Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ „ALGER BYLTING" eð tilkomu ganganna mun vegalengdin milli i Akraness og miðbæjar IReykjavíkur styttast lum 60 kílómetra en leið þeirra sem eiga leið norður eða koma að norðan styttist um 42 kíló- metra. Leiðin frá Reykjavík til Akraness verður þá álíka löng og til Reykjanesbæjar og Hveragerðis eða rúmir 40 kílómetrar. —..... „Þetta verður alger bylting," segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og bendir á að í þau skipti sem hann hafi farið í gegnum göngin hafi hann ekið leiðina frá Akranesi að Reykjavík á hálfri klukkustund. „Þetta verður greiðfært og gott vegasamband," segir hann enn- fremur en það sama verður seint sagt um veginn fyrir fjörðinn, sem þykir oft og tíðum viðsjárverður. Rannsóknir á áhrifum stórra samgöngumannvirkja fáar Akumesingar hafa frá því í október 1996 búið sig undir, með markvissum hætti, að tengjast höfuðborgarsvæðinu. I greinargerðinni Skaginn býður góðan daginn, Akranes við upphaf nýrr- ar aldar, sem gefin var út nú í vor, kemur berlega í ljós að þeir eiga von á að göngin hafi fyrst og fremst jákvæð áhrif bæði á þróun búsetu og at- —— vinnu. „Þessara breytinga er nú þegar farið að gæta,“ segir Gísli. „Akumesingar verða að gera sér grein fyrir samkeppninni við stóru systur hinum megin við flóann og þeir verða að taka þátt í þeim breytingum sem eru nauð- synlegar til þess að halda þeirri hlutdeild sem við höfum haft,“ segir hann ennfremur og bætir við að töluverð spenna sé í loftinu nú þegar opnunardagurinn nálgast. I stefnumótun sem Akranesbær hefur samþykkt vegna Hvalfjarð- arganganna og gefín var út fyrr á þessu ári, segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir þeim áhrifum Fáar rann- sóknir til um áhrif stórra mannvirkja sem göngin muni hafa á Akranesi þar sem göng á borð við þau eigi sér ekki hliðstæðu í samgöngu- mannvirkjum á landinu. I máli Þorsteins Þorsteinssonar, verk- fræðings, sem hélt erindi á sér- stakri ráðstefnu á Akranesi um áhrif Hvalfjarðarganga á búsetu og atvinnulíf, haustið 1996, kemur auk þess fram að ekki er við margt að styðjast yfir- leitt því rannsóknir á áhrifum stórra sam- göngumannvirkja í heiminum eru fáar. Nið- urstöður könnunar sem gerð var í 87 sveit- arfélögum í Bandaríkjunum fyrir 12 árum á áhrifum af nýrri hraðbraut voru að því er Þor- steinn segir þær að hraðbrautirn- ar höfðu að jafnaði nokkur áhrif á atvinnumál en þau væru háð því efnahagsástandi sem ríkti í sveit- arfélögunum áður en brautin var lögð. „Þetta rennir stoðum undir það álit að það skipti meginmáli hvort styrkur sveitarfélaganna, sem samgöngubæturnar hljóta, sé nægur til að þau geti gert sér ein- .... hvern mat úr þeim,“ sagði Þorsteinn á ráð- stefnunni. í máli Þorsteins kom einnig fram að sam- kvæmt annarri rannsókn frá 1981, sem einnig var gerð í Band- aríkjunum, er tilkoma ■■1 ■ ■" hraðbrautar engin trygging fyrir efnahagslegum vexti sveitarfélaganna sem hún liggur um. Niðurstaða rannsóknarinnar var því sú að eitthvað annað en mannvirkið sjálft réði hvort upp- gangur yrði eða ekki.“ „Almennt teljum við að við séum með býsna gott bú,“ segir Gísli um stöðu Akranesskaup- staðar til að takast á við nýja og breytta ___________ tíma. Bæjarstjóm Akranessbæjar leggur ríka áherslu á að til að áhrif Hval- fjarðarganganna verði bæjarfélag- inu sem hagstæðust verði íbúar þess að vera jákvæðir og almenn- ingur, stjómendur fyrirtæk,ja og Eftir því sem neytandinn fær meiri arð af að fara um göngin, þeim mun meiri áhrif hafa þau Tilhneigingin sú að sérhæft starfsfólk búi nær miðju og vinni utar Guðrún Jónsdóttir Gísli Gíslason Senn líður að 11. júlí, er göngin undir Hvalfjörð verða opnuð almennri umferð. Þá tekur við nýr kafli í sögu fjarðarins sem í gegnum tíðina hefur bæði verið