónsson og eiga þau tvö börn, Guðfinnu Nönnu Gunnarsdóttur, maki Jóhann Ingi Gunnarsson, þeirra börn eru: Gunnar Ingi, Steindór Björn og Indiana Nanna; Guð- mund Ragnar Gunnarsson, maki Margrét Káradóttir, þeirra börn Elsku langamma. Ég er svo heppinn að hafa átt þig, bestu langömmu í heimi. Við fengum 10 góð ár saman og þó ég sakni þín ólýsanlega, veit ég að þér líður vel, komin til hans langafa sem ég hitti þó aldrei en allir elskuðu svo mikið. Ég veit að þú fylgist með okkur mömmu og veist að við gleymum þér aldrei. Elsku amma mín. Nú ert þú farin til hans afa. Þú hefur alltaf verið svo fin. Ég væri eigingjöm, ef ég alltaf vildi þig hafa. Hvíl þú í friði, elsku langamma, og við hittumst einhvem tíma aftur. Þín, Dóra Sif. Elsku amma, okkur systkinin langar að senda þér nokkur kveðju- orð. Nú þegar þú ert horfin frá okk- ur er okkur söknuður í huga þar sem þú hefur verið svo lengi með okkur. Við vitum þó að þú varst til- eru Agatha Sif og Elísa Björg. 2) Dóra Sif Wíum, f. 20. mars 1934, maki Hilmar Ilálfdánarson, þau skildu. Þeirra dóttir er Drífa Hilmars- dóttir og dóttir hennar er Dóra Sif. 3) Kristinn Wíum var sonur Gísla, liann ólst upp hjá Guð- finnu. Hann var fæddur 17. júní 1926, d. 13. janúar 1994. Maki Marta Sveinsdóttir, þau skildu. Þeirra börn eru: Gísli Wí- um, maki Kolbrún Aradóttir. Þeirra börn em Nanna og Krist- inn. Hildur Wíum, maki Hermann Kjartansson, látinn. Þau skildu. Þeirra börn eru: Marta, Sara og Rut. Þór Wíum, maki Hjördís Þóra Hermannsdóttir. Þeirra böra eru: Jóhanna Herdís og Ingi Þór. Sveinn Wíum. Kristinn K. Wíum yngri er sonur Kristins og Ljótunnar Indriðadóttur. Guðfinna fluttist með foreldr- um sínum frá Stokkseyri til Vest- mannaeyja 1913 og bjó þar til ársins 1957 að undanskildu einu ári sem hún og maður hennar Gísli Wfum bjuggu á Norðfirði. Frá árinu 1957 hefur hún búið í Reykjavík. títför Guðfinnu fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. maí og hefst athöfnin klukkan 15. búin að kveðja vegna þess að sl. ár hefur verið þér erfitt, en fram að þeim tíma gast þú búið á þínu fal- lega heimili og það var þér söknuð- ur að þurfa að yfirgefa það. En á Skjóli fékkst þú frábæra umönnun og þú kunnir að meta það hve starfsfólkið var þér einstaklega gott og hugsaði vel um þig. Amma Nanna var mikil fjöl- skyldumanneskja, hún var vakin og sofin yfir velferð okkar allra og vildi alltaf fylgjast með öllu frá degi til dags og hafði daglegt samband við okkur. Mamma okkar og Dóra Sif frænka hugsuðu alltaf einstaklega vel um ömmu og samband þeirra var mjög gott, Dóra Sif bjó í nágrenninu og kom hún til ömmu hvern dag. Amma missti mikið þegar afi dó og ekki leið sá dagur að hún minntist ekki á hann, hún saknaði hans alltaf. Hún lifði hamingjusömu hjónabandi og við munum eftir elskulegu sam- bandi þeirra afa og ömmu. Hún sagði okkur frá því þegar hún var ung stúlka um tvítugt og hitti afa, hann nýkominn frá útlöndum þar sem hann hafði dvalið síðan hann var ungur drengur, en var nú alkominn heim. Þetta var haustið 1929, þau- giftu sig um vorið á lokadaginn og fluttu til Norðfjarðar þar sem afi hafði nýlokið við að byggja hús. Síð- an var giftingardagurinn alltaf hátíð- ardagurinn þeirra. Undanfarið var hún farin að tala um að hún hlakkaði til samfundanna við hann. Amma unni Vestmannaeyjum þar sem hún átti sín æskuár og síðan bjuggu þau afi og amma í Vest- mannaeyjum og ráku þar m.a. verslun þar til þau fiuttu til Reykja- víkur 1957. Við systkinin munum bara eftir afa og ömmu í Eski-^ hlíðinni, þau höfðu alltaf tíma fyrir okkur, þau voi'u þá hætt að vinna og fóru í bíltúra með okkur og fóru með okkur í gönguferðir upp í Öskjuhlíð að hitta Grýlu sem bjó þar í kofa sem þar var. Þau sögðu okkur frá siglingum sínum til Nor- egs, en áður fyrr fóru þau þangað árlega til að hitta vini og kunningja, afi