Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ YRIR þrjátíu árum, sunnudaginn 26. maí árið 1968, varð mikil breyting í umferðinni á Islandi. Þann dag óku landsmenn bílum sínum af vinstri helmingi akbrauta yfir á hægri og hafa ekið hægra megin síðan. Umferðin á H- deginum, eins og hann var nefndur, gekk snurðulaust, þótt margir þyrftu að venjast nýjum siðum. Morgunblaðið fylgdist vel með breytingunni fyrir 30 árum og kom út daginn eftir, á mánudegi. Blaðið var helgað H- deginum. Á forsíðunni voru myndir Ólafs K. Magnússonar, ljósmyndara blaðsins. Aðra tók hann á Miklubraut laugar- daginn 25. maí, þegar vinstri umferð var ríkjandi og hina sunnudaginn 26. maí, á H-deginum. Vinna við bætta umferð og aukið umferðaröryggi hefur ekki legið niðri frá H-deginum. Ýmsir áfangar hafa náðst, en starfinu lýkur aldrei. í tilefni 30 ára afmælisins eru merk- ustu áfangamir rifjaðir hér upp með aðstoð Umferðarráðs, um leið og kannað er hvað þeir aðilar, sem vinna að umferð- armálum, hafa á prjónunum fyrir framtíðina. Bílbeltaskylda 1981 Ef allir notuðu bílbelti fækkaði þeim sem látast í umferð- arslysum um þriðjung. Á þessu tímabili hefðu 2-300 færri látist í umferðinni ef allir hefðu haft bíl- belti spennt. Það var 1981, sem lög voru sett þess efnis að allir sem sátu í framsæt- um bifreiða skyldu nota bílbelti. Því fylgdu engin ákvæði um viðurlög gagnvart þeim sem ekki spenntu beltin. Fyrir bragðið hafði lagsetningin ekki tilætluð áhrif. Sektarákvæði 1988 Við gildistöku endurskoðaðra umferðarlaga 1. mars 1988 kom til ákvæði um heimild til að sekta þá sem ekki höfðu beltin spennt í akstri. Frá 1. október 1990 hefur öllum sem í bflum sitja, hvort sem þeir eru í fram- eða aftursæti verið skylt að hafa bflbelti spennt. Þá var sú skylda einnig lögð á ökumenn að sjá til þess að böm sem sitja í bflum njóti þess öryggis sem fylgir því að sitja í bamabflstól eða með bflbelti á bflpúða. Bílbelti bjarga mannslffum Áhrif aukinnar bflbeltanotkunar eru augljós. Samkvæmt slysaskráningu hefúr alvarlega slösuðum fækkað frá því að bflbeltanotkun jókst tii muna. Þá er viðurkennt í rannsókn- um í Evrópu, að ef 95% allra ökumanna og farþega í bflum nota bflbelti megi vænta þess að þriðjungi færri láti lífið í umferðarslysum á ári. Þannig má segja að bflbeltamálið sé eitt það stærsta sem áunnist hefur á síðustu 30 árum. Ennþá vantar töluvert á að allir noti bflbelti í akstri, eins og það ætti að vera sjálfsagt mál. Hjólreiðahjálmar Aðrir athyglisverðir áfangar á þessu tímabili er gildistaka laga um að ökumönnum og farþegum bifhjóla og léttra bif- hjóla sé skylt að vera með hjálm. Reglur um að hjólreiða- menn yngri en 15 ára noti hjólreiðahálm gengu í gildi 1. október 1997 og skipuðu íslendingar sér þar með í forystu- sveit þjóða á því sviði. Bjórinn 1989 Ekki má gleyma því, að samhliða öllum þessum áfóngum sem hér hafa verið neftidir hefur farið fram mikil fræðsla og upplýsingamiðlun. Það hefur meðal annars gerst í tengslum við breytingar í þjóðfélaginu og er þar nærtækt að nefna breytingu á áfengislöggjöfinni 1989, þegar leyft var að seija áfengt öl á íslandi og mikill áróður fór í gang til að vekja at- hygli almennings á að bjór væri áfengi og að eftir að hafa drukkið hann ætti ekki að aka bfl. Horft til framtíðar Samþykkt og gerð umferðaröryggisáætlunar til ársins 2001 er einnig mikilvægt skref til markvissari og skipulegri vinnubragða á sviði umferðarmála, þar sem gert er ráð fyrir miklu samstarfi og samspili allra þeirra sem að málaflokkn- um koma. í áætluninni var gerð tillaga um nýja tækni í löggæslu, nýtt sektakerfi lögreglu og punktakerfi gagnvart þeim ökumönnum sem ekki fylgja umferðarlögum. Undir nýja tækni í löggæslu falla meðal annars hraðamyndavélar, rauðljósamyndavélar og notkun öndunarsýna í staðinn fyrir blóðprufur til sönnunar í ölvunarakstursmálum. Það vekur bjartsýni að fleiri eru virkir í umferðaröryggisstarfinu í dag en fyrir fáeinum árum og að viðhorf almennings hefur breyst mjög til batnaðar. Morgunblaðið/Geir Á þessu ári verður ráðist í ýmsar framkvæmdir í samræmi við umferðaröryggisáætlunina. Má þar nefna að hámarkshraði verður lækkaður í 30 km/klst í 5-6 hverfum, lýsing og merkingar bættar við fjölfamar gangbrautir, lagðir fleiri stígar fyrir gang- andi og hjólandi og göngubrú yfir Kringlumýrarbraut við Sóltún tekin í notkun. 