Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FjaUa-Ejrviiidar Framsólmar .Reykvlkingar ogaQrir kjósendur I þéttbýli verða eð hugsa Fjallaeyvindum' Framsóknartiokkanna þegjandi þörfina I næstu kosningum ÞAÐ verður nóg að gera hjá Guðna Ágústssyni og félögum við að reisa öllum helstu Eyvindar-skúrkum sögunnar minnismerki. Ný regiugerð um sektir við umferðarlagabrotum Refsingar vegna hraðaksturs þyngdar NÝ REGLUGERÐ um sektir vegna brota á umferðarlögum tók gildi 20. maí sl. Með henni er refsing vegna aksturs undir áhrifum áfengis þyngd nokkuð frá því sem eldri reglugerð gerði ráð fyrir. Einnig eru viðurlög við hraðakstursbrotum í þéttbýli þyngd. Reglugerðin er mun ítarlegri en fyrri reglugerð og í viðauka með henni er að finna viðurlög við brotum á flestum ákvæðum umferðarlaga og þeim reglum settum samkvæmt þeim, sem ástæða þótti til að leggja viðurlög við. Þá hafa viðurlög við ýmsum brotum verið samræmd. Með reglugerðinni er refsing vegna aksturs undir áhrifum áfengis þyngd nokkuð. Samkvæmt eldri reglugerð varðaði akstur, þar sem áfengisinnihald í blóði ökumanns mældist í efri mörkum, þ.e. 1,20U eða meira, sekt að fjárhæð 47.000 krónur. Með nýju reglugerðinni er sekt hins vegar ákveðin 60.000 krón- ur. Aftur á móti er óbreytt tíma- lengd sviptingar ökuréttar í eitt ár. Þessi viðurlög eru miðuð við fyrsta ölvunarakstursbrot ökumanns. Með reglugerðinni eru þyngd nokkuð viðurlög við hraðaksturs- brotum í þéttbýli. Nú varðar akstur á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. sviptingu ökuréttar ef ekið er á 91 km/klst. eða hraðar en áður varðaði slíkt brot sviptingu þegar ekið var á 102 km/klst. eða hraðar. Þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. varðar brot sviptingu þegar ekið er á 61 km/klst. eða hraðar en svipting miðast við 66 km/klst. ef há- markshraði er 35 km/klst. Reglugerðin er nr. 280 14. maí 1998 og er birt í B-deild Stjómar- tíðinda. Ökuhraðí ©g umferðaJagasektlr Hraði Leyfður hámarkshraði öku- tækis 30 km/klst. 35 km/klst. 50 km/klst. 60 km/klst. 70 km/klst. 80 km/klst. 90 km/klst. km/klst. Sekt/Svifting Sekt/Svifting Sekt/Svifting Sekt/Svifting Sekt/Svifting Sekt/Svifting Sekt/Svifting 41-45 kr. 8.000 46-50 10.000 kr. 8.000 51-55 12.000 10.000 56-60 16.000 12.000 61-65 20.000 16.000 kr. 4.000 66-70 25.000 1 mán. 20.000 1 mán. 6.000 71-75 30.000 2mán. 25.000 2mán. 8.000 kr. 4.000 76-80 35.000 3mán. 30.000 3mán. 10.000 6.000 81-85 50.000 4mán. 35.000 4mán. 12.000 8.000 kr. 4.000 86-90 80.000 6mán. 50.000 6mán. 16.000 10.000 6.000 91-95 80.000 1 2 mán. 20.000 1 mán. 12.000 8.000 kr. 4.000 96-100 25.000 2mán. 16.000 10.000 8.000 101-110 30.000 3mán. 20.000 1 mán. 12.000 10.000 kr. 4.000 111-120 35.000 4mán. 25.000 2mán. 16.000 12.000 10.000 121-130 50.000 6mán. 30.000 3mán. 20.000 1 mán. 16.000 12.000 131-140 80.00012 mán. 35.000 4mán. 25.000 2 mán. 20.000 16.000 141-150 50.000 6mán. 30.000 3mán. 25.000 1 mán. 20.000 1 mán. 151-160 80.000 12 mán. 35.000 4mán. 30.000 2mán. 25.000 2mán. 161-170 jtJOBÍÍ 50.000 6mán. 35.000 3mán. 30.000 3mán. 171-180 80.000 12mán. 50.000 4mán. 35.000 4mán. 181-190 — f/Æ 80.000 6mán. 50.000 6mán. 191-200 80.00012 mán. Guðjón Bergmann ég ► Guðjón Bergmann fæddist í Reylgavík árið 1972. Hann stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð um tíma og var dagskrárgerðarmaður á Rás 2 í eitt og hálft ár. Hann skrifaði jafnframt um tónlist í DV / fjög- ur ár og vann hjá Skifunni og Japis sem kyimingarfulltrúi. Guðjón hóf störf hjá bókaútgáf- unni Leiðarljósi fyrir ári síðan og útskrifaðist nýverið sem jógakennari eftir nám hjá Shanti Desai. Þá hefur liann haldið námskeið fyrir fólk sem vill hætta að reylga. Sambýliskona Guðjóns er Sigurlaug Kristjáns- dóttir og starfa þau saman að útgáfumálum. Nýtt tímarit um mannrækt gefið út Fyrst og fremst mannlegt og fyrir alla Utgáfufyrirtækið Leið- arljós hefur gefið út nýtt tímarit, Lífið sjálft. Kom það fyrst út í tengslum við sýningu í Perlunni um samspil manns og náttúru. Ritstjóri tímarits- ins er Guðjón Bergmann sem gefur blaðið út ásamt fjöl- skyldu sinni; Guðlaugi Berg- mann, Guðrúnu G. Bergmann og Olafi Guðlaugssyni. „Astæða útgáfunnar er sú að okkur hefur lengi þótt vanta á markað blað sem tekur á fleiri en einum þætti