Morgunblaðið - 24.05.1998, Page 34

Morgunblaðið - 24.05.1998, Page 34
34 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 c MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LANDSSKIPULAG Heildarhugsun sem næði jafnt til hálendis og láglendis I UMRÆÐUNNI um hálendið inn- an Alþingis og utan, upp á síðkastið, hefur mikið verið rætt hvernig hægt væri að tryggja heildarhugsun í skipulagi þess. Slík heildarhugsun yrði að fela í sér að fulltrúar heildar- hagsmuna ríkis og þjóðar, yrðu að koma að málum á þann veg að hreppasjónarmið yrðu látin víkja “ fyrir hagsmunum heildarinnar þegar í odda skerst. Þetta gerist að sjálfsögðu ekki þegar einn hags- munahópurinn, bændur, hefur yfir- gnæfandi meirihluta í skipulags- nefndinni eins og er nú og reyndar líka í fyrirliggjandi tillögu Guðmund- ar Bjarnasonar um breytingu í skip- an nefndarinnar. Sama þörf fyrri heildarhugsun og tryggingu heildarhagsmuna, er í raun einnig til staðar í skipulagsmál- um á láglendi. Því miður eru það ein- göngu heimamenn, sveitarstjórnar- stigið, sem ræður, - einnig þar, - nær öllu um skipulag. í ljósi þessa þarf sú lausn sem rædd verður á Alþingi nú eftir helgina, um það ^ hvemig tryggja má heildarhugsun í skipulagi miðhálendisins, einnig að duga til að tryggja hagsmuni heild- arinnar, þjóðarinnar, í skipulagi á láglendi. Lausnin á sviði skipulags gæti falist í því að komið verði á lands- skipulagi hér á íslandi eins og á hin- um Norðuriöndunum. Landsskipu- lagið kvæði á um atriði sem snerta alla þjóðina, eins og t.d. orkuvinnslu- svæði, þjóðgarða, stofnvegi, kerfi flugvalla, hafna o.fl. Áður en ávinn- ingi og nauðsyn landsskipulags verð- * ur lýst nánar, skal því lýst hvers vegna ekki er hægt að tryggja næga heildarhugsun með svæðisskipulagi, eins og skiija hefði mátt á sumum alþingismönnum í umræðunni á Alþingi á dögunum. I grein í Mbl. 17. maí sl. fjallaði undirritaður um ýmsa grundvallar- vankanta á svæðisskipulagsstiginu hér á landi. Skal vísað til þeirrar greinar, en greiningu málsins jafn- framt haldið áfram. í sl. viku átti undirritaður samtal við skipulags- stjóra ríkisins, og er hann að mestu sammála um grundvall- argalla svæðisskipulags- stigsins og kallaði það bastarð. Jafnframt lét hann það álit í ljósi að ef sameining sveitarfélaga héldi hratt áfram, væru sveitarfélög e.t.v. orðin aðeins um 40 sveit- arfélög hér á landi þegar eftir um fimm ár, og þá væri hægt að leggja svæðisskipulagsstigið niður. Hvað skyldi þetta nú þýða fyrir þá hugmynd Alþingis að svæðisskipu- lag sé töfralausn við að tryggja heildarhugsun í skipulagi miðhálendisins? í fyrsta lagi það, að það verður að finna aðra lausn en svæðisskipulag til að tryggja heildarhugsun í skipulagi hálendisins, sé litið til þess tíma þeg- ar svæðisskipulagsstigið hefur verið lagt niður. Áður en við ræðum það er skyn- samlegt að fara yfir þróun stjómsýslu- og skipulagsmála á miðhálendinu til að skilja hvemig stendur á núverandi rangindum í því máli, þrátt fyrir að samstaða hafi verið orðin um að gera það að einu stjómsýslusvæði 1991. Undirritaður spurðist fyrir um hver bæri ábyrgð á að tillaga að upp- skiptingu hálendisins var komin á blað þegar 1989. Skipulagsstjóri sagði að ekkert ráðuneyti bæri ábyrgð á þvi, heldur hefði Skipulagið og Landmælingar tekið sig saman um þetta vegna þess hve óeðlilegt það hefði verið að láta lögsagnar- mörk inn til landsins enda á óskil- greindum punktum. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfis- ráðherrann, hefur sagt frá því að í fyrstu heimsókn sinni til Skipulags- ins hefði hann rekið augun í þetta kort. Hefði hann á stundinni bannað vinnu við kortið. Nefnd á hans veg- um gerði síðan tillöguna um miðhá- lendið sem eitt stjómsýslu- og skipu- lagssvæði, sem að sjálfsögðu var þá ekki skipt upp á milli sveitarfélaga. Trausti Valsson Þegar skipulagsnefnd um þetta svæði, miðhá- lendið, var ákveðin með bráðabirgðagrein nr. 73/1993, var hins vegar nokkuð komið inn á hugsanlegt sveitar- stjómarforræði í grein- argerð. í starfsreglum sem umhverfisráðherra setti nefndinni, var hins vegar ekkert mælt fyiir um að nefndin sinnti slíkum bollaleggingum. Þess vegna hafði skipu- lagsnefndin i raun ekki leyfi til að biðja þrjú ráðuneyti að koma með sér £ að gera tillögur um að skipta miðhálendinu upp á milli hinna 42ja aðliggjandi sveitarfélaga. En þetta var samt gert og um- hverfisráðuneytið bætti nú um enn betur og setti ýmsa aðal- og svæðis- skipulagsvinnu af stað á þessum nýsköpuðu hrepparenningum upp í Þessar staðfestingar verður