Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 c MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LANDSSKIPULAG Heildarhugsun sem næði jafnt til hálendis og láglendis I UMRÆÐUNNI um hálendið inn- an Alþingis og utan, upp á síðkastið, hefur mikið verið rætt hvernig hægt væri að tryggja heildarhugsun í skipulagi þess. Slík heildarhugsun yrði að fela í sér að fulltrúar heildar- hagsmuna ríkis og þjóðar, yrðu að koma að málum á þann veg að hreppasjónarmið yrðu látin víkja “ fyrir hagsmunum heildarinnar þegar í odda skerst. Þetta gerist að sjálfsögðu ekki þegar einn hags- munahópurinn, bændur, hefur yfir- gnæfandi meirihluta í skipulags- nefndinni eins og er nú og reyndar líka í fyrirliggjandi tillögu Guðmund- ar Bjarnasonar um breytingu í skip- an nefndarinnar. Sama þörf fyrri heildarhugsun og tryggingu heildarhagsmuna, er í raun einnig til staðar í skipulagsmál- um á láglendi. Því miður eru það ein- göngu heimamenn, sveitarstjórnar- stigið, sem ræður, - einnig þar, - nær öllu um skipulag. í ljósi þessa þarf sú lausn sem rædd verður á Alþingi nú eftir helgina, um það ^ hvemig tryggja má heildarhugsun í skipulagi miðhálendisins, einnig að duga til að tryggja hagsmuni heild- arinnar, þjóðarinnar, í skipulagi á láglendi. Lausnin á sviði skipulags gæti falist í því að komið verði á lands- skipulagi hér á íslandi eins og á hin- um Norðuriöndunum. Landsskipu- lagið kvæði á um atriði sem snerta alla þjóðina, eins og t.d. orkuvinnslu- svæði, þjóðgarða, stofnvegi, kerfi flugvalla, hafna o.fl. Áður en ávinn- ingi og nauðsyn landsskipulags verð- * ur lýst nánar, skal því lýst hvers vegna ekki er hægt að tryggja næga heildarhugsun með svæðisskipulagi, eins og skiija hefði mátt á sumum alþingismönnum í umræðunni á Alþingi á dögunum. I grein í Mbl. 17. maí sl. fjallaði undirritaður um ýmsa grundvallar- vankanta á svæðisskipulagsstiginu hér á landi. Skal vísað til þeirrar greinar, en greiningu málsins jafn- framt haldið áfram. í sl. viku átti undirritaður samtal við skipulags- stjóra ríkisins, og er hann að mestu sammála um grundvall- argalla svæðisskipulags- stigsins og kallaði það bastarð. Jafnframt lét hann það álit í ljósi að ef sameining sveitarfélaga héldi hratt áfram, væru sveitarfélög e.t.v. orðin aðeins um 40 sveit- arfélög hér á landi þegar eftir um fimm ár, og þá væri hægt að leggja svæðisskipulagsstigið niður. Hvað skyldi þetta nú þýða fyrir þá hugmynd Alþingis að svæðisskipu- lag sé töfralausn við að tryggja heildarhugsun í skipulagi miðhálendisins? í fyrsta lagi það, að það verður að finna aðra lausn en svæðisskipulag til að tryggja heildarhugsun í skipulagi hálendisins, sé litið til þess tíma þeg- ar svæðisskipulagsstigið hefur verið lagt niður. Áður en við ræðum það er skyn- samlegt að fara yfir þróun stjómsýslu- og skipulagsmála á miðhálendinu til að skilja hvemig stendur á núverandi rangindum í því máli, þrátt fyrir að samstaða hafi verið orðin um að gera það að einu stjómsýslusvæði 1991. Undirritaður spurðist fyrir um hver bæri ábyrgð á að tillaga að upp- skiptingu hálendisins var komin á blað þegar 1989. Skipulagsstjóri sagði að ekkert ráðuneyti bæri ábyrgð á þvi, heldur hefði Skipulagið og Landmælingar tekið sig saman um þetta vegna þess hve óeðlilegt það hefði verið að láta lögsagnar- mörk inn til landsins enda á óskil- greindum punktum. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfis- ráðherrann, hefur sagt frá því að í fyrstu heimsókn sinni til Skipulags- ins hefði hann rekið augun í þetta kort. Hefði hann á stundinni bannað vinnu við kortið. Nefnd á hans veg- um gerði síðan tillöguna um miðhá- lendið sem eitt stjómsýslu- og skipu- lagssvæði, sem að sjálfsögðu var þá ekki skipt upp á milli sveitarfélaga. Trausti Valsson Þegar skipulagsnefnd um þetta svæði, miðhá- lendið, var ákveðin með bráðabirgðagrein nr. 73/1993, var hins vegar nokkuð komið inn á hugsanlegt sveitar- stjómarforræði í grein- argerð. í starfsreglum sem umhverfisráðherra setti nefndinni, var hins vegar ekkert mælt fyiir um að nefndin sinnti slíkum bollaleggingum. Þess vegna hafði skipu- lagsnefndin i raun ekki leyfi til að biðja þrjú ráðuneyti að koma með sér £ að gera tillögur um að skipta miðhálendinu upp á milli hinna 42ja aðliggjandi sveitarfélaga. En þetta var samt gert og um- hverfisráðuneytið bætti nú um enn betur og setti ýmsa aðal- og svæðis- skipulagsvinnu af stað á þessum nýsköpuðu hrepparenningum upp í Þessar staðfestingar verður að ógilda, segir Trausti Valsson, og