Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SÓLARLAG á Grænlandsjökli. Sólin settist rétt um eittleytið og var aftur komin upp miili tvö og þrjú. ÞÆR verða allar steinhissa þegar ég spyr hvemig þeim hafi dottið í hug að ganga yfir Grænlandsjökul og segja mér að þetta hafi verið tækifæri sem þær hafi ekki viljað láta ganga sér úr greipum. „Þú þarft ekki að vera ofurmenni til að komast heill yfir jökulinn, þú þarft að hafa reynslu af fjallamennsku, vita hvað þú ert að fara út í, og hafa gaman af því,“ segja þær Anna María, Dagný, María Dögg og Þórey eftir gönguna, en viður- kenna þó að auðvitað séu þær ánægðar innra með sér, að hafa tekið þessa ákvörðun og klárað ætlunarverkið. Ferðin yfir jökulinn tók 24 daga og voru 540 km lagðir að baki á þeim tíma. Þótt jökullinn sé stór og hvít ísbreiða sem virðist einsleit við fyrstu sýn, segja þær stöliur að hann eigi margar hliðai- og þær hafi séð nokkrar þeirra. Allir dag- arnir á jöklinum voru ólíkir að þeirra sögn, og var færið til dæmis misjafnlega þungt. I lok fyrstu vik- unnar var snjórinn djúpur og gljúpur og þungt að vaða hann í ökkla og hné. Þegar þannig var ástatt var skipst á að troða, og tróð hver í 20 mínútur. Veðrið var einnig breytilegt þótt hópurinn hafi verið einstaklega heppinn með veður, og skein sólin stóran hluta ferðarinnar. Þó kom það fyrir einu sinni að þau þurftu að bíða af sér veður. Þá létu þau fara vel um sig í tjöldunum, lásu, spiluðu og skrifuðu í dagbækumar sínar. Áð- ur en þau tjölduðu höfðu þau byggt varnarveggi, því til að geta beðið áhyggjulaus af sér veður þarf að byggja vamarvegg áður en tjaldið er komið upp. Áhugi á fjallamennsku nauðsynlegur Þær em allar reyndar fjallakon- ur, þrjár era meðlimir í björgunar- sveitinni Ingólfí í Reykjavík og ein í Hjálparsveit skáta. Þær þekkja reglumar sem gilda á fjöllum, enda öruggara að vita hvemig á að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Eftir að ákvörðun um að fara yf- ir Grænlandsjökul lá íyrir var farið í níu daga æfingaferð yfir Vatna- jökul til að prófa saman hópinn, búnaðinn og vistir. Hún gekk vel og þá biðu þær bara eftir að leggja í hann ásamt leiðangursstjóranum Einari Torfa Finnssyni sem var að fara í sitt annað skipti yfir jökul- inn. Áhugi á fjallamennsku er nauð- synlegur til þess að taka þá ákvörðun að skella sér yfir Græn- landsjökul. „Maður verður að hafa áhugann, það er númer eitt. Að hafa áhuga á að sofa í tjaldi, vera í snjó og vera úti,“ segir Anna María, „og hafa áhuga á því að þvo sér ekki um hárið í þijár vikur,“ bætir Dagný við, og þær hlæja. „Hroturnar frusu í næt- urfrostinu“ Hvað þarf maður að hafa að leiðarljósi til þess að ganga 540 km á skíðum í kulda og frosti, þar sem ekki sér í annað en ís og himin í rúmar þrjár vikur? Fyrstu íslensku konurnar til þess að ganga yfir Grænlandsjökul sögðu Rögnu Söru Jónsdóttur ýmislegt um það hvernig hægt er að komast yfir jökulbreiðuna á jákvæðu hugarfari og reynslu af fjallamennsku. Morgunblaðið/Dagný Indriðadóttir ANNA Marfa, Dagný, María Dögg og Þórey, allar saman komnar við skjólvegg fyrir tjöldin. Þær sögðu að þeim hefði sjaldan orðið of kalt í jöklaferðinni, þökk væri góðum búnaði. „Líkamlegt ástand hefur líka mikið að segja,“ heldur Anna María áfram, „en andlega hliðin skiptir samt mestu máli,“ íyllyrðir Man'a Dögg. „Þetta er fyrst og fremst innri barátta og þú þarft mikið að takast á við sjálfan þig. Svo ert þú líka með öðram einstaklingum sem þú þarft að samlagast, og getur ekki skilið við fyn- en komið er á leiðarenda," segir María Dögg. Ógnaði þeim með hnífi Samstaða er lykilatriði í svona ferðum en upp hafa komið tilvik í öðram leiðöngram þar sem hópar hafa tvístrast á leiðinni yfír jökulinn. „Fólk sem fór með mér yfir Grænlandsjökul fyr- ir tveimur árum hafði áð- ur lent í misheppnuðum leiðangri yfir jökulinn. Þar tvístraðist hópurinn og áður en þau vissu af var einn af fyrrverandi félögum þeirra