Morgunblaðið - 24.05.1998, Side 42

Morgunblaðið - 24.05.1998, Side 42
42 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR _j-ildrei búið á sama stað. Þú hefur sem betur fer oft heimsótt mig í Hólminn þar sem þú hefur alltaf átt þína foreldra, stóra fjölskyldu og svo áttu ásamt Olafi, Ulfhildi og Sólkötlu húsið í Flatey. Þaðan eig- um við nú aldeilis minningarnar. Elsku Hanna Sigga. Þú ert ein af skemmtilegustu manneskjum sem ég hef þekkt. Það var eins og að horfa á leikrit að fá þig í heimsókn. Þú gafst svo mikið af þér og ég veit að þú áttir oft of lítið eftir handa sjálfri þér. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt þig. r< Þegar þú varst þrettán ára skrif- aðir þú ljóð til mín í minningabók sem ég á enn. Þú varst mikill ljóðaunnandi. Ég kveð þig, kæra vin- kona, með þessu sama ljóði eftir Vatnsenda-Rósu. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Ég og fjölskylda mín sendum Ólafi, Úlfhildi, Sólkötlu og öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Sesselja Kristinsdtíttir. <* Við kynntumst Ólafí og Jóhönnu þegar við fluttum á Lokastíginn. Það var bein lína, eins og sagt er og hef- ur vinátta haldist með fjölskyldunum alla tíð síðan. Þau hjón voru mikið öðlingsfólk og höfðu miklu að miðla. Þau höfðu þá um hn'ð dvalið við veðurathuganir á Hveravöllum, laug- uð lofti landsins, með sálarróna á sínum stað. Þegar ég hugsa um Jóhönnu bros- ir hún og hlær eða henni er mikið niðri fyrir og ræðir málin vafninga- ■sfeust. Jóhanna minnti á kvenhetjur bókmenntanna, svo einörð og af- dráttarlaus, tilbúin að kryfja málin til mergjar, spyrja spurninga og leita svara. Úm leið bjó Jóhanna yfír ein- stakri frásagnargáfu. Jafnvel þjálfuðustu kjaftaskar snarþögnuðu í návist hennar og göptu af undrun yf- ir töframætti frásagnanna. Þá var stutt í hláturinn, þennan lífsglaða hlátur sem lýsti upp andlit hennar og umhverfið allt. Hvflík sorg að veröldin geti ekki lengur baðað sig í bjarma slíkrar gleði. Frásagnir Jóhönnu voru þó ekki ein- berar gamansögur. Þær byggðust hvorki á útúrsnúningum né orða- leikjum. í kjama þeirra bjó djúp al- 3'ara en framsetningin leiftraði af ua'rnni. Jóhanna var það sem kallað er talandi skáld. Sjálf hafði hún mikla unun af bók- menntum og ræddi oft ljóð sem henni voru kær. Jóhanna vann um hrið að málefnum íslenskra mynd- listarmanna og síðustu árin starfaði hún í þágu heyrnarskertra. Jóhanna lifði fyrir þau verkefni sem hún tók að sér og sinnti þeim vel. Hún var heilsteypt persóna með ríka réttlætiskennd. Þegar mál voru rædd skyldu þau til lykta leidd ekki skilin eftir í lausu lofti tómleika og syfju. Óg alltaf stóð Ólafur við hlið henn- ar, sá mikli klettur, réttsýnn og skynsamur. Þau hjón áttu hús í Flat- '■gy. Þangað var gott að koma. Yfír sólríkum umræðum voru töfraðar fram veislur og eyjan skoðuð undir traustri leiðsögn. Það breytti engu hvar maður hitti Jóhönnu, á fómum vegi eða í góðu tómi, maður kom aldrei að tómum kofum. Alltaf einhver málefni í gangi; lífsgleði og ólga. Því er maður svo agndofa yfir þessu óréttlæti ör- laganna. Auga Jóhönnu fyrir hinu smá- gerða og fína sást einnig vel á heimili þeirra hjóna. Ólafur og Jóhanna voru vinamörg og hefur maður *kynnst mörgu skemmtilegu fólki á heimili þeirra. Ólafur og Jóhanna eignuðust dæt- urnar Úlfhildi og Sólkötlu, en fyrir átti Ólafur dótturina Elinu. Nú er mikill harmur kveðinn að þeim öll- um, en þau munu öðlast styrk og þar mun minningin um Jóhönnu verða JDeim mikil stoð. Við hjónin og fjölskyldan öU vott- um þeim okkar dýpstu samúð. Einar Már Guðmundsson, Þtírunn