lík- lega verður einnig að draga ráðherrann fyrir dóm vegna þeirra mörgu ólöglegu gjörn- inga sem farið hafa fram í hans nafni í þessum málum. miðja jökla, - þrátt fyrir að miðhá- lendisvinnan væri um leið í gangi, á sama svæði. Hefur umhverfis- ráðherra þegar staðfest tvö slík aðal- skipulög, þ.e. fyrir Gnúpverjahrepp og Svínavatnshrepp. Þetta gerir ráðherrann þótt Alþingi sé ekki búið að afhenda þessum hreppum stjómsýsluréttinn. Þessar staðfest- AÐAL- og svæðisskipulög sem umhverfísráðherra hefur sett af stað eða staðfest þótt stjórnsýsluheimild fyrir slfku skipulagi á miðhálendinu vanti. ingai- verður því að ógilda og líklega verður einnig að draga ráðherrann fyrir dóm vegna þeirra mörgu ólög- legu gjöminga sem farið hafa fram í hans nafni í þessum málum. Segja má að meginreglur við gerð skipulags séu tvær, þ.e. að ganga fyrst frá stefnumótun áður en að skipulagningunni kemur, og í öðru lagi að leggja meginlínur i skipulagi þess lands sem viðkomandi svæðis- skipulag er innan. Báðar þessara meginreglur vom brotnar við gerð þeirrar svæðisskipulagstillögu að miðhálendinu sem nú bíður staðfest- ingar umhverfisráðherrans um leið og Alþingi hefur staðfest uppskipt- ingu hálendisins. Margar mjög alvarlegar, formleg- ar athugasemdir hafa verið gerðar við skipulagið, t.d. vegna þess að miklir misbrestir em á að farið hafi verið að þeirri opinberu stefnumótun sem þegar er til. Þannig segir t.d. í athugasemdum iðnaðarráðuneytisins (Finns): ,Ráðuneytið telur að stefna ríkisstjómarinnar og raunar flestra ríkisstjóma undanfarinna áratuga varðandi nýtingu orkulindanna sem er að finna á miðhálendinu endur- speglist ekki í tillögunni. Sú stefna er skýr og ætla hefði mátt að hún hefði verið einn af homsteinum í „al- mennum forsendum á landsvísu". Þá lýsti Landgræðsla ríkisins yfir vonbrigðum yfir því að stefnumiðum ríkisstjómarinnar um landgræðslu og gróðurvemd hafi ekki verið fylgt í skipulaginu. Undir þetta tók land- búnaðarráðuneytið (Guðmundur sjálfur). Fróðlegt verður að sjá hvort Finnur og Guðmundur stuðla að staðfestingu skipulags sem þeir sjálfir segja að fylgi á ófullnægjandi hátt opinberri stefnumótun. Ef að möguleiki hefði verið á að fylgja hinni meginreglunni í skipu- lagi, - sem eðlilegt er að komi á eftir heildarstefnumótun, - þ.e. „að leggja meginlínur í skipulagi þess lands sem viðkomandi svæðisskipulag er innan“, hefði þurft að vera til lands- skipulag á íslandi. Vöntun á slíku skipulagi er sérstaklega bagaleg við gerð svæðisskipulags fyrir miðhá- lendið, - bæði vegna þess hve það er stórt og vegna þess hversu Álþingi og stjómvöld hafa lítið ákveðið stefn- umótun sína og meginlínur í landnýt- ingu á því svæði. Bókin „Island hið nýja“ eftir undirritaðan og Birgi Jónsson, sem kom út sl. haust, lýsir því að vöntun stefnumótunarvinnu sem og landsskipulags, - geri tillög- una að skipulagi miðhálendisins í raun óhæfa. Margir opinberir aðilar og ráðuneyti hafa lýst sömu skoðun í athugasemdum sínum við skipulagið. Það er álit undirritaðs að í þriðju umræðu um sveitarstjórnarfrum- varpið á Alþingi á mánudaginn, ættu alþingismenn að leggja umræðuna um að beita svæðisskipulagi til að tryggja heildarhugsun á svæðinu, - til hliðar, og taka frekar upp um- ræðu um hvemig landsskipulag und- ir stjóm forsætisráðherra, ætti að útfærast til að með því væru tryggð- ir heildarhagsmunir og heildarhugs- un á stefnumótun og skipulagi, bæði á hálendi og láglendi. Höfundur er skipulagsfræðingur. 66TN MAX Verslanir Reykjavík, AkureyriVestmannaeyjum. Löggildingarstofa Paggilding - l-ögmælifræði - Markaðsgacsla - Mælifr;eði - Rafmagnsöryggi Löggildingarstofa efnir til fræðslufundar um öryggi leikfanga á Hótel Loftleiðum, sal 4, miðvikudaginn 27. maí 1998 kl. 14:00 Dagskrá 1. öryggi leikfanga - Ábyrgð framleiðenda og yfirvalda. Birna Hreiðarsdóttir, deildarstjóri markaðsgæsludeildar Löggildingarstofu. 2. Hættuleg efni í leikföngum - lög og reglugerðir. Sigurbjörg Gísladóttir, forstöðumaður eiturefnasviðs hjá Hollustuvernd ríkisins. 3. Sjónarhorn innflytjenda/seljenda. Birna fíóbertsdóttir, sölufulltrúi hjá IKEA, barnadeild. ★ Kaffihlé 4. Leikföng á markaði - eftirlit og ástand. Örn Guðmundsson, verkfræðingur, og Bergur Helgason, verkfræðingur, Aðalskoðun hf. 5. Umræður, fyrirspurnir. Fundarstjóri Þórunn Erhardsdóttir, deildarstjóri, viðskiptaráðuneyti. Fundurinn er öllum opinn, en þátttaka tilkynnist til Löggildingarstofu í síma 568 1122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.