Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 23 Morgunblaðið/Sverrir FYRIR framan fyrsta háþrýstiklefann sem Calcendonio Gonzales (t.v.) færði íslendingum árið 1993. Við hlið hans standa Roy Meyers sérfræðingur í háþrýstilækningum, Einar Sindrason yfirlæknir og Magni Jónsson lungnasérfræðingur. áhuga þinn. Mér skilst að þú jiafir algjörlega verið mótfallinn Italíu en nú sé vart hægt að finna nokkurn, sem er eins hallur undir landið og menninguna og þú? „Ja-á,“ svarar hann kankvís. „Það er gaman að þú skulir segja þetta núna, því einmitt í gær var ég beðinn um að verða svaramaður hjá vini mínum Calcedonio Gonza- les í haust þegar hann ætlar að giftast íslenskri konu. Það var hon- um sem ég kynntist á ráðstefnunni í Selva Gardena og hefur sú vinátta breytt miklu í lífi mínu. En fyrst ætla ég að segja þér frá því af hverju ég var svona mótfall- inn Italíu og Itölum. Þegar ég var við nám í Danmörku keyrðum við hjónin með elsta barnið okkar nið- ur Evrópu. pkkur gekk alls staðar vel nema á Italíu. Það þýddi ekkert að tala við helv... Italina. Þeir skildu ekkert. Ég var sæmilega talandi á frönsku, ég talaði þýsk- una ágætlega og ensku, en ekkert gekk. Mitt mottó var: Aldrei aftur Italía! Nokkrum árum eftir að við kom- um heim ætluðum við Daníel Guðnason háls-, nef- og eyrnalækn- ir ásamt konum okkar til Ítalíu á skíða-ráðstefnu. Þannig vildi til að Daníel forfallaðist en konan mín, Kristín Árnadóttir hjúkrunar- fræðingur, og ég héldum okkar striki, enda var tekið fram á ráð- stefnunni að þar væri töluð enska, þýska og ítalska,“ segir Einar hlæjandi. „Ég þekkti ekki kjaft á ráðstefn- unni, en við opnun hennar sá ég tvo góðlátlega menn, gekk að þeim og sagðist vera frá Islandi. Þeir gátu pínulítið bjargað sér á ensku, en annar þeirra varð svo hrifinn af því að ég kom frá Islandi, að hann sagðist mundu bjóða okkur í mat daginn eftir og hafa með sér túlk. Það er skemmst frá því að segja, að þessi túlkur var bráðfalleg ung kona og það fór svo vel á með okk- ur, að alla ráðstefnuna vorum við með þessu fólki þegar færi gafst. Um haustið fengum við bréf um að þau ætluðu að gifta sig og koma til Islands í brúðkaupsferð. Þannig upphófst okkar vinátta," segir Ein- ar, en bætir við að því miður hafi samband þeirra ekki gengið upp vegna þess hversu ólík þau voru. Hann var mjög opinn, „út um allt og í öllu“, en hún ætlaði sér að verða nunna. Nú læri ég ítölsku! Allt frá árinu 1988 eða ári eftir að ráðstefnan var haldin hefur Ein- ar verið með annan fótinn á Ítalíu. Vinur hans var áhrifamaður í Pal- ermo og fékk Einar til að halda fyrirlestra. „Fyrst varð að túlka íslendingar þurfa mun seinna að fá heyrnartæki en Danir, sem tala mjög óskýrt. Dan- ir byrja að nota heyrnartæki við 20 desibel en ís- lendingar þurfa þau ekki fyrr en við 30-40 desibel. allt sem ég sagði, því ég talaði bara ensku. Síðan fór ég að reyna að tala við þessa lækna, en enginn talaði ensku,“ segir Einar og slær hnefanum í borðið til áherslu. „Ekki kjaftur. Þetta er ótrúlegt! Svo ég hugsaði með mér. Nú læri ég ítölsku eða þetta er bara búið. Ég var svo heppinn að Paolo Turchi var að koma til landsins og varð ég fyrsti nemandi hans. Ég fékk þessa dellu og var hjá honum í fimm vetur. Nú er mitt aðaláhuga- mál að lesa ítölsku og ég er með Rai Uno, Rai Due, Rai Tre og Evro News heima og hlusta á þetta allt á hverjum degi,“ segir hann, stendur upp og nær í ítalskar bókmenntir, sem leynast inn á milli fræðirit- anna og ítalsk-enskrar orðabókar, til að sýna blaðamanni. Vin Einars, Calcedonio Conzales, þekkja íslendingar af því að hann færði Borgarspítalanum að gjöf háþrýstiklefa ásamt ársstarfsemi við klefann. Að þessu ári liðnu bauð hann samstarfsverkefni til þriggja ára, þar sem íslendingar borga ann- an helminginn og Italir hinn. Eftir þessi fjögur ár var þörfin orðin svo mikil að Calcedonio útvegaði stærri klefa og nýjan samstarfssamning til fimm ára. Munu Islendingar eign- ast þann klefa að þeim tíma liðnum. „Hvað heldurðu annars, að margir ítalskir læknar séu búnir að vera hér á undanförnum árum í sambandi við klefann?" spyr hann og svarar sjálfur: „Fjörutíu og fimm læknar og tæknimenn! Undanfarin ár hefur Einar unnið hluta af sumarfríum sínum á Italíu við háþrýstiklefalækningar. Þar varð hann vitni að því að gömul kona, sykursýkissjúklingur, kom í 100. sinn í klefann. Hún og var á góðum batavegi. Upphaflega hafði verið ráðgert að taka af henni fótinn vegna opinna sára en hún vildi fyrst prófa háþrýstimeðferð. Annar maður var að byrja í með- ferð sem búið var að höggva annan fótinn af og hann sá fram á að missa hinn. „Með því að fara í klefa áður en skaðinn er skeður geta menn komið í veg fyrir aflimun til dæmis, en það tekur bara svo ótrúlega langan tíma að koma vitneskjunni frá sér.“ Einar segir lítið af vandamálum af þessu tagi meðal Is- lendinga því heilbrigðiskerfið sé ótrúlega gott. Þegar hallar undir lok samtalsins forvitnast ég um hvernig svo önnum kafinn maður slakar á. Að þessu hlær Einar en segist gera það með því að spila á píanó og á fiðlu. „Ég lærði svolítið á fiðlu sem krakki en hætti því vegna þess að ég fékk út það mikla stríðni. Það er nokkuð síðan ég dró hana fram aftur og nú nýt ég þess að spila á hana.“ Allt frá 46 fm stúdíóíbúðum til 130 fm 4ra herbergja lúxusíbúða Byggingaraðili: ■ FASTEIGNASALA / LEIGUMIÐLUN HARRI EHF. SÍMI 588 8787 - FAX 588 8780 SKIPHOLT 9 Loksins hefur þú tækifæri til að eignast nýja glæsilega fullbúna íbúð á besta stað í Reykjavík á frábæru verði. Allar íbúðirnar afhendast fullbúnar með fallegum innréttingum, parketi á gólfum og vönduðum heimilistækjum. Skemmtilegur lokaður inngarður er við húsið. i i' <A M iB :S! jflHHl ■ S!8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.