kominn inn í tjald til þeirra og ógnaði þeim með hnífi til að hafa af þeim mat,“ segir Einar Torfi og bendir á að hópar megi alls ekki vera of fjöl- mennir í svona leiðöngram og for- ysta þurfi að vera trygg, til þess að örvænting grípi ekki um sig. „Þriggja vikna skíðaferð yfir Grænlandsjökul er í mínum augum tækifæri til þess að komast burt frá hversdagsleikanum, skipta al- gerlega um umhverfi og hverfa frá dægurþrasinu. Hvað er betra til þess en skíðaferð yfir jafn stóran jökul og þennan?" segir Dagný spyrjandi. „Það sem mér finnst ég hafa grætt á svona ferð er að ég hef lært að meta betur þá hluti sem maður hefur vanalega í kringum sig. Einfóldustu hlutir --------- verða ekki sjálfsagðir lengur, eins og að fara á klósettið, hafa rennandi vatn, geta þvegið sér og sama gildir um öll önnur nútímaþægindi,“ segir María Dögg og Anna María bætir við að þær hafi grafið kamar á ’ hverju kvöldi sem var hola ofan í snjóinn með skýli fyrir köldum vindinum. Dagurinn hófst á að bræða snjó Dagurinn hófst vanalega milli sjö og átta á morgnana og var ávallt byrjað á því að bræða snjó. Það tók dágóða stund og að því búnu var vatn fyllt á brúsana, bæði heitt og kalt, en nauðsynlegt er að drekka mikið yfir daginn til að mæta vökvatapinu sem á sér stað við gönguna. I morgunmat var borðað musli, með heitu vatni og kakói, í hádegismat fengu þær harðfisk með smjöri, ýmiss konar kjötálegg og stundum hrökkbrauð. í hléum borðuðu þær svo kex, Ferðin yfir jökulinn tók 24 daga og voru 540 km lagðir að baki á þeim tíma. „Þetta er fyrst og fremst innri barátta og þú ert mik- ið að takast á við sjálfan þig...“ súkkulaði og annað orkugefandi sælgæti. Mikilvægt var að borða nóg af hitaeiningaríkum og feitum mat til að hafa næga orku til að brenna yf- ir daginn. Anna María er grönn að eðlisfari og hafði þyngt sig um nokkur kíló fyrir ferðina. Þegar leið á ferðalagið fór henni að verða kalt á nóttunni, sem í sjálfu sér er ekki skrýtið enda allt að þrjátíu stiga frost á jöklinum að næturiagi. Hún vissi þó að henni væri ekki kalt vegna þess að búnaðurinn væri ekki nógu góður. „Svo ég fór að borða meira, miklu meira en áætlaðan dag- skammt, ég bókstaflega úðaði í mig mat, smjöri og annarri fitu því ég fann að ég var farin að brenna af eigin forða. Eftir að ég jók matar- “skammtinn hætti mér svo að verða kalt á nóttunni," sagði Anna María og sagðist hafa fundið hvemig líkaminn kallaði á fitu og hitaeiningar. „Hrotumar fmsu í næturfrostinu" Að Önnu Maríu undanskilinni plagaði kuldinn þær ekki, þótt það hafi auðvitað komið fyrir að hrollur hafi farið um aðra leiðangursmenn, enda hitastigið oftast undir frost- marld, og þá helst við tíu, tuttugu eða jafnvel þrjátíu gráður. „Hrot- umar frasu í næturfrostinu,“ sagði Dagný án frekari útskýringa. Eg bað hana vinsamlega um betri út- skýringar þar sem ég skildi ekki með nokkra móti hvemig hrotur gátu frosið. „Ég svaf mjög létt flest- ar nætumar uppi á jökli, vaknaði oft og leit á klukkuna. Þegar frostið var mikið þá hrímaði í kring- um mann, þ.e.a.s. andar- dráttui’inn sem við send- um frá okkur breyttist í hrím. Innan í tjaldhimn- inum hrímaði líka og þá hugsaði ég alltaf, þama uppi era hrotumar okkar kristallaðar,“ sagði Dag- ný, og Anna María bætti við að þeir heitfengustu hefðu verið með mestu skaflana við opið á sín- um svefnpokum. Ferðalagið yfir jökulinn gekk eins og best varð á kosið og voru stöllumar fjórar, sem og leiðang- ursstjórinn, hin ánægðustu með ferðina. Þórey minntist að lokum á að þeim hefði þótt afskaplega vænt um allar kveðjumar sem þær fengu frá íslandi á Netinu. „Maður fann að fólk var að fylgjast með ferðum okkar og við það efldist maður, því með kveðjunum fengum við jákvæða strauma." Við hin sem sátum heima skiljum vel þá fjölmörgu sem sendu kveðjur, því það er ekki á hverjum degi sem ís- lenskar konur vinna þrekvirki af þessu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.