30 þúsund sektir á ári BÚIST er við að um 30 þúsund sektarboð verði send til brot- legra ökumanna á þessu ári. Þetta kemur fram í upplýsing- um frá embætti ríkislögreglustjórans. Á fyrstu fjórum mánuð- um þessa árs voru sendir út 9400 innheimtuseðlar vegna um- ferðarlagabrota og er það mjög mikil aukning frá undanfómum árum. Búist er við að á næstu mánuðum verði allmargir ökumenn sviptir ökuréttindum vegna fjölda punkta, sem þeir hafa fengið frá áramótum. Þess era dæmi að ungir ökumenn hafi fengið 15 til 20 sektir það sem af er árinu og missa þar af leiðandi ökurétt- indin í að minnsta kosti þrjá mánuði. Mál þeirra ökumanna, sem oftast hafa verið sektaðir verða afgreidd sérstaklega fyrir dómi. wiigii vcgiai ci ivjui ci skólabekk TIL að umferðarfræðsla skili sem bestum árangri er vænlegt að hefja hana hjá ungum börnum og því hafa Umferðarráð, lögregla og sveitarfélög sameinast um rekstur umferðarskólans Ungir vegfarendur. I maí og júní á hverju ári eru öll funm og sex ára böm boðuð á námskeið, þar sem farið er yfir umferðarreglurnar og nauðsyniegan öryggisbúnað. Aðsókn að námskeiðunum hefúr verið svo góð, að stundum mæta fieiri böm en boðuð eru. Þau mæta i gmnnskóla í sinni heimabyggð í tvö skipti, kiukkutíma f senn. Þar fræða lögreglumenn og ieikskólakennarar þau um hvernig þau eigi að fara að í umferðinni og hvaða hættur beri að varast. Fjallað er um reglur fyrir gangandi vegfarendur, um hjólreiðar og hjálma, öryggisbdnað fyrir börn í bílum og ýmislegt fieira. Sýndar em umferðarmyndir á glæmm, leikbrúð- ur hjálpa til við fræðsluna, sýndar em stuttar kvik- myndir, sungið og börnin fá að segja frá eigin reynslu. Námskeiðin em ókeypis og foreldrar em hvattir til að koma með börnunum. Á föstudag var fjöldi fimm og sex ára bama á námskeiði f Klébergsskóla á Kjalarnesi. Oryggið í fyrirrúmi við hönnun mannvirkja REYKJAVÍKURBORG samþykkti umferðaröryggisáætlun síðasta haust og er markmið hennar að fækka slysum í um- ferðinni í borginni um 20% fram að aldamótum. Sérstök áhersla er lögð á að umferðarmannvirki, stór og smá, séu hönnuð með umferðaröryggi allra vegfarenda í huga. Ýmsum tillögum í umferðaröryggisáætluninni hefur þegar verið hrint í framkvæmd og vinna er hafin við aðrar. Má þar nefna að sérstakt átak hefur verið gert í því að lækka leyfilegan hámarkshraða umferðar úr 50 km í 30 km/klst í æ fleiri íbúða- hverfum. Aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda hafa breyst við gerð göngu- og hjólabrúa og fjölgun stíga, umbætur verið gerðar á leiðakerfi SVR og fláar verið settir á gangstéttir svo hreyfihamlað fólk og hjólandi vegfarendur eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar. Þá hafa ýmsar úrbætur verið gerð- ar á aðalgatnakerfinu í samvinnu við Vegagerðina. Nýlr ökumenn míssa ökuréttlndl eftir 8 punkta Samkvæmt reglugerð um punktakerfi missa ökumenn með bráðabirgðaökuréttindi ökuleyfið eftir að hafa fengið 8 punkta, en aðrir eftir að hafa fengið 12. Hægt er að fá mest fjóra punkta fyrir einstakt brot, þ.e. fyrir að aka á móti rauðu ljósi og langt ofan við leyfðan hámarkshraða. Dýrt spaug! Búist er við að sektargreiðslur vegna umferðarlagabrota auk- ist um 150 milljónir króna á þessu ári. Sektir geta verið á bilinu 2 - 47.000 krónur fyrir einstök brot og geta orðið mun hærri ef mál fara fyrir dómstóla. Með tilkomu nýs fyrirkomulags inn- heimtu sekta, sem stýrt er frá embætti