varðandi manninn. Það eru gefin út sértímarit um líkamsrækt, andleg málefni, bamauppeldi og umhverfismál, svo dæmi séu tekin. I ritstjóraspjalli í fyrsta tímaritinu varpa ég fram þeirri spurningu hvort lýsi mannslíkamanum betur, tá eða fingur. Einnig nefni dæmisöguna um blindu mennina þrjá sem reyna að lýsa fíl. Einn heldur um ranann og segir að fíll- inn líti þannig út, annar um hal- ann og segir að fíllinn líti út sam- kvæmt því og sá þriðji heldur um fótinn og dregur sínar ályktanir af því. Allir hafa þeir rétt fyrir sér en bara að takmörkuðu leyti,“ segir Guðjón. - Hvað á tímarítið að koma út oft á árí? „Lffið sjálft á að koma út sex sinnum á ári og er um 40 síður. Það er prentað í Ólafsvík í sam- ræmi við þá stefnu að sinna upp- byggingu á landsbyggðinni. Við ákváðum að halda verði hvers tölublaðs í lágmarki því okkur finnst tímarit yfirleitt í dýrari kantinum. Við viljum að tímaritið okkar sé aðgengilegt, fyrir alla og með upplýsingum um allt sem viðkemur manninum og mann- rækt. Þetta er fyrst og fremst mannlegt blað.“ - Hvers konar efni er í blaðinu? „Við verðum með fasta efn- isþætti á borð við hreyfingu og heilsurækt og um tölvur og netið svo dæmi sé tekið. Aðalviðtal blaðsins er við herra Karl Sigur- bjömsson biskup, sem gefur for- síðunni svolítið trúarlegan blæ. Einnig erum við með grein um næringu en hugmyndin er sú að hafa uppskriftir í hverju blaði. Þar er líka grein um umhverfismál þar sem vitnað er í John Vidal, rit- stjóra The Guardian. Hann skrif- aði bók sem nefnist Burger Cult- ure on Trial þar sem er að finna sláandi upplýsingar um það hvernig stórfyrirtæki eru farin að hafa meiri áhrif en margar þjóðir. Söluhagnaður General Motors er til dæmis meiri en sam- ____ anlögð þjóðarfram- leiðsla Tansaníu, Eþíópíu, Negal, Bangladesh, Zair, Ug- anda, Nígeríu, Kenía og Pakistan. I þessum löndum búa yfir 500 milljónir manna. Annað dæmi er að ein kartafla af hverj- um tólf í Bandaríkjunum fer í að búa til franskar kartöflur hjá MacDonalds-keðjunni. Þeir fæða 35 milljónir manna á dag en eiga ekki einn fermetra af landi. Einnig er í blaðinu þáttur sem nefnist Frá konu til konu og um- fjöllun um skrif Desmond Morris um kynlíf mannskepnunnar. Margrét Pála Ólafsdóttir fjallar um böm og náttúruna, Hallgrim- ur Magnússon um tvær kenningar innan læknisfræðinnar og þá er viðtal við tvo Michael miðla. Við ætlum líka að kenna eina jógastöðu í hverju blaði og fjallað er um karllegu hliðina, tónlist, ferðalög og bækur. Jafnframt er- um við með viðtal við Shanti Desai „Margir ganga afturábak inn í framtíðina“ og Þóru Guðmundsdóttur og þætti sem nefnast Lifsbrot og Mitt hjartans mál, grein um bæti- efni og svona mætti lengi telja.“ - Finnið þið fyrir fordómum gagnvart þeim sem sinna andleg- um hugðarefnum? ,Ákveðinn hópur fólks kaupir þannig blöð en sá hópur er miklu stærri sem hefur vara á sér gagn- vart því sem kallast andlegt. Það heldur margt að þeir sem em and- lega sinnaðir séu einhvers konar sértrúarhópur. Einnig halda margir að starfið gangi eingöngu út á miðilsfundi og líf eftir dauðann en skilur ekki að andlegt líf er hluti af manninum. Aðaláhersla okkar er sú að vera andlegur, núna, í stað þess að spá í hvernig hlutirnir em eftir dauðann. Við erum í þessum líkama núna og þurfum að horfast í augu við það í stað þess að ein- blína á framtíðina." - Hvernig fer maður að því að vera andlegur. Núna? „Með því að lifa í augnablikinu. Allt of margir miða það sem þeir gera við fortíðina og viðbrögð þeirra við öðrum eru mótuð af því. Fólk " gengur því afturábak inn í framtíðina. Eini tíminn sem við höfum er tíminn núna, ekki það sem gerðist áðan eða gerist á eftir.“ - Er litið á þá sem tengjast viðfangsefnum á borð við mann- rækt og andleg málefni sem hálf- gerða sérvitringa? „Já, við höfum fundið fyrir alls kyns misskilningi. Það era ýmiss konar sögur á kreiki og viðkvæði fólks er oft þegar starf okkar berst í tal: Nú. Trúir þú á þetta? Ertu í þessu? Svo skilur maður ekki hvað þetta „þetta“ er sem verið er að vísa til eða af hverju fólk hefur ekki áhuga á „þessu“.“ - Er markaður fyrir svona út- gáfu? ,.Já, viðbrögðin sem við höfum fengið er á þann veg að svo virðist sem svona tímarit hafi vantað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.