g;]'öfull og miskunnarlaus. María Hrönn Gunnarsdóttir velti því fyrir sér hver áhrifín af göngunum verði til langs og skamms tíma litið. opinberir aðilar að hafa fmmkvæði til framkvæmda. Hvalfjarðargöngin öðruvísi en aðrar samgönguframkvæmdir Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar segir að þrátt fyrir að miklir fjármunir hafi farið í að bæta samgöngur, ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar, meðal annars með þeim rökum að þær hefðu jákvæð áhrif á þróun byggð- ar, sé ekki mikið til af rannsóknum sem styðji þessa röksemdarfærslu. „Og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda ekki til þess að bættar samgöngur hafi bein áhrif á þróun byggðar. Það er ekki þar með sagt að þær hafi ekki góð áhrif á lífskjör," segir hann ennfremur. Þá segir Sigurður að nýlega hafi Norðmenn gefið út yfirlitsskýrslu um samgöngubætur í Noregi, meðal annars við álíka aðstæður og eru hér á landi. Þar geti Norðmenn ekki sýnt fram á að búsetuþróun í þeim sveitarfélögum eða svæðum sem hafa fengið verulegar sam- göngubætur hafi batnað sérstak- lega við það. Sigurður minnir á að Hvalfjarð- argöngin séu öðruvísi en aðrar samgönguframkvæmdir hér á landi þar sem þær eiga að borga sig sjálfar með því að gjald er tekið af þeim sem fara um þau. „Ég hef bent á að ef gjaldið fyrir að fara um göngin væri nákvæm- lega jafnhátt og sá hagnaður sem menn hefðu af að fara um göngin, vegna lægri bensínkostnaðar, minna slits á dekkjum og annars kostnaðar og tímasparnaðar ef menn reikna tímann sem einhvers virði, þá hafa göngin engin áhrif. Eftir því sem neytandinn fær meiri arð af að fara um göngin þeim mun meiri áhrif hafa þau. Ef það væri ókeypis í göngin og allir myndu keyra þau og hafa allan sparnaðinn af því sjálfir yrðu áhrifin af göngunum eins mikil og þau geta mest orðið. Raunveruleg áhrif eru þarna einhvers staðar á milli.“ Og Sigurður bætir við: „Þegar íyrst var talað um göngin í hinni al- mennu umræðu var greinilegt að menn horfðu til þess að áhrifín yrðu eins og það myndi ekkert kosta að fara um þau. Síðan gerist það að Spölur birtir gjaldskrána. Þá fyrst áttar fólk sig á því hversu mikið það á að borga fyrir þennan sparnað. Viðbrögðin urðu hörð og menn sögðu að gjaldið væri of hátt. Aður en menn eru komnir út á veg- inn til að taka ákvörðunina segjast þeir keyra fyrir Hvalfjörðinn frek- ar en að borga. Þeir meta ekki sparnaðinn sem 1000 króna virði. Enginn mun í rauninni geta sagt til um hvort menn meta sparnaðinn af að aka um gönginn sem 1000 króna I virði fyrr en göngin eru komin. Þá i kemur í ljós hver áhrifin verða.“ Áhrif uppbyggingar á Grundartanga meiri en Hvalfjarðarganga Uppgangstímar voru á Akranesi eftir að Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga var tekin í notkun um 1980. Um miðjan síðasta áratug fór aftur á móti að halla undan fæti l í atvinnumálum, fyrirtæki á staðn- um drógu saman seglin og atvinnu- leysi jókst og íbúum fækkaði. Á síð- ustu árum hefur atvinnulífið eflst á ný m.a. vegna batnandi efna- hagsástands í landinu, álvers Norð- uráls og stækkunar Járnblendi- verksmiðjunnar auk þess sem ákveðið hefur verið að flytja Land- mælingar Islands upp á Skaga. Er talið að vegna þessara þriggja fyr- irtækja muni störfum í sveit- 1 arfélaginu fjölga um 200 og segir j Sigurður að áhrifin af þessum framkvæmdum muni hafa mun meiri áhrif á þróun byggðarinnar á Akranesi en göngin undir Hval- fjörðin. Gert er ráð fyrir að bygg- ingastarfsemi, ferðaþjónusta og ýmiskonar smáiðnaður gæti vaxið eftir að göngin verða opnuð en að þeim fylgi ekki endilega fleiri störf en nú er, heldur frekar framleiðslu- aukning. Aftur á móti er búist við að á næstu árum muni um 100 ný j störf verða til vegna aukinnar þ.jón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.