ríkislögreglustjórans, kemst enginn lengur hjá því að greiða sektir fyrir umferðarlaga- brot. Kerfið miðar að því að halda á einum stað utan um inn- heimtu allra sektargreiðslna á landinu. Þeir sem greiða sektir innan mánaðar fá 25% afslátt af upphæðinni. Skynsamlegra er að virða lög og reglur sleppa við að greiða háar sektir og missa punkta. Halda áfram að eyða „svartblettum" í umferðaröryggisáætlun borgarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi fræðslu og áróður, haldið verður áfram að hafa upp á „svartblettum", þ.e. hættulegum götuköflum eða gatna- mótum og gerðar tillögur að lagfæringum, borgin telur að bæta þurfi almennt ökunám og vill að komið verði upp æfingasvæði fyrir akandi og hugsanlega hjólandi vegfarendur. Þá á að virkja lögreglu betur til slysavama og leggja áherslu á sjálfvirkt um- ferðareftirlit, t.d. með myndavélum sem taka myndir af þeim sem aka á móti rauðu ljósi eða of hratt. í áætkminni er enn fremur lögð áhersla á samvinnu allra þeirra sem málið varðar, gott upplýsingastreymi og að íbúar verði með í ákvarðanatöku um sem flest umferðaröryggismál. Umferðaröryggi má auka með áróðri. Reykjavflmrborg til- greinir í umferðaröryggisáætlun sinni nokkur atriði sem auka mætti áróður gegn: ►Akstur á móti rauðu ljósi á gatnamótum með umferðarljós- um eða gangbrautarjjósum. ►Ökumenn víkja ekki þegar reynt er að skipta um akrein. ►Ökumenn virða alltof sjaldan stöðvunarlínur. ►Ökumenn fara of seint af stað á gatnamótum með umferð- arjjósum. ►Óf oft halda ökumenn ekki jöfnum ökuhraða, en það ber vott um óöryggi. ►Ef beygt er inn á nýja götu eftir rampa og við tekur sér- akrein, sýna ökumenn óöryggi. ►Vegfarendur eiga ekki að fara gangandi eða hjólandi þvert yfír 6 akreina götur. ►Ökumenn virða ekki nægjanlega vel forgang almennings- vagna og umferð gangandi fólks við biðstöðvar. ►Hvergi er öruggt að hjóla nema þar sem hjólreiðar eru að- greindar frá akandi umferð. ►Ökumenn eiga að gera sér grein fyrir hvaða ökutæki eru fyrir framan, aftan og til hliðar. ►Þar sem tveir straumar ökutækja mætast, umferð er hæg og biðraðir hafa myndast eiga menn að flétta saman til skipt- is úr hvorum straumi. Umferðaröryggis- fulltrúar á landsbyggðinni UMFERÐARRÁÐ og Slysavamafélag íslands hafa ákveðið að ráða umferðaröryggisfulltrúa víða um land í sumar. Sömu aðilar réðu starfsmann á síðastliðnu sumri á Suðurlandi og í ljósi reynslunnar var ákveðið að ráða fleiri í ár. Auk Suður- lands verða umferðaröryggisfulltrúar í sumar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og á Reykjanesi. Á undanfómum ámm hafa verið stofnaðar umferðaröryggis- nefndir á vegum Umferðarráðs víðs vegar um land og munu þessir fulltrúar starfa meðal annars í samstarfi við þær, deildir Slysavamafélagsins og aðra aðila á svæðinu. Markmiðið með þessu er að styrkja, skipuleggja og auka umfjöllun um umferð- armál á landsbyggðinni að og leitast við að auka samstarf allra aðila sem að þessum málum koma. Nefndimar fjalla um það sem betur má fara í umferðarmálum og koma ábendingum á framfæri við rétta aðila og vinna að því að þær komist í framkvæmd. Nefndirnar em hugsaðar sem viðbót við hefðbundið starf Umferðarráðs og er þess vænst að þær hafi tilætluð áhrif til að auka umferðaröryggi. Vonir standa til að nefndimar hafi þau áhrif að fleiri verði virkir í umferð- aröryggisstarfinu, svo sem áhugamannasamtök og aðrir aðilar. Það er talinn stór kostur við nefndir af þessu tagi að menn þekkja betur til aðstæðna í heimabyggð heldur en aðkomufólk. Umferðaröryggisfulltrúunum er ætlað að fjalla um alla þætti umferðarmála eftir því sem aðstæður leyfa. Ekki síst umferð á þjóðvegum, sem er langmest á sumrin. Umferðaröryggisfulltrúar munu leitast við að eiga gott sam- starf við vegfarendur á svæðinu og hlutast til um að ábendingar um úrbætur komist til réttra aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.