Jtínsddttir. Tíminn er eins og straumþungt fljót sem líður áfram kyrrlátt með þungum nið. Fyrir öllum liggur að staldra við á bakkanum eitt augna- blik í eilífðinni, þar til fljótið seiðir þá til sín. Sumir eiga skamma dvöl við bakkann, aðrir bíða óþreyjufullir eftir að fljótið kalli. Sá sem að fljót- ið hefur kallað til sín er ekki horfínn að eilífu heldur lifir áfram í þeim sem sakna. Hanna Sigga hefur lokið dvöl sinni á bakkanum og fundið sér annan áningarstað. Við sem eftir sitjum og finnst dvöl hennar hafa verið alltof stutt, söknum hennar og syrgjum. Nú hvflir skuggi yfir Bræðraminnisætt, en eins og sólar- geisli brýst í gegnum dimman skýjabakka, lýsir minningin um söngelska og glaðværa konu. Minn- ingin kallar fram mynd af Flatey, af ljóshærðum mæðgum sem leiðast og í huganum hljómar dillandi hlát- urinn sem einkenndi Hönnu Siggu frænku mína. Elsku Ólafur, Úlfhildur, Sólkatla, frændfólk og vinir, megi góður guð styðja ykkur og alla þá sem sárt sakna. Sigþtír Hallfreðsson. Orða er vant. Nágaukur boðaði vá- leg tíðindi í vor. Gamalreyndi spáfuglinn kom um óttubil og kvaddi sér hljóðs. Aðra vomótt úti í Flatey á Breiðafirði heyrði ég milda regnið gráta á burst hússins yfír örlögum Iítillar fjölskyldu. Við, vinir Jóhönnu Sigríðar, sitjum hnípnir og máttvana og undrumst hve lífíð og hamingjan er brothætt. Við lítum í eigin barm, eigin rann. Návígið er mikið. Orða er vant. Hún var Breiðfirðingur. Ég sá henni bregða fyrir þegar hún kom með Bræðraminnisfólkinu til Flat- eyjar forðum daga. Hún bjó yfir syngjandi glaðværð en líka alvöru og festu, gáfum gædd. Einn góðan veð- urdag vék hún sér að mér á götu í Reykjavík og spurði hispurslaust frétta af vini mínum og sálufélaga Ólafi Jónssyni. Hún vildi bara vita hvernig honum liði. Örlögin urðu ekki umflúin og árum síðar hittust þau undir flateyskum himni; allt í einu og óumflýjanlega. Það ein- kenndi líf hennar og afstöðu til þess. Hún tók afstöðu og var afgerandi; gekk hreinlega til verks og fyllti flokk kvenskörunga. Jóhanna var ekki bara eyjakonan góða og Hólmari, komin af Bjarney- ingum og Flateyingum í ættir fram. Hún var listhneigður söngfugl, í senn náttúrubarn og heimsborgari. Bjó lengur á Hveravöllum á Kili en nokkur útlagi. Ástin og öræfin áttu hana þessi ár. Hún var fjalladrottn- ing. Þegar hún kom til byggða vann hún hjá Náttúruverndarráði og síðar tók hún að stýra listamönnum; réðist ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Síðast vann hún að málefn- um heyrnarskertra af sömu kost- gæfni og alúð sem og öðru er hún tók sér fyrir hendur. Hún sá ástæðu til að glíma við það ómögulega. Treysti því til dæmis að ástvinur hennar gæti flutt fjöll, jafn- vel þegar staðreyndasérfræðingar sögðu það ógerlegt. Hún hvatti hann til að takast á við gamlan draum; rannsóknir og tækniþróun í anda náttúruvemdar og velferðar móður jarðar, vitandi að sérsvið atgervis- mannsins Ólafs Jónssonar er hug- ljómun en hvorki eðlis- né efnaverk- fræði. Frumlegir hugsuðir era ekki öfundsverðir í landi þröngsýnnar stjórnarstefnu sem hefur hráefna- framleiðslu að markmiði en forsmáir virkjun hugvitsins. Og víst tókst að flytja fjöll og fyrir það er hún ennþá og verður fjalladrottning. An hennar hefðu fjöllin aldrei flust til. Þá kom maðurinn með ljáinn, öllum að óvör- um. Það var allt í einu óumflýjanlegt. Vinur í raun. Við vorum heppin að eiga hana að vin, í sorg og í gleði. Gleðifundum breytti hún í menning- arsamkomur með söng og óvæntum hugsmíðum; hitti nákvæmlega í mai'k; sefaði og seiddi, kætti, gladdi. Alft fiaug inn á vegferð mína þar sem ég