sagði sögur frá Afríku, og ekki má gleyma veiðisögunum en þau fóra til laxveiða saman um árabil. Öll okkar bemskuár bjó amma Lill, mamma hennar ömmu, hjá afa og ömmu, hún var líka óskaplega góð við okkur, hún var alltaf svo létt í skapi og skemmtileg. Það var gam- an að spila við hana, og ósköp sáum við eftir henni þegar hún kvaddi, svo það er ekkert skrítið að okkur krökkunum þótti eftirsóknarvert að gista í Eskihlíðinni. Það er þannig að þegar maður er að tala um þig, amma, þá fer maður alltaf að tala um afa líka. Við mun- um líka eftir því hvað allt var fallegt í kringum ykkur afa, því bæði vildu að allt væri fínt og fágað. Þú, amma, varst svo listfeng, falleg málverk eftir þig prýða heimili okkar. Þetta eru myndir málaðar á þínum yngri áram. En umfram allt var það fjöl-J skyldan sem þú varst alltaf að hugsa um. Að endingu þökkum við þér, elsku amma, fyrir alla elsku þína til okkar, maka okkar og bama. Hnígur sól sofnar blóm sorgin gistir minn rann Drýpurregn titratár tregar hjarta mitt hann sem var angan míns vors semvarylurmínslífs Hnígursól sofnar blóm sorgin gistír minn rann (Sr. Siguráur H. Guðmundsson.)' Guðfinna Nanna Gunnarsdótt- ir og Guðmundur Ragnar Gunnarsson. GUÐFINNA J. WÍUM RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Ragnhildur Guðmundsdóttir fæddist á Húsavík 14. desem- ber 1905. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 21. maí. Nú þegar Ragnhildur Guð- mundsdóttir, frænka okkar, er lát- in, vil ég fyrir hönd okkar systra þakka ævilanga vináttu og góðvild. Ragnhildm- ólst upp ásamt systkinum sínum, Jóhönnu og Baldri, hjá foreldram sínum, þeim Guðbjörgu Guðmundsdóttur og Guðmundi Bjarnasyni. Faðir þeirra var verslunarstjóri bæði á Breiðdalsvík og á Húsavík og síðan kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði og seinna bóksali. Á Húsavík man ég að hún sagðist hafa kynnst aldavin- konu sinni, Sigríði dóttur Unnar (Huldu skáldkonu) og Sigurðar Bjarklind, sem vora í miklu vin- fengi við foreldra hennar. Til Seyðisfjarðar fluttust þau þegar Ragnhildur var tólf ára gömul. Hún hlaut góða menntun á þeirra tíma mælikvarða; dvaldist á unga aldri í Danmörku við nám og störf. Eftir að hún kom heim vann hún hjá Landsímanum á Seyðisfirði uns hún giftist og stofnaði heimili. Maður hennai- var Benedikt Þórar- insson bankagjaldkeri og eign- uðust þau tvö mannvænleg börn, Önnu Þóru og Guðmund. Benedikt veiktist á besta aldri af illkynjuð- um sjúkdómi og varð að dveljast langdvölum erlendis til lækninga. Þá kom best í ljós hvað í Ragnhildi bjó. Hún axlaði þá byrði, sem á hana var lögð, af svo fágætum dugnaði og æðraleysi að umtalað var. Þessi erfiði sjúkdómur dró Benedikt til dauða langt um aldur fram. Fjölskyldan var þá flutt til Reykjavíkur og Ragnhildur rak um skeið vefnðarvöruverslun við Laugaveginn og eftir að hún hætti því stundaði hún önnur störf utan heimilis. Börnum sínum báðum kom hún til mennta, og hafa þau reynst af- bragðsmanneskjur, - enda dáði Ragnhildur þau mjög. Ragnhildur - sem við kölluðum alltaf Hullu - var mjög fríð og glæsileg kona, skarpgreind og skemmtileg. Hún var þannig gerð að hún mátti ekki vamm sitt vita, en aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum manni. Hreinsldptni var hennar aðal. Hún hafði mikið dálæti á góðum bókmenntum enda víðlesin og fylgdist vel með stefn- um og straumum á öllum sviðum lista. Eins hafði hún sjálfstæðar og heilbrigðar skoðanir í þjóðfélags- málum, - þótt hún flíkaði þeim lítt. Henni var það metnaðarmál að vera sem lengst sjálfbjarga á sínu fallega heimili, en þá að lokum, háöldrað, góða umönnun á hjúkr- unarheimilinu Eir. Börnum hennar og öðrum vandamönnum sendum við samúð- arkveðjur. Björg Ilermannsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.20^f slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.