að ógilda, segir Trausti Valsson, og lík- lega verður einnig að draga ráðherrann fyrir dóm vegna þeirra mörgu ólöglegu gjörn- inga sem farið hafa fram í hans nafni í þessum málum. miðja jökla, - þrátt fyrir að miðhá- lendisvinnan væri um leið í gangi, á sama svæði. Hefur umhverfis- ráðherra þegar staðfest tvö slík aðal- skipulög, þ.e. fyrir Gnúpverjahrepp og Svínavatnshrepp. Þetta gerir ráðherrann þótt Alþingi sé ekki búið að afhenda þessum hreppum stjómsýsluréttinn. Þessar staðfest- AÐAL- og svæðisskipulög sem umhverfísráðherra hefur sett af stað eða staðfest þótt stjórnsýsluheimild fyrir slfku skipulagi á miðhálendinu vanti. ingai- verður því að ógilda og líklega verður einnig að draga ráðherrann fyrir dóm vegna þeirra mörgu ólög- legu gjöminga sem farið hafa fram í hans nafni í þessum málum. Segja má að meginreglur við gerð skipulags séu tvær, þ.e. að ganga fyrst frá stefnumótun áður en að skipulagningunni kemur, og í öðru lagi að leggja meginlínur i skipulagi þess lands sem viðkomandi svæðis- skipulag er innan. Báðar þessara meginreglur vom brotnar við gerð þeirrar svæðisskipulagstillögu að miðhálendinu sem nú bíður staðfest- ingar umhverfisráðherrans um leið og Alþingi hefur staðfest uppskipt- ingu hálendisins. Margar mjög alvarlegar, formleg- ar athugasemdir hafa verið gerðar við skipulagið, t.d. vegna þess að miklir misbrestir em á að farið hafi verið að þeirri opinberu stefnumótun sem þegar er til. Þannig segir t.d. í athugasemdum iðnaðarráðuneytisins (Finns): ,Ráðuneytið telur að stefna ríkisstjómarinnar og raunar flestra ríkisstjóma undanfarinna áratuga varðandi nýtingu orkulindanna sem er að finna á miðhálendinu endur- speglist ekki í tillögunni. Sú stefna er skýr og ætla hefði mátt að hún hefði verið einn af homsteinum í „al- mennum forsendum á landsvísu". Þá lýsti Landgræðsla ríkisins yfir vonbrigðum yfir því að stefnumiðum ríkisstjómarinnar um landgræðslu og gróðurvemd hafi ekki verið fylgt í skipulaginu. Undir þetta tók land- búnaðarráðuneytið (Guðmundur sjálfur). Fróðlegt verður að sjá hvort Finnur og Guðmundur stuðla að staðfestingu skipulags sem þeir sjálfir segja að fylgi á ófullnægjandi hátt opinberri stefnumótun. Ef að möguleiki hefði verið á að fylgja hinni meginreglunni í skipu- lagi, - sem eðlilegt er að komi á eftir heildarstefnumótun, - þ.e. „að leggja meginlínur í skipulagi þess lands sem viðkomandi svæðisskipulag er innan“, hefði þurft að vera til lands- skipulag á íslandi. Vöntun á slíku skipulagi er sérstaklega bagaleg við gerð svæðisskipulags fyrir miðhá- lendið, - bæði vegna þess hve það er stórt og vegna þess hversu Álþingi og stjómvöld hafa lítið ákveðið stefn- umótun sína og meginlínur í landnýt- ingu á því svæði. Bókin „Island hið nýja“ eftir undirritaðan og Birgi Jónsson, sem kom út sl. haust, lýsir því að vöntun stefnumótunarvinnu sem og landsskipulags, - geri tillög- una að skipulagi miðhálendisins í raun óhæfa. Margir opinberir aðilar og ráðuneyti hafa lýst sömu skoðun í athugasemdum sínum við skipulagið. Það er álit undirritaðs að í þriðju umræðu um sveitarstjórnarfrum- varpið á Alþingi á mánudaginn, ættu alþingismenn að leggja umræðuna um að beita svæðisskipulagi til að tryggja heildarhugsun á svæðinu, - til hliðar, og taka frekar upp um- ræðu um hvemig landsskipulag und- ir stjóm forsætisráðherra, ætti að útfærast til að með því væru tryggð- ir heildarhagsmunir og heildarhugs- un á stefnumótun og skipulagi, bæði á hálendi og láglendi. Höfundur er skipulagsfræðingur. 66TN MAX Verslanir Reykjavík, AkureyriVestmannaeyjum. Löggildingarstofa Paggilding - l-ögmælifræði - Markaðsgacsla - Mælifr;eði - Rafmagnsöryggi Löggildingarstofa efnir til fræðslufundar um öryggi leikfanga á Hótel Loftleiðum, sal 4, miðvikudaginn 27. maí 1998 kl. 14:00 Dagskrá 1. öryggi leikfanga - Ábyrgð framleiðenda og yfirvalda. Birna Hreiðarsdóttir, deildarstjóri markaðsgæsludeildar Löggildingarstofu. 2. Hættuleg efni í leikföngum - lög og reglugerðir. Sigurbjörg Gísladóttir, forstöðumaður eiturefnasviðs hjá Hollustuvernd ríkisins. 3. Sjónarhorn innflytjenda/seljenda. Birna fíóbertsdóttir, sölufulltrúi hjá IKEA, barnadeild. ★ Kaffihlé 4. Leikföng á markaði - eftirlit og ástand. Örn Guðmundsson, verkfræðingur, og Bergur Helgason, verkfræðingur, Aðalskoðun hf. 5. Umræður, fyrirspurnir. Fundarstjóri Þórunn Erhardsdóttir, deildarstjóri, viðskiptaráðuneyti. Fundurinn er öllum opinn, en þátttaka tilkynnist til Löggildingarstofu í síma 568 1122.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.