var í þungum þönkum á heimleið frá harmi sleginni fjöl- skyldu. Ég snarhægði ferðina. Næstum því í seilingarhæð flaug hvíti fuglinn á undan mér dágóðan spöl; hið ómögulega var að gerast. Við náðum augnsambandi. Hálsinn sveigðist fagurlega, vængjasláttur- inn var voldugur og tignarlegur, flugið frjálst og sællegt. Fuglar segja allt sem þarf. Við munum minnast Jóhönnu okk- ar um ókomna ævidaga með trega og virðingu. Djúp samúð með Ólafi og augasteinum þeirra hjóna, Ulfhildi og Sólkötlu, ættingjum þeirra og vin- um í djúpri sorg. Blessuð sé minning Jóhönnu Sigríðar og megi guð og gæfa líkna þeim sem lifa. Guðmundur Páll Ólafsson. Með nokkram orðum viljum við kveðja kæra vinkonu. Við kynntumst Jóhönnu er við urðum svo lánsöm að eignast hlut í sumarhúsi þeirra Ólafs í náttúraperiunni Flatey á Breiðafirði. Það er vandasamt þegar þrjár fjölskyldur eiga saman hús, en það má með sanni segja að aldrei hafi borið skugga á samvinnuna. Við endurbætur á Vertshúsi, sumarhúsi okkar, á sameiginiegum fundum og árlegum árshátíðum áttum við ánægjulegar stundir saman. Endur- minningamar eru margar og litríkar og margs er að minnast. Jóhanna var mjög hreinskiptin kona, ákveðin, en umfram allt skemmtileg. Hún var geislandi glaðlynd, hafði þennan smitandi hlátur og engin lognmolla var í kringum hana. Henni var margt tfl lista lagt, þar á meðal hafði hún fagra söngrödd og það voru ófá skiptin sem hún söng fyrir okkur á samverastundum. Ljóst er að stórt skarð er höggvið í okkar félagsskap, við þetta sviplega og ótímabæra frá- fali Jóhönnu og verður hennar sárt saknað. Elsku Ólafur, Úifhiidur, Sólkatla og Elín, við vottum ykkur samúð okkar. Einnig sendum við foreldrum, systkinum og öðram ættingjum Jóhönnu innilegustu samúðarkveðj- ur. Með virðingu og söknuði kveðj- um við Jóhönnu, blessuð sé minning hennar. Ása og Karl, Grtía og Heimir. Elsku Hanna Sigga mín. Með örfáum línum langar mig að kveðja þig en mig skortir orð. Það var oft- ast þú sem hafðir orðin sem mig vantaði til að lýsa tilfinningum okk- ar og upplifunum. Fyrst sem litlar stelpur, síðan unglingar með alla þá miklu tilfinningaflóru sem fylgir þeim aldri og síðan sem eiginkonur og mæður. Minningarnar um allar samverustundir okkar streyma fram og upp í hugann koma minningar um það hvað við hlógum mikið sam- an og létum oft illa miðað við aldur. Okkur þótti það báðum svo merki- legt að vera orðnar fertugar og kölluðum það að vera komnar með gæðastimpil. En við áttum líka okk- ar stundir þar sem alvaran ríkti og var þá oft stutt í tárin. Það var fátt í lífi okkar sem við vissum ekki hvor um aðra. Þú varst mikil persóna og enginn sem kynntist þér mun gleyma þér. Mér finnst ég vera rík að hafa átt þig sem náfrænku og vin. Ég mun varðveita minningu þína í hjarta mér alla tíð. Ég á erfitt með að trúa því að þú verðir ekki samferða mér í gegnum lífið og enn erfiðara með að skilja af hverju þú fékkst ekki að fylgjast með dætrum þínum vaxa úr grasi og vera þeim stoð út í lífið. En ég veita að þær era í góðum höndum hjá Ólafi og ykkar nánustu vandamönnum. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með söknuði og virðingu. Elsku frænka, far þú í friði, og segi ég það sama við þig og þú sagðir alltaf við mig þegar þú kvaddir, Hanna Sigga mín: Við sjáumst. Kæru Ólafur, Úlfhildur, Sólkatla og aðrir vandamenn, ég veit að söknuð- ur og sorg ykkar er mikil. Ég og fjöl- skylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Þorbjörg. Okkur langar í örfáum orðum að minnast hennar Hönnu Siggu, sem borin verður til gi-afar á morgun, mánudaginn 25. maí. Þegar tíðindi berast um ótímabært andlát þá fyllist maður óendanlegum tómleika og sárum söknuði. Erfitt er að fyllast ekki reiði yfir því óréttlæti að ung kona í blóma lífs síns skuli vera kölluð á brott frá dætrum, eign- manni og fjölskyldu svo fljótt og svo snöggt. Vorið er sá árstími þegar lífið kviknar eftir langan vetur og vonin um betri tíð bærist í bijóstinu. Við þá harmafregn að hún Hanna Sigga hefði látist eftir stutta sjúk- dómslegu dregur ský fyrir sólu og hægir á vorinu. Við minnumst hennar Hönnu Siggu sem frænku og vinkonu vestan úr Stykkishólmi, Ijóshærðri, glað- legri og alltaf í vissu um hvað hún vildi. Við minnumst hennar sem glæsilegrar ungrar konu, sísyngj- andi, brosandi og fullri af lífsþrótti. Við minnumst hennar sem móður tveggja yndislegra stúlkna, sem þreyttist aldrei á að segja þeim sög- ur og syngja íyrir þær falleg ljóð og lög sem sum hver vora eftir Einar afa þeirra. Við minnumst hennar sem unnanda fagurra lista, yfir- vegaðrar konu með fastmótaða lífs- sýn þar sem jafnrétti og mannauður voru þau gildi sem máli skiptu en misrétti og óréttlæti áttu ekki upp á pallborðið. Við minnumst hennar sem hreinskiptinnar og ákveðinnar konu sem sagði yftrleitt það sem henni bar í brjósti. Þegar komið er að Ieiðarlokum ber að þakka fyrir samfylgdina og allar minningai’nar sem upp koma þegar litið er yfir farinn veg. Ferða- lagið átti að verða mikið lengra og minningarnar fleiri, en enginn þekk- ir sinn næturstað. Elsku Hanna Sigga, við viljum þakka þér fyrir frændræknina og allar samveru- stundimar í gegnum árin. Við viljum á þessari sorgarstundu færa ykkur, kæra fjölskylda, Ólafur, Úlfhildur og Sólkatla, innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að geyma ykk- m- og veita ykkur styrk í sorginni. Einnig færum við foreldrum, systk- inum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Við ætlum að kveðja þig að sinni kæra Hanna Sigga með visu eftir ömmubróður þinn. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Lífið er skammvinnt, það líður svo skjótt eins og leiftur er rennur sitt skeið. Það birtist og hverfur svo hratt en svo hljótt sem hrapandi stjarna um skammdegisnótt. Sem regndropi er hnígur svo hrynjandi fljótt - í hafið - og hverfur um leið. (Ólafur Stefánsson.) Ragnar og Þtíra. Kveðja frá Oryrkja- bandalagi íslands Á vorbjörtum degi vaknandi lífs í allri gróandans grænku kvaddi þessi vondjarfa vinkona okkar svo alltof skjótt og skyndilega. Vel vissum við að Jóhanna gekk ekki heil til skógar, en á stjórnar- fundi Öryrkjabandalagsins nú fyrir skemmstu var hún mætt, hugum- glöð og hress í máli og við héldum og vonuðum að allt væri til betri vegar að færast. En í þess stað hef- ur lífsklukkan glumið og komið að hinstu kveðjustund. Við áttum hið ágætasta og ánægjulegasta sam- starf við Jóhönnu og minnisstæð er heimsókn okkar í Heyrnarhjálp þar sem hún réði rikjum af rausn og reisn, athafnasöm og áræðin en einnig raunsæ og rökfóst. Henni var kappsmál kært að efla sem allra best starf Heyrnarhjálpar og hefja merki heyrnarskertra hátt á loft, virkja þá til vökullar baráttu fyrir rétti sínum og hagsmunamálum. Málþing það er haldið var í haust er leið í Ráðhúsinu á vegum Heym- arhjálpar hvfldi á hennar herðum umfram alla aðra og þar var sannar- lega vel að verki staðið. Þar flutti Jóhanna heita hvatningu með holl- ráðum góðum. Jóhanna var skoðanafóst og af ein- urð flutti hún mál sitt hvarvetna. Hún lagði fram gott liðsinni í stefn- umótunarnefnd Öi’yrkjabandalags- ins, hugmyndarík og heldur betur fylgin sér. Nú átti hún sæti í skipu- lagsnefnd bandalagsins og við hugð- um einmitt gott til endurkomu henn- ar eftir örðugan sjúkdómsferil. Nú hefur gesturinn með ljáinn gengið hjá garði og autt sæti þessarar dug- miklu, rösku konu svo ágætrar gerð- ar og það vissulega vandfyllt. í einlægri þökk og tærum trega kveðjum við Jóhönnu S. Einarsdótt- ur. Þar fór svo alltof fljótt ljúfur liðs- maður, leitandi leiða til betri lífsskil- yrða fyrir heyrnarskerta. Hennar verður sannarlega saknað á vett- vangi okkar. Eiginmanni hennar, dætrum og öðrum aðstandendum sendir Ör- yrkjabandalag Islands innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé björt minning. Það eitt er víst, þegar við fæðumst, að við munum deyja. Hvar, hvenær eða hvemig er okkur ekki ætlað að vita. Þess vegna verðum við svo magnvana, þegar ung kona í blóma lífsins er hrifin burt svo skyndilega frá eiginmanni og ungum dætram. Jóhanna S. Einarsdóttir, sem gift- ist fyrrverandi sambýlismanni mín- um og barnsfóður Ölafi Jónssyni, reyndist dóttur okkar alla tíð mjög vel og kallaði sig gjarnan hina mömmuna, þótt ekki væri Elín Jónína alin upp hjá þeim. Syni Elín- ar reyndist hún sönn amma, full af umhyggju og ástúð. Hún var gáfuð fríðleikskona, heið- arleg, hress og aðsópsmikil, lét sér annt um menn og málefni og átti sér mörg áhugamál, til að mynda tónlist og söng. Mér er minnisstætt þegar hún lýsti því yfir á sinn snaggaralega hátt að hún ætlaði aldrei að verða gömul í anda. Að leiðarlokum vil ég þakka þér samfylgdina, Jóhanna mín, þó ekki væri hún alltaf auðveld í byrjun. Guð gefi þér góða heimkomu og frið. Með vinarkveðju. Bergljtít. Tíminn stoppaði föstudaginn 15. maí þegar fréttin barst um að Hanna Sigga væri dáin, þessi lífsglaða og káta frænka sem hún var, söknuður- inn er mikill en við verðum að trúa því að tilgangurinn sé einhver þegar fólk er tekið í blóma lífsins í burtu frá fjölskyldu sinni. Þegar maður missir einhvern nákominn eins og Hanna Sigga var þá hugsar maður aftur í tímann um þær stundir sem við hittumst. Síðast hittumst við í fjölskylduboði á áramótum og sýndi hún mér þá nótnahefti sem hún hafði fengið sér til að rifja upp píanókunnáttu sína, svo settist hún við hljóðfærið og spilaði nokkur jólalög fyrir okkur, það var gaman að heyra að hún hafði litlu gleymt. Þetta var góð stund og lifir hún í minningunni. Þegar ég og Elfa Dögg systir hennar vorum stelpur og Hanna Sigga aðeins eldri litum við ávallt upp til hennar eins og hún væri stóra systir okkar beggja, alltaf vorum við að reyna að gera eins vel og hún, sama hvað það var sem hún tók sér fyrir hendur. Það var alltaf gott að koma til Hönnu Siggu hvar sem hún var, á Hveravöllum, Flatey eða þar sem hún bjó á höfuðborgarsvæðinu. Við Gunni ásamt nokkrum kunn- ingjum héðan frá Grundarfirði vor- um svo heppin að geta heimsótt Hönnu Siggu og Ólaf nokkrum sinn- um á Hveravelli þegar þau bjuggu þar, það var sérstök upplifun og var alltaf tekið vel á móti okkur og áttum við góðar stundir saman þar. I Flatey hefur Hanna Sigga verið lengri eða skemmri tíma á sumrin með Ólafi og stelpunum þeirra í Vertshúsi. Þegar einhver úr fjöl- skyldu okkar var í Bræðraminni hús- inu okkar þar, kom Hanna Sigga og oftar en ekki var tekinn fram gítar og sungið mikið eins og fylgir okkar fólki. Nú verður erfitt að fylla það skarð, að heyra ekki rödd Hönnu Siggu með okkur. Elsku Ólafur, Úlfhildur, Sólkatla og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur öll á þessari miklu sorgar- stund og um alla framtíð. Minningin um Hönnu Siggu lifir. Olga Sædís Einarsdtíttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.